Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 39
Tekur þitt framboð stöðu með heimilunum? Forsendur gengis- og verðtryggðra lánasamninga eru brostnar Ýmislegt bendir til þess að lánastofnanir hafi á undanförnum árum stuðlað með beinum hætti að óeðlilegum hækkunum á höfuðstóli gengis- og verðtryggðra lána. Slíkt hefur gerst í gegnum gengishrun krónunnar með tilheyrandi verðbólguskoti. Stjórnvöldum ber að leiðrétta tafarlaust þá eignaupptöku sem þar á sér stað. Efnahagsvandi íslenskra heimila hlýtur að teljast alvarlegur, þegar 42% heimila eru með neikvæða eða afar takmarkaða eiginfjárstöðu (tekið er mið af fasteignamati um síðustu áramót). Verði ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða er líklegt að heimilum með neikvæða eiginfjárstöðu fjölgi verulega. Um 80% heimila eru með gengis- eða verðtryggð veðlán vegna fasteigna og eru því meirihluti kjósenda. Heimilin eiga rétt á skýrum svörum og nú dæmir hver fyrir sig. Hér að neðan eru samantekin svör framboðanna sem bárust Hagsmunasamtökum Heimilanna. Svörin í fullri lengd má lesa á heimasíðu samtakanna, www.heimilin.is Hagsmunasamtök Heimilanna Vertu með og skráðu þig strax í Hagsmunasamtök Heimilanna á heimasíðunni www.heimilin.is FLOKKUR Leiðrétta gengis- og verðtryggð veðlán heimilanna? Leysa brýnan vanda vegna gengistryggðra veðlána? Leysa ört vaxandi vanda vegna verðtryggðra veðlána? Jafna stöðu og ábyrgð milli lántakenda og lánveitenda veðlána? Tíma- setning FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN 20% afskrift af höfuðstóli bæði gengis- og verðtryggðra húsnæðislána. 20% afskrift af höfuðstóli bæði gengis- og verðtryggðra húsnæðislána. 20% afskrift af höfuðstóli bæði gengis- og verðtryggðra húsnæðislána. Hugmynd um að bæði lánveitendur og lánþegar deili tímabundið kostnaði vegna verðtryggingar. 1. júní 2009. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN Lækkun greiðslubyrði um 50% í þrjú ár sem borguð er til baka síðar. Aðlögun að upphaflegri greiðslubyrði á næstu þremur árum. Lenging láns um 6 ár Bjóða að skipta gengistryggðum lánum í lán í íslenskum krónum. Greiðsluaðlögun. Endurskoða kerfi verðtryggðra lána, auka vægi óverðtryggðra lána. Hafa ekki útilokað höfuðstólslækkun ef annað dugar ekki. Ekki tiltekið. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN Leiðrétta verðtrygginguna aftur í tímann með því að taka þann hluta verðtryggingar húsnæðislána einstaklinga sem er umfram 5% og leggja inn á biðreikning. Umbreyta myntkörfulánum í íslensk lán. Höfuðstóll lækkaður og greiðslubyrðin aðlöguð að greiðslugetu fólks. Afnema verðtrygginguna. Vilja jafna ábyrgð, sbr. önnur svör. Strax eftir kosningar. BORGARA- HREYFINGIN Færa vísitölu verðtryggingar til janúar 2008. Breyta í ISK og síðan færa niður til samræmis við verðtryggð lán. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2% - 3%. Verðtryggingarákvæði verði síðar afnumin. Innifalið í öðrum aðgerðum. Strax eftir kosningar. LÝÐRÆÐIS- HREYFINGIN Íbúðalánasjóður yfirtaki eignir þeirra sem vilja og geri kaupleigusamning við viðkomandi. Greiðsluþol metið. Íbúðalánasjóður yfirtaki eignir þeirra sem vilja og geri kaupleigusamning við viðkomandi. Greiðsluþol metið. Greiðsluþol metið og það notað til að ákvarða greiðslugetu lántakanda. Greiðsluþol metið og það notað til að ákvarða greiðslugetu lántakanda. Ekki tiltekið. SAMFYLKINGIN Með almennum aðferðum og sértækum í þágu hinna verst stöddu. Beita greiðslujöfnun og greiðsluaðlögun fyrir þá verst settu. Með greiðsluaðlögun. Innifalið í öðrum aðgerðum. Á allra næstu dögum. VINSTRHREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ. Skapa aðstæður fyrir lántaka til að geta haldið áfram að greiða af skuldbindingum sínum. Beita greiðslujöfnun og greiðsluaðlögun fyrir þá verst settu. Vilja skoða að frysta tímabundið hluta hækkunar höfuðstóls og geyma án verðbóta og vaxta. Afnám verðtryggingar í áföngum. Innifalið í öðrum aðgerðum. Ekki tiltekið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.