Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 24
 20. APRÍL 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vorverkin Marga er farið að lengja eftir sumrinu, góðviðrinu og grill- tíðinni sem fer brátt í hönd. Hlaðin grillstæði eru traust- vekjandi nytjahlutur sem má útbúa með ýmsum aðferðum. Hlaðin grillstæði eru í senn sjarm- erandi stássmunur og traustvekj- andi nytjahlutur við sumarhús og blómlega garða. Margt þarf þó að hafa í huga við hlaðin útigrill, að sögn Jóns Eldon Logason, ar- inmúrara. „Undirstöður þurfa að vera traustar, sambærilegt og gert er undir hellulögn. Þá þarf stað- setning að vera í hæfilegri fjar- lægð frá brennandi efni. Milli- veggjaplötur úr vikri og gjalli, sjö til tíu sentimetra þykkar, henta vel í útigrill og þarf fjórar til tíu plötur í gott grill. Best er að líma milliveggjaplöturnar saman með múrblöndu,“ segir Jón og bend- ir á að einnig megi hlaða útigrill úr garðhellum, en sé vel staðið að slíkri hleðslu þarf ekki að líma saman steinana. „Einfaldasta gerð hlaðinna grillstæða er U-laga grill. Til að gera hillu í grill, er best að hafa hana í borðhæð, um 80 senti- metra. Til þess má nota átta milli- metra flatjárn sem leggst á milli laga í hleðslusteinum, en ef notað- ar eru gjallplötur má bora í gegn- um hliðarnar og nota þá tíu milli- metra stálteina sem stungið er inn í borgötin. Ofan á járnið kemur svo milliveggjaplata,“ segir Jón og bætir við að hlóðir séu einnig notalegur valkostur, en þá sé aðal málið að hafa tíu sentimetra þykka milliveggjagjallplötu í botninn og holtasteina til að mynda umgjörð. Þá sé alltaf nauðsynlegt að eiga lok til að leggja yfir glæðurnar í lokin. - þlg Grill að landnámssið Fyrir sumum er óhugsandi að fara í gegnum sumarið án þess að grilla. Sykurpúðar eru fyrirtaks eftirréttur í grillveislunni. Hægt er að töfra fram dýrindis máltíð. Traustvekjandi og stæðilegt útigrill, hlaðið af Jóni Eldon Logasyni. Aprílmánuður er afar góður tími til að hreinsa til, undirbúa og skipuleggja garðvinnu sumars- ins. Ekki einungis eru margir garð- ar nú fullir af laufum og visnuð- um plöntum heldur líka alls kyns rusli sem hefur falið sig í snjónum og rökkrinu í vetur og kemur í ljós með birtunni. Á sumrin fer illgresið líka að vaxa stjórnlaust, til dæmis á milli gangstéttarhellna, garðunnendum til armæðu. Best er að bíða ekki boðanna heldur ráðast á illgresið strax, á meðan laust er í því. Þegar líður á sumarið verður gróskan og þétt- leikinn meiri og verkefnið helm- ingi stærra. - hhs Tína upp ruslið og reyta arfann Þeir sem sækjast eftir því að halda görðum sínum ræktarlegum ættu að fara að huga að vorverkunum. Hreinsa til, undirbúa og skipuleggja garðvinnu sumarsins. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.