Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 19
Valdís Thor
Sól í sól Nú er sumar og gleðjast gumar á landinu bláa þessa dagana. Embla Sól svalaði þorstanum í girnilegri vatnssprænu í hitanum í gær.
Blog.is
Jakob Kristinsson | 29. júlí
Hrefnukjöt
... Svo eru andstæðingar
hrefnuveiða að fullyrða að
enginn markaður sé fyrir
þetta kjöt en nú er Konráð
að selja þetta á Ísafirði fyr-
ir kr. 800 kílóið enda er
þetta mjög gott kjöt. Ég
held að óhætt væri að gefa út veiðileyfi
fyrir 100 hrefnur í viðbót við þessar 40.
Því að allt kjöt af þeim hrefnum sem
veiddar hafa verið hefur verið selt jafn-
óðum og því óhætt að veiða meira svo
eitthvað verði til fyrir veitingastaðina
næsta vetur. Þeir sem borða mest af
hrefnukjöti á veitingahúsum eru erlendir
ferðamenn sem hafa farið í hvalaskoð-
unarferðir og langar til að smakka kjötið
af þessum dýrum. Þannig að þessar tvær
atvinnugreinar geta vel farið saman.
Meira: jakobk.blog.is
Hlini Melsteð Jóngeirsson | 29. júlí
Stjórnleysis-
sáttmálinn
Margir hverjir samfylking-
armenn eru greinilega
ekki að átta sig á því að
stjórnarsáttmálinn er
ótrúlega grunnt plagg til
að byrja með. Ekki er tek-
ið á málefnum öðruvísi en
mjög almennt orðað og þannig að hægt
er að túlka eins og hver vill. …
Meira: hlini.blog.is
Björn Magnús Stefánsson | 29. júlí
Réttlætið sigrar!
Ég er mjög ánægður með
framtak lögreglustjórans
í Árnessýslu sem sýnir að
þau eru að þverbrjóta lög-
in og eiga ekki að komast
upp með það. Ég skil vel
að Orkuveita Reykjavíkur
og Klæðning hf. geri sínar kröfur um
bætur, sem betur fer fyrir þessa krakka
þá var ekki tjón á bornum sem hefði lík-
lega kostað þau ævilaunin sín. …
Meira: stefansson.blog.is
Í fyrri grein okkar
um Evrópumál og ís-
lenskan efnahag tæpt-
um við á nauðsyn þess
að eiga heildræna um-
ræðu um Evrópumál
þar sem allt væri und-
ir. Vinstrihreyfingin –
grænt framboð hefur
allt frá stofnun lagt
mikla áherslu á
stefnumótun á sviði
utanríkis- og alþjóðamála, þar á með-
al Evrópumála. Að þessum málum er
nú unnið þannig innan flokksins að
sérstakur starfshópur fjallar um
Evrópumál undir forystu fulltrúa
okkur í Evrópunefnd þeirri sem nú
starfar. Fyrirhugað er málþing um
Evrópumál í haust enda leggjum við
Vinstri-græn áherslu á það í starfi
okkar að skoða allar hliðar þessara
mála, kosti og galla, og hafna engum
hlutum fyrirfram. Stefna flokksins
hingað til hefur hins vegar verið skýr
og fengið einróma stuðning í æðstu
stofnunum flokksins, í stjórn, flokks-
ráði, þingflokki og á landsfundum, og
henni verður að sjálfsögðu ekki
breytt eða frá henni hvikað nema að
undangenginni rækilegri skoðun og
umfjöllun í flokknum og sam-
þykktum félagsmanna og þeirra
stofnana flokksins sem á lýðræð-
islegan hátt ganga frá okkar grund-
vallarstefnumálum. Afstaða VG er
sem fyrr sú að aðild að Evrópusam-
bandinu þjóni ekki hagsmunum Ís-
lands.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
hefur hins vegar aldrei skorast und-
an umræðu um Evrópumál eða al-
þjóða- og utanríkismál yfirleitt og
fagnar virkri, málefnalegri og upp-
byggilegri umræðu um þau viðfangs-
efni eins og önnur. Okkar krafa er
hins vegar að sú umræða sé á breið-
um grunni og þar sé allt undir.
Undan því hefur oft verið kvartað
á umliðnum árum að þessi mál séu
með einhverjum hætti launhelg í ís-
lenskri stjórnmálaumræðu og þau
megi ekki ræða, Evrópumálin séu
ekki á dagskrá og þar fram eftir göt-
unum. Ekki verður þó betur séð af
umræðu, greinaskrifum og umfjöllun
um þessi mál undanfarin ár og ára-
tugi en að öllum hafi alltaf verið
frjálst að tjá sig um þetta viðfangs-
efni. Það virðist hins vegar vera að
koma á daginn að þeir sem mest hafa
kvartað undan því að ekki sé næg
umræða um Evrópumál og hrósa sér
jafnvel af því að hafa komið henni á
dagskrá vilji hafa þá umræðu á viss-
um forsendum. Þannig voru viðbrögð
við skrifum Björns Bjarnasonar um
mögulega upptöku evru án þess að
ganga í ESB afar athyglisverð og
sambandssinnar býsna fljótir að af-
greiða umræðuna sem óþarfa. Enn
harkalegri urðu viðbrögðin þegar
Ögmundur Jónasson, formaður þing-
flokks Vinstri–grænna, velti upp
spurningum í blaðagrein um hvort
ekki væri nauðsynlegt að ræða bæði
kosti og galla EES-samningsins.
Hinir sömu og mest hafa kvartað yfir
ónógri umræðu um Evrópumál á
undanförnum árum virðast þannig
nota frasann „umræða um Evr-
ópumál“ í merkingunni „gagnrýn-
islaus umræða um ágæti ESB-
aðildar“.
Sú umræða sem við viljum beita
okkur fyrir tekur málið fyrir á breið-
um grundvelli og setur það í viðeig-
andi samhengi; sem eina mikilvæg-
ustu utanríkispólitísku spurningu
sem íslenska þjóðin fæst við þessi ár-
in, enda oft minna undir en sjálft
sjálfstæðið og framtíðarstaða þjóð-
arinnar meðal þjóða.
Lýðræðisleg og
stjórnskipuleg staða málsins
Í framhaldi af þessu viljum við
vekja athygli á því að margar og mis-
vísandi hugmyndir virðast uppi um
það hvernig að því skulið staðið í lýð-
ræðislegum og stjórnskipulegum
skilningi ef breytingar verða und-
irbúnar á stöðu Íslands hvað varðar
tengsl þess við Evrópusambandið.
Um þetta höfum við skýrar hug-
myndir. Í fyrsta lagi hljóta stjórn-
málaflokkarnir í landinu að móta sér
skýrar áherslur í þessum efnum,
tefla þeim fram og afla sér umboðs í
lýðræðislegum alþingiskosningum til
að framfylgja þeim. Ísland tekur ekki
upp evru og gengur þaðan af síður í
ESB án þess að atbeini Alþingis
komi til. Alþingi þarf að breyta lög-
um og stjórnarskrá til að Ísland geti
orðið aðili að Evrópusambandinu. Á
Alþingi eru þingmenn fyrst og
fremst bundnir af samvisku sinni.
Þar til viðbótar af þeim áherslum,
stefnumálum og umboði sem þeir
fengu frá kjósendum í und-
angengnum alþingiskosningum. Mál-
ið hlýtur því að vera þannig vaxið að
þeir flokkar sem hyggjast leggja til
breytingar á stöðu Íslands í þessum
efnum hljóta fyrst að móta sér þá
stefnu sjálfir, í öðru lagi að afla henni
fylgis í kosningum og í þriðja lagi að
fara með það umboð til samninga við
aðra flokka á þingi. Síðan deilir eng-
inn um það að efnisleg niðurstaða
málsins yrði borin undir þjóðina í
þjóðaratkvæðagreiðslu, í reynd með
tvennum hætti, þannig að annars
vegar yrði kosið um hina efnislegu
samningsniðurstöðu og hins vegar
ætti þjóðin þess einnig kost að kjósa
um málið með a.m.k. óbeinum hætti
þegar nauðsynlegar stjórn-
arskrárbreytingar yrðu bornar undir
þjóðina.
Að okkar dómi standa mál því
þannig að á yfirstandandi kjör-
tímabili skortir alla flokka umboð til
að hverfa frá þeim áherslum sem
þeir tefldu fram fyrir síðustu kosn-
ingar. Svo mikið er víst að VG mun
ekki taka óábyrga kollhnísa í þessu
máli frá þeim áherslum sem við lögð-
um með skýrum hætti fyrir kjós-
endur í síðustu kosningum og feng-
um stuðning við. Hins vegar mega
menn svo ekki rugla því saman að
flokkarnir hafi sínar áherslur sem
kjósendur hafa ákveðið að veita al-
mennt brautargengi og hinu að í
stuðningsmannabaklandi flokkanna
kunna að vera skiptar skoðanir um
þetta mál eins og mörg önnur. Það er
einmitt mjög mikilvægt að flokkar
tali skýrt og séu heiðarlegir. Kjós-
endur geta svo gert það upp við sig
hvort þeir vilji fylgja þeim að málum
jafnvel þótt þeir deili ekki að öllu
leyti skoðunum með þeim í ein-
stökum málum.
Miðað við umræðu undangenginna
vikna mætti ætla að Evrópumál
stefndu í að verða eitt stærsta mál
næstu alþingiskosninga en um það er
þó of snemmt að spá. Takist svo til,
sem að sjálfsögðu þarf að verða, að
stjórnvöld í landinu, ríkisstjórn og
aðrir aðilar, komi sér að verki, nái
tökum á efnahags- og atvinnumálum
og komi þeim á réttan kjöl þannig að
ástandið batni, verðbólga hjaðni,
vextir komist á viðráðanlegt ról og
viðskiptahalla verði snúið í jöfnuð,
kemst þessi umræða í nýtt samhengi.
Það er sannarlega áhyggjuefni að
svo virðist sem ýmsir geri nú beinlín-
is í því að tala kjarkinn úr þjóðinni.
Það er engin ástæða til að ætla annað
en að Íslendingar geti hér eftir sem
hingað til borið ábyrgð á sér sjálfir.
Við höfum alla burði til þess að halda
hér úti sjálfstæðu lýðræðis- og vel-
ferðarsamfélagi, með góðum lífs-
kjörum og öflugu velferðarkerfi.
Þjóðinni, sem sárfátæk og vanþróuð
sótti sér heimastjórn, fullveldi og að
lokum endanlegt sjálfstæði á síðustu
öld við erfiðar aðstæður, ætti ekki að
verða skotaskuld úr því að sigrast á
þeim erfiðleikum sem nú ganga yfir
og það munum við að sjálfsögðu gera.
Við leggjum áherslu á að gengið
verði til þess leiks með bjartsýni,
kjark og sjálfstraust að leiðarljósi og
menn ætli sér ekkert minna en að
koma efnahagsmálunum í gott lag og
innleiða traustan stöðugleika á
næstu 12-18 mánuðum. Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð býður hér eft-
ir sem hingað til fram krafta sína í
þeim efnum og við vísum til okkar til-
löguflutnings og málafylgju á um-
liðnum misserum. Umfram allt:
Grautum ekki spurningum sem
varða það hvernig tengslum Íslands
við ESB eða fyrirkomulagi gjald-
miðlamála verði háttað hér á Íslandi
á árunum 2015-2018 saman við við-
fangsefni næstu mánuða.
Heildræn umræða um Evrópumál
Eftir Steingrím J.
Sigfússon og Katr-
ínu Jakobsdóttur
» Að okkar dómi
standa mál því
þannig að á yfirstand-
andi kjörtímabili
skortir alla flokka
umboð til að hverfa
frá þeim áherslum
sem þeir tefldu fram
fyrir síðustu kosn-
ingar.Steingrímur J. Sigfússon
Höfundar eru formaður og
varaformaður Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs.
Katrín
Jakobsdóttir