Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 31 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AH! RÓLEGT KVÖLD HEIMA VOFF! VOFF! VOFF! MJÁ! FFFT! FFFT! AH! RÓLEGT KVÖLD HJÁ RUSLATUNNUNNI KOMIÐ OG SJÁIÐ! FRÍÐA FÉKK KÖTT! Æ, NEI! ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞETTA SÉ AÐ GERAST ÞETTA ER HRÆÐILEGT FYRIR MÉR ERU KETTIR ILLGRESI Í GARÐI LÍFSINS HVAÐ GERÐUÐ ÞIÐ NÚNA? ÞÚ ÆTTIR AÐ FELA ÞIG, KALVIN! MAMMA ÞÍN ER ALVEG BRJÁLUÐ! KALVIN! HÚN ER AÐKOMA! FLJÓTIR, KOMIÐ YKKUR UNDIR KASSANN! ÞARNA ERTU! HVAÐ HEFUR ÞÚ AÐ SEGJA ÞÉR TIL MÁLSBÓTA? HVAÐA AFSÖKUN ER ÞAÐ NÚNA? BIDDU UM MEIRI VASA- PENING JÁ, MIKLU MEIRI ER Í LAGI AÐ ÉG SVARI ÞÉR SEINNA? NEI! EDDI, ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA LEIÐUR... KANNASTU EKKI VIÐ MÁLTÆKIÐ, „HLÆÐU OG HEIMURINN HLÆR MEÐ ÞÉR. GRÁTTU OG ÞÚ GRÆTUR EINN“? ÞÚ ÆTTIR AÐ HLÆJA AÐEINS FYRIR MIG ALLT Í LAGI HA HA HA HA MIG VANTAR AÐ SENDA BRÉF TIL KORINÞÍU- MANNANNA HÆ, ADDA! HVAÐ GERÐIST? ÉG SOFNAÐI Á MEÐAN ÉG VAR AÐ ELDA MATINN FYRIR PÁSKANA MIG DREYMDI AÐ ÉG VÆRI ÞRÆLL Í EGYPTALANDI OG ÞÚ VARST ÞAR LÍKA... OG KRAKKARNIR LÍKA... MIKIÐ ER GOTT AÐ VERA KOMIN HEIM SÁSTU EINHVERJA VÆNGJAÐA APA? ÉG ER EKKI KONA KÓNGULÓAR- MANNSINS! EKKI LJÚGA AÐ MÉR! ÞÚ HEFUR EKKI GOTT AF ÞVÍ! SEGÐU MÉR HVER HANN ER Í RAUN OG VERU ANNARS... ÉG GET ÞAÐ EKKI! HANN SAGÐI MÉR ALDREI HVER HANN ER! Velvakandi MELGRESI er stórgert, hávaxið gras sem vex á strandsvæðum eins og á Álftanesinu þar sem þessi mynd er tekin. Það er mikið notað við upp- græðslu því það getur vaxið í þurrum fjörusandi og sandorpnum hraunum. Morgunblaðið/G.Rúnar Bjargvætturinn í grasinu Enn um evruna ÉG var á Spáni í tvær vikur nýlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem þangað eftir upptöku evrunnar og það kom mér verulega á óvart að vöruverð í mat- vörumörkuðum var orðið hærra þar en í sumum lágverðsversl- unum hér. Þetta á líka við um veitingastaði á Spáni, sem voru með matseðil með verði sem er hærra en á Íslandi. Ýmislegt annað var orðið mun hærra í verði en hér, til dæmis leigubílar, fatnaður og rútuferðir. Við Íslendingar erum búnir að berjast fyrir því í 40 ár að vöruverð verði lægra hér en í Evr- ópulöndunum. Nú virðist það hafa tekist, því mjög mörg Evrópulönd sem hafa tekið upp evruna eru nú með hærra matvöruverð en hér og eru nú líka með ýmislegt annað mun dýrara en hér. Þeir sögðu mér Spán- verjarnir sem unnu á hótelinu sem ég var á að þetta væru afleiðingar upptöku evrunnar og Spánverjar og Þjóðverjar eru alvarlega að hugsa um þann möguleika að taka upp gömlu myntina eins og pesetann. Já, ég verð að segja að mér brá mikið við að sjá þetta í raun en hafði reyndar heyrt um þetta. Ég spyr því: Ætla Íslendingar, sem nú eru loks komnir með lægra vöruverð en víðast í Evrópu, að fara að berjast fyrir upp- töku evrunnar hér á Ís- landi með þeim afleið- ingum að vöruverð hér verði aftur orðið hærra en er víða í Evrópu? Ég skil þá ekki tilgang- inn með því að berjast endalaust fyrir lægra vöruverði en í Evrópu. Ég skora á Íslendinga sem fara til Spánar að kynna sér þetta ræki- lega. Ef þeir gera það, þá er ég viss um að þeir hverfa allir frá hugleiðingum um upptöku evrunnar. Íslendingar eru skynsamt fólk og ég treysti þeim til að sjá þetta strax. Að lokum verð ég að þakka handboltalandsliðinu fyrir frábæra skemmtun á Ólympíu- leikunum. Þvílík gleði að vera stadd- ur á Spáni og sjá Íslendinga taka Spánverja í nefið. Undrunar- og fýlusvipur Spánverjanna sem horfðu á leikinn með mér var einstakur, þá varð ég mjög stoltur Íslendingur, innilegar þakkir stórustu Íslend- ingar. Krónuunnandi.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15, handavinnustofa kl. 12.30, smíðastofa/ útskurður kl. 9, söngstund kl. 10.30, fé- lagsvist kl. 13.30 og myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbbur kl. 13.30. Almenn handavinna, leikfimi, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, mat- ur, bútasaumur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16 og myndlistarnámskeið kl. 9-12, leiðb. Hafdís Benediktsdóttir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára er opin kl. 10-11.30, s. 554- 1226. www.febk.is Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í Skaftholtsrétt - Gnúpverjahreppi föstudaginn 12. sept. Brottför frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára 8.15. Ekið um Skeiðin. Takið smánesti með. Boðið upp á mat í Félagsheimilinu Árnesi eftir réttirnar. Skráning og uppl. í félagsheimilunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár með ívafi í sal á skrifstofu kl. 13.30. Opið hús 19. sept. þar sem fé- lagsstarfið verður kynnt. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-16. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, bossía kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, matur, lomber kl. 13 og canasta kl. 13.15. Á morgun, þriðjud. kl. 20, mun Vilhjálmur Árnason prófessor halda fræðsluerindi sem hann kallar „Reisn mannsins“. Veit- ingar að hætti Glóðar. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínshópur og ganga kl. 9, matur, brids og handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi 1 kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, gönguhópur kl. 11. Miðar í Þórsmerkurferð 17. sept. seldir í Jóns- húsi kl. 10-16, verð 5.000 kr., ekki er tekið við greiðslukortum. Uppselt er á leikrítið Fló á skinni. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Pútt við Hlaðhamra á mán. og föstud. kl. 14. Áhöld lánuð, ekkert þátttökugjald. Félagsstarf Gerðubergs | Leikfimi (frítt) í ÍR heimilinu v/Skógarsel kl. 8.15, á eftir er kaffi og spjall. Vinnustofur opn- ar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og fjöl- breytt handavinna. Vatnsleikfimi í Breið- holtslaug kl. 9.50. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing kl. 16. S. 575-7720. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9, Sig- urlaug. Opin vinnustofa kl. 9-16, ým- islegt hjá Sigrúnu. Spilað kl. 13. Hæðargarður 31 | Opið kl. 9-16 virka daga. Hægt að skrá sig í námskeið. Leið- beiningar á tölvu, skylmingar, smörre- brödsnámskeið, skapandi skrif, þegar amma var ung... og afi líka, hláturhópur, orkering, veðurhópur og einkaþjálfun í World Class Laugum. Sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi og spjall kl. 9, sögustund, spjall og léttar æfingar kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, kaffiveit- ingar, söng- og samverustund í íþrótta- sal kl. 15. Hárgreiðslustofa s. 552-2488, fótaaðgerðastofa s. 552.7522. Laugardalshópurinn Blik, eldri borg- arar | Leikfimi fyrir eldri borgara í Laug- arbóli Íþróttahúsi Ármanns/Þróttar á mán., þriðjud. kl. 12 og fimmtud. kl. 11. Norðurbrún 1 | Handavinna hjá Halldóru 9-16. Hárgreiðslust. Erlu s. 588-1288, fótaaðgerðarst. Betu s. 568-3838. Mat- ur, panta þarf fyrir kl. 9.30 samdægurs. Skrifstofan opin frá 9-16, s. 411-2760. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja fyrir hádegi, postulínsmálun kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, boccia kl. 10, fram- h.saga kl. 12.30, handavinnustofa opin frá kl. 13, spilað kl. 13, stóladans kl. 13.15. Hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar. Skráning stendur yfir á námskeið. Uppl. í síma 411-9450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.