Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Framleiða, framleiða, meira meira. Slappa, slappa af og dingla sér. VEÐUR Það var margt mjög fróðlegtsem fram kom í fréttaskýringu Péturs Blöndal í Morgunblaðinu á sunnudag, um að grundvallar- skipulag löggæslu á Íslandi sé til endurskoðunar.     Ekki síst var athyglisvert að rýnaí ýmsar tölulegar upplýsingar í fréttaskýringunni, t.d. þá stað- reynd að þeir sem starfa við lög- gæslu í landinu eru í heild 680 og þar af eru stjórnendur 443.     Er það virki-lega nauð- synlegt að tæp- lega tveir stjórnendur séu fyrir hvern óbreyttan lög- reglumann?!     Þá voru ekki síður athyglisverð-ar vangaveltur Stefáns Eiríks- sonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í þá veru að nýta megi betur starfskrafta sérsveitar ríkislögreglu- stjóraembættisins í þágu löggæslu á höfuðborgarsvæðinu.     Orðrétt sagði Stefán m.a.:„Drjúgur tími fer í þjálfun þeirra og æfingar, en utan þess tíma fáum við upplýsingar um að þeir sinni verkefnum, sem við vit- um ekki hver eru, og séu því ekki tiltækir í löggæslu á höfuðborgar- svæðinu. Það er í ósamræmi við upplegg dómsmálaráðherra þegar kynnt var breytt skipulag sérsveit- arinnar árið 2004. Sérsveitin nýt- ist að einhverju marki á höfuðborgarsvæðinu en ég tel mikla þörf á að nýta betur þessa öflugu og góðu lögreglumenn.“     Hvaða verkefnum eru sérsveitar-menn að sinna þegar þeir eru ekki við þjálfun og æfingar? Þarf ekki að upplýsa það, svo það liggi fyrir klárt og kvitt að þeir séu ófærir um að taka að sér löggæslu á höfuðborgarsvæðinu? STAKSTEINAR Stefán Eiríksson Löggæsla og samnýting SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         ! " #  "!  #    " $  %  %     $  %  % :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %  % % %  %   % %      % %  %  %                          *$BC                     !      "#$ %&  *! $$ B *! &$ '    (   )* <2 <! <2 <! <2 &('   + # , -!.  CD$ -                   <7  '      "&  <   '    ( )*        #(   "+  )*         '                " , )*       /0 $ 11   )$ 2  !) + # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR  GUNNAR Ein- arsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, varði 15. septem- ber sl. doktorsrit- gerð sína við Uni- versity of Reading og fjallar hún um stjórnun og forystu í menntamálum. Leiðbeinandi við verkefnið var Brian Fidler, prófessor við sömu stofnun. Gunnar fæddist 1955 í Hafnarfirði, varð stúdent frá Flensborgarskóla 1975 og lauk íþróttakennaraprófi frá Norska íþróttaháskólanum í Ósló 1986. Hann lauk námi í opinberri stjórnsýslu frá Endurmenntun Há- skóla Íslands 1998 og M.Ed.-prófi í stjórnun menntamála frá University of Reading 2001. Gunnar tók við starfi bæjarstjóra Garðabæjar 2005. Hann situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og sat fyrir hönd menntamálaráðuneyt- is í nefnd um endurskoðun grunn- skólalaga. Gunnar er kvæntur Sigríði D. Gunnarsdóttur náms- og starfsráð- gjafa og eiga þau þrjú börn. Doktor í stjórnun og forystu Varði ritgerðina við Reading-háskóla Gunnar Einarsson VEITINGASTAÐURINN Vox á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut hefur verið tilnefndur fyrir Ís- lands hönd til heiðursverðlauna í Norrænni mat- argerðarlist 2008. Í fréttatilkynningu frá norrænu ráðherranefnd- inni, sem veitir verðlaunin, segir að góður árangur hafi náðst við að kynna nýja, norræna matargerð- arlist með þessum hætti, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum. Í ár er þema keppninnar samkeppnishæf, nor- ræn framleiðsluþróun í matargerðarlist, heilbrigði og lífsgæði. Þeir sem tilnefndir eru eiga m.a. að auka norræna samkeppnishæfni með því að styrkja fjölbreytni í framboði á norrænu hráefni og matvælum, koma með framlag til uppbygging- ar á strandsvæðum og landsvæðum með norræn- an virðisauka í matvælaframleiðslu að markmiði og vinna að því að íbúar fái hollan mat sem stuðlar að auknum lífsgæðum. Auk Vox voru eftirfarandi aðilar tilnefndir til heiðursverðlaunanna 2008. Danmörk: Læsø Saltsyder. Finnland: Kasvis Galleria frá Kuopio. Grænland: Veitingastaðurinn Nipisa í Nuuk. Nor- egur: Hanne Frosta, eigandi veitingastaðarins „På Hoyden“ í Bergen. Svíþjóð: Eldrimner. Álandseyjar: Överängs Hembageri & Kvarn. Vox tilnefnt til heiðursverðlauna Markmið norrænnar keppni í matargerðarlist að íbúarnir fái góðan og hollan mat Morgunblaðið/Arnaldur SJÁLFBOÐALIÐAR úr röðum starfsmanna Alcoa Fjarðaáls unnu að samfélagsverkefnum á Austurlandi sl. laugardag undir kjörorðinu „Leggjum hönd á plóg“. Þátttaka starfsmanna í þessu verkefni er liður í víðtæku samfélagsstarfi sem starfs- menn Alcoa vinna að um allan heim. Samtals tóku yfir 50 starfsmenn Alcoa Fjarðaáls þátt í fjórum verk- efnum. Fjölmargir utan fyrirtækisins tóku einnig áskorun starfsmanna um að taka þátt í starfinu og samtals unnu 125 manns að fjölbreyttum sjálfboðaliðastörfum fyrir samfélagið á Austurlandi um helgina. Í Reyðarfirði settu sjálfboðaliðar upp handrið meðfram Geithúsárgili á hættulegum kafla gönguleiðarinnar yfir Grænafell sem liggur frá Reyð- arfirði yfir í Fagradal og lögðu brú yf- ir læk á leiðinni. Á Héraði voru lagðir göngustígar við sumarbúðir Kirkjumiðstöðvar Austurlands við Eiðavatn. Þar njóta á sumri hverju um tvö hundruð börn dvalar í sumarbúðunum, segir í fréttatilkynningu frá Alcoa. Uppbygging Alls unnu 125 sjálfboðaliðar að verkefnunum á laugardaginn. Sjálfboðaliðar frá Alcoa í samfélagsverkefnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.