Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 260. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er LISTIR TJÁ SIG UM DAGVAKT OG SVARTA ENGLA DAGLEGTLÍF Erum við öll hæf til að ala upp börn? Leikhúsin í landinu >> 37 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is JÓN Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og yfirmað- ur sérsveitar embættisins, hefur sagt sig úr Lögreglufélagi Reykja- víkur vegna ummæla Óskars Sig- urpálssonar, formanns Lögreglu- félagsins, í kvöldfréttum Sjónvarps á sunnudag. Óskar sagði þar að rík- islögreglustjóraembættið hefði að mörgu leyti verið tilraun sem hefði misheppnast. Að hans mati er of mikill „hrepparígur“ innan lögreglunnar sem alið sé á í fjölmiðlum. „Það er ekki ásættanlegt að for- maður [Lögreglu]félagsins skuli taka þátt í slíku með þessum hætti enda engin umræða farið fram um málið innan félagsins. Lögreglan á Íslandi þarf að vinna saman sem ein heild að því að sinna löggæslu og takast á við ný verkefni og nýjar ógnir. Tíma og kröftum á ekki að eyða í innbyrðis togstreitu og dæg- urþras,“ segir hann. Jón Bjart- marz hefur verið yfirmaður sér- sveitarinnar frá árinu 1987, leng- ur en nokkur annar yfirmaður í sögu sveitar- innar, sem er orðin 26 ára. „Það er mín sannfæring að það sé bara ein lög- regla á Íslandi og að allir lögreglu- menn séu í sama liðinu,“ segir Jón. Yfirmanni sérsveitarinnar blöskra ummæli formanns LR Hættur í Lögreglufélaginu Jón Bjartmarz ÞAÐ er ekki fyrir lofthrædda að vinna við stóra turninn, sem er að rísa við Höfðatún í Reykjavík. Verkamennirnir standa þarna við vinnu sína óhræddir að sjá og minna helst á frægt atriði úr kvikmyndinni Titanic. Betra að vera ekki lofthræddur Morgunblaðið/Kristinn Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KVIKMYNDIN Mamma Mia!, sem byggð er á samnefndum söngleik með lögum ABBA, er tekjuhæsta kvikmynd allra tíma í íslenskum kvikmynda- húsum, frá því SMÁÍS (Sam- tök myndrétthafa á Íslandi) hófu að taka saman tölur yfir miðasölu og aðsókn að kvik- myndum í íslenskum kvik- myndahúsum árið 1995. Tekjur af Mamma Mia! námu í gær tæplega 92.3 millj. kr. skv. úttekt SMÁ- ÍS, en fyrra tekjumet Mýrarinnar var 90,6 milljónir króna. Mamma Mia! hefur verið sýnd í 11 vikur hér á landi og samkvæmt nýj- ustu tölum hafa rúmlega 106 þúsund aðgöngumiðar verið seldir á hana. Sú kvikmynd sem mesta aðsókn hefur fengið á Íslandi til þessa er Með allt á hreinu, um 125.000 sáu hana á sínum tíma að sögn framleiðanda hennar, Jakobs Frímanns Magnússonar. | 38 Mamma Mia! tekjuhæst, sló met Mýrarinnar Eftir Andra Karl andri@mbl.is TILKYNNINGUM um innbrot á heimili og í bifreiðar hefur fjölgað á undanförnum mánuðum og mynstrið er að breytast. Í gegnum árin hefur venjan verið að innbrotum fækki á sumrin en fjölgi aftur á haustin, þeg- ar rökkva tekur á ný. Í ár varð hins vegar uppsveifla í júlí og ágúst. Í mörgum tilvikum eru vinnubrögðin keimlík: skipulögð og heimilin valin sérstaklega. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að yfir- leitt verði sérbýli fyrir valinu, enda- hús með auðveldri flóttaleið. Sjaldn- ar er farið inn í hús sem snúa að fjölfarinni götu en fremur göngustíg og gluggar og hurðir eru spennt upp. Og svo virðist sem öryggiskerfi ógni sjaldnast þjófum sem kunna sitt verk. Þeir vita að hverju þeir ganga. Hlutirnir geymdir á sama stað „Þeir vita nákvæmlega hvar hlut- irnir eru geymdir,“ segir Hákon Sig- urjónsson lögreglufulltrúi. „Konurn- ar geyma skartgripina á nákvæmlega sömu stöðum, nánast undantekningalaust. Tölvurnar eru alltaf í sérstöku herbergi og mynda- vélarnar á sama stað. Þeir fara inn, sækja flest verðmætin og fara út á mjög stuttum tíma. Oft á tveimur mínútum.“ Dæmi eru um það að menn komi hingað til lands til þess eins að brjót- ast inn í hús eða leggja stund á önnur afbrot. Þeir dveljast þá hér á landi í nokkurn tíma og fylgjast með húsum sem henta vel til innbrota. Önnur breyting sem orðið hefur á innbrotum í heimahús er, að sífellt oftar ráðast þjófarnir til inngöngu á morgnana. Skömmu eftir að heim- ilisfólk er farið til vinnu og í skóla. Ómar Smári segir aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir innbrot en húseigendur geti gert sitt til að gera innbrotsþjófum erfiðara um vik. Helst ætti fólk þá að horfa til frágangs við glugga og hurðir. Einn- ig er mikilvægt að vera vakandi fyrir sínu nánasta umhverfi. Nágrannar hafa oft reynst vel í því að upplýsa innbrot. Fullir kassar af þýfi Á skrifstofum fjármunabrota- deildar lögreglu höfuðborgarsvæðis- ins er aragrúi kassa sem innihalda þýfi sem gert hefur verið upptækt að undanförnu. Mikið af því var í póst- sendingum sem stöðvaðar voru. Það sem af er ári hafa á annað hundrað sendingar verið stöðvaðar.  Verslunarmenn | 4 Tvær mínútur að hreinsa út flest verðmæti Innbrotsþjófar sem kunna sitt fag hafa ekki áhyggjur af öryggiskerfum Í HNOTSKURN »Fjármunabrotadeild lög-reglu höfuðborgarsvæð- isins er tvískipt. Annars veg- ar eru aðallega til rannsókn- ar innbrot og rán og hins vegar aðallega fjársvika- og skjalabrot. »Álag á deildina hefuraukist gríðarlega á und- anförnum árum, ekki síst með tilkomu fleiri innflytj- enda.  „Við teljum að þetta sé mikil traustsyfirlýsing fyrir félagið,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, um kaup sjeiks Moham- meds Bin Khalifa Al-Thanis á 5% hlut í bankanum fyrir tæpa 26 millj- arða króna. Al-Thani er fjármálaráðherra Katar og bróðir emírsins af Katar. Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, er kunningi Al-Thanis, og hafa þeir meðal annars stundað saman veiðar í Afríku. Þá er aðal- eiginkona Al-Thanis góð vinkona Dorrit Moussaieff forsetafrúar. Var Dorrit í Katar fyrr á árinu, þar sem hún sat ráðstefnu. » 16 Fjármálaráðherra Katar veðjar á Kaupþing Al-Thani  Gott ástand er á makrílstofn- inum, sem er heldur að stækka, og norsk-íslenski síldarstofninn stendur vel. Er hrygningarstofn- inn um 12 millj. tonna. Kemur þetta fram í viðtali við Svein Sveinbjörns- son fiskifræðing, sem segir, að mjög hafi gengið á kolmunna- stofninn en ánægjulegt sé, að fund- ist hafi fjórum sinnum meira af loðnuseiðum en í fyrra. » 13 Makríll og síld standa vel og loðnan lofar líka góðu Makríllinn hefur verið mikil búbót.  Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esj- unni, sem Páll Bergþórsson veð- urfræðingur jafnar við hitamæli, sem sýni árferðið mjög vel, hvarf með öllu 18. þessa mánaðar. Er þetta áttunda árið í röð sem skaflinn hverfur síðsumars og hef- ur það ekki gerst áður í jafnlangan og samfelldan tíma. Páll segir, að nái skaflinn að þrauka samfellt í áratug, þá sé hitinn í Stykkishólmi 3,5 stig eða minni en hverfi hann alltaf í áratug, þá sé meðalhitinn fimm gráður eða meiri. Það sé því ekki ófyrirsynju, að honum sé líkt við hitamæli. » 8 Skaflinn í Gunnlaugs- skarði er horfinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.