Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 9

Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 9 FRÉTTIR Fáskrúðsfjörður. | Félagsheimili eldriborgara hér í bæ var formlega tekið í notkun á sunnudag. Hlaut það nafnið Glaðheimar. Húsnæðið er í gamla grunnskólanum, en þar var síðast rekið barnaheimili. Eldriborgarar á Fá- skrúðsfirði fögnuðu deginum með kaffiboði og bárust heimilinu góðar gjafir. Eldriborgarar lögðu fram vinnu við endurgerð hússins en Fjarða- byggð lagði til fjármuni. Séra Gunnlaugur Stefánsson blessaði húsið. Félagsheimili vígt Morgunblaðið/ Albert Kemp FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ höfum í okkar fjölskyldu- og jafnréttisstefnu bent á óheyrilegan vinnutíma, bæði karla- og kvenna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sér- fræðingur í jafnréttismálum hjá Al- þýðusambandi Íslands. Íslendingar vinna langan vinnudag og það gerir að verkum að vinnudag- ur barnanna verður jafnframt langur. Spyrja má hvort sú þróun sé líkleg til að breytast þegar kreppir að í efna- hagslífinu. Undanfarin ár hefur viðverutími barna í leikskólum lengst mjög en tæplega 90% barna dveljast sjö klukkustundir eða lengur í leikskóla á degi hverjum. Hefur umboðsmaður barna ritað menntamálaráðherra bréf vegna þessa. Þar segir að tryggja „þurfi börnum rétt til að fá notið bernsku sinnar og samskipta við foreldra“. Dagurinn býsna langur Með bréfinu er umboðsmaður m.a. að bregðast við ályktun sem Kenn- arasamband Íslands samþykkti á skólaþingi í vor. Þar segir að starfs- dagur barna (skóli, vistun, tóm- stundir, heimanám) hafi lengst mikið og óhóflega. Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ, segir þessi mál hafa verið rædd á þinginu. Ekki sé óalgengt að fólk sé í vinnu frá því klukkan átta á morgnana og til klukkan fimm á dag- inn. „Foreldrar þurfa þá að geta náð í vinnuna fyrir klukkan átta á morgn- ana og leggja svo af stað klukkan fimm til þess að sækja barnið. Þá er starfsdagur barnsins orðinn býsna langur,“ segir Eiríkur. Að sögn Maríönnu Traustadóttur sýna kannanir að þeir sem vinna lengstan vinnudag eru ungt fólk, ekki síst ungir karlar. Langur vinnudagur ungs fólks skýrist væntanlega m.a. af því að það er að koma yfir sig þaki og stofna fjölskyldu. Slíku fylgir mikill kostnaður og Maríanna bendir á að ýmislegt sem tengist börnum sé dýrt, t.d. kostnaður við leikskóla og frí- stundastarf. Hún segir Íslendinga vinna miklu lengri vinnudag en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Íslenskar konur vinni líka kvenna mest. ASÍ hafi gert þá kröfu í stefnu- skjali sínu að fæðingarorlof verði lengt. Þá sé líka mikilvægt að for- eldraorlof, sem er launalaust og for- eldrar hafa lítið nýtt, verði gert að raunverulegum valkosti. Stytta þurfi vinnudaginn og auka sveigjanleika til hagsbóta ungu fjölskyldufólki. Tímafrekt brauðstrit Morgunblaðið/Valdís Thor Börn Foreldrar ungra barna vinna margir hverjir langan vinnudag og fá þá vist fyrir börn sín á leikskólum  Mikil vinna ungs fólks með börn hér á landi  Ungir karlar vinna mest  Foreldraorlofið verði raunhæfur valkostur                              !   "     " Karin Erna Elmarsdóttir | 22. september 2008 BARA í 100% vinnu Það vantar hugarfarsbreytingu þegar kemur að samverustundum foreldra og barna. Börnin mín eru 8-9 tíma á dag á leikskóla og skóla og þar er sem betur fer hugsað mjög vel um þau. En ég er oft með samviskubit yfir því að geta ekki verið meira með börnunum mínum. Ég er mamma þeirra og mér fyndist eðli- legra ef ég gæti verið meira með þeim en raunin er. Ég er samt BARA í 100% vinnu. [...] Í dag þykir það hins vegar hálfskrítið ef annað foreldri er heima- vinnandi. Spurningar eins og „hvenær ætlar þú að fara að vinna?“, „hvað gerir þú allan daginn?“ osfrv. eru algengar. Meira: www.karin.blog.is Ásta | 22. september 2008 Fá störf minni en 100% Sonur minn er einn af þeim sem eru með 9 tíma „pláss“ á leikskólanum sín- um. Umferð, vinna og fleira þvíumlíkt kemur í veg fyrir að hann geti verið styttri. Störf undir 100% eru frekar sjaldgæf og yfirleitt er slegist um þau. Þar fyrir utan þurfa allflestir að vera í 100% vinnu (og jafnvel 100%+) til að geta látið enda ná saman ... Meira: www.solan.blog.is Guðrún Emilía Guðnadóttir | 22. september 2008 Foreldrar hafi val Það er það sem þarf að koma til að fólk geti lifað af á mannsæmandi vinnutíma. Fyrst og fremst þurfa foreldrarnir að vilja breytinguna, allavega að hafa val. Meira: www.milla.blog.is www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Mikið úrval af fallegum peysum Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-16 og í Eddufelli 10-14 Skyrtur Hvítar og svartar str. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Laugavegi 63 • S: 551 4422 LÉTTAR HAUSTYFIRHAFNIR MEÐ HETTU Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 GLÆSILEGT ÚRVAL KJÓLA Laugavegi 44 • Sími 561 4000 www.diza.is Opið virka daga kl. 10:30-18:00 laugard. kl. 11:00-16:00 Diza m bl 10 48 30 6 Nýjar vörur Engri lík! Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýjar vörur frá - Sænsk hönnun Ferskleiki og stíll fyrir allar konur @Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.