Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 2
2 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Stór skjólveggur, sem reistur var utan um bruna- rústirnar á Lækjartorgi, fauk á fjóra bíla í hvassviðri í gær. Bíl- unum hafði verið lagt í bílastæði í Austurstræti. Bílarnir rispuðust en skemmdust að öðru leyti lítið. Engan sakaði en veggurinn var fjarlægður til að koma í veg fyrir frekara tjón. Mikið hvassviðri var á höfuð- borgarsvæðinu í gær og fóru vindhviður mest í 28 metra á sekúndu. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu fjölmörgum útköllum vegna hvassviðrisins, en ekkert stórtjón varð. - þeb Tryggt húsnæði Hækkum vaxtabætur verulega, endurskoðum forsendur fyrir útreikningum vísitölugrunnsins og afnemum verðtryggingu í áföngum. EFNAHAGSMÁL Stjórnendur Norðuráls hafa undanfarnar vikur átt í viðræðum við Seðla- bankann um að nota andvirði jöklabréfa og annarra eigna erlendra aðila hér á landi til að fjármagna álver Norðuráls í Helguvík. Tilgangurinn er að losa eigendur krónubréfa úr klóm gjaldeyrishafta án þess að það valdi gengishruni krónunnar. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, segir að fyrirtækið geti vel hugsað sér að fara þessa leið til að fjármagna álver í Helguvík, en málið sé enn ekki langt komið. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrir- komulagið yrði þannig að Norðurál myndi taka við krónum frá eigendum jöklabréfanna, sem komast ekki úr landi með fé sitt vegna gjald- eyrishafta, og gefa út skuldabréf í dollurum á móti. Þegar álverið hefur framleiðslu og fær tekjur í dollurum yrði hluti teknanna notaður til að greiða niður skuldabréfin. Seðlabankinn hefur einnig rætt við fleiri fyr- irtæki, þar á meðal Landsvirkjun. Þetta stað- festir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Óljóst er nákvæmlega hversu háar upphæð- ir erlendir aðilar eiga hér á landi í jöklabréfum og öðrum eignum, en þegar gjaldeyrishöft voru sett á hér á landi síðastliðið haust var talið að eignirnar næmu 400 til 500 milljörðum króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að til að byrja með standi til að reyna að losa um í kringum 100 milljarða króna. Eigendur jökla- bréfanna myndu þá kaupa skuldabréf í erlendri mynt af íslenskum fyrirtækjum og fá þau greidd eftir nokkur ár. - bj Seðlabankinn leitar leiða til að fá eigendur jöklabréfa til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum til nokkurra ára: Vilja fjármagna álver með jöklabréfum HELGUVÍK Framkvæmdir við álver Norðuráls eru hafnar, en til greina kemur að þær verði að hluta til fjármagn- aðar með jöklabréfum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skjólveggur utan um brunarústir á Lækjartorgi: Fauk á fjóra bíla í hvassviðri Í AUSTURSTRÆTI Veggurinn féll á fjóra bíla sem hafði verið lagt í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÉLAGSMÁL Guðjón Sigurðsson, formaður MND-samtakanna, segir að víða sé pottur brotinn þegar kemur að aðgengi fyrir fatlaða á kosningaskrifstofur. Hann gerði óformlega könnun í gær og heimsótti skrifstofur í Reykjavík. Áður hafði aðgengi verið kannað í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. „Það er allt of víða pottur brot- inn og við komumst ekki inn í skrifstofurnar. En fólk lofaði bót og betrun hvar sem við komum,“ segir Guðjón. Níu skrifstofur voru þannig útbúnar að hjólastóll komst ekki inn. Guðjón segir að þetta sé málefni sem framboðin verði að passa betur upp á. - kóp Kosningaskrifstofur kannaðar: Aðgengi slæmt fyrir hjólastóla EKKI SÁTTUR Guðjón segir að allt of víða sé pottur brotinn þegar kemur að aðgengi fatlaðra inn á kosningaskrifstof- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STJÓRNMÁL Mögulegt er að endur- skoða þurfi lög um fjármál stjórn- málaflokkanna verði pólitísk- ar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmála- flokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræð- ingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heil- síðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þ á h e f u r hópur sem hvet- ur til aðildar að Evrópusam- bandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdi- marsson, einn stofnenda hóps- ins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmála- flokka og séu fjármögnuð af ein- staklingum. Talsvert var rætt um möguleik- ann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slík- ir hópar birti neikvæðar auglýs- ingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar ann- arra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum aug- lýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórn- málaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áber- andi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýs- ingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í aug- lýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæð- ar,“ segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðar- sama leið að kaupa heilsíðuauglýs- ingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þús- unda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi Endurskoða gæti þurft lög um fjármál stjórnmálaflokka verði pólitískar auglýs- ingar kostaðar af óháðum hópum áberandi. Nafnlausar auglýsingar ósmekkleg- ar segir stjórnmálafræðingur. Neikvæðar auglýsingar virka segir sérfræðingur. AUGLÝSINGAR Óprúttnir aðilar höfðu í gær sett svört strik yfir munn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á auglýsingum á strætisvagnaskýlum. Aðrir fara kostnaðarsamari leið við að koma skilaboðum sínum á framfæri og kaupa auglýsingar í fjölmiðlum eða setja upp vefsíður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ragnar, sérðu bara rautt þessa dagana? „Já, ég sé bara rautt af gleði en ekki reiði.“ Áheyrnarprufur vegna kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson, sem mun fjalla um uppvaxtarár Georgs Bjarnfreðarsonar, fara fram á næstunni. Ragnar Bragason leikstjóri mun prófa fjölda rauðhærðra barna á aldrinum þriggja til tólf ára til að leika ungan Georg. LANDBÚNAÐUR Framlög til bænda í ár verða samkvæmt fjárlögum og framlög næsta árs verða 2 pró- sentum hærri en í ár, óháð verð- lagsbreytingum. Þetta kemur fram í breyttum búvörusamningi sem undirritaður var á laugar- daginn. Framlög munu síðan hækka aftur árið 2011 um 2 prósent, auk þess sem við bætist helmingur af því sem vantar til að uppfylla ákvæði núgildandi samnings. Bændur taka því á sig ákveðna skerðingu í tvö til þrjú ár. - kóp Breytingar undirritaðar: Búvörusamn- ingum breytt SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- ráðherra hefur samið við Hag- fræðistofnun HÍ um að rannsaka þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við Ísland. Litið verði á áhrif hval- veiða á atvinnustig, fjárfest- ingar og útflutningstekjur, auk afleiddra áhrifa á ferðaþjónustu og önnur hugsanleg áhrif á aðrar atvinnugreinar. Verkefnið er með vísan til þess sem Steingrímur J. Sigfússon kynnti í febrúar þegar tilkynnt var að úthlutun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, á hvalveiðikvóta yrði ekki afturkölluð. - kóp Samið við Hagfræðistofnun: Áhrif hvalveiða rannsökuð HVALVEIÐAR RANNSAKAÐAR Sjávarút- vegsráðherra hefur samið við Hagfræði- stofnun um að vega og meta þjóðhags- leg áhrif hvalveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EINAR MAR ÞÓRÐARSON Barn á hjóli varð fyrir bíl Ungur drengur varð fyrir bíl í Grafar- vogi um kvöldmatarleyti í gær. Dreng- urinn var á hjóli og með hjálm, sem varð til þess að hann slasaðist ekki alvarlega. Hann var fluttur á slysadeild með mar á fæti og skrámur á höfði. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.