Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 15 MENNING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞEGAR farið er um hlið vestan við kirkjuna á Þingeyrum, inn á malarveg milli Hópsins og Húna- vatns sem stangveiðimenn nota einkum, finna gestir fjölbreytileg listaverk á sandinum og í móan- um. Eru verkin unnin á staðnum og gjarnan notaður forgengilegur efniviður sem þar er að finna. Í mosa má sjá myndir hvítra hrafna, grjótvarða minnir á dagsverk fyrri tíma og vébönd, í japönskum anda, eru bundin um steina. Eru þetta verk sex þýskra listakvenna og eins íslensks listamanns, sem hef- ur verið búsettur í Þýskalandi í tvo áratugi. Að sögn Jóns Thors Gíslasonar vann hópurinn á svokölluðu nátt- úrlistaþingi á Þingeyrum í Húna- þingi í tvær vikur og eru þessi verk, og fleiri, afrakstur þeirrar vinnu. Þingið kölluðu þau Líkt og vængjablak, rétt eins og þegar listafólkið safnaðist síðast saman á Þingeyrum, en það var fyrir tíu árum, þá eins og nú í boði Ingi- mundar Sigfússonar, fyrrverandi sendiherra í Þýskalandi. Í fyrra skiptið voru þrír aðrir íslenskir listamenn með í hópnum, en nú komu þátttakendurnir allir frá Þýskalandi, frá Köln og nágrenni, utan ein sem er búsett í Tókýó. „Okkur langaði að endurtaka leikinn, tíu árum síðar, og þetta var afar ánægjulegur og gefandi tími,“ segir Jón Thor. „Síðast unnum við á stærra svæði en nú eru verkin þéttari og þægilegra fyrir gesti að skoða af- raksturinn; það tekur um klukku- stund. Verkin eru vel merkt. Öll- um er velkomið að skoða.“ Landið opið og glæsilegt Jón Thor segir algengt á meg- inlandi Evrópu að hópar lista- manna vinni saman á þennan hátt og eigi um leið í skapandi um- ræðum um listina. Þau leituðu að verkunum sem þau unnu fyrir ára- tug við Þingeyrar en fundu ein- ungis tvö í nokkuð góðu ásigkomu- lagi. Hin höfðu tíminn og náttúran fjarlægt. Þýsku listakonurnar segja afar mismunandi hvernig hvert og eitt þeirra nálgaðist verkefnið, þær létu staðinn hafa áhrif á sig og smám saman tóku hugmyndir á sig mynd. Jón Thor var einn um að koma með fyrirfram skapaða hugmynd á staðinn, einskonar „svartan kassa“ eins og er í flug- vélum, nema þessi skráir tímann í náttúrunni. „Tíu ár eru langur tími. Ég var búin að gleyma hvað landið er op- ið á Þingeyrum og útsýnið glæsi- legt,“ segir Ulrike Oeter. Hinar taka undir það og segja að norræn sköpunarsaga, sögur af landnámi landsins og margt fleira, eins og gróðureyðing og gamlar heyrúllur, hafi haft áhrif á verkin sem þær sköpuðu. „Við sköpuðum fleiri verk sem voru eins og uppákomur og gjörn- ingar,“ segja þær. Ljósmyndir bera vitni um ljóðræna sápukrossa sem leystust upp í vatni og plastjakka að klæðast í vindi. Listamennirnir dásama að vinna í náttúrunni á þennan hátt og segja það afar gefandi. „Þetta er óvenjuleg og óvægin náttúra, und- ursamleg í raun,“ segir ein þeirra. „Verkin eins og vefast inn í hana, á náttúrulegan og eðlilegan hátt, og eru upp á miskunn náttúruafl- anna komin.“ Þau segjast þegar hlakka til næsta náttúruþings á Þingeyrum – og þess að sjá hver verkanna hafi þá staðist tímans tönn. Undursamleg og óvægin náttúran Þingmenn Þátttakendur á náttúrulistaþinginu á Þingeyrum: Alexa Daerr, Viola Kramer, Margret Schopka, Ulrike Oeter, Maria Schatzmuller, Maria Uhlig og Jón Thor Gíslason. Þingeyrakirkja sést í bakgrunni. Landgangur Ulrike Oeter hafði í verkinu Landgöngu landnám Íslands í huga og gerði einskonar landgang nærri Hópinu.  Hópur þýskra listamanna og einn íslenskur unnu á tveggja vikna náttúruþingi á Þingeyrum  Afraksturinn er tugur margbreytilegra útilistaverka á svæði vestan við Þingeyrarkirkju Í HNOTSKURN » Listamennirnir sem unnuútilistaverk á náttúrulista- þinginu Líkt og vængjablak á Þingeyrum eru Viola Kramer, Margret Scopka, Ulrike Oeter, Maria Schätzmüller-Lukas, Alexa Daerr, Maria Uhlig og Jón Thor Gíslason. » Verkin gefur að líta ásvæði vestan við Þingeyra- kirkju í Húnaþingi. » Listamennirnir unnueinnig á náttúrulistaþingi á Þingeyrum fyrir tíu árum. » Forgengileiki og efnifundin á staðnum ein- kenna verkin, en listamenirnir vinna alla jafna í ýmsa miðla. Varða Maria Schätzmüller lagði á sig drjúga vinnu við verkið Dagsverk og hafði erfiðis- menn fyrri tíma í huga. Skráning Jón Thor Gíslason steypti ramma og notar gler í verk sem er einskonar „svart- ur kassi“ til skráningar á náttúruöflunum. Hrafnar Í verki Margret Schopka, Krumma- vísur II, er eins og hvítir mosaskuggar hrafna svífi í móanum. BJÖRG Þórhallsdóttir opnaði um helgina myndlistarsýn- inguna „Komin heim“ í listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Í til- kynningu segir að Björg sé söluhæsta grafíklistakona Noregs og sé nú að opna sína fyrstu sýningu á Íslandi. Á sýningunni vefji hún ís- lenskan uppruna sinn örmum. Björg hefur haldið meira en 40 einkasýningar um allan heim en auk grafíklistar hefur hún myndskreytt fjöl- margar bækur og hún vinnur einnig að því að opna og reka listaskóla í Gambíu árið 2010. Sýningin stendur 1. október. Myndlist Björg sýnir í fyrsta sinn á Íslandi Listhús Ófeigs við Skólavörðustíg. FÉS og fígúrur – kynjamyndir í íslenskri náttúru, er yfirskrift sýningar á ljósmyndum Ellerts Grétarssonar sem nú stendur yf- ir í Fótógrafí við Skólavörðustíg. Á sýningunni eru yfir 20 myndir sem sýna hinar fjölbreyttustu kynjamyndir sem orðið hafa á vegi ljósmyndarans í gönguferð- um hans í íslenskri náttúru, „alls kyns kynjaverur, tröll, skessur og þursar, kynngimagnaðar for- ynjur og margvísleg furðufés“, eins og segir í til- kynningu. Ellert starfar sem ljósmyndari og blaða- maður hjá Víkurfréttum á Suðurnesjum og á að baki fjölda einka- og samsýninga. Ljósmyndun Tröll, skessur og þursar náttúrunnar Ljósmynd eftir Ellert Grétarsson. GUÐJÓN Erlendsson arkitekt heldur fyrirlestur um borg- arhönnun í Listaháskóla Ís- lands á morgun. Guðjón er með bakgrunn í borgarfræðum og starfar í London. Guðjón stofn- aði Nekton Design ásamt Jeff- rey Turko árið 1999, rannsókn- arstúdíó í hönnun sem síðan hefur þróast út í verkefnavinnu í arkitektúr og borgarhönnun. Hann hefur kennt borgar- og kerfisfræði við Háskólann í Lundi en er staddur hér á landi til að halda námskeið í borgarhönnun innan LHÍ. Fyrirlesturinn verður í stofu 113, Skipholti 1, og hefst kl. 12. Hönnun Fyrirlestur um borgarhönnun Húsnæði LHÍ, Skipholti 1. BLÚSGÍTARLEIKARINN Pete Allen lést í síðustu viku. Allen var í hópi bestu og eftirsóttu gítarleik- ara blúsborgarinnar Chicago. Pete Allen var þekktur fyrir sam- starf sitt við Magic Slim & the Tear- drops, sem voru gestir á Blúshátíð í Reykjavík í vor, og með söngkon- unni Zoru Young, sem hefur tvisvar sungið á Blúshátíð í Reykjavík. Hann spilaði líka með Artie „Blues Boy“ White, Buddy Guy, Lurrie Bell og Piano C. Red og fleirum. Halldór Bragason blúsgítarleik- ari spilaði með Pete Allen á Blúshá- tíðinni í Chicago 2006, en Dóri Braga var þar í boði Zoru Young. Pete Allen látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.