Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF gegnum sameiginleg áhugamál, en hann er mikill veiði- og hestamaður,“ segir Ólafur. Afar fáar myndir eru til af Al-Thani, en samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins forðast hann eins og heitan eldinn opinberar myndbirtingar af sjálfum sér. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ teljum að þetta sé mikil traustsyfirlýsing fyrir félagið. Það er búið að fara í gegnum mikla úttekt og grandskoðun á rekstri bankans á undanförnum mánuðum og þessi fjárfesting er gerð í kjölfar þess,“ segir Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri Kaupþings. Sjeik Moham- med Bin Khalifa Al-Thani hefur keypt 5,01% hlut í Kaupþingi. Q Ice- land Finance, dótturfélag Q Ice- land Holding ehf., sem er í eigu Al-Thanis, keypti alls 37,1 milljón hluta á genginu 690 kr. á hlut. Kaupverðið er því tæpir 26 milljarðar króna og hans tign Al- Thani verður þar með þriðji stærsti hluthafi bankans. Veðjað á krónuna „Það má í sjálfu sér segja að með þessu sé verið að veðja á að krónan styrkist. Ég held samt að menn sjái tækifæri til fjárfestinga vegna þeirra miklu lækkana sem við höfum horft upp á,“ segir Hreiðar. Hann segir gengið að undanförnu ekki endur- spegla raunvirði bankanna. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Kaupþing,“ segir Ólafur Ólafsson, vinur Al-Thanis og einn eigenda Eglu sem er annar stærsti hluthaf- inn í Kaupþingi, um kaup Al-Thanis á hlut í bankanum. Þeir hafa stundað veiðar saman víða, m.a. í Afríku. „Við kynntumst fyrir þremur árum í „Við höfum fylgst náið með Kaup- þingi í nokkurn tíma og teljum þetta góða fjárfestingu,“ segir í fréttatil- kynningu frá sjeiknum. Þar kemur jafnframt fram að hann telji að staða Kaupþings sé sterk og um langtíma- fjárfestingu sé að ræða. Al-Thani er fjármálaráðherra Katar og bróðir emírsins af Katar, Hamads bin Khalifa Al-Thanis og sonur fyrrverandi emírs. Þeir bræðurnir eru sagðir mjög nánir. Núverandi emír tók við völdum í landinu árið 1995 með því að steypa föður sínum af stóli, Khalifa bin Hamad Al-Thani sem hafði verið emír frá 1972, með friðsamlegum hætti meðan emírinn dvaldist í Sviss í fríi. Konungsfjölskyldan hefur verið við völd í Katar frá því á nítjándu öld. Meðlimir fjölskyldunnar eru sagð- ir góðviljaðir, framsýnir og vitrir stjórnendur. Katar er fyrrverandi þungamiðja perluveiða og var eitt fá- tækasta ríkið við Persaflóa en er núna eitt það allra auðugasta, þökk sé miklum gas- og olíuauðlindum. Undir stjórn núverandi emírs hafa átt sér stað félagslegar og pólitískar umbætur sem birtast m.a. í stuðn- ingi við kosningarétt kvenna, smíði nýrrar stjórnarskrár og nýrri sjón- varpsstöð, Al-Jazeera, sem er leið- andi fréttastöð um málefni Mið- Austurlanda. Mikill hestamaður Emírinn er þríkvæntur og Al- Thani er enginn eftirbátur bróður síns í kvennamálum, hann á tvær eiginkonur og svo þriðju ástkonuna. Með þessum konum á hann síðan nokkur börn. Sjeikinn er mikill áhugamaður um hestamennsku og kappreiðar og er eigandi Al Shahania-býlisins í Doha í Katar. Býlið er gríðarlega stór rækt- unar- og uppeldisstöð fyrir arabíska veðhlaupahesta. Hefur Al-Thani sjálfur keppt á hestum með góðum árangri. „Þessi búgarður er alveg stórkostlegur og maður missir nán- ast andlitið þegar maður sér hann,“ segir Ólafur. Þetta er ekki fyrsta fjárfesting Al- Thanis í íslensku félagi. Í sumar keypti fjárfestingafélag í hans eigu 12,6% hlut í Alfesca, en Ólafur er stjórnarformaður félagsins. Sjeikinn veðjar á Kaupþing  Kaup Sjeiksins á 5% hlut er „mikil traustsyfirlýsing“ fyrir Kaupþing  Um langtímafjárfestingu að ræða  Mjög náinn emírnum bróður sínum  Á þrjár konur og er mikill hesta- og veiðimaður Í HNOTSKURN »Katar er smáríki í Mið-Austurlöndum á nesi sem skagar út í Persaflóa út frá Arabíuskaganum. Katar á einungis landamæri að Sádí- Arabíu. »Katar er einræðisríki ogAl-Thani-fjölskyldan heldur um stjórnartaumana. »Sjeik Mohammed BinKhalifa er fjórði sonur emírsins fyrrverandi. »Umfangsmesta iðngreinlandsins er eldsneytis- framleiðsla. »Katar er eitt af OPEC-ríkjunum en olíuframleiðslugeta landsins er 800.000 tunnur á dag. Ríkisfyrirtækið Qatar petro- leum stýrir olíuauðlindum landsins. »Kaupþing opnaði útibú íKatar í fyrra. Bankinn hefur einnig starfsleyfi í al- þjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai.     # 3( "") & 41& *0  ! 5+   6* ( .2   7               - 89 - 8+-                  !"#     Auk vináttu sjeiksins og Ólafs Ólafssonar má nefna að í janúar á þessu ári fór Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, í opinbera heimsókn til Katar ásamt Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra og fjölmörgum áhrifamönnum úr íslensku viðskiptalífi, þ. á m. Sig- urði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings. „Þessi ferð forsetans og Sigurðar hjálpaði áreiðanlega til [í undirbúningi kaupa sjeiksins] þó hún hafi ekki haft úrslitaáhrif,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings. Í maí á þessu ári var forsetinn aftur á ferðinni í Kat- ar á vegum CNN og tímaritanna Fortune og Time vegna umfjöll- unar um orkumál. Við það tækifæri færði forsetinn emírnum að gjöf stækkaða mynd af íslenskum fálk- um. Ein af þremur eiginkonum em- írsins, Sheikha Mozah sem er „að- al-eiginkona“ hans, er góð vinkona Dorritar Moussaieff forsetafrúar. Dorrit var í Katar í apríl á þessu ári þar sem hún sat ráðstefnu í boði Sheikhu um málefni barna með sérþarfir. Ólafur Ragnar færði emírnum mynd af fálkum Heimsókn Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra með emírnum í Katar, Hamad bin Khalifa Al-Thani. Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞRÁTT fyrir að skattalækkanir árið 2007 hafi ver- ið skynsamlegar til lengri tíma litið var tímasetningin óheppileg. Lækk- uninni var ætlað að mæta sam- drætti í hagkerf- inu en þar sem framleiðslu- spenna var enn mikil þegar skatt- ar voru lækkaðir leiddi aðgerðin til enn meira ójafn- vægis en ella. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Viðskipta- ráðs Íslands um þenslu hins opinbera. Sumir vilja hvorki sjá skattalækkanir í upp- sveiflu né niðursveiflu. En hvenær er rétti tíminn til að lækka skatta? Skattalækkanir á fyrirtæki árið 2002 afar vel heppnaðir „Þetta er það sem við stjórnmála- mennirnir heyrum, þegar það er þensla þá eykst hún með skattalækk- unum og þegar það er kreppa þá veit- ir ekki af tekjunum. Það má eiginlega aldrei lækka skatta og þess vegna finnst mér rétt það sem við gerðum að lækka tekjuskattinn fram í tím- ann,“ sagði Pétur Blöndal, alþingis- maður í pallborðsumræðum Við- skiptaráðs um útþenslu hins opinbera, þegar skýrslan var kynnt. „Það á að lækka skatta í niður- sveiflu og lækkun tekjuskatts á fyr- irtæki árið 2002 úr 30% í 18% er dæmi um ákaflega vel heppnaða skattalækkun sem kom á hárréttum tíma,“ segir Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Kaup- þings. Að mati Ásgeirs var tímasetningin hárrétt til þess að hressa við atvinnu- lífið. „Þegar hagnaður fyrirtækja var á leiðinni niður þá kom þessi skatta- lækkun sér afar vel,“ segir Ásgeir. Að hans sögn var skattalækkun á einstaklinga árið 2007 ekki vel heppnuð enda tímasetningin röng, og er hann því sammála því sem fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðs hvað það varðar. Hann er einnig þeirrar skoðunar að það hafi verið rangt að breyta virðisaukaskattinum því það var aldrei öruggt að breytingin myndi skila sér til neytenda og lækk- unin hafi verið til þess fallin að að hvetja áframhaldandi einkaneyslu. Skattalækkanir komi til fram- kvæmda hvenær sem er Skattalækkanir ættu fyrst og fremst að miða að því að auka skil- virkni og samkeppnishæfni hagkerf- isins fremur en að nota þær til sveiflujöfnunar, að mati Viðskipta- ráðs. Það er mjög æskilegt að hið op- inbera sé tilbúið að færa kaupmátt úr eigin höndum til einstaklinga og eins og reynslan sýnir geta langtímaeft- irspurnaráhrifin jafnvel komið að fullu í veg fyrir að tekjur hins op- inbera rýrni. Eftirspurn ætti í raun að aukast um leið og tilkynnt er um fyrirhugaðar skattabreytingar, jafn- vel þó þær komi ekki til framkvæmda fyrr en síðar. Með því að upplýsa um fyrirhug- aða skattalækkun er þegar búið að innleiða væntingar um aukinn kaup- mátt í neysluhegðun fólks. Það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að skattalækkanir komi til fram- kvæmda hvenær sem er. Þá er það hinsvegar nauðsynlegt, að mati Viðskiptaráðs, að hið opin- bera dragi úr útgjöldum samhliða skattalækkunum til að vega upp á móti þeim eftirspurnarþrýstingi sem auknum kaupmætti fylgir. Pétur Blöndal Ásgeir Jónsson Morgunblaðið/Golli Matvara Ásgeir Jónsson telur að það hafi verið rangt að breyta virðisaukaskattinum því það var aldrei öruggt að breytingin myndi skila sér til neytenda. Breytingin hafi verið til þess fallin að að hvetja áframhaldandi einkaneyslu. Vandmeðfarið að tímasetja lækkun  Skattalækkanir ættu fyrst og fremst að miða að því að auka skilvirkni og samkeppnishæfni  Lækkun á fyrirtæki árið 2002 kom á „hárréttum tíma“  Rangt að breyta virðisaukaskatti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.