Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 30. júlí, 212. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jb. 36, 15.) Fræðimaðurinn Diamond Jaredhefur slegið í gegn með bókum sínum um uppgang þjóða og hrun. Nú hefur hann beint sjónum sínum að hefndinni og fjallar um hlutverk hennar hjá frumstæðum þjóð- flokkum og hvað læra megi af því í vestrænum samfélögum. x x x Jared lýsir í viðtali við tímaritiðDer Spiegel hvernig hefndin getur leitt til þess að stríðsástand ríkir í samskiptum samfélaga í Nýju Gíneu. Tekur hann dæmi af því hvernig deila um svín leiddi til þess að háðar voru sex orrustur og 29 manns lágu í valnum. x x x Þetta er vissulega ekki hag-kvæmt,“ segir Jared. „En í þjóðflokkasamfélögum þar sem ekki er neitt ríkisvald verður fólk að taka réttlætið í eigin hendur. Sá sem ekki gerir það verður fyrirlitinn og mun líklega verða beittur meira ofbeldi.“ x x x Jared segir hins vegar líka frá þvíhvernig fólk nær sáttum í þess- um samfélögum. Í einu tilfelli ók maður niður dreng. Drengurinn dó, en faðir hans kvaðst átta sig á því að þetta hefði verið slys. Hann bað hins vegar þann, sem var valdur að slys- inu að sjá um veitingar við minning- arathöfn um drenginn og einnig var samið um skaðabætur. Athöfnin bar yfirskriftina „mér þykir það leitt“ og þar komu saman fjölskyldur hins látna drengs og ökumannsins. Fjöl- skyldurnar borðuðu saman og að endingu lýsti faðir látna drengsins yfir því að hann þægi skaðabæt- urnar og myndi ekki hefna sín. x x x Jared segir að á Vesturlöndumgeti menn lært af þessu ferli og sums staðar sé þegar farið að reyna það. Hann bendir á Bandaríkin, en einnig afbrotamenn og brotaþolar hafa einnig verið leiddir saman á Ís- landi og hefur það gefið góða raun. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Adam Leví fædd- ist 23. júní. Hann vó 4.130 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Sara Lárus- dóttir og Guðmundur Ragn- ar Björgvinsson. Akureyri Ríkharður Máni fæddist 18. maí kl. 23:05. Hann vó 4.165 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Leifur Þór Heimisson og Lilja Björg Randversdóttir. Amsterdam Sóley fæddist 20. febrúar í Amsterdam. Hún vó 3.624 g. Foreldrar hennar eru Ragna Björt Einarsdóttir og Erwan Le Roux. Reykjavík Aníta Dís fæddist 20. maí kl. 4.45. Hún vó 15 merkur og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Gunn- ur Líf Gunnarsdóttir og Atli Freyr Guðmundsson. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 efnilegur mað- ur, 8 pyngju, 9 hillingar, 10 verkfæri, 11 mál, 13 eldstæði,15 sorgar, 18 handleggjum, 21 hreysi, 22 girnd, 23 eyddur, 24 borgin- mennska. Lóðrétt | 2 gömul, 3 tudda, 4 kirtla, 5 nef, 6 ábætir, 7 heyið, 12 tannstæði,14 kyrr, 15 kjöt, 16 róta, 17 húð, 18 duglegur, 19 átt við, 20 túla. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 orsök, 4 bitur, 7 makar, 8 ólman, 9 tær, 11 rösk, 13 gata, 14 ásinn, 15 tómt, 17 álma, 20 agn, 22 góður, 23 angan, 24 urrar, 25 niður. Lóðrétt: 1 ormur, 2 sekks, 3 kort, 4 bjór, 5 temja, 6 renna, 10 æfing, 12 kát, 13 Gná, 15 tuggu, 16 móður, 18 logið, 19 asnar, 20 arar, 21 nafn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. Rc3 Rf6 3. Bg5 Rbd7 4. Dd3 h6 5. Bh4 c6 6. Rf3 Da5 7. a3 e6 8. Rd2 Be7 9. f3 e5 10. e4 dxe4 11. Rdxe4 O–O 12. Be2 He8 13. O–O Rxe4 14. Dxe4 f5 15. Bc4+ Kh8 16. De1 Bxh4 17. Dxh4 Db6 18. Re2 exd4 19. Rf4 Rf8 20. Dh5 He7 21. Hae1 Dd8 22. Dh4 Hd7 23. Dg3 Hd6 24. Bf7 Df6. Staðan kom upp á sænska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Växjö. Stórmeistarinn Jonny Hector (2537) hafði hvítt gegn Erik Hedman (2363). 25. Rg6+! Rxg6 26. He8+ Kh7 27. Bg8+ Kh8 28. Be6+ Rf8 29. Dxd6 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Samsett þvingun. Norður ♠K985 ♥104 ♦Á74 ♣K965 Vestur Austur ♠G764 ♠D103 ♥Á2 ♥63 ♦D6 ♦KG10852 ♣DG1084 ♣32 Suður ♠Á2 ♥KDG9875 ♦93 ♣Á7 Suður spilar 6♥. Alfræðiritið segir að samsett þving- un gerist í tveimur áföngum – fyrst sé eins konar undirbúningsþvingun í þremur litum, sem síðan er fylgt eftir með hefðbundinni tvöfaldri þvingun. Það er nefnilega það. Þessi fágæta þvingun sást í fyrstu umferð Spingold-keppninnar í Las Vegas. Austur hafði opnað í þriðju hendi á tígulhindrun, en eigi að síður kom vestur út með ♣D. Sagnhafi tók heima og trompaði út, vestur drap strax og spilaði ♣G í von um að austur gæti stungið. En kóngurinn hélt og nú er sagnhafi á grænni grein. Vestur lendir fljótt í vandræðum, því hann þarf að halda í alla spaðana og tvö lauf. Hann neyðist því til að henda tígli (það er undirbúningsþvingunin). Sagnhafi getur þá byggt upp tvöfalda þvingun með því að taka á ♦Á og klára trompin. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ef þú hefur undanfarið átt erfitt með að sjá fyrir þér þína björtu framtíð, þá birtir núna til. Láttu þig dreyma! Ekki þykjast vita hvað fólk er að hugsa í kvöld. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er þreytandi að taka tillit til til- finninga allra í kringum þig. Vertu harð- ur af þér og ætlastu til þess sama af öðr- um. Þá mun orkumikið og öruggt fólk umkringja þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hlutverk þitt er mikilvægt. Og það sem þér þykir spennandi í vinnunni er ekki það sama og æsir aðra. Njóttu þess að eiga þínar eigin leyniáskoranir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Tæknileg vandamál láta á sér kræla. Það er áskorun að fá alla til að vera á sama tíma á sama stað. Gerðu þitt besta og ekki láta sjá að þú svitnar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er hættulegt að taka lífið of bók- staflega. Horfðu á úr fjarlægð og reyndu að greina mynstur. Ekki hlusta á aðra. Spurðu sjálfan þig: Um hvað snýst þetta? (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Notaðu hvaða tækifæri sem gefst til að verða ástfangnari af sjálfum þér. Ekki bíða eftir neinum til að eyða lífinu með. Hafðu stuð og leyfðu öðrum að vera með. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft ekki að vera unglingur til að finnast allt frekar fáránlegt. Gáfur þínr leyfa þér að sjá húmorinn í því sem aðrir taka alvarlega. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það þarf að vinna úr íþyngj- andi aðstæðum. Gerðu það án þess að hugsa of mikið. Ef þú veist of mikið um málið, kemstu aldrei að niðurstöðu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er langt þangað sem þig langar að fara, og þú veltir fyrir þér hvort þér takist það. Það er enginn tími til að hugsa. Haltu af stað í rétt átt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vanalega sérðu eitthvað sem þér líkar í fólki um leið og þú hittir það. Í dag muntu hins vegar afgreiða einhvern án góðrar og gildrar ástæðu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það stefnir í að visst samband takist á flug. Viltu fá far? Komdu tilfinn- ingunum fyrir í handfarangrinum. Sam- an lendið þið á fallegum og framandi stað. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur ákveðið að hreinsa upp vitleysuna eftir einhvern annan. Láttu hann samt vita hvað þér finnst, en án þess að væla – og bara staðreyndir. Stjörnuspá Holiday Mathis 30. júlí 1951 Örn Clausen, 22 ára laganemi, setti Norðurlandamet í tug- þraut, hlaut 7.453 stig. Þetta var næstbesti árangur í heim- inum það ár. 30. júlí 1994 Rúta með 32 erlenda ferða- menn valt út af þjóðveginum fyrir ofan Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu. Flest- ir farþeganna slösuðust og ell- efu voru lagðir á sjúkrahús. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Runólfur Run- ólfsson verk- stjóri verður sjö- tugur mánudag- inn 4. ágúst næstkomandi. Af því tilefni verða þau hjónin Dúddi og Stína með opið hús sunnu- daginn 3. ágúst milli kl. 14 og 17 að Rjúpnabraut 5, Úthlíð, Biskups- tungum. Þau hlakka til að sjá ætt- ingja og vini sem eru hjartanlega velkomnir. 70 ára Svana Ósk Jónsdóttir og Davíð Harðarson voru gefin saman í Garðakirkju 7. júní sl. af sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Heimili þeirra er á Hólagötu 1b í Vogum. Brúðkaup JÓHANN Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Ísafjarðarbæ, er 35 ára í dag. Hann ætlar sér ekki að gera mikið veður út af áfanganum, enda segist hann „ekkert ofboðslega mikill afmælismaður“. Í fjölskyldunni leynist hinsvegar annar og meiri afmælismaður sem á það til að stela sviðsljósinu því tengdafaðir hans, Jónatan I. Ásgeirsson skip- stjóri, er 55 ára í dag. Þeir tengdafeðgar hafa fagnað afmælinu saman í mörg ár en í þetta skiptið bregða þeir út af þeim vana því Jónatan er á sjón- um. Í staðinn segist Jóhann ætla að hafa það náð- ugt á tjaldstæðinu á Tálknafirði, með konu sinni Sædísi Maríu Jónatansdóttur og þremur dætrum. „Við höfum verið að þræða landið og tjaldsvæðin í sumarfríinu. Við eltum bara góða veðrið og erum núna nýkomin af Látrabjargi,“ segir Jóhann. Þau hjónin eru mikið útivistarfólk og njóta þess að ferðast um landið, í gönguferðum á sumrin og á skíðum á veturna. Sjálfur segist Jóhann eiga heilan haug af áhugamálum og hefur hann alla tíð tekið virkan þátt í félagsmálum. Hann gegnir m.a. starfi varaformanns Héraðssambands Vestfirðinga auk aðalritarastarfa fyrir Mýrarboltafélag Íslands og embætti forseta Ofurhugafélags Íslands, en í nafni þess félagsskapar hafa nokkrir sprækir menn stundað gönguferðir saman í 15 ár. Næst á dagskrá hjá Jóhanni er hið árlega Mýrarboltamót á Ísafirði um verslunarmanna- helgina og eru allir hvattir til að mæta. unas@mbl.is Jóhann Bæring Gunnarsson, 35 ára Tengdó stelur sviðsljósinu ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.