Morgunblaðið - 08.09.2008, Page 30

Morgunblaðið - 08.09.2008, Page 30
30 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er mánudagur 8. september- , 252. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Því að augu Drottins eru yfir hinum réttlátu og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En auglit Drottins er gegn þeim, sem illt gjöra. (1Pt. 3, 12.) Fari svo að olíuvinnsla hefjist áDrekasvæðinu norðaustur af Ís- landi mun hún skapa umtalsverð tækifæri fyrir íslenskan iðnað. Handtökin eru ófá sem rekstur olíuborpalla útheimtir og er ýmis þjónusta sem hann kallar á, svo sem öruggar þyrlusamgöngur, mann- aflsfrek á mælikvarða byggðarlag- anna á Austurlandi, sem sökum ná- lægðar við Drekasvæðið munu njóta góðs af olíuvinnslu þar. Olíuvinnsla á hafi úti er tæknilega flókið viðfangsefni, einkum og sér í lagi þegar dýpið er jafn mikið og á svæðinu sem hér um ræðir. Meðaldýpið þar er þannig um 1.500 metrar, eða sem svarar samanlagðri hæð Esjunnar og hátt í átta Hall- grímskirkjuturna, og því dýrt og erf- itt að koma fyrir nauðsynlegum inn- viðum fyrir vinnsluna. x x x Talið er að allt að 20 milljarðatunna af olíu sé að finna á Jan Mayen-hryggnum og kæmi þar af helmingur í skaut Íslendinga í gegn- um Drekasvæðið. Verðmæti þessa magns er um 96-föld verg landsfram- leiðsla á Íslandi árið 2007, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Jafnvel þótt aðeins tækist að vinna brot af þessu magni yrði í fyrsta sinn til stóriðnaður í kringum vinnslu jarð- efnaeldsneytis á Íslandi, enda ekki kolafjöllunum fyrir að fara. x x x Olíuvinnsla í íslenskri lögsögumun, ef bjartsýnustu spár ræt- ast, hefjast upp úr 2020, um hálfri öld eftir fyrri olíukreppuna og jafnvel þótt gætt sé hófs í mati á þeim olíu- birgðum sem eftir eru í jörðu hníga öll rök að því að verðið á olíu verði hátt þegar vinnsla kann að hefjast á Drekasvæðinu á Jan Mayen. Hvort talið verður réttlætanlegt að brenna olíuna, þverrandi auðlind, í stað þess að nýta hana með öðrum hætti á eftir að koma í ljós. Óhefð- bundnir nýtingarmöguleikar gætu vel gagnast íslenskum iðnaði. víkver- ji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fantaleg, 8 hæð, 9 dugnaður, 10 riss, 11 regnýra, 13 hinn, 15 heilnæms, 18 karldýrs, 21 stök, 22 þakhæð, 23 algerlega, 24 sorglegt. Lóðrétt | 2 vægðarlaus, 3 valdbjóði, 4 furða, 5 slægjulöndin, 6 kássa, 7 orgar, 12 launung, 14 lík, 15 skott, 16 hefja, 17 þolnu, 18 barefli, 19 út- gerð, 20 fokka. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 höfug, 4 hismi, 7 leiði, 8 fengs, 9 lás, 11 Tass, 13 þang, 14 kráka, 15 strý, 17 krás, 20 ótó, 22 pukur, 23 totta, 24 rímur, 25 útrás. Lóðrétt: 1 helst, 2 fliss, 3 geil, 4 hofs, 5 sanna, 6 ilsig, 10 ásátt, 12 ský, 13 þak, 15 sýpur, 16 ríkum, 18 ritar, 19 stans, 20 órór, 21 ótrú. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O–O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O–O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Rd7 12. dxc5 dxc5 13. b3 Bb7 14. Rbd2 Dc7 15. Rf1 Had8 16. De2 c4 17. Re3 Rf6 18. b4 Rc6 19. Rd5 Dd6 20. Rxe7+ Dxe7 21. Be3 Hfe8 22. a4 h6 23. Hed1 Rh5 24. g3 Rf6 25. Hxd8 Hxd8 26. Hd1 De6 27. Kg2 Hxd1 28. Dxd1 Re7 29. axb5 axb5 30. Dd8+ Kh7 31. Bc5 Rg6 32. Rd2 Bc8 33. h4 Rh5 34. Rf1 Staðan kom upp á hraðskákmóti sem haldið var fyrir skömmu í Moskvu í Rússlandi til minningar um skáksnill- inginn og heimsmeistarann fyrrver- andi, Mikhail Tal. Azerinn Shakhriyar Mamedyarov (2742) hafði svart gegn Sergey Karjakin (2727) frá Úkraínu. 34… Rgf4+! 35. gxf4 Dh3+ 36. Kg1 Rxf4 og hvítur gafst upp enda óverj- andi mát. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Spunakarl. Norður ♠D8 ♥K5 ♦KG92 ♣ÁDG72 Vestur Austur ♠643 ♠K7 ♥G10743 ♥ÁD82 ♦3 ♦D10754 ♣8653 ♣109 Suður ♠ÁG10952 ♥96 ♦Á86 ♣K4 Suður spilar 4♠. „Kenwood-kúpp“ austurs í þætti fimmtudagsins vakti frjóar hugsanir hjá einum af lesendum blaðsins, sem ástæða er til að koma á framfæri. Rifjum fyrst upp: Vestur kom út með ♦3, sagnhafi lét smátt úr borði og austur fór upp með tíguldrottningu. Það sannfærði sagnhafa um að út- spilið væri frá lengd, svo hann tók ♠Á og spilaði meiri spaða. Austur átti slaginn á ♠K, gaf makker sínum tíg- ulstungu og fékk síðan tvo slagi á hjarta. Þá er það endurbótin: „Segjum að sagnhafi reyni tígulgosa í fyrsta slag,“ sagði spunakarlinn. „Þá breytir aust- ur atburðarásinni með því að fylgja í slaginn með tíunni.“ Þetta er rétt. Frá sjónarhóli sagnhafa er tían tært einspil og hann mun spila ♠Á og spaða af enn meiri sannfæringu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fólk vill eiga samskipti við þið og þú færð mjög spennandi boð – sér- staklega frá Vog. Segðu já, og þú upplifir stórkostlegar samræður og mikið stuð. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þótt lítið nýtt sé að gerast í dag, eru hugsanir þínar öðruvísi. Hugur þinn er að hrekkja þig. Þú sérð gaman og átök í þessum alvanalega degi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Einhverjum sem þú áleist ekki keppinaut þinn tekst frábærlega upp. Það virkar hvetjandi á þig. Þú sérð að þú get- ur gert miklu meira en þú hélst. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft á vini að halda, en ekki hvaða vini sem er. Þú þarft á hjálpsamri manneskju að halda. Kannski er það barnapía eða sérfræðingur. Sá rétti kem- ur í kvöld. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er hægt að styrkja sambönd með því að láta sér koma vel saman – en líka með því að takast á um hlutina. Hvað angrar þig? Lausnin er innan seilingar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú veist ekki hvernig þú átt að snúa þér í vinnunni og félagslífinu. Furðu- legt fólk hagar sér venjulega og venjulegt fólk hagar sér furðulega. Málið er að allir eru skrýtnir á einhvern hátt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Stundum ákveður þú að leiða ekki hópinn því þú nennir ekki að hafa fólk elt- andi þig að spyrja hvað það eigi að gera. Hugsaðu bara um sjálfan þig núna. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú sérð hvernig þú getur auð- veldlega öðlast meiri áhrif í vissum að- stæðum. Allt sem þú þarft að gera er að framleiða nógu mikið og vel. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert á fullu spani að uppfylla markmið innan viss tímaramma. Þú vilt hraða á öllum ferlum. Ekki vera of ýktur í þessu, þú gætir gert alvarleg mistök. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert áhrifagjarnari en vana- lega. Skoðanir, duttlungar og áform ann- arra dreifa huga þínum. Það gæti verið til góðs fyrir þig að breyta um stefnu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Verkefni í vinnuni hallast hættulega mikið í öfuga átt. En það má fá skapandi hugmyndir af aðstæðum. Samt viltu endilega koma öllu á rétta braut. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert með innri skynjara sem seg- ir að aðalstuðið verði, þú fylgir því ekki alltaf. Í dag áttu skilið að hlæja. Fólk verður gott við þig að ástæðulausu í kvöld. Stjörnuspá Holiday Mathis 8. september 1779 Bjarni Pálsson lést, 60 ára. Hann var landlæknir frá 1760 til æviloka, sá fyrsti hér á landi. Bjarni er einnig þekkt- ur fyrir rannsóknaferðir sín- ar í samvinnu við Eggert Ólafsson. 8. september 1931 Lög um notkun bifreiða voru staðfest. Hámarkshraði í þétt- býli var aukinn úr 18 kíló- metrum á klukkustund í 25 kílómetra og annars staðar úr 40 kílómetrum í 45 kílómetra. Í dimmu mátti hraðinn þó aldrei vera meiri en 30 kíló- metrar á klukkustund. 8. september 1975 Dagblaðið, „frjálst, óháð dag- blað“, kom út í fyrsta sinn. Dagblaðið og Vísir voru sam- einuð í DV sex árum síðar. 8. september 1989 Tveir fatlaðir menn komu til Reykjavíkur eftir fimm daga ferð frá Akureyri á hjólastól- um til að kynna málstað Sjálfsbjargar og til að safna fé svo hægt væri að ljúka við Sjálfsbjargarhúsið. Með- alhraðinn var sex kílómetrar á klukkustund. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Í dag fagnar Ólína Þorvarðardóttir þeim merka áfanga að vera orðin fimmtug. Efndi hún um helgina til veislu á Hótel Núpi í Dýrafirði, en þang- að mættu um 250 gestir, þar af um 100 frá Reykja- vík. „Enda ærið tilefni, við hjónin erum bæði fimmtug á árinu og eigum silfurbrúðkaup,“ út- skýrir afmælisbarnið. Aðspurð hvort hefðir hafi myndast í kringum afmælisdaginn segir Ólína að þetta sé í fyrsta skipti sem hún heldur upp á afmælið með mikilli viðhöfn. Yfirleitt eigi hún rólega afmælisdaga þar sem kaka sé bökuð og börnin syngi fyrir hana. „Það var ljóð eftir systur mína sem fylgdi gjöf frá henni,“ segir Ól- ína þegar blaðamaður spyr um hvaða afmælisgjöf hafi staðið upp úr í þetta skipti. „Það spruttu út á mér tárin við það,“ bætir hún við, en segir annars að mesta gjöfin hafi verið fólgin í því hversu margir lögðu á sig ferðalagið til hennar í tilefni afmælisins. Eftir að hafa þurft að leggja hestamennskuna á hilluna fyrir tveim- ur árum sneri Ólína sér að leitarþjálfun hunda. Þar fyrir utan spilar hún blak, syngur í tveimur kórum og dansar. Þá bloggar Ólína af mik- illi elju á síðunni olinathorv.blog.is. „Það er alveg nýr miðill þar sem maður á samskipti við fjöldann allan af fólki sem maður myndi ekkert þekkja nema á blogginu,“ útskýrir afmælisbarnið, sem telur bloggið nýjan félagsskap og áhugamál. andresth@mbl.is Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur fimmtug Fékk frumsamið ljóð að gjöf ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is 80 ÁRA af- mæli. Áttræður er í dag Sigurjón Jóhannsson frá Siglufirði. Sig- urjón var stýri- maður og skip- stjóri í hálfa öld og stundar hann enn veiðar af kappi. Ef gæsin lætur sjá sig í byggð mun hann verða á gæsaveið- um í Skagafirði á afmælisdaginn. Afi á Sigló fær bestu afmæl- iskveðjur frá öllum sínum afkom- endum sem kalla sig Sigló Group. 80 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.