Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra er sérsveit allrar íslensku lögregl- unnar og sinnir verkefnum innan íslenska ríkisins og refsilögsögu þess, að sögn Jóns F. Bjartmarz yfirlögregluþjóns hjá ríkislög- reglustjóra og yfirmanns sérsveit- arinnar. Sveitin er sérþjálfuð í að annast vopnuð lögreglustörf og öryggismál hvar sem er á landinu. Auk þess að sinna verkefnum sem talin eru krefjast vopnaburðar er sveitinni einnig ætlað að vera til taks þegar þjálfun hennar og búnaður koma að notum. Þar má nefna aðstoð við þjálfun og fræðslu lögreglumanna, aðstoð við Lögregluskólann og að- stoð við þjálfun friðargæsluliða Ís- lensku friðargæslunnar. Innan sér- sveitarinnar starfa m.a. sprengjusérfræðingar og kafarar. Sinnir almennri löggæslu „Sérsveitin hefur frá upphafi sinnt almennri löggæslu jafnframt þjálfun og sérsveitarverkefnum,“ sagði Jón í svari til Morgunblaðsins við spurningum um sérsveitina. Dags daglega er sérsveitin stoð- deild við lögregluembættin auk þess að sinna sérstöku varðgæslu- eftirliti og sérsveitarverkefnum sem koma upp. Verkáætlun sér- sveitarinnar á sviði almennrar lög- gæslu er send viðkomandi lög- regluliðum. Sérsveitarmenn frá Reykjavík sinna almennri löggæslu í umdæm- um lögreglustjóranna á höfuðborg- arsvæðinu, á Selfossi, Suð- urnesjum, Akranesi og í Borgarnesi. Frá starfsstöð á Ak- ureyri sinna þeir almennri lög- gæslu í umdæmum lögreglustjór- anna á Akureyri, Húsavík, Sauðárkróki og Blönduósi. Frá starfsstöð á Suðurnesjum sinna sérsveitarmenn almennri löggæslu í umdæmi lögreglustjórans þar. Sér- sveitin hefur þrjá sérbúna bíla til umráða á höfuðborgarsvæðinu, einn á Suðurnesjum og einn á Akureyri. Bílarnir lúta stjórn Fjarskipta- miðstöðvar ríkislögreglustjóra. Við dagleg lögreglustörf falla liðsmenn sérsveitarinnar undir stjórn lög- reglustjóra þess umdæmis sem þeir starfa í hverju sinni. Yfirmenn lög- regluembætta um land allt senda ríkislögreglustjóra einnig beiðnir um aðkomu sérsveitarinnar að lög- gæsluverkefnum, t.d. vegna fjöl- mennra mannamóta, handtöku hættulegra afbrotamanna og fanga- flutninga. Viðamikil þjálfun Sérsveitarmenn ganga vaktir all- an sólarhringinn alla daga ársins. Allt að tólf sérsveitarmenn eru á vakt frá starfsstöðinni í Reykjavík að næturlagi um helgar. Þá sinna þeir almennri löggæslu, t.d. í miðbæ Reykjavíkur og í umdæmi lögreglu höfuðborgarsvæðisins, á Selfossi, Suðurnesjum, Akranesi og Borgarnesi og víðar ef svo ber und- ir. Einnig eru sérsveitarmenn á vakt á Akureyri og á Suðurnesjum þegar þeir eru vaktskyldir. „Það er grundvallaratriði við starfsemi sérsveita að þær hljóti fullnægjandi þjálfun, annars er ekki um sérsveit að ræða,“ sagði Jón. Þjálfunin felst annars vegar í einstaklingsþjálfun svo sem þrek- þjálfun, skotfimi, handtöku og sjálfsvarnaræfingum o.fl. Hins veg- ar hópþjálfun þar sem æfðar eru samhæfðar aðgerðir. Þá æfa ein- stakir hópar t.d. slysahjálp, köfun og sprengjueyðingu. Miðað er við að æfingamagn fari ekki yfir 50% af skylduvinnu sérsveitarmanna. Æfingarnar víkja fyrir sérverk- efnum og sérsveitarverkefnum sem upp koma. Þótt sérsveitin sé á æf- ingum er ávallt viðbúnaður til þess að bregðast strax við ef upp koma sérsveitarverkefni eða stórir at- burðir sem kalla á aukinn lög- reglustyrk. Þrautþjálfuð sveit Liðsmenn sérsveitarinnar sinna almennri löggæslu auk verk- efna sem krefjast sérhæfðrar þjálfunar og búnaðar Morgunblaðið/Jim Smart Tilbúnir Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra fá mjög stranga þjálfun og ráða yfir sérhæfðum búnaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra og fjarskiptamiðstöðin styðja við öll lögregluembætti landsins DÆMI eru um það að skólabörn beri of þungar töskur í skólann dag- lega. Til þess að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að huga að áhrifum rangrar notkunar skóla- tasknanna stendur Iðjuþjálfafélag Íslands þessa vikuna fyrir skóla- töskudögum í samstarfi við Lýð- heilsustöð. Yfirskrift daganna er „Létta leiðin er rétta leiðin.“ „Á skólatöskudögum fræða iðju- þjálfar nemendur, foreldra og sam- félagið og kenna rétta notkun á skólatöskum,“ segir Harpa Ýr Er- lendsdóttir, sem situr í fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Ís- lands. Huga þurfi að því hvernig stilla eigi skólatöskuna, raða í hana og bera hana. Æskilegt sé að álag á stoðkerfi líkamans sé sem minnst, en Harpa segir að æskilegt sé að þyngd skólatöskunnar sé aldrei meiri en 10% líkamsþyngdar barns- ins. Harpa segir gott að hafa í huga að börnin eigi aðeins að hafa með sér í skólann það sem nauðsynlegt er að nota þann daginn. „Þá þarf að kenna börnunum að raða rétt í töskuna, til dæmis að hafa það sem þyngst er næst bakinu,“ segir hún. Ennfremur sé mikilvægt að taskan passi vel á bakið og notaðar séu brjóst- og mittisólar. „Þessa vikuna verður farið í heimsókn í grunnskóla úti um allt land,“ segir Harpa. Haldin eru er- indi fyrir krakkana en þeim er líka boðið að vigta töskurnar sínar. „Ef taskan er of þung, mælum við með því að þau skoði sérstaklega vel hvað þau eru að bera í töskunni og hvort eitthvað af því megi skilja eft- ir heima,“ segir hún. Líka sé mik- ilvægt að foreldrar hugi að þessum málum. „Við höfum reynt að vekja at- hygli á þessu við upphaf skólaárs- ins,“ segir Harpa. elva@mbl.is Dæmi er um að skólabörn beri of þungar töskur í skólann „Létta leiðin er sú rétta“ Morgunblaðið/Kristinn Vigtun Björg Jónína Gunnarsdóttir, nemi í iðjuþjálfun, vigtar tösku Diljár Kristjánsdóttur í Engjaskóla í gær. LÖGREGLUMENN á Fjarskipta- miðstöð ríkislögreglustjóra (FMR) skrifuðu Birni Bjarnasyni dómsmála- ráðherra 16. júní s.l. og lýstu sig mót- fallna því að forræði FMR flyttist frá ríkislögreglustjóra til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilefni bréfsins var opinber umræða um flutning FMR á milli embætta og bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til ríkislögreglustjóra 5. júní s.l. Fjarskiptamiðstöðin var stofnuð og staðsett í Skógarhlíð 14 árið 2000. Áður höfðu fjarskipti lögreglu og símsvörun gagnvart Neyðarlínunni verið hjá hverju embætti um sig. Var ákveðið að stöðin yrði á forræði rík- islögreglustjóra, m.a. vegna hlut- verks þess embættis á landsvísu. „Fjarskiptamiðstöðin hefur verið í mikilli samvinnu við aðrar deildir rík- islögreglustjóra sem veita hver ann- arri stuðning sem skilar samlegðar- áhrifum hjá embættinu,“ segir m.a. í bréfinu. „Ekki hafa verið sett fram nein rök fyrir tilfærslu FMR til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður séð að nein rekstrarhag- ræðing sé af breytingunni og miklu frekar að hún komi niður á samstarfi sem er við aðrar deildir ríkislögreglu- stjóra. Starfsmenn FMR hafa m.a. verið sérþjálfaðir við stuðningsað- gerðir við almannavarnadeildina og sérsveitina. Þá fer FMR með forræði í Samhæfingarstöðinni við daglega leit og björgun. Starfsmenn telja að núverandi skipan sé til fyrirmyndar og stað- setning FMR hjá ríkislögreglustjóra sem annast samræmingu á landsvísu sé rétt fyrirkomulag. Það að einum lögreglustjóra af 15 sé falið að starf- rækja og stýra fjarskiptamiðstöð fyr- ir öll lögreglulið landsins sé óeðlilegt og líklegt til þess að valda tog- streitu.“ Starfsmenn FMR vildu ekki vistaskipti Morgunblaðið/Golli Miðstöð Fjarskiptaþjónusta lög- reglunnar var sameinuð árið 2000. #$ % %&   %&  '( %&  #   ") * +   ) , - !!  ./& 0   *1 .2&* %/& &2 #( ' 0(%                      Í HNOTSKURN »Sérsveitin er þjálfuð tilvopnaðra lögreglustarfa og t.d. kölluð til þegar vænta má vopnaðrar mótspyrnu. »Sérsveitin er þjálfuð til aðbregðast við gíslatöku. »Hún annast vopnaða ör-yggisgæslu erlendra þjóð- höfðingja o.fl. »Sérsveitin aðstoðar lög-reglulið landsins eftir nátt- úruhamfarir og sinnir hættu- legum björgunaraðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.