Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 26
20. APRÍL 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vorverkin
Nú er kartöfluútsæðið komið í
blómabúðir og tilvalið að verða sér
úti um það sem fyrst.
Gott er að láta þunnt lag í kassa
og láta spíra við tíu til fimmtán
gráður og góða birtu, án þess þó
að láta sólina skína beint á út-
sæðið. Spírunartími er fjórar til
sex vikur. Kartöfl-
urnar ættu þá að
vera tilbúnar til
niðursetningar
um miðjan maí.
Úr ýmsum teg-
undum kartaflna er
að velja. Þær eru misjafnlega lang-
an tíma að vaxa og eru misjafnar á
bragðið. Meðal algengustu tegund-
anna eru Premier-bökunarkartöfl-
ur, gullauga og rauðar íslenskar
kartöflur. - hhs
Tími útsæðisins
Kartöflutegundir eru misfljótar að vaxa.
Góð umgengni um garðverkfærin
er ávísun á skilvirkari vinnu. Því
er gott að venja sig á að hreinsa
alltaf mold og óhreinindi af verk-
færunum eftir notkun og ganga frá
þeim á sinn stað.
Hrífur, sköfur og
skóflur með löngu skafti
er gott að hengja upp á
vegg en minni áhöld má
geyma í skúffum eða í
hillum. Vinnufatn-
að eins og samfest-
inga, hanska og stíg-
vél er líka þægilegt
að geyma á sama
stað og verkfærin
og skal dusta
vel eða skola
a f s t í g -
vélunum
eftir notk-
un. Þægi-
legt getur
verið við
garðvinn-
una að nota
gúmmí-
svuntu sem
auðvelt er að
skola af.
- rat
Öll áhöld á
vísum stað
Betra er að venja sig á að skola mold og
óhreinindi af verkfærum og stígvélum
eftir notkun. NORDICPHOTOS/GETTY
Gulrótafræ fer yfirleitt beint út í
garð og gjarnan í apríl. Gott er að
miða við sumardaginn fyrsta til
sáningarinnar en auðvitað
gildir einu þótt hún sé viku
fyrr eða seinna. Jörðin þarf
þó að vera orðin þíð til að hægt
sé að stinga upp moldina áður en
sáð er.
Gulrótafræ er lengi að spíra og
því ættu vorhretin að vera yfir-
staðin þegar plönturnar fara að
koma upp.
Gulrótin er tvíær og þegar
plönturnar lenda í frosti
taka þær það sem
vetrarskilaboð og fara
að haga sér eins og
þær séu á seinna árinu,
blómstra og bera fræ.
- gun
Fræin beint í mold
Heimaræktaðar gulrætur eru
ljúffengari en nokkur epli frá
Miðjarðarhafinu og hægt að gera
úr þeim alls kyns ljúffenga rétti.
NORDICPHOTOS/GETTY