Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HalldórHalldórs-son, bæj- arstjóri Ísafjarð- arbæjar, lagði til á ársþingi fjórð- ungssambands Vestfjarða á laugardaginn að Vestfirðir all- ir sameinuðust í eitt sveitarfé- lag. Í Morgunblaðinu í gær rek- ur Halldór rökin fyrir þessari tillögu. Hann vill annars vegar að Vestfirðir taki frumkvæðið að sameiningu sveitarfélaga áður en til þvingaðrar samein- ingar komi. Hins vegar segir Halldór: „Við eigum ekki að festast í þeim gamla hugsunarhætti að allir þurfi að komast á bæj- arskrifstofuna á hálftíma, heldur sjá sveitarfélög sem stjórnsýslueiningu sem geti tekið við stórum verkefnum frá ríkinu.“ Hvort tveggja er þetta rétt hjá bæjarstjóranum á Ísafirði. Það er að sjálfsögðu lang- æskilegast að frumkvæðið að sameiningu sveitarfélaga komi frá sveitarfélögunum sjálfum. Það liggur í augum uppi að hin fámennu sveitarfélög, sem enn er að finna víða um land, eru afar vanmáttug að veita þá þjónustu, sem almenningur gerir kröfu til. Kristján Möller samgöngu- ráðherra hefur viðrað þá hug- mynd að lágmarksfjöldi í sveitarfélagi verði miðaður við 1.000 manns, í stað 50 í dag. Það er sízt of lág tala, enda gat ráðherrann þess í samtali við Morg- unblaðið fyrir hálf- um mánuði að sumir væru jafnvel farnir að nefna hærri tölu. Með því að sameinast í fjöl- mennari og öflugri einingar geta sveitarfélög á lands- byggðinni tekið við verkefnum frá ríkinu, sem eiga klárlega betur heima hjá þeim en mið- stjórnarvaldinu í Reykjavík. Þar á meðal eru málefni fatl- aðra og aldraðra. Á sumum svæðum, til dæm- is á Vestfjörðum, eru bættar samgöngur ein forsenda þess að ráðizt verði í frekari sam- einingu sveitarfélaga. Víða um land hafa samgöngubætur skapað slíkan grundvöll. Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust til að mynda þeg- ar ljóst var að Héðinsfjarð- argöngin yrðu boruð. En Fjallabyggð hefur líka fulla ástæðu til að sameinast sveit- arfélögunum á Eyjafjarðar- svæðinu með sömu rökum; samgöngurnar eru orðnar ágætar. Frumkvæði á borð við það sem kemur frá Halldóri Hall- dórssyni er mikilvægt og nauðsynlegt að sveitarstjórn- armenn og íbúar fámennari sveitarfélaga ræði þessar hug- myndir í sínum hópi. Þvinguð sameining sveitarfélaga á ekki að þurfa að koma til; rökin fyr- ir stærri einingum liggja í aug- um uppi. Þvinguð sameining sveitarfélaga á ekki að þurfa að koma til} Frjáls sameining Ljósið nefnastgrasrótar- samtök, sem veita endurhæfingu og athvarf fyrir þá, sem greinast með krabba- mein, og aðstandendur þeirra. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi stofnaði Ljósið í september 2005. Nú er það óháð og sjálfstæð sjálfseign- arstofnun, sem hún veitir for- stöðu. Í Morgunblaðinu í gær var starfsemi Ljóssins lýst. Daginn, sem Pétur Blöndal blaðamaður fór þangað í heimsókn ásamt Guðmundi Rúnari Guðmundssyni ljós- myndara, fóru 50 manns í gegnum húsið frá morgni til kvölds. Hjá Ljósinu er af nógu að taka. Ljósið gerir margvíslegt gagn og það er ekki alltaf fólgið í því áþreifanlega. Magnús Steingrímsson húsasmíðameistari talar um hvað vel hafi verið tekið á móti sér: „Þetta er allra hag- ur, ég mæti til að aðstoða aðra og þeir aðstoða mig bara með því að umgangast mig.“ Kristín Krist- jánsdóttir innan- hússarkitekt fékk krabbamein og segir að það sé Ljósinu að þakka hversu vel sér hafi tekist að ná andlegri og líkamlegri heilsu: „Fyrir vikið er ég farin að huga að því að fara aftur út á vinnu- markaðinn.“ Þær aðferðir, sem beitt er í Ljósinu, gera greinilega mik- ið gagn. Þær hjálpa fólki í glímunni við krabbamein og geta stytt tímann, sem fólk er frá vinnu. Það er afrek að reka at- hvarf eins og Ljósið. Mikill tími fer í að tryggja fjármagn til þess að halda því gangandi. Peningarnir koma úr ýmsum áttum, frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum. Það er mik- ilvægt að fjárhagslegur grundvöllur athvarfs á borð við Ljósið sé tryggður. Ekki skiptir síður máli að Ljósið haldi nálægð við uppruna sinn og glati ekki grasrótarein- kennunum, sem eru stór hluti af þýðingu Ljóssins í lífi fólks. Athvarf úr grasrótinni }Þýðing Ljóssins Þ egar Guðni Ágústsson hóf á dög- unum framíköll í miðri ræðu Stein- gríms J. Sigfússonar og minnti for- mann Vinstri-grænna á að hann hefði eitt sinn látið út úr sér orð sem stimplað gætu hann sem virkjanasinna fauk svo illilega í Steingrím að hann sagði for- manni Framsóknarflokksins að þegja. Þetta var ekki dagur sem bar með sér sam- heldna stjórnarandstöðu. En af hverju ættu þingmenn sem einu sinni voru ráðherrar að vera í sólskinsskapi vegna þess að vera orðnir minnipokamenn – og virðast jafnvel dæmdir til þess hlutskiptis um ókomna tíð? Sú staða hlýt- ur að hlaupa í skapið á þeim endrum og eins. Stjórnarandstaðan unir illa hlutskipti sínu. Frjálslyndum líður sennilega skást enda ættu þeir á hverjum degi að þakka fyrir að fá að vera á þingi. Sú vist er ekki sjálfsögð miðað við mann- fjandsamlega stefnu flokksins í málefnum innflytjenda. Enda hafa Framsóknarflokkur og Vinstri-grænir vit á því að láta opinberlega eins og þeir viti ekki af tilvist Frjáls- lynda flokksins. Vonandi gerir þjóðin slíkt hið sama í næstu alþingiskosningum og dæmir Frjálslynda flokkinn úr leik. Formenn Framsóknarflokks og Vinstri-grænna vita að þeir eiga sér ekki framtíð við landstjórn án Sjálfstæðis- flokks eða Samfylkingar. Þess vegna tekur því ekki fyrir þá að koma sér upp innbyrðis hagsmunabandalagi. Þetta veit Guðni Ágústsson og þess vegna kallaði hann, rétt eins og stjórnarsinni, til Steingríms J. og minnti hann á virkjanaorðin. Og eftir það kom iðn- aðarráðherra í pontu og ítrekaði orð Guðna. Vinirnir úr Þingvallanefnd, Össur og Guðni, stjórnarsinninn og stjórnarandstæðingurinn, unnu vel saman þennan dag. Og allavega ann- ar þeirrar horfir löngunaraugum til nánari samvinnu í framtíðinni. Stjórnarsamstarfið er sæmilega öruggt en báðum stjórnarflokkum hlýtur einstöku sinn- um að verða hugsað til þess hversu auðveld- ara líf þeirra væri ef þeir hefðu einir og sér lít- inn og meðfærilegan flokk með sér í samstarfi. Prímadonnur eiga oft erfitt með að viðurkenna aðrar prímadonnur og ef príma- donnur neyðast til samstarfs er iðulega þrumusvipur á þeim báðum. Sumum finnst að ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu ein- mitt að fá á sig þennan pirringssvip. Og þá er stutt í að sjóði upp úr. Sennilega myndu stjórnarflokkarnir báðir kjósa Fram- sókn fram yfir Vinstri-græna ef þeir fengju að velja á milli flokkanna en meinið er að Framsóknarflokkurinn er of lítill til að vera brúklegur. Formaður Framsóknarflokks- ins hyggst bæta úr því og fer landshluta á milli til að sanna ágæti sitt og síns flokks. Hann hefur það með sér að hann er skemmtilegri en flestir aðrir stjórnmálamenn og virkar þægilegur í samvinnu. Ekki er ómögulegt að honum takist það ætlunarverk sitt að komast í ríkisstjórn. En til þess þarf hetjulegan sprett. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Merkingarmikil framíköll Ótrygg jarðlög auka kostnað við brúargerð FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is M unað getur meira en helmingi á kostnaði við nýja brú á Ölfusá norðan Selfoss, eftir því hvaða leið verður farin. Vegna ótryggra jarðlaga gæti kostnaður við brú á þeim stað sem ákveðinn er í aðalskipulagi orðið 2,4 milljarðar króna. Vegagerðin hefur kynnt sveitar- stjórunum hugmyndir um breytta legu Hringvegar um Ölfusá norðan Selfoss. Þar er gert ráð fyrir því að ný brú verði byggð á gamla ferjustaðn- um við Laugardæli en ekki farið yfir á Efri-Laugardælaeyju eins og sýnt er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélag- anna. Unnið er að undirbúningi tvöföld- unar Suðurlandsvegar frá Hveragerði til Selfoss. Ný Ölfusárbrú er hluti af þeirri framkvæmd. Vegna aukinnar umferðar myndast oft bílaröð við Ölf- usárbrú, sérstaklega vegna þess hvað umferðin gengur hægt í gegnum hringtorgið austan við brúna. Rað- irnar mynduðust á föstudögum á sumrin, þegar umferðin er hvað mest, en nú eru farnar að myndast bílaraðir við ána á annatímum flesta daga vik- unnar. Kostar helmingi minna Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir því að vegurinn fari yfir Ölfusá á Efri-Laugardælaeyju. Þar þarf nokk- uð langa brú eða brýr og fyrir fjórum árum kom Vegagerðin með hug- myndir að vegurinn yrði færður enn ofar og færi yfir á Laugardælaferju. Þar væri hægt að komast af með styttri brú og ódýrari. Þessum kosti hafnaði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar við endurskoðun að- alskipulags 2005. Unnið hefur verið að rannsóknum á jarðvegi við brúarstæðið. Komið hef- ur í ljós að basalt og móberg er á vest- urbakkanum en á austurbakkanum liggur Þjórsárhraun ofan á leirríku setlagi. Mismunandi jarðlög hafa í för með sér aukna áraun á brúarmann- virki í jarðskjálftum. Eigi að síður töldu brúasérfræðingar Vegagerð- arinnar unnt að byggja brú á þessum stað en hún yrði alltaf dýrari en brú á ferjuleiðinni þar sem móbergs- eða basaltjarðlög eru beggja vegna. Jarðskjálftarnir í vor ýttu enn frekar við mönnum og Vegagerðin ákvað að leggja til við sveitarfélögin að vegurinn yrði fluttur á ferjuleið- ina. Það erindi er nú til athugunar hjá hreppsnefnd Flóahrepps og bæj- arstjórn Árborgar og væntanlega einnig bæjarstjórn Ölfuss vegna tengingar þangað. Vegagerðin áætlaði sl. haust að við hagstæðustu jarðvegsskilyrði myndi einfaldasta gerð af steinsteyptum brúm með fjórum akreinum á Efri- Laugardælaeyju kosta 1,5 milljarða kr. Jarðskjálftarnir hafa dregið úr trú manna á þeim kosti. Í staðinn þyrfti að smíða tvær bogabrýr eða eina skástagabrú í tveimur höfum. Það yrðu miklu meiri mannvirki, áberandi í umhverfinu og gætu kost- að 2,4 milljarða samkvæmt lauslegu mati. Til samanburðar má geta þess að brú á Laugardælaferju gæti kostað einn milljarð. Vegir yrðu dýrari að henni en aðalkostnaðurinn liggur í sjálfum brúnum. Viðskiptahagsmunir á Selfossi Bæjaryfirvöld í Árborg vilja losna við umferð flutningabíla í gegnum bæinn og aðra umferð sem þangað á ekki erindi en vilja jafnframt ekki missa veginn of langt frá sér til þess að halda í þá umferð sem þangað sækir þjónustu. Á milli þessara hags- muna, verslunarinnar og vistvænni miðbæjar, er fín lína sem erfitt getur verið að hitta á. Vegagerðin hefur reynt að koma til móts við sjónarmið Selfyssinga með hugmyndum um að Hringvegurinn fari sunnan við bæ- inn Laugardæli og komi inn á Suður- landsveg rétt austan við Selfoss en veglínan hefur ekki verið útfærð í smáatriðum.                          !" #   $  %#  &'               (# ) *      "   !"#$ "! !     "     BÆJARSTJÓRN Sveitarfélagsins Árborgar hefur ekki tekið afstöðu til nýrra hugmynda Vegagerð- arinnar um færslu hringvegarins. Vilji er til að skoða málið í ljósi nýrra upplýsinga enda segir bæj- arstjórinn að mikilvægt sé að fá nýja og örugga tengingu yfir Ölf- usá sem fyrst. Sveitarstjórn Flóa- hrepps óskar eftir því við Vega- gerðina að fundað verði með viðkomandi sveitarstjórnum um málið. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri í Árborg, segir að tryggja þurfi að færsla vegarins vestan Ölf- usár valdi ekki meiri spjöllum á úti- vistarsvæðinu og Hellisskógi norð- an Ölfusár en nauðsynlegt er. Þá eru uppi þau sjónarmið að vegurinn verði ekki færður of langt frá bænum. Þjónustufyrirtæki á Selfossi hafa hagsmuni af því að fólk leggi áfram leið sína þangað. Ragnheiður óttast að ef vegurinn fer á ferjuleiðina samkvæmt fyrri hugmyndum Vegagerðarinnar muni verða of mikill krókur fyrir flutningabíla á austurleið sem ætli að hafa viðkomu í austurhluta bæj- arins og að þeir muni einfaldlega aka áfram um gömlu brúna. ÖRUGG TENGING ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.