Morgunblaðið - 08.09.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.09.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 25                          ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HELGASON, Furugrund 54, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 15.00. Helgi Björnsson, Einar Björnsson, Alda Ásgeirsdóttir, Björn Ragnar Björnsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Soffía Björnsdóttir, Herbert Eiríksson, Arndís Björnsdóttir og fjölskyldur. sjón og raun, hreinskiptinn dreng- skaparmaður, sem aldrei þurfti að læðast með veggjum, heldur gekk ávallt um þvert gólf. Ég hygg að hann hafi átt traust allra þeirra sem honum kynntust. Að honum er sjónarsviptir. Að leiðarlokum flyt ég Agli þakkir fyrir samskipti okkar öll, vináttu hans, gleðistundir og stuðning við mig á langri leið. Við Helga sendum Elinborgu eiginkonu hans, börnum þeirra og skylduliði öllu einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Egils Gunn- laugssonar. Pálmi Jónsson. Egill Gunnlaugsson héraðsdýra- læknir frá Bakka í Víðidal var kall- aður úr þessum heimi tæplega 72 ára gamall. Kallið kom fyrirvaralaust og allt of fljótt. Hann var nýlega hættur störfum, en naut þess þó að vera í tengslum áfram við sveitina með því að leysa af kollega sína annað kastið. Lífið blasti við á nýjan hátt. Egill var við fjársmölun í heimahögum á jörð elskunnar sinnar og fjölskyldu henn- ar að Bjargi í Miðfirði á fallegum haustdegi. Skyndilega var hann dá- inn, án þjáninga að því er virtist og hallaði höfði sínu að gróðri jarðar. Egill var hávaxinn, svaraði sér vel og bar sig vel. Hann var sterkbyggð- ur og ákveðinn til orðs og æðis, í einu orði sagt kempulegur. Hann var breiðleitur, nefið beint en hafið upp framanvert. Blágrá augun og munn- svipurinn endurspegluðu sívakandi lífsgleði í bland við glettnisblandna stríðni. Gott var til Egils að leita bæði fyrir kollega hans og sveitafólkið sem hann þjónaði á farsælan hátt í meira en 40 ár og hann sinnti fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir samfélag sitt. Um hann var kveðið þegar héraðsbúar, kollegar og vinir komu saman á kveðjustund við starfslok hans snemma árs 2007: Vel er Egill verki farinn, með vöndum ráðum lækning fann. Í sjúkling blóðugan og barinn brá hann nál og sauma vann. Hrossasótt og kveisukvilla; kvalir allar náði að stilla. Allt er gott, sem gjörði hann. Við sem Egils aðstoð þáðum ótal sinum – metum best, hve greitt hann og með góðum ráðum glettinn sneri á kvíða og pest. Húsdýr öll í Húnaþingum, húsfreyjur og bændur syngja’um Egil, sem þau elska mest. Hann var frumkvöðull í tölvuvæð- ingu dýralækna, samviskusamur og reglusamur í sinni embættisfærslu. Hann var úrræðagóður og þekkti fólk og land og aðstæður. Þegar hann tók til máls, hlustuðu menn. Rómurinn var styrkur og ræðan oft krydduð gamansemi en alltaf skýr. Til hans var gott að leita. Honum mátti treysta. Harmdauði er hann öllum sem hann þekktu og þeir voru marg- ir. Vin hér kveðja mætan má, mæða viðkvæm sárin. Himinkórum háum frá hvolfast sorgartárin. Ég þakka Agli samfylgdina og óska blessunar Elínborgu konu hans, af- komendum og ættingjum. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Ég vil með þessum fáu orðum þakka samfylgdina og framlag Egils til samtaka okkar sem hafa hlúð að Heilbrigðisstofnun Hvammstanga. Ég á hér við hollvinasamtökin sem hafa að undanförnu staðið fyrir tækjavæðingu heilbrigðisstofnunar- innar fyrir gjafafé. Egill var stjórn- armaður í samtökunum og léði þeim starfskrafta sína af ljúfmennsku og festu. Hann var árum saman í stjórn Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga þegar sá háttur var á og sýndi með nærveru sinni áhuga sinn á stofnun- inni og framgangi hennar. Ég veit að hann hefur víða komið við í félagsmál- um en fann að hann hafði sérstakan áhuga á þessu málefni. Fyrir það vilj- um við þakka. Ég vil því fyrir hönd stjórnar Holl- vinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga þakka Agli starf hans og áhuga. Ég færi eiginkonu hans og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðj- ur fyrir hönd samtakanna. Sömu kveðjur eiga við frá okkur hjónunum í minningu góðs granna og vinar. Ágúst Oddsson, formaður HHH. Egill Gunnlaugsson fyrrverandi héraðsdýralæknir á Hvammstanga varð bráðkvaddur sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Með Agli er genginn á braut einn af sterkum persónuleikum í húnvetnsku samfélagi, sem tóku þátt í þeirri miklu breytingu sem varð í landbún- aði og öðrum atvinnugreinum á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Egill hóf störf sem dýralæknir í Vestur-Húnavatns- sýslu fljótlega eftir að hann lauk námi frá dýralæknaháskólanum í Hann- over í Þýskalandi. Egill starfaði við mjög erfið skilyrði á sínum fyrstu ár- um þar sem samgöngur í sýslunni voru slæmar, einkum á vetrum. Egill var alla tíð einn af sterkustu stoðum í starfi Sjálfstæðisfélags Vestur-Húnavatnssýslu og ávallt virkur félagi. Hann sat í stjórn félags- ins um árabil og var fulltrúi í kjör- dæmisráði og sat í mörg ár sem fulltrúi í yfirkjörstjórn kjördæmisins. Sjálfstæðisfélag Vestur-Húna- vatnssýslu vottar eiginkonu, börnum og fósturbörnum sína dýpstu samúð og þakkar Agli samfylgdina á liðnum áratugum. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Vest- ur-Húnavatnssýslu, Þorvaldur Böðvarsson. Minning – Egill Gunnlaugsson. Það er glaðasólskin og allt er svo gott. Ég fæ upphringingu og mér er tjáð að Egill Gunnlaugsson hafi orðið bráðkvaddur. Mín fyrsta hugsun er – allt geti nú gerst. Þennan sem öllu ræður hefur vantað svona persónu til verka á æðri stað. Egill var stór maður, hann var líka litríkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir. Við Egill unnum saman í nokkur ár í stjórn Tónlistar- skólans, þar flugu mörg gullkorn því Egill hafði góðan húmor. Egill vildi láta tónlistarskólann vaxa og vera héraðinu til sóma. Hans starfsvettvangur var hans heima- byggð og fór hann ekkert leynt með það, að „þú áttir að hlúa að þinni heimabyggð“. Hér var um tíma starfandi bland- aður kór sem við Egill sungum með. Á æfingum var aldrei hægt að byrja á lagi fyrr en Egill væri búinn að snýta sér, það vakti ætíð mikla kátínu. Ekki síður þegar var verið að kenna sópr- anlagið, þá var næsta víst að Egill gól- aði tónana með þeim, svo allir sprungu úr hlátri. Ég þakka þér, Egill, fyrir skemmtilegar stundir í tónlist og dag- legri umgengni. Ella mín, þinn missir er mikill, þér og allri fjölskyldunni votta ég og mín fjölskylda dýpstu samúð. Egill, hafðu þökk fyrir allt. Ingibjörg (Lilla) og fjölskyldur. Agli Gunnlaugssyni dýralækni kynntist ég fyrst fyrir 30 árum, á fyrsta dýralæknaþinginu sem ég tók þátt í sumarið 1978 á Skógum undir Eyjafjöllum. Hann vakti alltaf athygli hvar sem hann fór, hávaxinn og glæsilegur maður, hárprúður og skarpleitur. En það var á árunum 1983 og 1984 þegar við unnum ásamt fleirum góðum mönnum að þróun hugbúnaðar fyrir dýralækna að kynni okkar urðu að sterkri vináttu sem hélst alla tíð. Egill var einstakur maður, hlýr og glettinn, en gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Einna mest áber- andi í fasi hans var glettni sem alltaf skein í augunum, þrátt fyrir að stund- um blési á móti. Síðustu tuttugu og fimm ár liðinnar aldar voru öflug landbúnaðarár í landinu þótt margt væri að breytast. Býlin voru mörg og mjög mikið var að gera hjá okkur dýralæknunum, veðurfar var oft erf- itt, vegakerfið enn þá víða óburðugt og við dýralæknarnir hittumst sjald- an, enda nær allir í einmenningshér- uðum. Dýralæknastéttin var á þeim árum samhent, líkt og ein stór fjöl- skylda og þegar við hittumst, þá var glatt á hjalla. Þar var Egill auðvitað hrókur alls fagnaðar, hvort heldur sem var í frásögnum, söng eða fót- fimi. Egill var alla tíð atorkusamur dýralæknir og hafði brennandi áhuga á dýralækningum. Hann var einstak- lega samviskusamur í störfum sínum og fyrirmynd okkar hinna í þeim efn- um. En áhugasvið hans lá víðar. Í fyrsta lagi var hann mjög skemmti- lega pólitískur og hann var öflugur fé- lagsmálamaður sem naut trausts bæði innan héraðs og utan. En hann hafði auk þess áhuga á ótrúlegustu málefnum og það gerði meðal annars samskipti við hann svo skemmtileg. Það hefur verið ánægjulegt að heimsækja þau hjónin Elínborgu og Egill í gegnum tíðina, þau hafa alltaf tekið á móti manni með kostum og kynjum inn á sitt menningarlega heimili. Ég trúði því að kynni okkar Egils væru rétt að byrja, framundan væri minni vinna og meiri tími fyrir samskipti og kom fráfall hans mjög sárt og óvænt. Ég mun alla tíð minn- ast hans með gleði og virðingu. Egill var einn af okkar allra bestu félögum. Ég votta Elínborgu innilega samúð og allri fjölskyldunni. Gunnar Örn á Hvanneyri. Við óvænt og ótímabært fráfall Eg- ils móðurbróður míns leitar hugurinn til baka og kallar fram ljúfar minn- ingar allt frá bernskuárunum. Egill var hávaxinn og mikill á velli, höfðinu hærri en systkini sín og rúmlega það. Með réttu bar hann höfuð og herðar yfir frændgarðinn frá Bakka. Á æskuheimili mínu var hann ætíð mik- ils metinn. Hann hafði dvalið þar tvo vetur við nám á þeim tíma sem ég fæddist. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur þegar hann hóf nám í dýralækningum í Þýska- landi en á mínu æskuheimili var það talið einungis á færi ofurnámsmanna að komast klakklaust í gegnum það nám. Með reglulegum bréfaskriftum mömmu við bróður sinn var fylgst vel með hverjum nýjum áfanga á glæsi- legum námsferli Eglis enda mikið í húfi á þeim árum þegar ekki reyndist auðvelt að kosta sig til náms. Frá námsárum Egils í Þýskalandi geymi ég sérstaklega eitt kort sem hann skrifaði mér ungum frænda sínum með mörgum þýskum bílnúmerum af hugulsemi við mitt áhugamál þá. Þarna skynjaði ég vel hans kæru frændsemi sem hann sýndi mér til æviloka. Klakklaust komst Egill í gegnum dýralæknanámið og fljótt kom í ljós afburðaþekking hans á sínu fagi þegar hann hóf störf á sínum æskuslóðum í Vestur-Húnavatns- sýslu strax að loknu námi. Ég minnist ætíð gleði og stolts ömmu minnar á Bakka yfir því að fá soninn og fjöl- skyldu hans í heimahérað. Húnvetn- ingar nutu hans krafta alla hans starfsævi eða í rúma fjóra áratugi og þykist ég vita að fáir embættismenn ríkisins hafi notið jafn mikilla vin- sælda og virðingar sveitunga sinna og Egill. Hann var samgróinn sveitinni sinni og kunni vel til allra verka þar. Mér er minnisstætt atvik frá dvöl minni á Bakka þegar hann var að kveðja eftir að hafa meðhöndlað eina kúna. Þá kom hann auga á mink sem ætlaði að gera sér dælt við hænsin í útihúsunum sem voru á annað hundarð metra frá bænum. Egill þaut inn í bæ, náði í riffil föður síns og skaut að minknum í gegnum þétt- riðna vírnetsgirðingu sem var á milli bæjar og útihúsa. Hænunum var borgið. Egill hafði góða nærveru, var vin- margur og hrókur alls fagnaðar. Hon- um fór vel að segja sögur, oftast í góð- látlegum glettnistíl, um samskipti sín við sveitunga sína og samferðamenn. Egill gat verið meinstríðinn en allt var það á léttum nótum. Hann var úr- ræðagóður og eftirsóttur til að sinna samfélagsmálum Húnvetninga. Hann var góður og gegn sjálfstæðismaður og hefði sómt sér vel á Alþingi Íslend- inga. Húnavatnssýslan var hins vegar hans vettvangur og þar leið honum best. Frændi minn endaði sitt jarðlíf í guðsgrænni náttúrunni á æskuslóð- um Elínborgar, kærrar eiginkonu sinnar. Hringnum var lokað með táknrænum hætti og í anda Egils Gunnlaugssonar. Ég bið algóðan Guð að styrkja og umvefja Elínborgu, börn Egils, fóst- urbörn og fjölskyldur þeirra. Þeim er missirinn sár sem mikið er gefið. Ég kveð elskulegan frænda og þakka honum allt sem hann var mér. Hans er sárt saknað af öllum sem þekktu. Halldór Árnason. Í dag kveðjum við með söknuði einn af okkar eldri félögum, Egil Gunnlaugsson, sem lést langt um ald- ur fram. Að loknum löngum og farsælum embættisferli sem héraðsdýralæknir var hann farinn að sinna ýmsum áhugamálum sínum, sem hann átti virkilega skilið að fá góðan tíma til. Óhætt er að segja að þegar taka þurfti dæmi um góðan héraðsdýra- lækni, sem sinnti af kostgæfni bæði opinberum skyldum sínum og þjón- ustu við dýraeigendur í sínu umdæmi, þá var jafnan vitnað til Egils, slík var staða hans innan stéttarinnar. Sér- stakt má telja að þrátt fyrir oft langan og erfiðan vinnudag, þá gaf hann sér tíma til að sinna fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir samfélag sitt. Það var því einkar ánægjulegt þegar hin ýmsu félagasamtök í héraðinu tóku sig til fljótlega eftir að hann lét af störfum sem héraðsdýralæknir og héldu honum sérstakt heiðurssam- sæti með þakklæti og virðingu fyrir hans frábæra framlag í gegnum árin. Hann var ávallt vel virkur félagi í Dýralæknafélagi Íslands, mætti vel á fundi þess og fylgdist vel með á sínu sviði. Hann sagði ekki alltaf margt á fundum, en þegar hann gerði það, þá var eftir því og til þess tekið. Þegar fundum lauk var hann síðan hrókur alls fagnaðar á skemmtikvöldum fé- lagsins. Innan raða félagsmanna naut hann virðingar og hann þótti jafnan sjálfkjörinn til að starfa í siðanefnd félagsins. Framlag hans til félagsmanna á sviði tölvumála var þó einstakt, því fyrir um tuttugu árum sjálfmenntaði hann sig til að skrifa forrit til að halda utan um öll mál sem tengdust dýra- læknaþjónustunni og er enn í notkun hjá sumum kollegum, sem hann var óþreytandi að leiðbeina í þessum mál- um. Sem yfirdýralæknir átti ég far- sæl samskipti við Egil, til hans var alltaf góð ráð að sækja og fyrir hans áratugalöngu og samviskusömu störf í þágu yfirdýralæknisembættisins vil ég þakka. Ég og kona mín vottum eftirlifandi eiginkonu og börnum hans okkar dýpstu samúð, en minningin um góð- an dreng og félaga mun ávallt lifa. Halldór Runólfsson. Enda þótt við lifum í heimi þar sem upphaf og endir, líf og dauði fylgjast ævinlega að, þá tekst dauðanum oft- ast að koma að okkur óvörum. – Þeg- ar ég frétti að Egill væri dáinn helltist yfir mig eftirsjá og söknuður. Hvers vegna heimsótti ég hann ekki oftar, hvers vegna hringdi ég ekki oftar í hann? Síðan komu minningarnar. Okkar samskipti byrjuðu í öðrum bekk í Miðskóla Stykkishólms. Hann bjó hjá systur sinni í næsta húsi við mig. Eft- ir landspróf fórum við í Menntaskól- ann á Akureyri ásamt fleiri Hólmur- um. Það kom af sjálfu sér að við urðum herbergisfélagar á heimavist- inni.– Ég hef átt allmörg góð ár um æv- ina. Þeirra á meðal eru þessi fjögur ár í MA. Það er ekki síst að þakka Agli og öðrum góðum félögum og vinum, sem við eignuðumst þar. – Við hittumst á Akureyri í júní í sumar og héldum upp á 50 ára stúd- entsafmæli. Þá varð einhvern veginn svo augljóst að tíminn sem liðinn var skipti engu máli, eða þær breytingar sem tíminn hafði í för með sér. Vin- áttan var það sem skipti máli. Vinátta sem hefur sig upp yfir tíma og rúm og geymir í sér eilífðina. Ég flyt Elínborgu og allri fjöl- skyldu Egils mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Örn Ágúst Guðmundsson Kveðja frá Lionsklúbbnum Bjarma Látinn er langt fyrir aldur fram Egill Gunnlaugsson, einn af stofn- félögum Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga. Engan grunaði að við ættum ekki eftir að hitta Egil aftur á fundi þegar við veittum honum æðstu viðurkenningu Lions, Melvin Jones orðuna, í 35 ára afmæli klúbbsins sem jafnframt var síðasti fundur starfs- ársins. Egill var alla tíð einn af öflugustu félögum Lionsklúbbsins Bjarma og hafði gegnt þar öllum helstu embætt- um og sumum þeirra margsinnis. Eg- ill var glaðsinna og það var aldrei nein lognmolla í kringum hann á fundum. Oft vöktu hnyttnar athgasemdir hans kátínu. Egill var hreinn og beinn og ekki fyrir prjál og tilgerð. Sennilega hefur enginn félagi verið sektaður oftar fyrir að mæta bindislaus á klúbbfundi. Egill tók alla tíð virkan þátt í starfi klúbbsins og var einkar tillögu- og úrræðagóður þegar líkn- armál bar á góma. Við félagarnir munum sannarlega sakna þess að heyra ekki þungt fóta- tak nálgast rétt í þann mund þegar fundur er nýhafinn og sjá Egil fylla út í dyrnar og segja „Eruð þið byrjaðir, drengir?“ Við félagarnir í Lionsklúbbnum Bjarma söknum sárt frábærs félaga og sendum Elínborgu og öllum öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbbnum Bjarma, Guðmundur H. Sigurðsson. SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.