Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 21
mér yfir lærdóminn, tókst þér frí í
vinnunni og við sátum úti í Gróttu.
Bíltúrarnir síðla kvölds, kók og prins í
sjoppunni okkar. Göngutúrarnir
hringinn í kringum Helgafell um
helgar, Heiðmörkin á kvöldin. Þú
elskaðir að segja mér sögur og varst
manna fróðastur um undarlegustu
hluti. Við spekúleruðum endalaust þú
og ég. Við áttum svo margar ómet-
anlegar stundir saman pabbi.
Þú elskaðir Vesturbæinn og elsk-
aðir Ísland, en varst samt alltaf tilbú-
inn að fara á vit ævintýranna með
okkur og mömmu til útlanda. En þeg-
ar heim kom dróstu djúpt inn andann
og hljópst beint í næsta vatnskrana
og fékkst þér heilnæma vatnið okkar
og dásamaðir landið í leiðinni. Eftir að
ég flutti út fyrir 18 árum voruð þið
mamma dugleg að koma og heim-
sækja mig og mína, hvar sem við vor-
um. „Lánaðir mér mömmu“, eins og
þú komst að orði og það var ósjaldan.
Komst svo og sóttir hana og áttum við
þá yndislegar stundir. Þér fannst
matur góður og ég naut þess að búa
hann til fyrir þig. Bjóða þér upp á góð
vín. Þetta kunnirðu að meta. Aldrei
leið langur tími á milli þess sem við
sáumst. Það síðasta sem þú sagðir við
mig var: Góða ferð, ég elska þig.
Elsku pabbi minn, mér finnst þú
hafa verið tekinn frá okkur allt of
snemma, ég er ekki tilbúin að missa
þig, ég átti eftir að tala svo mikið við
þig. Eiga stundir með þér og mömmu.
Þakka þér fyrir hjálpina sem þú og
mamma veittuð mér og börnunum í
vetur. Mig langaði að segja þér frá
öllu sem ég er að taka mér fyrir hend-
ur, deila svo mörgu með þér. Sorgin
og tómið er óbærilegt. Ég elska þig
pabbi minn, geymi þig í hjarta mér og
tek þig með mér hvert sem ég fer. Ég
kveð glæsilegan og stoltan mann með
þessum línum Tómasar Guðmunds-
sonar:
„Tak þú mitt angur og vinn úr því söng,
er sefi
söknuð alls þess, er var og kemur ei
framar.“
Guð geymi þig pabbi.
Þín
Helena.
Elsku besti afi minn, rosalega
fannst mér sárt að kveðja þig svona
snemma, en svona er víst lífið, maður
fæðist, lifir og deyr. Rosalega áttum
við góðar stundir saman, svo sem
klukkustundir í göngu, talandi um allt
milli himins og jarðar, ég talaði um
skólann, þú um viðskipti, framtíðina,
og það sem máli skiptir í þessum sam-
ræðum er að ég átti æðislegar stund-
ir. En það er eitt atvik sem ég gleymi
aldrei og það er að þegar ég var með
þér í Danmörku núna í maí, þá fórum
við í göngu. Ég gat talað við þig um
það hvernig maðurinn minn ætti að
vera, hverjum ég myndi vilja giftast,
hvernig strákamálin mín væru og ég
fékk góð ráð. En það sem mestu
skiptir er að ég var að tala við afa
minn, ekki mömmu mína eða vinkon-
urnar, ég var að tala við þig, góðan vin
minn og afa.
Minningarnar geymi ég í hjarta
mínu, þig hef ég hjá mér, en lífið held-
ur áfram, ég mun ekki bregðast þér í
sambandi við neitt sem við töluðum
um. Elska þig afi minn og ég passa
mormor, mömmu og Helenu fyrir þig.
Þitt barnabarn og vinkona,
Nadía.
Elsku afi minn!
Ég sakna þín, það er svo
leiðinlegt að við getum aldrei
labbað aftur á söfn og niður á
tjörn að gefa öndunum. Þú
varst svo skemmtilegur og
það var svo gott að vera hjá
þér og mormor og fá pulsur
og ísblóm. Nú er mormor
alein og ég ætla að vera dug-
leg að knúsa hana. Elska þig,
afi, og vona að ég sjái þig
bráðum aftur. Knúsaðu engl-
ana og Guð.
Þín
Níta María.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Guð-
bjart Pálsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu á næstu dögum.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG BÓEL MALMQUIST
JÓHANNSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 20. júlí á Vífilsstöðum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Jón Ellert Guðjónsson,
Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, Viðar Hjartarson,
Kristín Margrét Axelsdóttir, Árni Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HJÖRTUR HJARTARSON,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut,
fimmtudaginn 24. júlí.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 15.00.
Jensína Guðmundsdóttir,
Drífa Hjartardóttir, Skúli Lýðsson,
Ingibjörg Hjartardóttir, Sigurður Ólafsson,
Vilborg Arinbjarnar,
Anna Ásta Khan Hjartardóttir, Hrafn Sabir Khan,
Björn Grétar Hjartarson,
Guðmundur Ingi Hjartarson, Sigríður Sigmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
RAGNHILDUR KRISTÍN SANDHOLT,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 27. júlí.
Jón Eiríksson,
Eiríkur Jónsson, Ásthildur Björnsdóttir,
Íris Jónsdóttir, Einar Sigurðsson,
Atli Már Jónsson, Lilja Dagbjartsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Eyrardal,
Súðavík,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 23. júlí,
verður jarðsungin frá Súðavíkurkirkju laugardaginn
2. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Súðavíkurkirkju.
Guðlaug Ingvarsdóttir,
Jóna McCarthy, Jósep McCarthy,
Bjarni Kjartansson, Guðmundína Sturludóttir,
Steinn Ingi Kjartansson, Rósa Ólafsdóttir,
Guðmundur S. Kjartansson, Guðrún Eiríksdóttir,
Guðjón M. Kjartansson, Dagbjört S. Hjaltadóttir,
Kristín Lilja Kjartansdóttir, Þorsteinn Haukur Þorsteinsson,
Bjarney Stella Kjartansdóttir, Einar Hálfdánarson,
Daði Kjartansson,
Stefán Haukur Kjartansson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTÍN ARNA ZÓPHANÍASDÓTTIR,
Hringbraut 136,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn
28. júlí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
5. ágúst kl. 14.00.
Vilborg Einarsdóttir, Hörður Kristinsson,
Jökull Einarsson, Björg Sigurðardóttir,
Steinar Einarsson,
Helga Björk Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
síðast til heimilis í Seljahlíð,
lést mánudaginn 28. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
6. ágúst kl. 13.00.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og
amma,
RAGNHEIÐUR MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR,
Skólabraut 6,
Seltjarnarnesi,
lést mánudaginn 28. júlí á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Oddur Magnússon,
Margrét Þ. Jónsdóttir, Björgvin H. Fjeldsted,
Þórður Ingi Jónsson,
Áslaug Þóra Jónsdóttir,
Sigrún Ósk Jónsdóttir,
Hanna María Jónsdóttir,
Þórður M. Adólfsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður og faðir okkar,
MAGNÚS KARLSSON,
Mímisvegi 8,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 27. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 7. ágúst kl. 15.00.
Bára Guðmannsdóttir,
Guðmann Sigurgeir Magnússon.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HILMAR B. GUÐMUNDSSON
verkstjóri,
Gnoðarvogi 28,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 22. júlí á líknardeild Landakots.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn
31. júlí kl. 11.00.
Gíslína J. Jónsdóttir,
Fjóla Hilmarsdóttir,
Ásta Hilmarsdóttir, Jóhann Sigurjónsson,
Jón K. Leósson,
Regína Magnúsdóttir, Bjarni Júlíusson,
María Magnúsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir,
Eva Ström, Egill Þorgeirsson,
Hrafnhildur Hilmarsdóttir, Gunnar Þorvarðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
OLGEIR SIGURÐSSON,
Kóngsbakka 12,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 29. júlí á Landspítalanum við
Hringbraut.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnhildur Gísladóttir,
Fritz H. Berndsen, Ásta Kristjánsdóttir,
Halldór Olgeirsson, Svava Magnúsdóttir,
Guðrún Olgeirsdóttir, Jens Arnljótsson,
Þórunn Olgeirsdóttir, Haraldur Pálsson,
Smári Olgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.