Morgunblaðið - 23.09.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 7
Barbados
!"
# $ #
%
&
'
#
'
$ (
#
#
$ )*
+"
'
'
, -
.
#
'
/ $
0 12 3 445
!"
' .
-
6 444 !"
!!7 7""
/ $
0 8#
6 9
444 !"
' .
!! : !" """
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra munu tala fyrir
framboði Íslands til setu í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna í New
York þessa vikuna.
Þar fer nú fram svonefnd ráð-
herravika allsherjarþings SÞ, dag-
ana 22. – 27. september, en allsherj-
arþingið sjálft verður sett í dag í 63.
skipti.
Ráðherrarnir munu hitta þjóðar-
leiðtoga og aðra ráðamenn sem
sækja þingið. Á föstudaginn mun
forsætisráðherra flytja aðalræðu
fyrir Íslands hönd og funda eftir það
með Ban Ki-moon, framkvæmda-
stjóra SÞ. Hann mun einnig leiða
fund smærri ríkja um nýjar um-
hverfisógnir, miðvikudaginn 24.
september, og verður þann sama
dag heiðursgestur við lokunarathöfn
verðbréfamarkaðar NASDAQ. Þá
mun forsætisráðherra ávarpa fund
um framkvæmd Þúsaldarmarkmiða
SÞ fimmtudaginn 25. september og
eiga fundi með fulltrúum úr við-
skiptalífi og háskólum.
Utanríkisráðherra var í gær einn
aðalræðumanna á fundi UNIFEM
um málefni Afríku. Hún mun sækja
fund utanríkisráðherra Norður-
landa, samráðsfund utanríkisráð-
herra Atlandshafsbandalagsins og
samstarfsríkja þess miðvikudaginn
25. september og leiða sérstakan
fund kvenutanríkisráðherra SÞ
föstudaginn 26. september.
Mikið starf næstu vikur
Fram kemur á vef forsætisráðu-
neytisins að næstu vikur muni starf-
semi Íslands á vettvangi SÞ taka mið
af því að tæpur mánuður er nú þar til
gengið verður til kosninga í örygg-
isráðið
Framboð Íslands nýtur stuðnings
alla Norðurlanda og munu ráðherrar
Danmerkur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar leggja framboðinu lið á
allsherjarþinginu.
Mikil fundahöld hjá
ráðherrum í New York
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Geir H.
Haarde
„OKKUR var
kunnugt um
þetta. Það er gert
ráð fyrir að þessi
floti sigli í gegn-
um íslensku efna-
hagslögsöguna á
leiðinni á æf-
inguna,“ sagði
Urður Gunn-
arsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, í viðtali við mbl.is
í gær.
Floti rússneskra herskipa lagði í
gær af stað frá Severomorsk-höfn í
Norður-Rússlandi áleiðis til Vene-
súela.
Þar ætla þau að taka þátt í her-
æfingum með Venesúela-mönnum,
að því er fram kemur hjá BBC.
Samkvæmt hafréttarsáttmálanum
mega Rússar fara um efnahags-
lögsöguna hér. Ferðirnar eru því að-
eins tilkynningskyldar, sé farið inn
fyrir fyrir 12 mílna lögsögu Íslands.
Urður segir gert ráð fyrir að rúss-
nesku skipin verði hér á ferð í byrj-
un nóvember.
Meðal þeirra er beitiskipið Pétur
mikli sem er um 19.000 tonn, kjarn-
orkuknúið og búið stýriflaugum. Það
er eitt öflugasta skip rússneska flot-
ans. Tvær rússneskar sprengjuflug-
vélar tóku í liðinni viku þátt í æfing-
um með flugher Venesúela. | 15
Rússarnir létu
vita af ferðum
herskipa
Urður
Gunnarsdóttir
HÓPSLAGSMÁL brutust út á
Akureyri í gær meðal skipverja af
breskum togara sem kom að landi
snemma morguns vegna viðgerða.
Skipverjar virðast hafa gripið það
tækifæri fegins hendi að hafa fast
land undir fótum og fengið sér að-
eins neðan í því þótt snemma væri
dags, þar til upp úr sauð um hádegi.
Að því er lögreglan á Akureyri
tjáði Fréttavefnum mbl.is, lenti 8
mönnum saman og var þar af einn
fluttur á slysadeild, en reyndist ekki
illa meiddur.
Voru látnir sofa úr sér
Hinir sjö voru fluttir á lögreglu-
stöðina til skýrslutöku og voru fimm
látnir sofa úr sér og fengu þeir að
gista fangaklefana þar til togarinn
færi út, en brottför hans var áform-
uð í gærkvöldi.
Lögreglunni er ekki kunnugt um
hvað olli því að upp úr sauð meðal
mannanna, en mögulega hafi þeir
misst sig aðeins í gleðskapnum
vegna þess hve lengi þeir höfðu ver-
ið úti áður en til Íslands kom. Held-
ur óvenjulegt er að erlendir togarar
staldri við á Akureyri og þá ekki síð-
ur að hópslagsmál brjótist út fyrir
hádegi á mánudegi.
Breskir sjómenn
í hópslagsmálum
Morgunblaðið/Júlíus
FISKISTOFA hefur framlengt
leyfi til skipstjórnarmanna um að
halda afladagbækur í bókarformi.
Í reglugerð er kveðið á um að
skipstjórum íslenskra fiskiskipa
verði gert að halda rafrænar afla-
dagbækur en einnig var í reglu-
gerðinni ákvæði sem heimilar skip-
stjórum skipa að halda afladagbók í
bókarformi um tiltekinn tíma.
Nú er ljóst að vegna tafa á nauð-
synlegum breytingum á rafrænu
afladagbókinni og breytingum hvað
varðar fjarskipti verður ekki unnt
að innleiða þær um borð í minnstu
skipin fyrir 1. október n.k.
Því hefur landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðuneytið ákveðið, að
skipstjórum skipa, sem eru minni
en 45 brúttótonn, verði heimilt að
halda afladagbók í bókarformi til 1.
júlí 2009.
Í afladagbækur eru skráðar upp-
lýsingar um afla fiskiskipa, sem
leyfi hafa til veiða hér við land. sis-
i@mbl.is
Afli áfram
færður
til bókar