Morgunblaðið - 23.09.2008, Page 8

Morgunblaðið - 23.09.2008, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SNJÓSKAFLINN í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur líkir við hitamæli vegna þeirra upplýsinga sem hann gef- ur um hitastig, hvarf 18. september og er þetta áttunda árið í röð sem það gerist. Að sögn Páls er hægt að lesa mikilvægar upplýsingar úr ör- lögum skaflsins. Aldrei fyrr hefur skaflinn bráðnað svo mörg ár í röð frá því farið var að fylgjast með honum. „Skaflinn segir afskaplega mikið til um loftslagið, ekki eingöngu í Reykja- vík, heldur á landinu öllu,“ bendir Páll á. Samkvæmt athugunum Páls á meðalhita í Stykkishólmi fyrir hvern áratug, sem gefur góða mynd af hita á landinu öllu, hefur komið í ljós að þegar skaflinn þraukar samfellt á tilteknum ára- tug, þá er hitinn í Stykkishólmi 3,5 stig eða lægri. „En ef skaflinn hverfur alltaf yfir áratug- inn, þá er meðalhitinn 5 stig eða meira,“ segir Páll. „Skaflinn mælir því hitann á bilinu 3,5 til 5 stig, eftir því hvað hann hverfur í mörg ár af hin- um tíu umræddu árum. Fyrir hvert skaflalaust ár sem bætist við, hækkar hitinn um 0,15 gráður. Þannig má fá gott yfirlit yfir loftslagið á landinu öllu fyrir hvert tíu ára tímabil. Skekkjan í hinum áætlaða hita er í flestum tilvikum minna en 0,3 gráður, plús eða mínus. Skaflinn er því eins- konar „hitamælir“ fyrir landið,“ segir Páll. Skaflinn er „hitamælir“ landsins Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í bæjarfjalli Reykvíkinga bráðnaði fyrir skemmstu áttunda árið í röð og segir sitt um loftslagið á landinu öllu að mati Páls Bergþórssonar veðurfræðings Í HNOTSKURN »Til eru góðar veðurfars-heimildir fyrir því að skaflinn í Gunnlaugsskarði hafi aldrei horfið á tíma- bilinu 1870 til að minnsta kosti 1923. Að sögn Páls er saga skaflsins ekki heilleg næstu árin en árið 1929 fregnaðist að skaflinn hefði horfið. Upp frá því hafa menn fylgst allvel með skafl- inum, mest þó Jón Eyþórs- son. »Talið er að heiti Esjunnarsé dregið af steintegund í fjallinu, sbr. nýnorska orðið esje – „kléberg, tálgusteinn“. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Barátta Skaflinn í Gunnlaugsskarði þraukaði út sumarið en er nú horfinn áttunda árið í röð FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is AFAR líklegt þykir að gróður- skemmdir umhverfis jarðvarma- virkjanirnar í Svartsengi og á Hellis- heiði séu af völdum brennisteins- vetnis úr gufu virkjananna. Hraungambri, mosategund sem er einkennandi fyrir hraun á Íslandi, hefur látið verulega á sjá í nágrenni virkjananna en líklegt þykir að afar langan tíma taki fyrir mosann að jafna sig. Þótt mengunarvaldurinn hverfi getur hraungambri verið afar lengi að nema land á ný og líklegt er að aðrar plöntur, svo sem lyng eða grös, finni sér stað í sárunum. Lítið rannsakað Lengi hefur verið vitað að ýmsar gastegundir, sumar hverjar eitr- aðar, koma upp með gufu á há- hitasvæðum. Gasið getur komið í miklu magni þegar borað er djúpt niður í jörðu og mikilli gufu hleypt út. Eitraðar gufur sleppa m.a. út í andrúmsloftið í eldgosum og þegar hlaup verða í ám, t.d. losnar um brennisteinsvetni í Skaftárhlaupum þar sem vatnið kemur af miklu jarð- hitasvæði undir Skaftárjökli. Þegar slíkt gerist er fólk varað við að vera nálægt upptökum hlaupsins. Ekki er vitað með vissu í hve miklu magni brennisteinsvetni er hættulegt mönnum og plöntum. Mengun af þess völdum hefur lítið verið rannsökuð hér á landi en hún er vel þekkt við ýmiss konar verk- smiðjur erlendis. Sigurður H. Magnússon, gróður- vistfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, segist ekki hafa orðið var við að mosi hafi drepist í nálægð annarra jarðvarmavirkjana hér á landi. Hann nefnir hins vegar að mosi hafi drepist í nágrenni álvers- ins í Straumsvík þegar flúormengun frá verinu var hvað mest fyrir nokkrum áratugum. Skemmdirnar hafi þó ekki komist í hálfkvisti við skemmdirnar á Hellisheiði eða í Svartsengi. Þarf að bregðast skjótt við Ámóta gróðurskemmda hefur ekki orðið vart í nágrenni Nesja- vallavirkjunar. Sigurður segir hugs- anlegt að þar séu aðstæður í um- hverfinu aðrar en gróður er misjafnlega næmur fyrir mengun. Að hans mati er nauðsynlegt að taka sýni af mosa við jarðvarmavirkjanir landsins og mæla efnainnihald hans. Spurður hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir tjón af þessu tagi segir Sigurður að hægt sé að reyna að koma menguninni hærra upp í loftið svo hún blandist fyrr andrúms- loftinu og þynnist út. Verið sé að þróa aðferð til að ná brennisteini úr gufu en að mati Sigurðar er ljóst að bregðast verður skjótt við svo hindra megi frekari skemmdir. Morgunblaðið/G.Rúnar Hitaveita Suðurnesja í Svartsengi Gróðurskemmdirnar eru við verið og borteiga. Þær eru meiri en þær sem komið hafa fram við Hellisheiðarvirkjun. Langvinnt tjón á gróðri Mosi í nágrenni virkjananna á Hellisheiði og í Svartsengi mun seint jafna sig og jafnvel hverfa með öllu eftir mögulega loftmengun af völdum brennisteinsvetnis LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur til rannsóknar lát karl- manns á sjötugsaldri, en lík hans fannst í fjörunni í Fossvogi á sunnu- dagsmorgun. Gangandi vegfar- endur komu auga á lík mannsins og létu lögreglu vita. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar, yfirmanns rannsókn- ardeildar lögreglu höfuðborgar- svæðisins, er ekki talið að lát mannsins hafi borið að með sak- næmum hætti. Líklegt er að hann hafi látist af slysförum. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. andri@mbl.is Gengu fram á lík manns í Fossvogi UM síðustu helgi voru fimm sparkvellir vígðir á Vestfjörðum og munu þeir án efa nýtast vel allt árið um kring, segir á heimasíðu KSÍ. Tveir vellir voru vígðir á Ísa- firði og einn völlur í Hnífsdal, á Suðureyri og á Flateyri. Þeir Jak- ob Skúlason, landshlutafulltrúi KSÍ, og Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, voru viðstaddir vígslu vallanna og gáfu bolta af þessu tilefni. Sparkvellirnir eru um allt land og hafa verið gerðir samningar um 111 velli. Flestir þeirra eru til- búnir og er áætlað að verkefninu ljúki á næstu mánuðum. Það er unnið að frumkvæði Knattspyrnu- sambandsins, með tilstyrk sveitar- félaga, ríkis, Knattspyrnu- sambands Evrópu, VÍS, Olís, Kaupþings og Eimskips. aij@m- bl.is Fimm spark- vellir vígðir á Vestfjörðum Morgunblaðið/Kristján Bolti Nýir sparkvellir hafa verið teknir í notkun víða um land. Hvað er brennisteinsvetni og hversu hættulegt er það? Brennisteinsvetni er lyktarlaus loft- tegund sem berst út í andrúmsloftið úr iðrum jarðar. Það er í miklu magni talið baneitrað mönnum og dýrum og skaðlegt gróðri. Skaðleysismörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti liggja ekki fyrir og er deilt um þau. Ekki er talið að styrkur brennisteins- vetnis í andrúmslofti hér á landi geti haft alvarleg og skaðleg áhrif á heilsu landsmanna. Hluti brennisteinsvetnisins getur breyst í brennisteinsdíoxíð en mikið var um það rætt fyrir nokkrum árum að það hefði borist frá meginlandi Evrópu til Norðurlandanna og orsak- að súra rigningu. Hvað er súrt regn? Svo er kallað þegar regn fellur gegn- um mikla mengun, iðulega brenni- steinsdíoxíð. Þá súrnar það og brennisteinssýra myndast. Brennisteinssýra er mjög sterk sýra sem er skaðleg öllu lífríkinu. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.