Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650k r. ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA 650k r. Geggjuð gamanmynd Frá leikstjóra Full Monty -Empire ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Rocker kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára Make it happen kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X - Files kl. 5:40 - 8 B.i. 16 ára The Strangers kl. 10:20 B.i. 16 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Grísirnir þrír kl. 6 LEYFÐ 650kr. -Kvikmyndir.is - Mannlíf 650k r. 650kr. 650k r. 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞEIR ERU KANNSKI FULLORÐNIR, EN HAFA SAMT EKKERT ÞROSKAST. FRÁ SNILLINGUNUM SEM FÆRÐU OKKUR TALLADEGA NIGHTS SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Langstærsta mynd ársins 2008 - 96.000 manns. eeee - Ó.H.T, Rás 2 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga SÝND HÁSKÓLABÍÓI Step Brothers kl 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Sveitabrúðkaup kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Skrapp út kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 6 LEYFÐ Step Brothers kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Tropic Thunder kl.8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 6 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 6 LEYFÐ 6 SÝ OG SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -S.V., MBL -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Seabear er rekin af Sindra Má Sigfússyni en hún vakti verðskuldaða athygli fyrir breiðskífu sína The Ghost That Carried Us Away sem út kom í fyrra. Seabear gefur út hjá hinu virta berlínska útgáfufyrirtæki Morr Music og er komin með ágætis bakland í Evrópu, eins og fyrirhug- aður túr ber með sér. Ferðalagið hefst í Brighton nú á mánudaginn og liðast svo í gegnum Evrópu næsta mánuðinn svo gott sem stanslaust. „Þetta er eins og hjá hörðustu harðkjarnasveitum,“ segir Sindri og hrýs nánast hugur. „Auk tón- leikanna verður eitthvað um útvarp líka þannig að þetta er alla daga – allan daginn. Það er eins gott að undirbúa sig vel andlega undir þetta. Mér fannst nóg um þegar við fórum í þriggja vikna túr með múm. Ég var orðinn mjög viðkvæmur ein- hvern veginn undir rest og röddin var farin að bresta.“ Sindri segir að ein af ástæðunum fyrir þessari þéttu törn sé einfald- lega fjárhagsleg, þannig séu meiri líkur á því að þau komi a.m.k. út á núlli. Dómadagsraus í bransanum Sindri og félagar hafa þá verið að vinna að nýrri plötu síðan í janúar. Áætlað er að hún komi út hjá Morr á næsta ári og mögulega þá í sam- starfi við íslensku útgáfuna kimi re- cords. Í nóvember kemur svo út á vegum Morr og kima sólóplata Sindra, undir listamannsheitinu Sin Fang Bous. „Hún kemur fyrst út sem niðurhal og vínylplata en ekki á geisladisk fyrr en mun síðar. Upprunalega langaði mig bara til að gefa hana út stafrænt til að losna við þessar tafir sem fylgja bransanum. Það er standard að það sé sex mánaða ferli frá því að platan er klár og fram að því að hún komi loks út. Þá er maður orðinn hundleiður á efninu og farinn að hugsa um eitthvað nýtt. Annars er mikil dómsdagsstemning í út- gáfubransanum úti, allir að fara á hausinn og ekkert selst.“ Kjötborg Það er greinilega nóg við að vera hjá Sindra og hann byrjaði t.d. að setja saman sólóefni til að hafa eitt- hvað að gera á milli upptökutarna með Seabear. „Það er ekki alltaf hægt að koma öllum saman á sama tíma en ég er hins vegar alltaf í hljóðverinu og varð eðlilega að finna mér eitthvað að gera.“ Auk þessara starfa gerði Sindri tónlist við heimildarmyndina Kjöt- borg og svo „eitthvert auglýs- ingadrasl“, sem hann viðurkennir þó að borgi nú mest. Hann segir að lok- um að næsta Seabear-plata verði þyngri en sú síðasta. „Það verða einhverjir kántrí- poppslagarar þarna inn á milli en annars er hún flóknari og ég myndi segja tormeltari. Maður verður smám saman leiður á einfaldleik- anum og þarf að storka sér. Þetta er þá meira samstarf hljómsveitar en áður. Svo eru það blessaðir textarn- ir sem maður þarf að setja saman – ég myndi klára fimm plötur á ári ef þeir væru ekki að þvælast fyrir mér.“ Ekki er kalt í Seabearíu  Sindri „Seabear“ er með fjölda platna í vinnslu  Þrjátíu daga túr um Evrópu hefst eftir helgi Morgunblaðið/Valdís Thor Sindri Seabear „Maður verður smám saman leiður á einfaldleikanum.“ Sjá nánari dagsetningar á túrnum og hljóðdæmi á myspace.com/ seabear LAG Bjarkar, „All is Full of Love“, er fært í undurfagran bún- ing á plötunni Bitone sem gefin er út til styrktar Bitone-barnaheim- ilinu í þorpinu Lugoba í Úganda. Platan var tekin upp með einum hljóðnema og fartölvu á barna- heimilinu. Á barnaheimilinu dvelja börn sem lent hafa í hörmungum á borð við að missa foreldra sína eða heimili. Á Myspace-síðu Bitone, www.myspace.com/bitonetroupe, er hægt að hlýða á lögin á plötunni og kaupa þau í gegnum vef- verslunina Nim- bit, en hvert lag kostar 99 banda- rísk sent. Auk þess má skoða myndir af börnunum syngjandi og dansandi, og myndir frá upptökum á plötunni. Slóðin á vefsíðu barnaheimilisins er www.bitonechildren.org/ og má þar finna allar upplýsingar um starfsemina. Tækjafæð „Hljóðverið“ á barnaheimilinu, hljóðnemi og fartölva. Börn í Úganda flytja lag Bjarkar POPPDROTTNINGIN Madonna kom heldur betur á óvart á tónleikum í Róm í fyrradag þegar hún tileinkaði páfanum lagið „Like a Virgin“, eða „Líkt og jómfrú“. Páfagarður sakaði Madonnu eitt sinn um að setja á svið einhverja djöfullegustu tónleika allra tíma og má því segja að hún hafi svarað fyrir sig. „Ég tileinka þetta lag páfanum því ég er Guðs barn. Þið eruð líka börn Guðs,“ sagði hin nýfimmtuga poppdíva. Um 60.000 manns sóttu tónleikana. Ítölsk dagblöð fóru jákvæðum orðum um frammistöðu Madonnu og sögðu þessa gjöf til páfans óvænta ögrun. Lag fyrir páfann Madonna Óhrædd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.