Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 27 hefur staðið sig vel í lífinu. Arndís féll frá fyrir nokkrum árum og sökn- uður Hauks var mikill. Lífsförunaut- ur og besti vinur í 60 ár hvarf af sjón- arsviðinu og varð Haukur í raun aldrei samur maður eftir það. Haukur var ekki allra, en þeir sem kynntust honum vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var afar traustur maður, fróður og ráðagóður og skemmtilegur ef svo bar við. Af- komendur og vinir munu nú minnast hans með mikilli hlýju og miklum söknuði. Farsælu lífi er lokið, en merkið stendur þó maðurinn falli. Að leiðarlokum eru færðar þakkir fyrir velgjörð og vináttu til áratuga. Hans verður sárt saknað. Júlíus Hafstein. Við fráfall tengdaföður míns Hauks Benediktssonar hrannast upp allar þær góðu minningar sem ég á frá áratuga kynnum sem tengdadóttir hans og hans góðu konu Arndísar Þorvaldsdóttur sem lést fyrir nokkrum árum síðan. Varla er hægt að minnast annars þeirra án þess að hitt komi þar nærri, svo sam- rýmd voru þau í gegnum lífið. Við Haukur áttum sameiginlegt áhugamál sem tengdist heilbrigði- málum, hann sem framkvæmda- stjóri Borgarspítalans og annarra sjúkrastofnana sem reknar voru á vegum Reykavíkurborgar og undir- rituð sem starfaði á sjúkrahúsum sem sjúkraliði í mörg ár, átti síðar sæti á alþingi í 4 ár og nú síðasta ára- tug sem hjúkrunarfræðingur. Við áttum oft langt spjall um sjúkrahús- mál og var hann þá óþreytandi að miðla af reynslu sinni í þeim efnum. Hann var alltaf mjög alþýðlegur og vingjarnlegur í framkomu og bar hag allra, bæði starfsmanna og sjúk- linga, fyrir brjósti. Þetta er mér mjög minnisstætt. Þegar ég vann á Arnarholti á Kjalarnesi og Haukur kom þangað á fundi sem yfirmaður þeirrar stofnunar gaf hann sér ávallt góðan tíma til að heilsa uppá vist- menn og starfsfólk og ræða málin. Á þeim tíma hófst uppbygging í Arnarholti og aðstaða bætt til muna bæði fyrir vistmenn og starfsfólk. Haukur var vinnusamur og sam- viskusamur maður hvort sem var í leik eða starfi. Hann var ævinlega fyrstur á staðinn þegar eitthvert barnanna stóð í fasteignakaupum, þá mætti Haukur vopnaður málningar- rúllunni og var þá ekki slegið slöku við og ekki var þá áhuginn minni hjá Arndísi tengdamömmu við að ráð- leggja við litaval og gardínusaum. Haukur og Arndís bjuggu mest allan sinn búskap í Breiðagerði 4 í Reykjavík og ólu þar upp fimm börn sín. Breiðagerði var einskonar mið- punktur eða félagsheimili stórfjöl- skyldunnar á meðan hjónin höfðu heilsu til að búa þar. Þar voru fjöl- skylduveislur um hátíðar t.d. komu allir þar saman á jóladag í hádeg- ismat. Haukur og Arndís ferðuðust mikið eftir að barnauppeldi sleppti. Þau skoðuðu heiminn vítt og breitt, oft- ast á eigin vegum og komu heim hlaðin myndum og sögum, þá voru haldin eftirminnileg myndakvöld í Breiðagerði þar sem ferðasagan var sögð. Þessi ferðamáti þeirra og frá- sagnir smituðu okkur sem yngri vor- um og gáfu okkur kjark til að ferðast um heiminn á eigin vegum. Eftir að Haukur hætti störfum eignuðust þau sumarhús í Vaðnesi og þá fékk hann útrás fyrir eljuna og athafnasemina og var óþreytandi við að bæta og breyta meðan heilsan leyfði. Síðustu árin hefur Haukur dvalið á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hann hefur notið einstakrar þjón- ustu og ummönnunar þess góða fólks sem þar starfar. Tengdaföður minn kveð ég með virðingu og þakklæti. Sendi tengda- fjölskyldu minni mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja þau í sorginni. Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir. Haukur tengdafaðir minn fæddist á heilladegi, hlaupársdegi, fyrir um 84 árum. Hann átti gott líf og naut blessunar alla ævi. Haukur var stoltur af vestfirskum uppruna sínum, en fram að fullorð- insaldri ólst hann upp á Hraunprýði á Ísafirði með ástkærum foreldrum sínum og bræðrum, þeim Ásgrími og Guðmundi. Það lýsti ætíð af honum þegar hann rifjaði upp æskuár sín, m. a. afrek í skíðaíþróttum og stofn- un íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði sem þeir bræður áttu þátt í að stofna og voru stoltir af. Þó dimmdi yfir honum þegar hann lýsti því hvernig afstaða til stjórnmála gat haft áhrif á stöðu og afkomu manna á þessum tíma og hvernig faðir hans gat goldið þess að vera sjálfstæðismaður í kratabænum þegar að kreppti í at- vinnumálum. Vestfirska genið var sterkt í Hauki. Hann var hreinskiptinn, ósérhlífinn og áræðinn og fylgdi ávallt sannfæringu sinni. Hann veigraði sér ekki við að taka erfiðar ákvarðanir, og það kom sér vel þegar hann stóð frammi fyrir því ögrandi verkefni að byggja upp starfsemi nýs spítala, Borgarspítalans, frá grunni og stjórna rekstri hans á tím- um mikilla breytinga. Hann hafði sérstakan húmor og átti til að vera kaldhæðinn, en aldrei með neikvæð- um hætti. Hann lá ekki á skoðunum sínum og ef honum fannst eitthvað vera rugl, þá mátti maður vera öruggur um að hann léti það í ljós, beinum orðum. Á Ísafirði hitti hann Arndísi sína sem varð hans æviförunautur. Þau áttu skemmtilegt líf saman og stund- um nokkuð ævintýralegt. Það var alltaf mikið líf og kraftur í kringum þau. Ferðalög um landið, laxveiði og golfferðir á Fróðá á Snæfellsnesi, sem þau áttu hlut í um árabil og ekki síst samvera í sumarbústaðnum í Vaðnesi, þar sem þau bjuggu fjöl- skyldunni skjól. Hugsunin um fjöl- skylduna var sterk og það voru há- tíðarstundir þegar allir voru mættir í Breiðagerðið til að þiggja mat og góðan viðurgjörning. Þær stundir voru margar og ætíð tilhlökkunar- efni. Þegar Haukur hætti störfum á Borgarspítalanum, sextugur að aldri, hófst nýtt tímabil í lífi hans. Þá var komið að honum að gjalda konu sinni stuðninginn gegnum sitt ævi- starf og hann stóð fast að baki henni við rekstur Borgarljósa sem hún átti ásamt Hauki manni mínum. Borg- arljósaárin gáfu þeim einnig svig- rúm til að ferðast um heiminn. Þar var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, því allur heimur- inn lá undir, m.a. Asíulönd, Afríka, Suður-Ameríka. Þessar ferðir hlýjuðu þeim þegar um hægðist og aldur og veikindi hindruðu frekari ferðalög. Þegar Arndís lést í ársbyrjun 2003 eftir erfið veikindi, fluttist Haukur fljótlega á Eir, fyrst í eigin íbúð en síðar á hjúkrunarheimilið. Þar leið honum vel og naut hann hlýju og umönnunar starfsfólks Eirar sem fjölskylda Hauks metur mikils. Einnig ber að geta einstakrar nær- gætni Guðmundar bróður hans sem létti honum lífið með tíðum heim- sókn. Ljúfmennskan og kímnigáfan fylgdu Hauki til enda og var gott að sækja hann heim. Að leiðarlokum þakka ég Hauki tengdaföður mínum samfylgdina og óska ég honum guðs blessunar. Ásta Möller. Með þakklæti og hlýju minnist ég tengdaföður míns, Hauks, sem nú er kvaddur að lokinni farsælli lífstíð. Þakklæti fyrir velvild og hvatningu sem styrkti fjölskyldubönd svo ávallt var það mikið tilhlökkunarefni að hitta þau Hauk og Öddu, hvort sem það var í Breiðagerðinu, á Fróðá, í sumarbústaðnum þeirra eða heima. Börnin okkar Harðar, frá unga aldri, áttu þau að sem dygga aðdáendur. Þar voru stigin fyrstu danssporin og að launum klappað lof í lófa. Seinna var farið á golfvöllinn og Haukur fylgdist með. Lengst af öllu mundi hann eftir að spyrja, hvernig litla golfaranum gengi. Hlýtt viðmót og hispurslaust fannst mér einkenna Hauk. Hann hafði húmor og unun var að hlusta á hann segja frá ferðalögum þeirra Öddu á framandi grundu. Þær frá- sagnir lifa í minningunni og tengdust oftar en ekki ýmsum munum sem þau keyptu á ferðalögum sínum eða framandi mat sem ekki var á hvers manns borðum. Hvert skyldi þeim detta í hug að fara næst? Örugglega ekki í neina auðvelda ferð, svo mikið var víst. Haukur missti mikið eftir að Adda dó og glaðværðin sem henni fylgdi var fjarri. Öll myndaalbúmin með ferða- og fjölskyldumyndunum sem hann hafði hjá sér á Eir síðustu árin bera vott um viðburðaríka ævi- daga. Á kveðjustund eru minningar um góðan fjölskylduföður, tengdaföður og Afa dýrmætastar. Haukur rækt- aði sinn frændgarð og bræður hans fylgdust hver með öðrum. Það er okkar sem eftir stöndum að halda þeirri fyrirmynd á lofti í okkar fjöl- skyldum. Blessuð sé minning Hauks Þ. Benediktssonar. Jóna Jakobsdóttir. Það er erfitt að kveðja elsku afa, en hann hefur verið sem traustur klettur í hafinu allt okkar líf. Við minnumst allra góðu stundanna sem við höfum átt saman og hversu gam- an var að koma í heimsókn til afa og ömmu, enda stanslaus gestagangur og veisluhöld. Minningarnar eru margar og góðar sem við systkinin eigum með honum. Hann var alltaf glaður að sjá okk- ur, hafði sérstakan áhuga á að heyra hvað drifið hefði á daga okkar og var ávallt tilbúinn að styðja okkur í því. Þá vissum við af svarta brjóstsykr- inum í skúffunni við hvaða tilefni sem er. Það var alltaf gott að vera í kringum afa og stutt í grínið enda var hann einstaklega fyndinn og kaldhæðinn og það kunnum við vel að meta. Afi okkar var einstakur dugnaðar- maður og er okkur systkinunum mikil fyrirmynd. Hann var afreks- maður í íþróttum og við getum varla talið hversu oft við heyrðum sögurn- ar af því þegar hann vann afrek í skíðastökki og bruni á Ísafirði og í Reykjavík. Þá náði afi okkar miklum starfsframa með áræði og dugnaði í farteskinu. Þannig veitti hann – og veitir okkur enn – hvatningu og vitn- eskju um að við getum gert hvað sem við viljum í lífinu ef við leggjum okk- ur fram. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir öll þessi góðu ár sem við áttum með þér. Í dag kveðjum við þig með söknuði en gleðjumst yfir því að vita af þér hjá ömmu í himnaríki, þar sem þið getið haldið áfram stórkostlegar veislur eins og þið gerðuð best. Guð blessi minningu afa. Helga Lára, Hildur og Steinn Haukur. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. Í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Og tárin, sem þá væta vanga þinn, er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin ljúfum draumum í, svo ljúft,að kuldagust þú finnur eigi, og, fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn lýsir yfir nýum degi. (HH.) Blessuð sé minning afa Hauks. Birna Hafstein. Hér sitjum við þrjú barnabörn afa Hauks, á þeim stað sem minningar okkar allra um hann hófust líklega, Fróðá á Snæfellsnesi. Það var hér sem hann kynnti okkur fyrir golf- íþróttinni þegar hann dró okkur ung að árum út á golfvöll með eina kylfu í hönd og lét okkur elta sig hringinn. Það var hér sem hann ól upp í okkur veiðibakteríuna, ástríðu sem við bú- um að enn og ástríðu sem hann sýndi fram í síðustu ferð. Þó Fróðá sé án efa sá staður sem fyrstu minningar okkar allra koma fyrst frá um afa okkar Hauk og ömmu Öddu þá hljóta þær flestar að koma frá heim- ili þeirra að Breiðagerði 4. Afi og Amma í Breiðó er í raun það eina sem afi Haukur og amma Adda hétu í okkar huga frá barnæsku. Fyrstu sundtökin tókum við í sundlauginni í garðinum í Breiðagerði sem við sjálf tókum stóran þátt í að grafa fyrir, a.m.k í okkar eigin augum. Þau voru ófá skiptin sem við vorum í pössun hjá afa og ömmu og með því fylgdu eltinga- og feluleikir um allt húsið, ef undan er skilinn kontórinn hans afa en þar var hans griðland þegar lætin voru hvað mest og þangað mátti leik- urinn ekki berast. Inn á kontorinn komum við aldrei nema til þess að fá einn svartan frá afa en ein skúffan í skrifborðinu hans var þeim töfrum gædd að tæmast aldrei af svörtum brjóstsykrum. Og þó forvitnin hafi oft verið mikil var reglum afa alltaf hlýtt. Maðkatínsluferðir í garðinn voru árviss viðburður á sumrin og aldrei munaði afa og ömmu um að vaka fram undir miðnætti til að gefa okkur smá kvöldsnarl svona rétt á meðan við tókum okkur hlé frá tínsl- unni. Í dag kveðjum við afa Hauk með söknuði en erum jafnframt þakklát fyrir þær góðu minningar sem eftir sitja. Sveinn, Haukur, María Bryndís. Með fjarlægð tím- ans hefur fjölgað þeim sælu sumardögum, sem ég dvaldist í Tungu í Fljótshlíð. Hjá frænku minni Guðfinnu og Odd- geiri manni hennar var ég, þá átta og níu ára gamall, þar í fáeina daga. Í sauðburði að vori og kom svo um mitt sumar þegar heyskap- ur stóð sem hæst. En þrátt fyrir að dagarnir væru ekki ýkja margir höfðu þeir sterk áhrif á barnshug- ann. Varla líður svo sumar að ég fari ekki austur í Fljótshlíð til að vitja þar fornra slóða. Ganga um tún, heiðar og vitja um trén sem við gróðursettum. Guðfinna Ólafsdóttir ✝ Guðfinna Ólafs-dóttir fæddist á Syðra-Velli í Flóa í Árnessýslu 19. júlí 1922. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljótshlíð 6. sept- ember. Guðfinna Ólafs- dóttir afasystir mín var skemmtileg kona. Röddin var hljóm- sterk, hláturinn hvellur og brosið fal- legt. Hún gaf sig af heilum hug til hvers þess sem hún sinnti, svo sem þess að sinna fæðandi konum og búa afkvæmi þeirrar til ferðar um fláa veröld. Ástríðu Guðfinnu gagnvart starfinu og skjól- stæðingunum sá ég vel þegar ég tók af henni myndir á fæðingar- vaktinni árið 1993. Þá var hún var að láta af störfum sakir aldurs, eft- ir langan og farsælan ljósmóður- feril. Í Tungu voru til ókjörin öll af bókum, kjörgripum sem mér þótti fengur að fletta. Man enn að ég var að glugga í Landnámu á fyrsta degi ágústmánaðar 1980; á sama tíma og framan úr eldhúsi heyrðist í útvarpinu ómur frá athöfninni þar sem Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti forseta Íslands. Það var atburður sem markaði upphaf landsnáms kvenna til nýrra áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Hefðu viðhorf- in til menntunar verið önnur í ung- dæmi Guðfinnu hefði hún án vafa gerst þátttakandi í þeirri menning- arbyltingu. Hún var baráttukona. Í Fljótshlíðinni kynntist ég því að líf væri víðar en á malbikinu og að stundum þyrfti að hafa svolítið fyrir hlutunum. Taka rösklega til hendi svo árangur næðist. Eftir einhverja slíka lotu var lítill strák- ur þreyttur, lagði sig í ból hús- bóndans og sofnaði þar svefni hinna réttlátu. Að þessu var hent gaman og næsta morgun hafði Oddgeir skrifað á blað vísukorn – hnyttið og skemmtilegt: Siggi Finnu frændi, fór að sofa um kvöld. Oddgeirs rúmi rændi, rifust þeir um völd. Og nú er hún frænka mín horfin fyrir stapann. Hjartað gaf sig eitt kvöldið og þó átti hún það stærra en flestir aðrir. Ég þykist vita þó að þegar við hittumst á ódáinsakri í óráðinni framtíð verði kátt í koti. Hláturinn mun hljóma og ljósmóð- irin Guðfinna mun sefa grát ómálga ungbarna. En meðan yljum við okkur við góðar minningarnar um góðar og glaðar stundir sem ófáar voru. Sigurður Bogi Sævarsson. Hann renndi sér fótskriðu af einu húsþaki yfir á annað og með slíkum hraða að vart depluðu menn auga tvisvar fyrr en maður sá hafði lokið starfa sínum strætið upp úr og niður úr og hliðargötur allar líka. Nú heyrir iðja þessi sögunni til og reykháfar falla af húsum og allir verða steypukassarnir eins og eng- um til augnayndis rétt eins og koll- óttur nautpeningur í haga sem glat- að hefur sál sinni og höfuðprýði allri. Margur sótrafturinn naut góðs af meðan var og hét og hætt við að eitt- hvert stertimennið hafi fengið kusk á hvítflibbann ef sló hressilega nið’rí og gáttir opnuðust og menn líktust því er sízt skyldi og enginn vildi á borði en lofaði hátt í orði. – Kom ljúfa gleymska, leið mig þín á vit. Kom langa myrkur, vef mig þínum hjúp. Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit og hvert mitt kvæði sökkt í neðsta djúp. (Jón Helgason.) Svo kvað Jón frá Rauðsgili um hverfulleikann; lífsháskann sem er við hvert eitt spor. Það atvikaðist svo að við lítið orð eitt sá móðir mín um húsverk á æskuheimili Guðmundar um skamman tíma. Það var líkt Guð- mundi að svo virtist sem það liði aldrei úr minni og óbeðinn var hann kominn á vettvang til að leysa úr bráðasta vanda. Var svo um alla tíð. – Svo var Guð- mundi farið sem flestum ef ekki öll- um systkinum hans að listir voru honum í blóð bornar. En Guðmundur var um flest dulur maður og fór þetta því hljótt. Þeim mun meira gaman gerðu menn sér í önn hversdagsins að fara með vísur og kom fyrir að sá bruna- kveðskapur rynni mönnum allur í erg en allt var það þó klárt og kvitt af groddafyndni ruddans og hundakæti hundingjans. – Guðmundur var ein- stakur í allri viðkynningu og aldrei man ég eftir því að hann skipti skapi þann tíma er við unnum saman. Hitt er jafnvíst að ef vinnutækið okkar góða stæði fyrir framan hið Gullna hlið og þeir feðgar ekki full- búnir að veita þreyttum ferðalangi inngöngu að þeim yrði tafarlaust boðið að stíga á stellið og steypast sjálfir ofan í ókræsilegt gímaldið og ekki annað en mátulegt að slíkir fengju rennireið inn fyrir bæinn og dustaðir rækilega upp úr Berjadals- ánni! Við leiðarlok þakka ég fyrir ljúf- mennsku, tryggð og samhygð en um- fram allt að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga kynni af jafn góð- um dreng og Guðmundur Hafliðason í raun og sann var. Eiginkonu, ættingjum, venzlafólki og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guðni Björgólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.