Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 2
ÞEGAR slegið er í gegn í íslenskum jarðgöngum mun vera til siðs að brynna bergrisanum með koníakstári og það gerðu gangastrákarnir hjá Ístaki í Grjótárgöngum Hraunaveitu með til- þrifum í gær þegar síðasta haftið í göngunum rofnaði. Norðmenn innleiddu siðinn hérlendis fyrir nokkrum áratugum en það fylgir sögunni að gangagerðarmenn verði að gæta þess að halda alltaf eftir staupfylli handa sjálfum sér því bergbúar kunni ekki að meta það að sitja einir að eðalveigum á slíkum tímamótum heldur deila veigunum með þeim sem verkin hafa unnið. Ljósmynd/Sigurður H. Markússon Bergrisinn fékk að lokum koníakstárið sitt 2 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HLUTHAFAFUNDUR Stjórn FL Group hf. (Stoða) boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður þriðjudaginn 30. september 2008 kl. 8.30 á Hilton Nordica. Dagskrá: 1. Tillaga um að nafni félagsins verði breytt í Stoðir hf. Tillagan hefur í för með sér breytingar á 1. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að ráðstafa eigin hlutum og gefa út nýtt hlutafé til að fjármagna kaup á hlutum í Baugi Group hf. 3. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað að gefa út nýja hlutaflokka. Tillagan felur í sér að bætt verði við B og C flokki þannig að hlutafé félagsins skiptist í þrjá flokka: A, B og C. Flokkarnir munu njóta mismunandi réttinda í félaginu, einkum með þeim hætti að hlutum í B og C flokki fylgir ekki atkvæðisréttur, hlutir í C flokki munu njóta forgangsréttar til arðs en arður á C hluti verður takmarkaður. Tillagan felur í sér breytingar á II. kafla samþykkta félagsins nefndur„Um hlutaféð og meðferð hlutafjár“. 4. Tillaga um hækkun heimilda stjórnar til útgáfu nýs hlutafjár og að heimild til hækkunar hlutafjár taki til allra hlutaflokka í félaginu. Tillagan felur í sér breytingar á II. kafla samþykkta félagsins nefndur„Um hlutaféð og meðferð hlutafjár“. 5. Stjórnarkjör 6. Önnur mál. Reykjavík, 22. september 2008 Stjórn FL Group Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SKÁLAÐ var með koníaksstaupi fyrir merkum áfanga í sögu Kárahnjúkavirkjunar þegar slegið var í gegn í Grjótárgöngum í gær. Kristinn Eiríksson, fulltrúi Lands- virkjunar og verkefnisstjóri, fékk heiðurinn af því að sprengja síðasta haftið klukkan 17. Um er að ræða hluta Hraunaveituverkefnis. Með því að Grjótárgöng hafa opn- ast verður unnt að flytja vatn úr Grjótá og Kelduá yfir í kerfi Kárahnjúkavirkjunar. Mun þetta vera síðasta gangasprengingin í Kárahnjúkaverkefninu. Eftir gjaldþrot Arnarfells sem áður vann að verkefn- inu ákvað Landsvirkjun að bjóða verkið út á ný og tók Ís- tak við verkinu þann 28. maí sl. auk þess að ljúka þeim verkum sem var ólokið. Að sögn Reynis Viðarssonar, yf- irverkfræðings hjá Ístaki og staðarstjóra í Hraunaveitu, stefna menn á að ljúka störfum þetta árið í lok október. 330 manns vinna við verkið fyrir Ístak. „Við skáluðum inni í göngunum með einu koníaks- staupi á mann og héldum síðan svolítið teiti fyrir ganga- strákana,“ segir Reynir. „Það er alltaf áfangi þegar haft- ið er rofið eins og sagt er.“ Starfsmenn Ístaks, framkvæmdaeftirlitsins og fleiri skvettu koníaki yfir grjóthauginn að sprengingu lokinni til heiðurs bergbúanum. Þennan sið fluttu Norðmenn til Íslands fyrir nokkrum áratugum og íslenskum bergbúum hefur síðan þá verið brynnt með koníakstári víða um land eftir síðustu sprengingu í jarðgöngum. Síðasta haftið sprengt  Teiti haldið fyrir gangastrákana í Grjótárgöngum í gær þegar slegið var í gegn  Ístak er með 330 manns við Kárahnjúka og var sprengingin sú síðasta á svæðinu Í HNOTSKURN »Lokið er nú gangagerðvegna Kárahnjúkavirkj- unar eftir að boraðir hafa ver- ið og sprengdir 73 km af jarð- göngum af ýmsu tagi! Grjótárgöng eru 1.665 metra löng. Vatn mun renna um þau úr Grjótárlóni í Kelduárlón, síðan áfram um Kelduárgöng í Ufsarlón og áfram niður í Fljótsdalsstöð. ÍSLANDSPÓSTUR hefur sagt upp tímavinnufólki á höfuðborg- arsvæðinu sem vinnur við að keyra út póstsendingar á kvöldin. Um er að ræða um tíu manns, aðallega skólafólk. Að sögn Ágústu Hrundar Stein- arsdóttur, for- stöðumanns markaðs- og kynningardeild- ar, var ástæða uppsagnanna rekstrarhagræðing hjá fyrirtæk- inu. Enginn af umræddum starfs- mönnum var með uppsagnarfrest. Fyrirtækið mun grípa til þess ráðs að nýta betur það starfsfólk sem fyrir er hjá Íslandspósti til að keyra út sendingarnar. Ekki stendur til að láta fastráðna fólkið bæta á sig vinnu til að vinna störf- in sem tímavinnufólkið innti af hendi. Hjá Póstinum vinna að meðaltali um 1.300 starfsmenn í um 1.000 stöðugildum. Vinnustaðir fyrirtæk- isins eru um 88. Er mikil áhersla lögð á að aðbúnaður starfsmanna sé eins og best verður á kosið, þ.e. öryggi á vinnustöðum og ekki síst félagslegir þættir í starfsumhverfi, segir á heimasíðu Póstsins. Uppsagnir hjá Ís- landspósti Um 10 manns í út- keyrslu sagt upp MALBIKA þarf þrjá vegkafla til að unnt sé að keyra hringinn í kringum landið á malbiki. Tveir vegkaflanna eru þegar í vinnslu, í Hamarsfirði sunnan Djúpavogs og hins vegar í Jökuldal en þar er vegagerð langt komin. Þriðji vegbúturinn, vegurinn fyrir botni Berufjarðar, er í mati á umhverfisáhrifum. Þegar komið er bundið slitlag á þessa þrjá kafla má aka hringinn á bundnu slitlagi, þó ekki á Hringvegi (1) eins og hann er skilgreindur, því að hluta þarf að fara Suðurfjarðaveg (96) að því er segir í frétt í fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar. orsi@mbl.is Þrír malar- bútar eftir NÍUTÍU tonna tankur, sem flytja átti frá Grindavík til Helguvíkur, valt af flutningavagni í gærkvöldi. Að sögn sjónarvotta, sem voru margir, þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr, enda staðnæmdist tankurinn, sem er um 27 metrar á hæð, á gámi við verkstæðishús á hafnarsvæðinu. Hefði tankurinn oltið í hina áttina eru líkur á, að hann hefði hafnað á íbúðarhúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum var ákveð- ið að girða svæðið af og taka ákvörðun um hvort reynt verði að flytja tankinn aftur á morgun. Flutningabíllinn komst ekki nema um 200–300 metra áður en tankur- inn valt af. Að sögn lögreglu verður rannsakað hvort festingar hafi ver- ið ótraustar. andri@mbl.is Ljósmynd/Víkurfréttir Valt af eftir 200–300 metra ferðalag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.