Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 20
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Afhverju ætti ekki að þurfa að kennaforeldrum uppeldi?“ svarar GyðaHaraldsdóttir, sálfræðingur á Mið-stöð heilsuverndar barna, þegar
spurningin er borin upp. „Uppeldi barna er auð-
vitað mikilvægt starf sem hefur mikil áhrif til
frambúðar og er tiltölulega flókið. Þó virðist
vera gert ráð fyrir því að allir kunni sjálfkrafa
að ala börnin sín upp.“
Gyða bendir á að bæði börn og foreldrar séu
misjöfn. „Þess vegna er aldrei hægt að gefa ná-
kvæma formúlu fyrir því hvernig á að haga upp-
eldi. Hins vegar eru ákveðnar aðferðir í uppeldi
líklegar til að skila góðum árangri og sömuleiðis
eru ákveðnar aðferðir gagnslausar eða geta
gert illt verra. Eins er hægt að upplýsa foreldra
um hvers kyns heimilisaðstæður geta tengst lík-
um á því að barnið þrói með sér erfiðleika, t.d. í
hegðun eða á tilfinningasviðinu.“
Tímaleysi virðist vera mikill óvinur nútíma-
foreldra, ef marka má Gyðu sem er sammála því
að foreldrahlutverkið hafi mikið breyst frá því
sem áður var. „Þróunin hefur verið mjög hröð.
Það sem gagnaðist sem uppeldisráðgjöf fyrir
tuttugu árum gagnast ekkert endilega í dag
þannig að ráðleggingar afa og ömmu eiga ekki
alltaf við. Foreldrar þurfa að kenna börnunum
að varast ýmsar nýjar hættur, s.s. þyngri um-
ferð á götunum og ný fíkniefni. Eins eru hlutir,
sem í sjálfu sér eru ekki hættulegir en þarf að
kenna börnum að umgangast, eins og tölvur,
internetið og sjónvarp. Það er gífurlega mikil-
vægt að foreldrar ákveði hvaða aðgengi þeir
vilja að börnin hafi að þessum hlutum og t.a.m.
þarf að setja mjög skýrar reglur um hversu
miklum tíma ung börn mega eyða í sjónvarp og
tölvunotkun.“
Freistandi lausn
Oft verður tímaleysið hins vegar til þess að
börnin fá meiri aðgang að þessum miðlum en
gott reynist. „Ég geri ráð fyrir að enginn ætli
sér að láta barn sitja klukkustundunum saman
fyrir framan tölvu eða sjónvarp en það getur
orðið freistandi lausn „akkúrat núna“ – en sem
er notuð of oft.“
Til að uppeldi lánist vel er hins vegar mikil-
vægt að foreldrar ákveði frá upphafi hvernig
þeir ætla að haga því. „Það þarf ákveðið skipu-
lag, markmið og framtíðarsýn, rétt eins og í
hverri annarri vinnu,“ segir Gyða. „Fólk þarf að
mynda sér skoðun á því fyrirfram hverju það
Bestu stundirnar með börnunum eru
Morgunblaðið/G.Rúnar
Breyttir tímar „Það sem gagnaðist sem uppeldisráðgjöf fyrir tuttugu árum gagnast ekkert endilega í dag,“ segir Gyða Haraldsdóttir.
Foreldrastarfið er eitt það mik-
ilvægasta í heimi en þó eru litl-
ar sem engar hæfniskröfur gerð-
ar til þeirra sem taka það að sér.
Afraksturinn er enda misjafn.
En skyldi kannski þurfa að
kenna foreldrum uppeldi?
uppeldi
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Atli Vigfússon
Aðaldalur | „Árið 1975 fór ég á vefn-
aðarnámskeið og þannig kviknaði
áhuginn á því sem ég er að gera í
dag.“ Þetta segir Elín Kjartans-
dóttir sem býr í Norðurhlíð í Aðaldal
og hefur byggt upp og þróað Tóverið
Tumsu í gamla fjósinu á bænum. Tó-
verið er heill heimur út af fyrir sig af
handverki og ótrúlega margt að
skoða, enda sköpunarþörfin mikil.
Elín hefur sankað að sér náttúru-
legum hráefnum sem hún hefur unn-
ið með á marga vegu. Þar má nefna
leður, skinn, trjágreinar, grjót, horn
og bein. Og líka rusl eins og Elín
segir, en gamlar flíkur, tuskur, dag-
blöð, glerbrot og jafnvel ryðgaðan
gaddavír eru meðal efniviðarins sem
hún notar.
Reyndar rúmast Tóverið Tumsa
ekki alveg í fjósinu og starfsemin
hefur því víkkað út. Þannig eru horn
og bein höfð í vinnuherbergi inni í
íbúðarhúsinu ásamt gleri, steinum
o.fl.
Elín er félagi í handverkshópnum
Kaðlín á Húsavík sem er með eina 14
félagar sem hafa um árabil selt
ferðamönnum og héraðsbúum muni í
Pakkhúsinu við gamla kaupfélags-
planið. Hún segir vel hafa gengið hjá
Kaðlín í sumar, en félagar skipta á
milli sín afgreiðslunni.
Ostaskerar og hárprjónar
„Hornin þarf að pússa og sumt vil
ég pólera,“ segir Elín sem var önn-
um kafin úti í garði að vinna með
hreindýrshorn þegar fréttaritara
Morgunblaðsins bar að garði.
„Það kemur ryk af hornum og
beinum þegar þau eru pússuð og
þess vegna hef ég komið mér upp
þessari aðstöðu hér úti og vinn þenn-
an hluta horna- og beinavinnunnar á
sumrin.“
Á borðinu hefur hún marga litla
kassa með ýmum gerðum horna, auk
þess sem hún er með klaufir af hús-
dýrum sem hún gerir ýmislegt úr.
Þar eru lítil pússningarvél, tæki til
að pólera og bandsög sem hún sagar
hornin með. Sögin kemur að góðum
notum þegar hún gerir tölur, en þær
eru töluverður hluti framleiðslunn-
ar. Ekki eru þó öll horn póleruð því
alltaf þurfa einhverjir munir og
skraut að halda náttúrulegu útliti.
Hreindýrshornin bjóða upp á
marga möguleika og hefur Elín unn-
ið úr þeim skrautmuni og sköft, t.d. á
ostaskera og hnífasett, auk þess að
móta hárprjóna úr hornum og bein-
um, nælur og hálsmen. Tölur úr
steinum, gluggatjöld og lampa-
skermar úr alaskavíði og hrosshári
eru síðan enn fleiri dæmi dæmi um
skemmtilegt handverk Elínar.
Margt er hægt að spinna
Í aðalvinnustofunni í gamla fjós-
inu fer ullarvinnan fram. Þar er að
finna marga poka af ull, vefstól, hol-
lenskan rokk og fjölda sýnishorna af
úrvinnslu ullarafurða. Í gamla fjós-
inu er Elín líka með spuna af ýmsum
gerðum - birkilitaða ull, búkhár
hrossa, hundahár, kanínufiður,
katta-, kýrhala-, manns- og refahár,
sem og bæði tog og þel.
Elín hefur líka sótt margvísleg
handverksnámskeið í gegnum tíðina,
m.a. í beinavinnu, glervinnu, spuna,
vefnaði og þæfingu. Þær eru líka
ófáar sýningarnar sem hún hefur
tekið þátt í og hún hefur líka oftar en
einu sinni hlotið viðurkenningu fyrir
gott handverk.
„Ég hef gaman af að ramba á eitt-
hvað sem fellur í kramið og ég held
að það sé hollt að af hafa gaman af
vinnunni,“ segir Elín. Hún er bjart-
sýn á framhaldið í handverkinu,
enda er hún að undirbúa þátttöku í
sýningu sem haldin verður á vegum
Handverks og hönnunar í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Nytjamunir Tölur úr hreindýrshorni eiga vel við á mörgum flíkum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Handverkskona Elín Kjartansdóttir vinnur mikið með hreindýrshorn.
Búsáhöld Hreindýrssköftin sóma sér vel á hnífum og ostaskerum.
Tóverið Tumsa
er fjölbreytilegt
handverkshús
Sýning Handverks og hönnunar í
Ráðhúsi Reykjavíkur er haldin
dagana 31. október til 3. nóv-
ember.