Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 6
6 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar Við hvetjum þig til að standa vörð um viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn. Kynningarfundur mánudaginn 20. apríl kl 17:15 í fundarsal Maður lifandi, Borgartúni 24. Auður Capital kynnir 585-6500 audur.is Allir velkomnir Mikið úrval af krókum handklæðaslám og fl . Opið 13-18 Ert þú sátt(ur) við að ekki verði gerðar breytingar á stjórnar- skrá fyrir kosningar? Já 36,5% Nei 63,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú náð ólöglega í höf- undaréttarvarið efni í gegnum netið? Segðu þína skoðun á visir.is BRETLAND Breskir sparifjáreig- endur geta átt von á því að fá sjötíu til áttatíu prósent fjár- festinga sinna í Heritable Bank, dótturbanka Landsbankans, borguð til baka. Þar á meðal eru tugir breskra sveitarfélaga. Samkvæmt frétt Sunday Times kemur þetta fram í skýrslu frá stjórnendum Heritable Bank. Blaðið hefur eftir Paul Carter, formanni bæjarráðs í Kent, að fyrstu greiðslurnar eigi að berast sveitarfélaginu innan nokkurra mánaða. 123 sveitarfélög í Bret- landi áttu samtals 920 milljónir punda í íslensku bönkunum þrem- ur. - þeb Heritable Bank í Bretlandi: 70 prósent inni- stæða tryggðar FÓLK „Við vitum að þetta tíðkast víða erlendis. Við sáum myndir af svona kistum á Netinu og ákváðum því að bjóða upp á þetta hér á landi líka. Svo verður bara að koma í ljós hvort þetta vekur lukku,“ segir Stefán Matthíasson, sem ásamt Sveini Reynissyni á og rekur lík- kistuverkstæðið og -verslunina Íslandskistur. Þeir félagar hafa ákveðið að bjóða til sölu mynd- skreyttar líkkistur. Að sögn Stefáns fara fyrstu kist- urnar í myndskreytingu á næstu dögum. „Við töluðum við Bryndísi í Tattoobike sem var reiðubúin að skreyta kisturnar með svokölluð- um airbrush-græjum. Við ætlum að leyfa henni að ráða því hvernig fyrstu kisturnar eru myndskreytt- ar, en svo geta viðskiptavin- ir pantað sér myndir á kisturn- ar. Til dæmis kemur til greina að mála skjaldarmerki íþróttafélaga, landslagsmyndir, myndir úr veið- mennsku, engla, andlitsmyndir eða bara hvað sem er.“ Íslandskistur hafa lagt í vana sinn að gefa kistur fyrir börn undir fermingaraldri. Stefán segir að listamaðurinn sem sjái um skreyt- ingarnar hafi einnig í hyggju að gefa vinnu sína ef viðskiptavinir óska eftir að myndskreyta slíkar kistur. „Það er hugsanlegt að fólk vilji setja einhvers konar barna- myndir, risaeðlur eða eitt- hvað slíkt, á barna- kisturnar,“ segir Stefán. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkju- garða Reykjavík- ur, segir engin lög gilda um útlit líkkistna í útförum. „Svo fremi að skreytingarnar særi ekki blygðun- arsemi þeirra sem eru við útför- ina, þá eru engar reglur til um þetta. Auðvitað er eðlilegast að hinn látni skilji eftir sig sérstaka ósk um myndskreytingu, en það er ekki skylda.“ Þórsteinn man ekki til þess að hafa heyrt um mynd- skreyttar líkkistur hér á landi fyrr. „En þetta breytist eins og annað. Einu sinni voru allar lík- kistur á Íslandi svartar. Svo fóru þær yfir í hvítt, og ég hef séð þær í alls kyns litum, grænar og app- elsínugular svo dæmi sé tekið. Í Frakklandi tíðkast það gjarnan að gestir í minningarathöfnum skrifi nafnið sitt á kisturnar. Það er ekk- ert við slíkt að athuga, en auðvitað er best að gæta hófs í öllu,“ segir Þórs- teinn. kjartan@frettabladid.is Bjóða upp á mynd- skreyttar líkkistur Líkkistuverslunin Íslandskistur býður upp á myndskreyttar líkkistur. Eigandinn segir það verða að koma í ljós hvernig uppátækið leggst í landann. Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir engin lög gilda um útlit líkkistna. LITAGLEÐI Myndskreyttar líkkistur eru seldar víða um heim. Þessar kistur eru hluti af miklu úrvali á vefsíðunni colourfulcoffins.com. FRUMKVÖÐLAR Stefán og Sveinn eru eigendur Íslandskistna. Þeir fengu hugmyndina að myndskreyttu líkkistunum við að skoða erlendar vefsíður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ávaxtaunnandi hafði samband og er uggandi yfir minnkandi gæðum. „Ég versla mikið í Hag- kaupsbúðunum. Frá áramótum hafa gæði á ávöxtum og græn- meti snarminnkað og það er alveg ljóst að verið er að kaupa inn hálfskemmda ávexti til að halda verðinu niðri. Fyrir páska var til dæmis hægt að fá 4 tegundir af mis- skemmdum eplum í Hagkaup. Ég sleppti þeim og keypti ananas og melónu til að eiga góða ávexti um páskana og plómur til að hafa með önd sem ég ætlaði að elda. Ávextirnir voru allir ónýtir, það merki- lega er að ekkert var hægt að sjá á þeim að utan. Ég skila stundum skemmdum vörum, sérstaklega þegar eitthvað hefur kostað mikið, en má oftast ekki vera að því að standa í slíku. Ég vil taka fram að mér sýnist ástandið vera svipað í öðrum búðum.“ Brynjar Helgi Ingólfsson, innkaupastjóri matvöru hjá Hagkaupum, segir fyrirtæk- ið ekki hafa kvikað frá gæða- kröfum á ávöxtum og grænmeti. „Ávextir og grænmeti eru lifandi vara og geta því miður auðveld- lega skemmst, hvar sem er á líf- tíma-kúrvunni,“ segir hann og bætir við: „Undanfarið hefur verið töluverð úrkoma á Spáni og gæði jöklasalats, blómkáls og spergilkáls vegna þess verið mun minni en áður. Það sama á við um appelsínur, þær eru smáar vegna úrkomunnar. Í sambandi við eplin þá erum við með amerísk epli á tímabilinu október til apríl en þá er uppskera hausts- ins að klárast. Því miður getur það gerst í lokin að innanskemmdir geri vart við sig, sérstaklega í stærri eplum. Steinaldin, plómur og fleira, eru lakari á tímabilinu janúar til maí, því þá þarf að flytja þetta með skipi frá Chile til Hollands og síðan til Íslands. Ný uppskera á þessum vörum er áætluð í byrjun júní, þá koma þær vörur frá Evrópu, sem eðlilega styttir flutnings- tímann og varan er betri.“ Neytendur: Fara gæði innfluttra ávaxta minnkandi? Lifandi vara sem getur skemmst IÐNAÐUR Undirbúningur að vatns- átöppunarverksmiðju Glacier World ehf. hófst aftur í mars eftir um fimm mánaða töf. „Þeir ætluðu að byrja fram- kvæmdir á næsta ári en það stoppaði allt í hruninu mikla í október,“ segir Már Sveinbjörns- son hafnarstjóri. „Sjálfsagt þurftu þeir að leita á fjármögn- unarmarkað og hann fraus nátt- úrulega alls staðar um tíma. Þeir hafa viljað sjá hvernig það þró- aðist en nú er allt komið á fullt aftur.“ Að sögn Más var vatn sent í gámum til skoðunar í Englandi um miðjan mars en þá komu fulltrúar Glacier World til við- ræðna hingað. Í Englandi eigi meðal annars að athuga hvernig það komi út að blanda vatnið með litar- og bragðefnum. Ekki hafi enn frést af þeim rannsóknum en hann búist fastlega við að verk- efnið haldi áfram. Glacier World hafi meðal annars keypt verk- fræðiþjónustu hér til að skipu- leggja byggingar. „Næsta skrefið hjá þeim verður, í samvinnu við bæinn, að leggja vatnsleiðslu frá Kaldárbotnum og niður á höfn,“ segir Már. „Þetta er kannski minna mál en menn halda, því þótt magnið sé mikið er einingaverðið lágt. Starfsemin skapar þó störf og tekjur og þeir bera alla áhættuna. Það er stóri plúsinn í þessu.“ - gar Undirbúningi vatnsátöppunarverksmiðju í Hafnarfirði fram haldið eftir töf í vetur: Tilraunavatn sent til Englands KALDÁRBOTNAR Eftir töf vegna kreppunnar er nú aftur kominn skriður á áform um vatnsútflutning frá Kaldár- botnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.