Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is HÚSFYLLIR var í Súlnasal Hótel Sögu þar sem listmunauppboð Gallerís Foldar fór fram í gær- kvöldi. Alls voru boðin upp 133 verk og að venju var úrvalið fjölbreytt en þar á meðal voru fjölmörg verk gömlu meistaranna og yfir 100 verk seldust. Þrátt fyrir góða aðsókn voru undirtektir þó dræmari en á síðustu uppboðum að sögn Tryggva P. Friðrikssonar, listmunasala hjá Fold, og virðist sem fólk haldi meira að sér höndum en áður. „Áhuginn var mikill, það vantaði ekki, en það vant- aði svolítið stóru kanónurnar, menn voru frekar að kaupa þessi tiltölulega ódýrari verk,“ segir Tryggvi. Kristján Davíðsson dýrastur Dýrasta verkið var slegið á 2,6 milljónir króna en það var titillaust olíuverk eftir Kristján Davíðsson. Þá fór nokkur fjöldi mynda á rétt undir tveimur milljónum, þar á meðal eftir Mugg, myndin Frá Reykjavík eftir Nínu Tryggvadóttur og Nína í garðinum eftir Louisu Matthíasdóttur. Að öðru leyti seldust fæst verkin á matsverði að sögn Tryggva. „Yfirleitt fóru þær ekki á matsverði nei, að und- anskildum flestum ódýrari myndunum. Þetta getur verið voðalega misjafnt og oft erfitt að segja til um það fyrirfram. Sumar myndir eru þess eðlis að við vitum alltaf hvað fæst fyrir þær en aðrar eru erf- iðari að reikna út.“ Góður tími til að kaupa Umhverfið í listmunageiranum hefur breyst mjög á síðustu árum og áhugi orðinn almennari en áður var. Gallerí Fold fær t.d. að jafnaði mörg þúsund heimsóknir í gegnum netið og fjölmenni sækir list- munauppboðin reglulega. Af gærkvöldinu að dæma virðist þó sem fólk fari nú varlegar í sakirnar í breyttu árferði. „Við vorum með síðasta uppboð um mánaðamótin apríl-maí og þá fundum við ekki mikið fyrir þessu, en áhrifanna er farið að gæta núna. En það þýðir auðvitað að núna er einmitt tækifærið fyrir þá sem eiga peninga að kaupa og þegar myndir fást á góðu verði þá er það ekkert nema gott mál.“ Næsta upp- boð Gallerís Foldar verður í október. FÆRRI GETA KEYPT EN VILJA Mikil aðsókn er að listmunauppboðum Gallerís Foldar en minna selst nú af dýrari verkum og síður á matsverði Morgunblaðið/Ómar Fjallasýn Verk Jóhannesar Kjarvals, Fjallafantasía, var slegið á 1,1 milljón. Verkið er frá 1960, 62x102 olía. Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is VEIÐAR sem miðast eingöngu við að ná stór- fiski úr fiskistofnum geta leitt til þess að stofn- inn verði til lengri tíma litið samsettur af erfðafræðilega lakari einstaklingum. Ef ekki er tekið tillit til þessara áhrifa getur það dreg- ið verulega úr arði af nýtingu í framtíðinni. Þetta er meðal niðurstaðna Daða Más Krist- óferssonar, sérfræðings við hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem birtist í grein í Journal of Environmental Economics and Manage- ment. Að sögn Daða hefur ekki verið rannsakað áður í hagfræðinni hvaða áhrif það hafi á eig- inleika fiskistofna að veiðar séu takmarkaðar við bestu fiskana. „Þú breytir tíðni gena í stofn- inum. Það þýðir, til lengri tíma litið, að þú færð stofn með lakari einstaklinga. Þú dregur úr virði auðlind- arinnar,“ útskýrir Daði, og á þá við að þau gen sem stýra æskilegum eiginleikum hverfi ef þeir einstaklingar sem genin hafa séu veiddir. Spurningin sem tekist er á við í greininni er hvernig heppilegast sé að stýra nýtingu auðlindarinnar til að hámarka virði hennar til lengri tíma þegar virði ræðst af erfðum. Ef náttúrulegu yfirburðirnir hjá þeim einstaklingum sem veiddir eru séu mjög miklir kunni veiðarnar að hafa neikvæðar afleiðingar til lengri tíma litið. „Niðurstöðurnar benda til þess að það skipti höfuðmáli að taka tillit til erfðaauðlinda þegar ákveðið er hvernig á að nýta auðlindina,“ segir Daði. Hann segir niðurstöður greinarinnar al- menns eðlis og eiga ekkert frekar við um fiska en aðrar endurnýjanlegar auðlindir þar sem virði ræðst af genum. Þeir séu þó teknir sem dæmi, enda verðmætasta auðlindin sem veidd er. Niðurstöðurnar mætti heimfæra einnig upp á aðrar veiðar líka og tekur Daði sem dæmi að þeir sem stundi hreindýraveiðar sæki mest í karldýr með stór horn. Því séu líkurnar á að slík dýr séu skotin mun meiri en t.d. dýr með lítil horn. Það leiði síðan til minni horna til lengri tíma litið. Daði tekur þó fram að líkanið sé einfaldað. Það taki til að mynda ekki tillit til þess að í fiskistofnum eru árgangar. Mikilvægi erfðaauðlindanna „Meginniðurstaðan er að það skiptir veru- legu máli að það sé tekið tillit til erfðaauðlind- anna þegar ákveðið er hvernig t.d. fiskistofn er nýttur. Hvernig best er að nýta hann ræðst í raun einvörðungu af líffræðilegum eiginleikum sem tengjast erfðum,“ útskýrir Daði. Að lok- um ráðist besta nýting auðlindar í framtíðinni af nýtingu stofnsins í fortíðinni. Ef stofninn hefur verið nýttur um áratugaskeið án þess að tekið sé tillit til erfðaauðlindanna geta veiði- menn hafa eyðilagt fyrir sér þannig að afrakst- ur bestu nýtingar í framtíðinni sé verulega verri en hann hefði getað orðið við bestu nýt- ingu.  Veiðar á bestu einstaklingum í hverjum stofni kunna að leiða til þess að stofninn verði lakari  Spurningin er hvernig best sé að stýra auðlindinni til að hámarka virði hennar til lengri tíma Verra að veiða stóra fiska? Morgunblaðið/ÞÖK Daði Már Kristófersson LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu handtók fimm erlenda karlmenn í Kópa- vogi í fyrrinótt í kjölfar hávaðaút- kalls. Mennirnir brugðust að sögn ókvæða við þegar lögreglan kom á staðinn og í kjöl- farið var einn þeirra handtekinn. Þá réðust félagar hans á lögreglu í þeim tilgangi að frelsa hann. Lög- reglumaður var skallaður í þeirri að- för og síðar tekinn hálstaki og snúinn niður. Hann slapp hins vegar með minni háttar áverka. Kalla varð eftir aðstoð og var piparúða og lögreglu- kylfum beitt til þess hemja mennina. Sem fyrr segir voru fimm menn handteknir en í gærkvöldi höfðu þeir verið látnir lausir að loknum yfir- heyrslum. Í samræmi við áhættumatið Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, segir árásir á lögreglu- menn í starfi því miður orðnar alltof algengar og engin nýlunda nú orðið. Hann segir unnið að því að bæta starfsöryggi lögreglumanna, til dæmis með útboði sem nú stendur yfir á skot- og hnífheldum vestum. Vonast er til þess að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verði farnir að klæðast slíkum vestum við störf sín um áramótin. Hins vegar segir Geir Jón lausnina á því virðingarleysi sem lögreglan á við að etja ekki koma í gegnum tækjabúnað heldur skýr skilaboð frá dómskerfinu. „Ef skila- boðin frá dómskerfinu eru ekki skýr, um að þetta sé alvarlegt og menn fái makleg málagjöld fyrir þetta, þá er hættan sú að menn haldi uppi við- teknum hætti,“ segir Geir Jón. Friðrik Karlsson hjá greiningar- deild ríkislögreglustjóra segir mál eins og þetta í samræmi við viðvar- anir greiningardeildar í áhættumati sem gefið var út nú í sumar. Það mat sýni aukna aðkomu erlendra brota- manna að lögreglumálum hér á landi. „Það er eitthvað sem við höf- um varað við,“ segir Friðrik. Árásir á lögreglu alltof tíðar Ættu að fá skýr skila- boð frá dómskerfinu Geir Jón Þórisson ÓSVÍFNIR einstaklingar brutu sér leið inn á öryggissvæði Reykjavík- urflugvallar aðfaranótt sunnudags og krotuðu á hina tæplega 65 ára gömlu Douglas DC-3 vél Land- græðslunnar. Heitir vélin Páll Sveinsson, en hún er í daglegu máli kölluð Þristurinn. Úðuðu skemmd- arvargarnir á vinstri hlið vélarinnar, en sú hlið sést ekki frá flugturninum. Óvíst er hversu margir voru að verki eða hversu lengi þeir dvöldu á svæð- inu. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, sem er rekstr- arfélag vélarinnar, segir peningalegt tjón ekki liggja fyrir. Sex manns frá félaginu og Landhelgisgæslunni hafi unnið hörðum höndum í allan gær- dag við að þrífa krotið af vélinni. Litið alvarlegum augum Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugstoða, segir umferð óviðkomandi aðila um öryggissvæði flugvallarins litna mjög alvarlegum augum, enda um brot á loftferðalög- um að ræða. „Það er mikið hugsað um öryggi á Reykjavíkurflugvelli,“ fullyrðir Hjördís, sem segir að jafnvel for- stjóri Flugstoða hafi þurft að sækja sérstakt öryggisnámskeið áður en hann fékk aðgang að vellinum. Hún segir Flugstoðir munu kanna hvernig skemmdarvargarnir komust inn á svæðið. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins sér um vöktun vallarins. andresth@mbl.is Skemmd- arverk á Þristinum Komust inn á örygg- issvæði flugvallarins Ljósmynd/Tómas Dagur Helgason Merkt Skemmdarvargarnir krot- uðu á vinstri hlið vélarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.