Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HAUSINN af andarnefjunni sem drapst og rak á land í Eyjafirði um helgina verður sendur til Bandaríkj- anna þar sem vísindamaður hyggst taka af honum sneiðmynd og freista þess að komast að því hvaða „tíðni“ dýrið notar þegar það leitar sér mat- ar. Nokkrar tegundir sjávarspen- dýra hafa verið rannsakaðar þannig en aldrei andarnefja – og komið hef- ur í ljós að engin tegund notar sömu tíðni. Þátttakendur í alþjóðlegu sjáv- arspendýranámskeiði sem haldið var á Húsavík og lauk um helgina fengu heldur betur ábót á náms- efnið. Nemendurnir sáu nefnilega með berum augum hvar ein and- arnefjan á Pollinum við Akureyri hafði flækst í bauju fyrir nokkrum dögum og reyndu að bjarga henni; það tókst reyndar ekki en hluti hópsins var viðstaddur í gærmorgun þegar skepnan var krufin og tekin úr henni ýmiss konar sýni. Hópurinn var á leið til Húsavíkur frá Selasetrinu á Hvammstanga á þriðjudag í síðustu viku þegar einn nemandinn fékk símhringingu frá föður sínum. Faðirinn var við Drottningarbrautina á Akureyri og fannst einkennilegt að ein and- arnefjan kom sífellt upp úr sjónum á sama stað. Hópurinn komst á bát út á Pollinn á þriðjudagskvöld og reyndi að losa dýrið en tókst ekki því bæði var dimmt og hvasst. Hugðist mann- skapurinn koma aftur morguninn eftir en þá var dýrið horfið. Segja má að fyrst dýrið drapst, sem enginn gleðst í sjálfu sér yfir, hafi það gerst á hárréttum tíma með nemendurna á Húsavík í huga. Skepnan drapst því ekki til einskis, greyið, eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði í gær. Talið er víst að það hafi dregið dýrið til dauða að það festist í bauj- unni við aðstöðu siglingaklúbbsins Nökkva síðastliðinn þriðjudag. Hins vegar er ekki ljóst enn hvort hún drukknaði vegna þessa eða hvort hún drapst eftir að hana rak á land. Úr því fæst væntanlega skorið á næstu dögum þegar sýni verða skoð- uð. Einnig er of snemmt að segja til um það hvenær dýrið drapst. Baujan var enn föst við andarnefj- una þar sem hún lá í fjörunni við Nes; reipi reyrt um kjaft hennar og flækt í marga hringi um sporðinn. Hlynur Ármannsson hjá útibúi Hafrannsóknarstofnunar á Akureyri tók sýni úr skepnunni í gær ásamt samstarfsfólki sínu en úr þeim verð- ur unnið í höfuðstöðvunum í Reykja- vík og þangað verður dýrið reyndar sent í heilu, fyrir utan hausinn, til frekari skoðunar. Dr. Marianne Rasmussen, for- stöðumaður Rannsókna- og fræða- setursins á Húsavík, stjórnaði nám- skeiðinu ásamt dr. Patrick Miller frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi. Þau freistuðu þess fyrst að láta taka sneiðmynd af haus andarnefjunnar hér heima en hvergi er til nógu stórt sneiðmyndatæki á sjúkrahúsi hér- lendis. Dó ekki alveg til einskis, greyið DÝRIÐ sem rak við Nes um helgina var kvenkyns, ekki fullvaxið. Skepnan mældist 6,18 metrar að lengd en kven- dýrin verða mest 8 til 9 metrar. Fjór- tán háskólanemar, frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Ind- landi auk Íslands, aðallega meist- aranemar, sóttu námskeiðið í sjáv- arspendýrafræði sem dr. Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rann- sókna- og fræðasetursins á Húsavík, og dr. Patrick Miller frá St. And- rews-háskóla í Skotlandi stýrðu og lauk um helgina. Hluti námskeiðsins var helgaður andarnefjunum í Poll- inum við Akureyri og höfðu nem- endurnir fylgst mjög náið með þeim, bæði með berum augum og skoðað myndir. Hópurinn er þess fullviss að dýrið sem drapst sé annað þeirra tveggja sem kom síðar. Úr seinni dúettinum Í Nesi Andarnefjan skorin í gær. Segja má að Einar Ásmundsson í Nesi í Höfðahverfi hafi verið fyrsti haffræðingur landsins. Einar, sem lést á ofanverðri 19. öld, var bóndi og sjálfmennt- aður í haffræðum. Svo skemmtilega vill til að rann- sóknarbátur Hafrannsókn- arstofnunar á Akureyri heitir Einar í Nesi og auðvitað ekki til- viljun enda nefndur í höfuðið á áðurnefndum bónda og þegar fréttist af því að andarnefjan hefði fest sig í bauju á Pollinum í síðustu viku var farið að svip- ast um eftir henni – á Einari í Nesi. Ekki sást skepnan í það skiptið en það er líklega tilviljun að andarnefjuna skyldi reka á land einmitt á jörðinni Nesi í Höfðahverfi. Eða hvað? Einar í Nesi  Nemar á alþjóðlegu sjávarspendýranámskeiði fengu óvænta ábót  Haus andarnefjunnar sem drapst rannsakaður í Bandaríkjunum  Reynt að komast að því hvaða tíðni andarnefjur nota við matarleit Djöfull að draga Baujan var kyrfilega föst við skepnuna þegar vísindamenn rannsökuðu hana í gærmorgun í Nesi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hausinn af Marianne Rasmussen, lengst til vinstri, og Hlynur Ármannsson fylgjast með þegar hníf og sög var beitt til þess að ná hausnum af dýrinu. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær í níunda skipti farbann yfir fyrrver- andi framkvæmdastjóra Verðbréfa- þjónustu sparisjóðanna (sem var og hét). Maðurinn verður í farbanni til 11. nóvember nk. Einn hæstarétta- dómara skilaði sératkvæði. Framkvæmdastjórinn fyrrver- andi hefur sætt farbanni frá 13. apr- íl á síðasta ári. Hann er grunaður um stórfelld efnahagsbrot, sem fel- ast í útgáfu tilhæfulausrar ábyrgð- aryfirlýsingar upp á 200 milljónir bandaríkjadala – rúma 18 milljarða króna samkvæmt gengi gærdagsins. Talið er að ábyrgðir vegna athæfis mannsins geti fallið á þrotabú VSP. Í dómi Hæstaréttar segir, að í ljósi þess hvernig málið er vaxið og hversu mikla hagsmuni það varðar sé fallist á, að réttlætanlegt sé að maðurinn sæti enn um sinn far- banni. Jón Steinar Gunnlaugsson, einn hæstaréttardómara, skilaði sérat- kvæði þar sem fram kom önnur af- staða. Hann bendir á að maðurinn hafi þegar sætt farbanni í meira en sautján mánuði, sem sé lengra en önnur dæmi eru um í íslenskri rétt- arframkvæmd. „Jafnframt liggur fyrir samkvæmt [...] upplýsingum sóknaraðila að líklegast verði nauð- synlegt að óska enn framlengingar farbannsins að þessum tíma liðnum, án þess að nokkur vissa sé um hvaða tími sé talinn munu duga til að þjóna markmiði sóknaraðila“. Telur Jón Steinar ekki við slíkt unandi og því ætti að fella farbanns- úrskurðinn úr gildi. Farbann framlengt í níunda skipti  Fyrrverandi framkvæmdastjóri VSP minnsta kosti nítján mánuði í farbanni  Jón Steinar Gunnlaugsson vildi að farbannsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Tafir á rannsókn málsins voru að nokkru leyti réttlættar við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti, en það þykir nokkuð óvenjulegt. Í HNOTSKURN »Upp komst um málið íapríl á síðasta ári, og var framkvæmdastjóranum um- svifalaust sagt upp störfum. »Málið er afar umfangs-mikið og teygir anga sína til margra landa. Enn er beðið gagna, s.s. frá Ari- zona, en réttarbeiðnir voru sendar á síðasta ári. »Saksóknari efnahags-brota fer utan til Bret- lands til að yfirheyra tvö vitni. LÖGREGLAN á Akranesi stöðvaði í síðustu viku ökumann bifreiðar sem lögreglumenn grunuðu um aka und- ir áhrifum áfengis eða lyfja. Sá grunur reyndist á rökum reistur en maðurinn var með sannkallaða lyfjablöndu í blóðinu: kókaín, am- fetamín og kannabis. Maðurinn var handtekinn ásamt farþega bifreið- arinnar, en hann reyndi að losa sig við nokkur grömm af amfetamíni og það nánast fyrir framan lögreglu- mennina. Máli félaganna var þó ekki lokið þar með. Eftir handtöku þeirra ákvað lögregla að leita í bifreiðinni. Við leitina fannst – fyrir utan fyrr- nefnt amfetamín – kókaín, e-töflur, kannabis auk nokkurs magns af sterkum, lyfseðilsskyldum lyfjum. Einnig var í bílnum sveðja. Til að kóróna allt saman var bif- reiðin ekki skráð á mennina. Var því lagt hald á hana þar til náðist í rétta eigendur. Henni var komið til skila. Mönnunum var svo sleppt eftir að þeir höfðu sofið úr sér. andri@mbl.is Ökumaður undir áhrifum lyfjablöndu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.