Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 46
34 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. dyggur, 6. hljóm, 8. erlendis, 9.
hluti kynfæra, 11. tveir eins, 12. óslit-
inn, 14. iðja, 16. drykkur, 17. mál, 18.
arða, 20. kyrrð, 21. skraut.
LÓÐRÉTT
1. einleikur, 3. ullarflóki, 4. greftrunar,
5. bein, 7. aftursegl, 10. hrygning, 13.
ílát, 15. kjáni, 16. frestur, 19. nudd.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. trúr, 6. óm, 8. úti, 9. leg,
11. ff, 12. órofa, 14. starf, 16. te, 17.
tal, 18. ögn, 20. ró, 21. flúr.
LÓÐRÉTT: 1. sóló, 3. rú, 4. útfarar,
5. rif, 7. mersegl, 10. got, 13. fat, 15.
flón, 16. töf, 19. nú.
„Þetta er rétt, við ætlum að taka verkið upp enda
hefur það menningarsögulegt verðmæti að svo
mörgu leyti,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dag-
skrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Sjónvarpið hyggst
taka upp sýningu Þjóðleikhússins, Hart í bak, og
sýna um jólin. Um er að ræða töluvert flókna upp-
töku til að gæði leikritsins skili sér til áhorfenda
heima í stofu en það er hinn þrautreyndi Egill
Eðvarðsson sem stjórnar upptökunni. „Sum atriði
þarf að taka upp fyrir fram þannig að þetta verði
ekki eitt flatt sjónarhorn,“ útskýrir Þórhallur.
Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er eitt ástsælasta
leikverk íslensku þjóðarinnar og Þórhall-
ur telur það nánast skyldu Sjónvarpsins
að eiga slíkt verk á spólu. Og það býr
meira að baki. Verkið hafi skírskotan-
ir til nútímans og svo megi ekki gleyma
þætti aðalleikarans. „Gunnar Eyjólfsson
er kominn af sínu léttasta skeiði og það
að hann skuli takast á við jafn krefj-
andi verkefni og hlutverk skip-
stjórans er náttúrlega alveg ein-
stakt,“ bætir Þórhallur við og upplýsir jafnframt að
Sjónvarpið vinni nú að þáttaröð um elstu og virtustu
leikara landsins.
Þórhallur segir jafnframt að hann langi til að
gera meira af því að taka upp leikrit í íslenskum
leikhúsum. Hann sé jafnvel opinn fyrir því að senda
leikrit út beint. „Það var gert fyrir tíu árum og
hlaut mikla athygli þannig að það er eitt af því sem
við erum að skoða.“ - fgg
Hart í bak tekið upp fyrir sjónvarp
LEIKRIT Í BEINNI Þórhallur Gunnarsson
viðurkennir að hann sé opinn fyrir því
að senda leikrit út í beinni útsendingu.
FER Á KOSTUM Gunnar Eyjólfsson fer á kostum í hlutverki
skipstjórans Jónatans sem siglir óskafleyi þjóðarinnar í strand.
„Netverslun hrundi í nóvem-
ber en síðustu mánuði hefur hún
farið upp á við. Þó eru sendingar
í gegnum netverslun erlendis um
1.000-1.500 færri nú í mars en á
sama tíma í fyrra,“ segir Ágústa
Hrund Steinarsdóttir, forstöðu-
maður markaðsdeildar Póstsins.
Vefir svo sem Amazon.com, eBay.
com og fleiri pöntunarvefir hafa
notið mikilla vinsælda undanfarin
ár og Íslendingar mikið pantað af
tónlist, DVD-myndum, fatnaði og
bókum að utan í gegnum slíka vefi.
Eftir að krónan féll hafa Íslending-
ar dregið saman seglin og Ágústa
Hrund segir að mun færri send-
ingar fari í gegnum tollinn.
„Annað er þó athyglisvert, en
það virðist sem það sem áður var
vinsælasti pöntunarvarningur-
inn, tónlist og DVD-diskar, hafi nú
vikið fyrir bókum,“ segir Ágústa
en DVD-diskar hafa lengi haft
yfirhöndina yfir bókapantanir. Ef
til vill hefur aukinn fjöldi nem-
enda í skólum og á námskeiðum
síðustu mánuði eitthvað með það
að gera en Ágústa segist ekki hafa
upplýsingar um það
hvers konar bækur
eru mest pantaðar.
Þessi auknu bóka-
kaup að utan koma
ekki niður á bóka-
verslun hérlendis
að sögn Bryndísar
Loftsdóttur, vöru-
stjóra hjá Pennan-
um, sem segir sölu-
tölur svipaðar og í
fyrra. - jma
Minni netverslun með aukinni áherslu á bækur
BÆKUR OFTAR Í PAKKANUM Samkvæmt Ágústu Hrund Steinarsdóttur hjá
markaðsdeild Póstsins eru bækur nú vinsælli í pöntunum að utan en var
fyrir um ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tveir góðir og gegnir sjálfstæðis-
menn virðast eiga í smá tilvistar-
kreppu með x-ið sitt. Ágúst
Borgþór Sverrisson er annar
þeirra en hann greinir frá
því á bloggi sínu að hann
hafi kosið Sjálfstæðis-
flokkinn til góðra verka
undanfarna áratugi.
Nú hafi hins vegar
runnið á hann
tvær grímur og
hann sé í hinum
mestu vandræð-
um. Í athugasemdafærslu hans
birtist síðan annar þjóðþekktur
bloggari, Ómar R. Valdimarsson,
og viðurkennir að hann sé í sömu
tilvistarkreppunni; hann viti ekki
hvar X-ið lendi þann 25. apríl eftir
að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá er Stefán Karl Stefánsson nú
í óða önn að undirbúa
nýjan geisladisk sem
ráðgert er að Sena gefi
út. Stefán hefur fengið
til liðs við sig
upptökustjórann
Veigar Mar-
geirsson til að
stjórna upp-
tökunum og
aðdáendur
hins fjölhæfa leikara bíða spenntir
eftir útkomunni. Félagarnir hafa
komið sér fyrir í upptökuveri að
nafni Presto Music Studio sem er
vinalegt hljóðver í Kaliforníu.
Og vafalítið vildu margir vera fluga
á vegg í herberginu sem birtist
ljóslifandi á forsíðu Fréttablaðsins á
föstudaginn. En það var búnings-
herbergi Gunnars Eyjólfssonar,
stórleikara í Þjóðleikhúsinu.
Gunnar deildi áður herbergi með
Baldvini Halldórssyni en herbergis-
félagi hans nú er enginn
annar en Hilmir Snær
Guðnason, annar
stórleikari. Eflaust
ekki leiðinlegt
að hlusta á þá
félaga ræða
landsins gagn
og nauðsynj-
ar. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„María
Sigrún var
forvitin og
síspyrjandi
sem barn,
mjög næm
og áhugasöm
um alla hluti.
Það kom mér
því ekki á
óvart að hún
valdi fréttamennskuna sem sitt
starf. Hún hefur sjálf líkt ferlinu
við gerð myndarinnar við
meðgöngu. Það er alltaf tilhlökk-
un þegar meðgöngu lýkur. Ég
hlakka til að sjá árangurinn.“
Svanhildur Sigurðardóttir, deildarstjóri
hjá Icelandair, er móðir Maríu Sigrúnar
Hilmarsdóttir, fréttakonu sem gerir heim-
ildarmynd um mansal í Kambódíu.
ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR
NÝSTEIKTAR
FISKIBOLLUR
STÓR LÚÐA
ÞORSKHNAKKAR
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
250
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
NÝ GÁTA
Í HVERRI VIKU
„Ég er náttúrlega fyndnasti maður
sem Mosfellsbær hefur alið af sér,
það er alveg pottþétt. Það er hins
vegar alveg ástæðulaust að hafa
nokkrar áhyggjur af þessu því
ég má alveg vera lélegur. Press-
an er engin,“ segir rapparinn og
listneminn Halldór Halldórsson.
Dóri DNA, eins og hann er jafnan
kallaður, hefur ákveðið að reyna
fyrir sér sem uppistandari. Frum-
raun sína þreytir hann á Prikinu
á fimmtudagskvöld, sumardaginn
fyrsta.
„Mig hefur alltaf langað til að
gera þetta og þetta leikhúsnám
mitt hefur hjálpað talsvert. Þetta
er klárlega rétti tíminn nú þegar
allir eru í vondu skapi og enginn
veit í hverju hann er eiginlega lent-
ur. Svo er Ástþór kominn í blöðin,“
segir Dóri.
Dóri verður ekki sá eini sem
kemur fram á Prikinu á fimmtu-
dagskvöld. Með honum verða til
dæmis þeir Steindi Jr., sem hefur
verið með sketsa á Mónitor.is, og
Bergur Ebbi úr Sprengjuhöllinni.
Planið er að standa fyrir mánaðar-
legum kvöldum í sumar og hefja
uppistandið upp að nýju.
En hvert verður umfjöllunarefn-
ið? Hverju á að gera grín að? „Bara
dvergum og lituðu fólki. Og Pólverj-
um auðvitað. Nei, ætli við reynum
ekki að vera svolítið menningarleg-
ir og gáfumannslegir. Fyrsta kvöld-
ið ber nú einmitt upp á afmælisdag
afa míns,“ segir Dóri og vísar þar til
nóbelskáldsins Halldórs Laxness.
Fyrst Dóri minnist á ætterni sitt
er rétt að spyrja hann hvort honum
finnst hann vera á réttri hillu í líf-
inu. Hann hefur hingað til verið
þekktastur fyrir rapptónlist og
ætlar nú að snúa sér að uppistandi.
Hvort tveggja gætu þröngsýnir
menn flokkað undir lágmenningu.
Ekki alls fyrir löngu lýsti Bubbi
Morthens Dóra sem útvötnuðu geni
nóbelskáldsins.
„Bubbi, já. Það verður líka gert
grín að honum. Nei, ég veit ekki
betur en ég sé að nema leikhús-
fræði, sem er eitt dýrasta nám á
Íslandi. Við skulum líka ekki gleyma
því hvað Þórbergur Þórðarson sagði
um menn sem færa heiminum gleði
og hlátur – þeir eru númeró únó.“
hdm@frettabladid.is
DÓRI DNA: GERIR GRÍN AÐ PÓLVERJUM OG BUBBA MORTHENS
Barnabarn nóbelskáldsins
reynir fyrir sér í uppistandi
FYNDNASTI MAÐUR SEM MOSFELLSBÆR HEFUR ALIÐ AF SÉR Dóri DNA hefur smalað saman nokkrum vinum sínum til að halda
uppistandskvöld á Prikinu á fimmtudagskvöld. Hugmyndin er að halda slík kvöld mánaðarlega og hefja uppistandið til fyrri vegs
og virðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI