Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 9
Katrín Jakobsdóttir, 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður Kynntu þér menntastefnu Vinstri grænna á vg.is/stefna/menningmenntun/ VIÐ SEGJUM FYRIR KOSNINGAR HVAÐ VIÐ VILJUM GERA EFTIR KOSNINGAR MENNT ER MÁTTUR Menntun er undirstaða atvinnulífsins og forsenda endurreisnar íslensks efnahagslífs. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra hafa Vinstri græn staðið vörð um menntun og menningu, m.a. með breytingum á stjórn LÍN, endurskoðun á úthlutunarreglum námslána og eflingu íslensks menningarlífs. Vinstri græn vilja forgangsraða í þágu menntunar og leggja grunn að norrænu velferðarsamfélagi með öflugu atvinnulífi. Við viljum: Verja skólana fyrir niðurskurði með áherslu á að viðhalda störfum. Taka upp gjaldfrjálsar og hollar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Gera háskólanemum kleift að stunda lánshæft nám í sumar. Efla rannsóknir og nýsköpun sem undirstöðu atvinnuuppbyggingar. Bjóða upp á fjölbreytt nám með áherslu á starfsnám, iðnnám og listnám.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.