Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann A. Kristjánsson „ÞETTA var adrenalíkkikk dauðans,“ sagði Ólafur Bragi Jónsson frá Egilsstöðum eftir að hann hafði, með sigri, tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í tor- færuakstri í flokki sérútbúinna bíla í lokaumferð Íslandsmeist- aramótsins sem ekin var við rætur Esju á laugardaginn. Gunnar Gunnarsson á Trúðn- um leiddi Íslandsmeist- arakeppnina fyrir lokaumferð- ina og hafði þá þriggja stiga forskot á Ólaf Braga svo að það var ekki nóg fyrir hann að vera fyrir ofan Gunnar. Það þurfti annan til, til að vera einnig fyr- ir ofan Gunnar. Hjálpina fékk Ólafur Bragi frá sveitunga sín- um, Eyjólfi Skúlasyni á Hlé- barðanum, en Eyjólfur var í banastuði eins og Ólafur Bragi og tókst að ná öðru sætinu. Gunnar Gunnarsson varð að láta sér lynda þriðja sætið og sjá á eftir titlinum til Ólafs Braga. Þetta voru töluverð von- brigði fyrir Gunnar sem hefur átt mjög gott torfæruár en hann er búinn að tryggja sér heimsbikartitilinn og Norð- urlandameistaratitilinn. Gunnar á þó enn möguleika á þriðja titlinum þetta árið því Nor- egsmeistaratitillinn er innan seilingar hjá honum. Jöfn titilbarátta Í flokki sérútbúinna götubíla sigraði Ragnar Róbertsson á N1 Willysnum en það var Bjarki Reynisson á LandRover, Dýr- inu, sem hreppti Íslandsmeist- aratitilinn. Baráttan um titilinn stóð milli Bjarka og Hafsteins Þorvaldssonar á Coke Zero- jeppanum en Bjarki var tveimur stigum á eftir Hafsteini fyrir lokakeppnina. Hafsteini gekk betur en Bjarka á laugardaginn og náði öðru sætinu en Bjarki því þriðja. Þeir Bjarki og Haf- steinn voru því jafnir að stigum en Bjarki hreppir titilinn vegna þess að hann sigraði Hafstein fyrr á árinu í innbyrðis við- ureignum þeirra tveggja. Páll Íslandsmeistari Í götubílaflokki féll sigurinn Hannesi Bergi Þórarinssyni í skaut og Íslandsmeistaratitillinn hafnaði hjá Páli Pálssyni en baráttan um titilinn stóð á milli hans og Steingríms Bjarnasonar sem hafði eins stigs forystu á Pál fyrir keppnina. Páll náði þriðja sæti á eftir Hauki Þor- valdssyni og fékk fyrir það tvö stig en Steingrímur hafnaði í því fimmta og var því einu stigi á eftir Páli þegar upp var stað- ið. Ljósmyndir/JAK Gusa Bjarki Reynisson á Dýrinu náði besta tímanum í flokki breyttra götubíla í akstrinum yfir tjörnina. „Adrenalínkikk dauðans“ Efstur Páll Pálsson varð Íslandsmeistari í götubílaflokki en hann barðist um titilinn við Steingrím Bjarnason. Fleygur? Ólafur Bragi Jónsson tryggði sér sigurinn í torfærukeppninni við Esjurætur og Íslandsmeistaratitilinn þegar hann flaug upp tíu metra þver- hnípt stálið í lokabraut keppninnar. Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstriMINNINGAR ✝ Kristín Andrés-dóttir fæddist í Núpstúni í Hruna- mannahreppi í Ár- nessýslu 22. júlí 1907. Hún lést á Líknardeild Landa- kotsspítala 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Stef- ánsdóttir, f. 23. júní 1867, d. 7. mars 1937, og Andrés Jónsson, f. 12. sept- ember 1861, d. 15. ágúst 1920, bændur í Núpstúni. Kristín átti hálfsystur, Margréti, samfeðra, f. 19. september 1886, d. 29. nóvember 1983. Alsystkini hennar eru Jón, f. 7. júlí 1898, d. 19. nóv- ember 1969, Helga, f. 12. júní 1900, d. 28. mars 1945, Katr- ín, f. 21. ágúst 1901, d. 23. október 2004. Stefanía, f. 15. júlí 1906, d. 31. desem- ber 1912. Kristín flutti til Reykjavíkur sem ung stúlka, þar sem hún bjó alla tíð. Kristín vann við fiskverkun og síðan hjá Sláturfélagi Suðurlands. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Okkur systurnar langar til þess að skrifa nokkur orð um hana Stínu okkar. Vandinn er: hvar eigum við að byrja? Það er svo afskaplega erf- itt að setjast niður og velja úr öllum þeim minningum sem við eigum um hana Stínu. Hún gaf svo mikið af sér til okkar og barnanna okkar. Við þekkjum ekki lífið án hennar og það er erfitt að hugsa sér það án hennar, Stína átti að vera eilíf. Hún var ávallt mjög heilsuhraust og það að kona sem er komin yfir 100 árin gæti fengið krabbamein var eitthvað sem við áttum mjög erfitt með að sætta okkur við. Það er þó ákveðin huggun fólgin í því að stríð hennar við þenn- an óhuggulega sjúkdóm varð ekki langt og hún hélt reisn allt fram í andlátið. Kristín eða Stína eins og við köll- uðum hana alltaf og systir hennar Kata voru í raun frænkur okkar en í huga okkar allra voru þær einnig ömmur okkar. Þær systur ferðuðust mjög mikið hér innanlands og þekktu hvern krók og kima. Þær ferðuðust einnig mikið erlendis og alltaf var gaman að hitta þær aftur þegar þær komu að utan því alltaf leyndist eitthvert smotterí í töskun- um þeirra handa okkur krökkunum. Lengst af bjuggu þær systur á Bergþórugötunni og það var nánast vikulega sem við systur tókum strætó ásamt vinum okkur úr Selja- hverfinu til þess að fara í sund í sundhöllina. Stundum hittum við þær systur lauginni, en þær systur fóru daglega í sund. Ef Stínu og Kötu var ekki að finna í lauginni ark- aði strollan heim til þeirra eftir sund þar sem allir fengu pönnukökur, brúnköku og mjólkurglas. Þær syst- ur voru mjög skemmtilegar og fylgdust vel með öllu, jafnvel því sem varðaði okkur krakkana. Þess vegna höfðu allir gaman af því að tala við þær, jafnt ungir sem aldnir, þær höfðu alltaf frá einhverju skemmti- legu að segja. Stína var mikil hannyrðakona og sá hún um að prjóna vettlinga á okk- ur öll og einnig börnin okkar. Stína orkeraði dúka og við sátum oft með henni og hún gaf sér tíma til þess að leiðbeina okkur um þessa fornu list að orkera. Aldrei máttu foreldrar okkar heimsækja þær systur án þess að taka okkur stelpurnar með, því það var aldrei leiðinlegt að heim- sækja þær. Á meðan þær systur bjuggu á Bergþórugötunni héldu þær alltaf nýársboð fyrir fjölskyld- urnar þar sem heimagerðu flatkök- urnar þeirra systra voru í aðalhlut- verki. Þar var alltaf líf og fjör. Stína var alltaf mjög sjálfstæð kona og þrátt fyrir háan aldur sá hún sjálf um heimili sitt og innkaup. Þær syst- ur voru reyndar mjög samrýndar og ráku þær alltaf saman heimili þar til Kata lést fyrir fjórum árum, þá 103 ára gömul. Með þessum orðum kveðjum við fallega og góða konu. Elísabet, Þuríður og Sigríður Valdimarsdætur. Kallið er komið. Þegar við kveðj- um elsku Stínu frænku þá hefur hún lifað í 101 ár, það er langur tími en hver líðandi stund var henni svo gleðirík og eðlileg. Stína kom ung stúlka til Reykjavíkur og vann fyrst við fiskverkun en síðan hjá Slátur- félagi Suðurlands. Hún bjó alltaf með Katrínu systur sinni og er ekki hægt að minnast Stínu án þess að minnast Kötu sem andaðist fyrir 4 árum 103 ára gömul. Við systkinin nutum samveru við þær systur frá fæðingu og áttum margar ánægju- stundir við spil, leik, nám og fróðleik því þær systur voru hafsjór fróð- leiks. Þær ferðuðust mikið bæði innan- lands og utan og festu í minni það sem fyrir augu bar, sérstaklega var Þórsmörk Stínu hugfólgin og átti hún þar margar ánægjustundir. Stína fylgdist vel með þjóðmálum og einnig öllum heimsviðburðum var víðlesin og einstaklega fróð og minn- isgóð, gat þulið upp kvæði og ljóð sem hún lærði í barnæsku. Eftir að við systkinin stofnuðum okkar eigin fjölskyldur, þá nutu börn okkar og síðan barnabörn ástar þeirra og umhyggju og ekki má gleyma ullarsokkunum góðu sem Kata frænka prjónaði, vettlingunum sem Stína prjónaði (alger listaverk) og hafa haldið hlýju á öllum í fjöl- skyldunni. Við viljum þakka Stínu frænku fyrir samfylgdina og geymum í minni hin góðu samskipti og kærleik á lífsins leið. Þökk sé henni og þeim báðum systrum, veri þær Guði fald- ar. Þóra Valdimar og Bryndís. Kristín Andrésdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég er stolt af að bera nafn frænku minnar. Með kveðju og þakklæti, Kristín Andrea. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.