Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Jónas H. Haralz hagfræðingur ogfyrrverandi bankastjóri benti á athyglisverða staðreynd í Silfri Eg- ils í Ríkissjónvarpinu í gær.     Jónas rakti sögu gjaldmiðilsmála áÍslandi og vakti athygli á því að lengi vel hefði Ísland verið í mynt- samstarfi.     Við vorum með ígullfætinum. Norðurlanda- krónurnar voru í myntbandalagi á gullfæti fram að fyrri heimsstyrj- öld,“ sagði Jónas. „Síðan riðlaðist það náttúrlega á stríðsárunum. Eftir styrjöldina er aftur leitað í gullmyntfótinn, sem við vorum að reyna líka en varð ekki af. Í staðinn bundum við okkur við sterlings- pundið 1925, þannig að við vorum óbeint á gullfætinum allt fram til 1939, þegar við lækkum gengið.“     Jónas benti sömuleiðis á að á tíma-bili eftir síðari heimsstyrjöld hefði Ísland verið virkur þátttakandi í þáverandi alþjóðagjaldeyriskerfi, Bretton Woods-kerfinu, þar til það leið undir lok.     Við höfum semsagt reynslu af þvíað vera í myntsamstarfi erlend- is, hluti af erlendum myntkerfum, sem hefur gefizt vel,“ sagði Jónas Haralz hjá Agli. „Þegar við höfum verið með krónuna upp á eigin spýt- ur, hvort sem er með fljótandi gengi eða öðruvísi, hefur þetta gengið miklu verr fyrir okkur.“     Sá núlifandi hagfræðingur, semhefur mesta sögulega yfirsýn, bendir þarna á að í raun er rekstur sjálfstæðs gjaldmiðils á Íslandi sögu- leg undantekning. Íslandi hefur far- nazt betur í myntsamstarfi en með krónuna eina og sér. Þarf ekki að draga einhvern lærdóm af þeirri sögu? STAKSTEINAR Jónas H. Haralz Söguleg undantekning! SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           !        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    " "          "                                       *$BC                            ! "      # $  %  &'    *! $$ B *! # !  $ % ! % & '% (' <2 <! <2 <! <2 # &%$  ) *+,-'.  $ -                   <   ( )         !* + *     ,- )  -         !* # .  /  6 2         )    !'   ! "    # 0   /0 '11 '% 2 '-') * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR „VIÐ á Bifröst erum þó einnig þéttbýlisskóli og það er mér ánægja að tilkynna að við stefnum að því að opna útibú á Reykjavík- ursvæðinu á næstu mánuðum. Meira en helmingur af nemendum skólans, margir á höfuðborgar- svæðinu, stunda nám í blöndu af fjarnámi og staðnámi og þann þátt skólastarfsins viljum við efla með enn betri þjónustu.“ Þetta sagði dr. Ágúst Ein- arsson, rektor Háskólans á Bif- röst, þegar hann útskrifaði hátt í 100 nemendur sl. laugardag. Fram kom í ræðu Ágústs að umsóknir um skólavist séu miklu fleiri en unnt sé að verða við. Núna séu 1.300 nem- endur á Bifröst og hafi aldrei verið fleiri. „Ég vil efla Háskólann á Bifröst í háskólakeðju hringinn í kringum landið en orðið háskólakeðja er hugtak frá Bifröst. Ég hef oft rætt um að leiðin til að halda jafn- vægi í byggð landsins er að efla menntun, sem skapar störf og tekjur, og efla menningu, sem skapar þá félagslegu umgjörð sem fólk vill búa í. Besta leiðin til þess er að efla háskólana á lands- byggðinni, háskólana á Bifröst, Akureyri, Hvanneyri og á Hólum. Nú reynir á stjórnmálamennina, fulltrúa almennings, en einungis einn af þessum skólum er ekki ríkisskóli, nefnilega Háskólinn á Bifröst,“ sagði Ágúst í ræðu sinni við útskriftina. Hann sagði gaman að segja frá því að þrír af silfurverðlaunahöf- unum í handknattleik frá Ólympíu- leikunum í Beijing væru nemendur Háskólans á Bifröst. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru í fjarnámi í viðskiptadeild og Guð- mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er í meist- aranámi. „Við erum stolt af þeim. Það eru ekki margir sem eiga þrjá silfurverðlaunahafa af Ólympíu- leikum í sínu samfélagi,“ sagði Ágúst. sisi@mbl.is Bifröst opnar útibú í Reykjavík Ágúst Einarsson Þrír silfurhafar eru nemendur Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Íbúar á Djúpavogi fögnuðu sl. föstudag þegar línu- skipið Fjölnir SU 57 sigldi inn í höfnina, en báturinn er í eigu Vísis hf. í Grindavík. Það var mál manna á bryggjukantinum að það hefði já- kvætt tilfinningalegt gildi fyrir íbúa Djúpavogs að sjá einn af grænu bátum Vísis hf. merktan með heimahöfn á Djúpavogi. Ljóst er að útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækið Vísir hf. hefur haft mjög afgerandi áhrif á at- vinnulífið á Djúpavogi á síðast- liðnum árum og þrátt fyrir sam- drátt almennt í veiðum og vinnslu hefur fyrirtækið staðið styrkum fótum og haldið uppi stöðugri vinnslu á staðnum. Það að nú hafi bátur frá fyrirtækinu verið merkt- ur staðnum sérstaklega, þykir í hugum heimamanna vera enn eitt merkið um stöðugleika fyrirtæk- isins á Djúpavogi. Í tilefni þess að Fjölnir SU 57 kom í heimahöfn í fyrsta skipti mætti sveitarstjóri Djúpavogs- hrepps Björn Hafþór Guðmunds- son á bryggjuna með tertu og blómvönd til handa skipstjóra, áhöfn og einum af forsvars- mönnum Vísis hf. Af þessu tilefni bar sveitarstjóri lof á þá ræktarsemi sem fyrirtækið hefði sýnt í verki með öflugri starf- semi á Djúpavogi á liðnum árum. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Blómvöndur Björn H. Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogs, færir Sveini A. Guðjónssyni frá útgerðarfélaginu Vísi hf. blómvönd í tilefni dagsins. Vísir hf. styrkir stöðu sína á Djúpavogi ÁHUGAMENN um nýtingu orku- auðlinda hafa sett upp heimasíðu á slóðinni www.undirskrift.is í þeim tilgangi að skora á pólitískt kjörna fulltrúa að nýta orkuauðlindir þjóð- arinnar. Á heimasíðunni www.undirskrift- .is má finna eftirfarandi texta: Áskorun um nýtingu orkuauð- linda Íslands „Við undirrituð skorum á kjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og í sveitarfélögum að standa vörð um lífskjör landsmanna og skynsam- lega nýtingu orkuauðlinda þjóðar- innar. Nýting auðlindanna er lykill- inn að áframhaldandi velsæld, leiðin að fjölbreyttara atvinnulífi og fram- tíðarstoð öflugs efnahags. Heimasíða átaksins verður til staðar næstu 2-3 vikurnar og að því loknu verður forsætisráðherra og formanni sambands íslenskra sveitafélaga afhent áskorunin. Það er okkar von að þetta átak verði til þess að auka heilbrigða umræðu um nýtingu orkulinda og mikilvægi ork- unnar fyrir Ísland á innlendri og er- lendri grundu. Við hvetjum alla landsmenn til að fara inn á síðuna www.undirskrift- .is, og hvetja pólitískt kjörna full- trúa til að nýta orkuauðlindir þjóð- arinnar.“ Vilja nýta orkuauð- lindirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.