Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 14
14 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is „Málstaður krabbameinssjúkra barna á stóran stað í mínu hjarta, enda verið stór hluti af mínu lífi. Ég vil því áfram taka þátt í honum og láta gott af mér leiða fyrir börn sem glíma við sjúk- dóminn, því ég get svo vel sett mig í spor fjölskyldna þeirra og veit sannar- lega af eigin reynslu hvað skiptir máli í þeim efnum,“ segir Rósa Guðbjarts- dóttir, nýkjörinn formaður Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna, en Rósa gegndi áður starfi framkvæmda- stjóra SKB í fimm ár, eða til ársins 2006. Hún hefur einnig persónulega reynslu af krabbameinum barna, því sonur hennar Bjartmar var á öðru ári ævi sinnar þegar hann greindist fyrst með sjúkdóminn. Hann laut í lægra haldi fyrir vágestinum skömmu fyrir sex ára afmæli sitt, í nóvember 2003. „Lífsreynslan breytir manni fyrir lífstíð og þótt maður sé vanmáttugur að sætta sig við barnsmissi býðst ekki annað en að lifa með honum, hversu erfitt sem það reynist. Það gefur mér mikið að geta veitt fólki stuðning og gefið af sjálfri mér, og ég finn til ein- lægrar samkenndar með foreldrum sem ganga í gegnum þessa glímu. Það fær enginn skilið fyrr en lendir í því hversu þungbærar hremmingarnar eru, og þá dýrmætur sá skilningur sem reynslan miðlar af til hjálpar.“ Rósa segir sárt að horfa upp á ný börn sem greinast, því hún viti svo vel hvað bíði, en vonin sé alltaf jafn sterk, og langflestir komist í gegnum þetta. Á hverju ári greinast tíu til tólf ís- lensk börn með krabbamein, en það er svipað hlutfall og í nágrannalönd- unum. Algengustu meinin eru hvít- blæði og heilaæxli, en meðal annarra krabbameinstegunda eru eitlaæxli, beinæxli og fósturvefsæxli. „Markmið SKB er að styðja við fjölskyldur barna sem greinast með krabbamein á fjárhagslegan, félags- legan og sálrænan hátt. Þannig veit- um við fjölbreytta þjónustu sem ríkið ætti kannski að veita, en með góðri að- stoð einstaklinga og fyrirtækja höfum við getað veitt fjölskyldum myndar- legan stuðning á meðan á veikindum og meðferðum barna þeirra stendur,“ segir Rósa og bætir við að nú sigrist 75 til 80 prósent barna á sjúkdómnum, en flest þurfi að ganga í gegnum erfið- ar meðferðir sem reyni mjög á þau og fjölskyldur þeirra. „Bara orðið krabbamein vekur ótta í brjóstum fólks og ekki að ástæðu- lausu, enda lífshættulegur sjúkdóm- ur. Þung glíman sem við tekur kú- vendir lífi fólks og það eina sem kemst að er líf og heilsa barnsins. Krabba- mein fer ekki í manngreinarálit og því finnst þverskurður af þjóðfélag- inu í SKB. Þar eiga allir sameigin- legt að hafa lent í klóm krabbameins, en það eru örlög sem enginn vill eiga yfir höfði sér og líklega eitt það erfið- asta sem hent getur fólk á lífsleiðinni að horfa upp á barn sitt veikjast svo al- varlega,“ segir Rósa. Hún bætir við að mikil samkennd ríki innan SKB, þar sem fólk skilji hvert annað og vina- bönd myndist til áratuga, sama hvern- ig sjúkdómurinn þróist. „Nú eru yfir 200 börn í félaginu, sem er sá fjöldi sem greinst hefur með krabbamein síðastliðin átján ár. Börn geta fæðst með krabbamein, en innan félagsins eru börn sem eru að greinast allt til átján ára aldurs. Lítil börn gera sér ekki grein fyrir í hvaða sporum þau hafa lent, en eftir því sem þau eru eldri gera þau sér betur grein fyrir alvarleikanum. Ekki síst ungling- ar eiga gríðarlega erfitt andlega og fé- lagslega að vera kippt úr sínu daglega lífi til að vera langdvölum á sjúkrahús- um og þá meðvitaðir um hversu alvar- legt verkefnið er. En batahorfur fara sem betur fer batnandi, sem og með- ferðirnar, sem verða bærilegri fyrir börnin.“ thordis@frettabladid.is RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR: FORMAÐUR STYRKTARFÉLAGS KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA Erfiðasta lífsreynsla sem til er JESSICA LANGE ER SEXTUG. „Ég elska að vera móðir. Ég elska að vera dóttir, systir og eiginkona. Ég elska að vera kynþokkafull kona innan um karla. Og ég elska að hafa verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta fætt börn.“ Bandaríska leikkonan Jessica Lange vakti fyrst athygli í krumlu King Kong árið 1976. Myndin fékk slæma dóma og Lange hlaut ekki náð á hvíta tjaldinu fyrr en með Pósturinn hringir alltaf tvisvar árið 1981. Friðrik IX. tók við konungdómi Dana- veldis þennan apríldag fyrir 62 árum og ríkti til dauðadags, 14. janúar 1972. Friðrik var fæddur á Sjálandi hinn 11. mars 1899, sonur Kristjáns X. Danakonungs og Alexandrínu drottn- ingar hans. Friðrik sótti menntun sína í Hafnar- háskóla og konunglega danska sjó- herinn, en fram að því höfðu konung- bornir Danir jafnan valið landherinn. Áður en hann tók við krúnunni hafði hann áunn- ið sér stöðu varaaðmíráls og hlotið viðurkenning- ar í sjóhernum. Friðrik var afar músíkelskur og fær píanisti. Friðrik trúlofaðist árið 1922 Olgu prinsessu af Grikklandi og Danmörku, en þau gengu aldrei í hjónaband. Í staðinn kvæntist hann Ingiríði, prins- essu frá Svíþjóð, hinn 24. maí 1935, en hún var dóttir Gústafs Adolfs Svíakrónprins, seinna Gústafs VI. Adolfs Svíakon- ungs. Friðrik og Ingiríður eignuðust þrjár prinsessur: Margréti Þórhildi, núverandi Danadrottningu, Bene- diktu og Önnu-Maríu. Í stjórnartíð Friðriks IX. varð Dan- mörk nútíma velferðarríki. Skömmu eftir árlega nýársræðu sína, um ára- mótin 1971/72, veiktist konungurinn og lést nokkru seinna. Þar sem hann átti enga syni var búist við að Knútur, yngri bróðir hans, tæki við krúnunni, en með lagabreytingu frá 1953 var tryggt að erfðaröðin gengi til elstu dóttur hans, Margrétar Þórhildar. Friðrik IX hvílir í kirkjugarði dómkirkjunnar í Hró- arskeldu. Um aldir höfðu forfeður hans verið jarð- settir innan kirkjunnar, en að eigin ósk var Friðrik greftraður undir berum himni kirkjugarðsins. ÞETTA GERÐIST: 20. APRÍL 1947 Friðrik IX. verður konungur Dana MERKISATBURÐIR 1602 Einokunarverslun Dana á Íslandi hefst. 1740 Ung systkin, Sunnefa og Jón, dæmd til lífláts í Múlaþingi fyir að eiga barn saman. 1916 Víðavangshlaup ÍR fer fram í fyrsta sinn. 1950 Þjóðleikhúsið er vígt með frumsýningu á Nýársnótt eftir Indriða Einarsson. 1970 Ellefu íslenskir náms- menn í Gautaborg og Uppsölum ráðast inn í sendiráð Íslands í Stokk- hólmi til að mótmæla að- stöðu námsmanna. 1977 Boris Spassky vinnur Vla- stimil Hort í skákeinvígi í Reykjavík. 1991 Ellefu listar eru í framboði til alþingiskosninga, fleiri en nokkru sinni fyrr. Líf og störf nunnanna á Kirkjubæjarklaustri verð- ur meðal þess sem Kristján Mímisson fornleifafræðing- ur mun segja frá þriðjudag- inn 21. apríl í Þjóðminja- safni Íslands. Kristján mun segja frá fornleifarannsókn- unum á Kirkjubæjarklaustri sem fram fóru á árunum 1995-2006. Fjallað verður um minjar miðaldaklaust- ursins og munina sem fund- ust við rannsóknina í ljósi ýmissa hugmynda um líf og störf nunna af reglu heilags Benedikts á miðöldum. Á árunum 2001-2005 styrkti Kristnihátíðarsjóð- ur fornleifarannsóknir á nokkrum helstu sögustöð- um þjóðarinnar. Á sýning- unni Endurfundir má sjá úrval þeirra gripa sem fund- ist hafa hingað til við rann- sóknirnar. Sýningunni er ætlað að höfða til allra ald- urshópa. Leiðsögn Kristjáns skipt- ist í tvo hluta og tekur alls fimmtíu mínútur. Fyrri hlut- inn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins en síðan verður gengið um þann hluta sýningarinnar sem snýr að Kirkjubæjarklaustri. Leiðsögnin hefst kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. www.thjodminjasafn.is Að vefa bænir ÞJÓÐMINJASAFN Kristján Mímisson fornleifafræðingur segir frá lífi og starfi nunnanna á Kirkjubæjarklaustri í hádeginu á morgun. AFMÆLI STEINUNN ÞÓRAR- INSDÓTTIR myndlist- arkona er 54 ára. BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON leikari er 38 ára. Elskuleg móðir mín, Árný Árnadóttir Rauðalæk 30, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 9. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 21. apríl klukkan 15.00. Sigrún Cortes. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Erla Jónsdóttir Stensby Kristnibraut 101, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey, að hennar ósk, frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. apríl. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfs- fólki krabbameinslækningadeildar 11E fyrir frábæra umönnun. Jón Stensby Trude Skjærvik Stensby Felix Oliver Jónsson Fridtjof Stensby Trym Fridtjofsson Syverud Sigríður Sigurðardóttir Hilmar Jónsson Helga Guðjónsdóttir Margrét Jónsdóttir Sigurjón Einarsson Guðmundur Jónsson Elskuleg frænka okkar, Guðríður Guðnadóttir frá Strönd, Vestur-Landeyjum, til heimilis að Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjalti Bjarnason Guðrún Sigurðardóttir Guðni Einarsson Særún Bjarnadóttir MIÐLAR AF EIGIN REYNSLU Rósa Guðbjartsdóttir er nýkjörinn formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hún segir það gefa sér mikið að miðla af reynslu sinni til annarra fjölskyldna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, og langamma, María Guðmundsdóttir Seljahlíð, áður til heimilis að Grýtubakka 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Stefaníu G. Pétursdóttur, 0327-13-300571, kt. 570904-2290 Ásgeir Sigurðsson Guðrún Gunnarsdóttir Hilmar Sigurðsson Valgeir Sigurðsson Sigríður Sæmundsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Árni Steingrímsson Auður Sigurðardóttir Þorgrímur Guðmundsson Kristín Sigurðardóttir Jón Steingrímsson Sigríður Breiðfjörð Sigurðardóttir Sverrir Sandholt Sigrún Edda Sigurðardóttir Pétur Emilsson Rúnar Sigurðsson Rósa Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.