Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 26. september. Bjóðum frábært sértilboð flugsætum og helgarferðum. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg. Í borginni mætast gamli og nýi tíminn, rík sagan og iðandi ný- breytni. Það er frábært að versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal - Kanada Allra síðustu sætin! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 16.990 26. september Verð kr. 16.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (Keflavík - Montreal), 26. september. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 26.-29. september. kr. 32.990. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montr- eal í 3 nætur. Kr. 5.000 aukalega m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Best Western Ville Marie **** í 3 nætur. Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is „[Sementsverksmiðjan] vill fá að brenna eldsneyti sem er unnið úr sorpi,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, spurður um drög að starfsleyfi fyrir sements- verksmiðjuna þar í bæ. Verða drögin kynnt á borgara- fundi í bæjarþingsalnum á Akranesi í kvöld. Bæjarstjórinn segir að sementsverksmiðjan hyggist taka við hreinsuðum og þjöppuðum pappír, dagblaða- pappír sem skrifstofupappír, sem og plasti . Vissulega hafi þetta verið flokkað sem úrgangur og flutt í miklum mæli í brennslu erlendis, en verksmiðjan sjái sér nú hag í því að vinna eldsneyti úr þessu og nýta það í gjallofninn. „Það er óheppilega orðað í þessum drögum að starfs- leyfi að tala um úrgang og sorp. Í rauninni er um að ræða unnið eldsneyti, aðallega úr pappír og plasti,“ segir Gísli. „Þetta er eldsneyti í algjörlega lokuðu kerfi,“ heldur bæjarstjórinn áfram, og bendir á að hingað til hafi verið tekið við alls konar úrgangsolíu, sem og kolum, og veitt inn á ofninn. „Það sem að sparast í þessu fyrir Sementsverksmiðjuna er að það kemur inn eldsneyti í þessu formi og það sparar þá eldsneyti í formi kola eða olíu,“ bætir Gísli við, og tekur fram að búast megi við að mengun minnki. Loks telur bæjar- stjórinn líklegt að þessi lausn sé ódýrari fyrir samfélagið heldur en að senda pappírinn úr landi til brennslu. Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal íbúa um ágæti þessa nýja fyrirkomulags. „Hinn hái strompur sér um að úða úrgangi í tuga metra radíus svo megnið af íbúunum kemur til með að fá rykagnirnar beint í nös,“ skrifar til að mynda Margrét Jónsdóttir, íbúi á Akranesi, á vefsvæðinu Skessuhorn.is. Bæjarstjórinn segir að slíkar skoðanir séu skiljanlegar. „Fólk er alltaf hrætt við það sem er nýtt. Það er alveg eðlilegt,“ segir hann, og tekur sem dæmi andstöðu íbúa við kolabrennslu verksmiðjunnar sem síðan hafi gefist afar vel. Pappír og plast í ofn  Drög að starfsleyfi fyrir sementsverksmiðjuna á Akranesi kynnt á borgarafundi í kvöld  Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, segir fólk hrætt við breytingar Í HNOTSKURN »Sementsverksmiðjan tóktil starfa árið 1958. »Venjulega er Portlands-ement framleitt úr kalk- steini og leir, en á Íslandi er það að mestu byggt upp af basalti, enda nægjanlegt magn af kalksteini og leir ekki fyrir hendi. »Efnin sem notuð eru í stað-inn eru skeljasandur af botni Faxaflóa og líparít, sem unnið er úr námi í botni Hval- fjarðar. Gísli S. Einarsson ÞAÐ var margt um manninn í stóðréttum í Mið- fjarðarrétt um helgina. Húnvetnskum hrossum, 350 að tölu, hafði verið smalað af heiðum ofan og virtust þau mjög vel haldin. Níels Ívarsson, bóndi á Fremri-Fitjum, og Hinrik Ólafsson leikari höfðu um margt að spjalla í réttinni. Hross og hestamenn í Miðfjarðarrétt Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson „ÞETTA er hreinn yfirgangur af hálfu stjórnvalda og Vegagerð- arinnar og óútskýranlegt hvernig þeir leyfa sér þetta,“ segir Tryggvi Felixson hagfræðingur um fram- kvæmdir á Gjá- bakkavegi yfir Lyngdalsheiði, sem hófust nú í september. Tryggvi hefur barist fyrir því ásamt Pétri M. Jónassyni prófessor í vatnalíffræði að beðið verði með framkvæmdir þar til niðurstaða fæst í stefnu Péturs á hendur Vega- gerðinni fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. „Það er raunverulega verið að brjóta á mannréttindum fólks. Hér eru lög sem gefa fólki tækifæri til að fara með deilumál við stjórnvöld til dómstóla en dómsvaldið er fót- umtroðið þegar gengið er fram með þessum hætti.“ Nú kunni svo að fara að þegar niðurstaða fáist í dómsmálið verði framkvæmdinni, sem sé óafturkræf, þegar lokið. „Það er ekkert sem segir að þessi framkvæmd megi ekki bíða, ekkert aðkallandi sem er í húfi. Það væri því eðlilegt með svo flókið mál, þeg- ar fjallað er um einn helgasta stað þjóðarinnar og lífríki sem er mjög sérstakt, að gengið sé fram af mik- illi varúð. En hér hafa samgöngu- yfirvöld algjörlega brugðist.“ Almenn andstaða fagaðila Tryggvi bendir á að enginn fag- aðili á sviði náttúru- og umhverf- isfræði, hvorki sérfræðingar né op- inberar stofnanir hafi mælt þessari framkvæmd bót heldur þvert á móti tekið undir áhyggjur Péturs um þau áhrif sem lífríkið í Þingvalla- vatni gæti orðið fyrir. Þá styðji mælingar Náttúrufræðistofnunar Kópavogs 2007 tilgátur Péturs því þær gefi til kynna að skyggni í vatninu hafi farið úr 10-12 metrum í 6 metra á síðustu 15 árum, sem bendi til að mengun hafi þegar auk- ist. „Það ætti náttúrlega að hringja viðvörunarbjöllum en þrátt fyrir allt þetta ákveða Vegagerðin og samgönguráðherra að halda áfram með þessar algjörlega óafturkræfu framkvæmd.“ unas@mbl.is Óaftur- kræfur yfirgangur Tryggvi Felixson Vegagerð á Þing- völlum vonbrigði Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SALA áfengis í lítrum talið jókst um 4,1% fyrstu átta mánuði ársins mið- að við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti ÁTVR. Fyrstu átta mánuði ársins voru seldir rúmlega 13,5 milljón lítrar af áfengi í vínbúðum ÁTVR. Sala bjórs sker sig úr, en rúmlega 10,6 milljón lítrar seldust af honum. Er þetta 3,8% aukning. Sala rauðvíns nam rúmlega 1,2 milljón lítrum, og jókst um 3,2%. Sala á hvítvíni heldur áfram að aukast og er nú 15,4% meiri en í fyrra. Alls seldust 736 þúsund lítrar af hvítvíni. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka eykst einnig um- fram meðaltal og er 7%. Samkvæmt yfirlitinu nemur sala á bjór 78% af allri áfengissölunni í lítr- um talið. Rauðvín kemur næst með 15% og hvítvín 9%. Fyrstu átta mánuði ársins seldi ÁTVR áfengi fyrir 11,3 milljarða króna. Sömu mánuði í fyrra seldist áfengi fyrir 10,2 milljarða og nemur aukningin 10,5% á milli ára. Fram kemur á vef ÁTVR að sala áfengis í vikunni fyrir síðustu versl- unarmannahelgi hafi verið 12,2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 783 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 698 þúsund lítrar. Sam- bærileg aukning er í fjölda viðskipta- vina en 127 þúsund viðskiptavinir komu í vínbúðir ÁTVR í vikunni fyrir verslunarmannahelgina, en í sömu viku í fyrra komu 113 þúsund við- skiptavinir í Vínbúðirnar. Fjölgun viðskiptavina er því 12,1%. Föstudagurinn fyrir verslunar- mannahelgi er venjulega einn anna- samasti dagur ársins í vínbúðunum og í ár var þar engin undantekning. 44 þúsund viðskiptavinir komu í vín- búðir ÁTVR þann dag á meðan 38 þúsund heimsóttu vínbúðirnar sama dag fyrir ári. Langmest var aukningin í Vest- mannaeyjum, en í vínbúðinni þar fjölgaði viðskiptavinum um 55% milli ára. 10 milljón lítrar af bjór ÁTVR seldi áfengi fyrir 11,3 milljarða fyrstu 8 mánuði ársins                   !    "        #$ %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.