Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 17
Morgunblaðið/Valdís Thor Glasa-, hnífapara- og diskasett Stórsniðugt í ferðalagið og fáanlegt í nokkrum litum. Það er betra að skera steikina á plasti en pappír. Fæst í Rúmfatalagernum og kostar 1.290 kr. Barnaveiðistöng Mjög einföld í notkun. Spúnn og flotholt fylgja með en börnin hafa jú gaman af því að tína orma sjálf. Fæst í Rúmfatalagern- um og kostar 1.290 kr. 10 lítra ferðavaskur Það er ótrúlegt að hægt sé að setja heila 10 lítra af vatni í þennan samanbrjótanlega vask, það fer ekkert fyrir honum. Fæst í Everest og kostar 3.595 kr. Blár tjaldstóll sem er bæði ódýr og meðfærilegur. Er með inn- byggðan glasahaldara fyrir uppáhalds útilegumjöðinn. Fæst í Rúmfatalagernum og kostar 689 kr. Lítil og létt tjalddýna 190x60 cm. Það kemur sér vel að hafa svona grip til að einangra kuld- ann frá afturendanum. Fæst í Europris og kostar 1.199 kr. Fyrir lengra komna Þessa rétti er gott að undirbúa heima og geyma í kæliboxinu. Villimannafille lambafille eða svínalundir hunang ferskar kryddjurtir Kjötið er fituhreinsað að mestu og kryddað með salti og pipar, penslað með þunnu lagi af hunangi og loks þakið með kryddjurtum. Á lambið er gott að nota rósmarín og oregano og á svínið basil. Þá er kjötinu rúllað þétt inn í tandurhrein viskastykki og svo pakkað niður í kælibox. Kjötið marinerast vel á þennan hátt og verður meyrt og gott. Áður en það er grillað þarf að dusta það mesta af jurtunum af svo þær brenni ekki. Til að gera enn betra má tína hvönn, blóðberg eða maríustakk á staðnum og henda á grillið meðan kjötið grill- ast. Meðlæti með kjötinu Hálfsjóðið litlar kartöflur, raðið þeim upp á grillprjón og pakkið nið- ur í kæliboxið. Skella þeim svo á grillið með kjötinu. Einnig er hægt að þræða heila sveppi og heila smátómata á grill- prjón og grilla með. Grillaðar tígrisrækjur fyrir tvo 300 g tígris- eða risarækjur ½ meðalstór chilipipar, fræ- hreinsaður og smátt skorinn 2 sm ferskt engifer, smátt saxað eða rifið safi úr hálfum lime-ávexti 1 teskeið salt, t.d. maldon-salt saxað koriander (má sleppa) 2-3 msk. olía Allt efni í marineringu hrært saman og rækjurnar settar út í. Marineringin á ekki að vera mjög þunn né of mikið af henni, hún á helst að límast við rækjurnar. Má marinerast í sólarhring í kæli, eða skemur ef vill. Rækjurnar eru síðan veiddar upp úr marineringunni og grillaðar á spjóti eða álpappír á blússandi heitu grilli í 2-3 mínútur, eða þar til þær eru orðnar bleikar. Snæddar snarkandi heitar með fersku salati, ávöxtum eða öðru sem hugurinn girnist. gudrunhulda@mbl.is hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 17 Pétur Stefánsson bregður á leikmeð limruna: Þegar að lendir hún Þóra í, þrengingum sem er ei glóra í; þá dettur hún í’ða (það dregur úr kvíða) og hugsar um karlmenn og hórarí. Að limrum er gaman að leika sér, af ljóðum og vísum að hreykja sér. Samt er nú fínna ferskara’og brýnna í kúbönskum vindli að kveikja sér. Af yrkingum stórskáldin stæra sig og stöðugt í lífinu mæra sig. Þeir meta sitt bull svo mikið sem gull, að varla þeir nenna að næra sig. Hallmundur Kristinsson flaug nýverið til Færeyja með Vefaranum, þjóðdansafélagi á Akureyri. Hann orti þegar lent var á Vogaflugvelli eftir stutt og snaggaralegt flug: Vefararnir ungu og öldnu ósköp hljóta fegnir því að vera lentir heilu og höldnu hérna Færeyjunum í. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af limru og Færeyjum Nokkur atriði fyrir foreldra/ forráðamenn að hafa í huga  Unglingar yngri en 18 ára eru á ábyrgð foreldra sinna og ættu því ekki að fara á útihátíð án þess að einhver ábyrgur fullorðinn væri með í för. Fáið símanúmer hjá þeim sem ætlar með þeim.  Hafið samband við foreldra þeirra sem unglingurinn ætlar með og komið ykkur saman um þær reglur sem þið viljið að unglingarnir fylgi.  Gangið úr skugga um að ungling- urinn sé vel útbúinn fyrir útilegu.  Látið unglinginn hafa símanúmer hjá ættingjum og vinum sem hann getur hringt í ef eitthvað kemur upp á og ekki næst í ykkur.  Nærvera foreldra er mikilvæg for- vörn. Foreldrar geta gist í nágrenni útihátíðar og gott er að hafa samband við unglinginn sem oftast í síma eða með því að hittast á svæðinu.  Ræðið við unglinginn um að þiggja aldrei far hjá neinum sem er undir áhrifum áfengis.  Útvegið unglingum ekki áfengi. Ung- lingur undir áhrifum áfengis er í meiri hættu á að lenda í vandræðum. Þegar foreldrar útvega unglingum áfengi hafa þeir samþykkt drykkju þeirra og líklegt er að þeir drekki meira.  Lögbrot er að selja, veita eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Verslunarmannahelgin er einstærsta útihátíðahelgin áÍslandi. Fjölmargt og fjöl-breytt skemmtanahald freistar ungs fólks og margt þarf að hafa í huga. Margir foreldrar muna eflaust eftir að hafa á sínum ung- lingsárum staðið frammi fyrir svip- uðum aðstæðum og sóst eftir því að fara á útihátíðir um þessa helgi og muna hugsanlega eftir rökræðum við sína foreldra um leyfi til að fara í Húsafell eða á þjóðhátíð í Eyjum. Nú hefur staðan snúist við. Unga fólkið sem var er nú orðið foreldrar sjálft, og þarf að ákveða hvort leyfa eigi sín- um unglingi að fara með jafnöldrum á útihátíð um verslunarmannahelg- ina. Í því tilefni er vert að hafa í huga að tímarnir hafa breyst. Sjálfræðis- aldurinn hefur færst úr 16 árum í 18 ár og umhverfið er að margra mati harðara þegar litið er til áfengis- og vímuefnaneyslu. Flestir foreldrar telja sig vel geta treyst unglingnum til að fara á útihátíð og flestir ung- lingar standa undir því trausti. En þær aðstæður, sem reynslan sýnir að geta komið upp, geta hins vegar reynst unglingum þungbærar og af- leiðingarnar alvarlegar. Misskilningur að betra sé að foreldrar kaupi áfengið Sumir foreldrar telja það skárri kost að kaupa áfengi fyrir unglinga og reyna þannig að hafa áhrif á hvaða og hversu mikið áfengi ung- lingurinn drekkur. Þetta er mikill miskilningur. Rannsóknir frá Norð- urlöndunum sýna að áfengið sem for- eldrar útvega unglingum er oft hrein viðbót við það áfengi sem ungling- urinn hefur skaffað sér sjálfur. Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn hefur foreldri gefið sitt leyfi fyrir áfengisneyslunni. Síðan ber að hafa í huga að dómgreind unglingsins skerðist við áfengisneyslu og honum er því hættara við að drekka ennþá meira en hann ætlaði sér. Samvera – forvörn sem virkar Enginn vafi leikur á að foreldrar gegna stóru hlutverki í lífi barna sinna; þeir hafa bæði erfðafræðileg og félagsleg áhrif á hegðun þeirra. Áhrifamáttur foreldra minnkar á unglingsárunum og áhrifamáttur vina eykst sem því nemur. Niður- stöður rannsókna sýna að samvera foreldra og barna dregur úr líkum á því að unglingar neyti ólöglegra vímuefna og seinkar því að unglingar fari að nota áfengi. Því er hægt að segja að samverustundir foreldra og barna séu forvörn sem virkar. Morgunblaðið/Kristján Gaman saman Niðurstöður rannsókna sýna að samvera foreldra og barna dregur úr líkum á því að unglingar neyti ólöglegra vímuefna og seinkar því sömuleiðis að unglingar fari að nota áfengi. Foreldrar, unglingar og verslunarmannahelgin Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SUMARYOGA Sér sumartilboð YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, önurnaræfingar, slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.