Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Um árabilvar komiðfram við
heyrnarlaus börn
á Íslandi eins og
þau gætu ekki
lært. Menntun
þeirra var afar rýr, því þau
máttu ekki læra á eigin for-
sendum. Það hafði ekkert
með námshæfileika þeirra að
gera, heldur var þeim gert að
læra talmál, táknmál var
bannað og þannig reynt að
þvinga heim hinna heyrandi
upp á þau. Þegar börnunum
gekk illa að tileinka sér náms-
efnið var brugðist við með því
að halda áfram að kenna þeim
þetta sama námsefni, jafnvel
ár eftir ár. Og kennarar í
Heyrnleysingjaskólanum
sögðu nemendum sínum jafn-
vel að þeir væru byrðar á
samfélaginu.
Þetta þurftu þau að þola,
heyrnarlausu börnin, sem
sum hver voru send að heim-
an aðeins fjögurra ára gömul,
af því skólaskylda heyrnar-
lausra hófst við þann aldur.
Eini skólinn var í Reykjavík,
svo í reynd þýddi þetta að lítil
börn misstu tengsl við fjöl-
skyldur sínar og sum biðu
þess áreiðanlega aldrei bæt-
ur. Í þokkabót urðu þau sum
fyrir ofbeldi á meðan þau
dvöldu í skólanum.
Fjórir fyrrverandi nem-
endur Heyrnleysingjaskólans
rita grein í Morgunblaðið í
gær þar sem þeir rekja hug-
myndir sínar um
hvernig bæta
megi þeim og
samnemendum
skaðann. Þeir
vilja viðurkenn-
ingu á brotunum
og afsökunarbeiðni. Þeir vilja
tryggja að fagfólk verði feng-
ið til að aðstoða þá við að
glíma við afleiðingar þessa
uppeldis. Þeir fara líka fram á
að heyrnarlausum verði
tryggð endurmenntun og að
þeir sem urðu fyrir ofbeldi fái
fébætur.
Grein fjórmenninganna,
Önnu Jónu Lárusdóttur,
Berglindar Stefánsdóttur,
Guðmundar Ingasonar og
Trausta Jóhannessonar, um
þetta erfiða mál er skrifuð af
hófstillingu. Þau gera rétt-
mæta kröfu um að reynt verði
að bæta heyrnarlausum upp
allt það sem úrskeiðis fór.
Samfélagið brást þeirri
skyldu sinni að hlúa að og
mennta þessi börn, sem höfðu
það eitt sér til sakar unnið að
vera heyrnarlaus. Þótt slíkt
skilningsleysi sé til allrar
hamingju úr sögunni hefur
það skilið eftir fjölmennan
hóp, sem stendur höllum fæti
að ýmsu leyti.
Fjórmenningunum og sam-
nemendum verður aldrei
bættur skaðinn að fullu. En
samfélagið á að leggja
áherslu á að koma svo til móts
við þennan hóp að hann geti
gert upp fortíð sína.
Samfélagið brást
þeirri skyldu sinni
að hlúa að og
mennta þessi börn}
Bætt fyrir bernskuna
Allir skulu verajafnir fyrir
lögum og njóta
mannréttinda án
tillits til kynferð-
is, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar,
litarháttar, efnahags, ætt-
ernis og stöðu að öðru leyti,“
segir í 66. grein stjórnar-
skrárinnar.
Þetta ætti að blasa við í
upphafi 21. aldar, en sú er þó
alls ekki raunin ef marka má
könnun, sem Félagsvísinda-
stofnun gerði fyrir Alþýðu-
samband Íslands. Rúmur
þriðjungur svarenda á aldrin-
um 18 til 35 ára kvaðst telja
eðlilegt að Íslendingar nytu
betri kjara á vinnumarkaði en
fólk af erlendum uppruna.
Það merkilega við þessa
niðurstöðu er að langflestir
töldu að ASÍ ætti að leggja
áherslu á laun, jafnrétti og
mannréttindi.
Bara ekki fyrir útlending-
ana.
Langt er frá því að jafnrétti
ríki á íslenskum launamark-
aði. Mismunurinn á launum
karla og kvenna
virðist svo rótgró-
inn að ekkert hríni
á honum og þó
myndi ekki nokk-
ur maður voga sér að segja í
skoðanakönnun að konur ættu
skilið lægri laun en karlar.
Hvað veldur því að þeir,
sem voru spurðir í könnun-
inni, svara með þessum hætti?
Líta þeir svo á að útlendingar
séu ekki jafnir fyrir lögum?
Eiga þeir ekki að njóta mann-
réttinda? Eru þeir virkilega
þeirrar skoðunar að útlend-
ingur eigi skilið að fá lægri
laun fyrir að skúra eða stunda
heilaskurðlækningar en Ís-
lendingur?
Fjölmargir útlendingar
hafa ákveðið að setjast að á
Íslandi. Þeir eru hluti af ís-
lensku samfélagi og leggja
sitt af mörkum til þess, en því
miður eru brögð að því að
svindlað sé á þeim á vinnu-
markaði. Útlendingar eiga að
sitja við sama borð og aðrir
íbúar landsins. Eins og segir í
kjörorði ASÍ þá er bara einn
réttur.
Allir íbúar Íslands
sitji við sama borð }Einn réttur
Þ
að var ónotalegt að vakna á mót-
elinu Tulip Inn í smábænum
Mount Vernon fyrir skemmstu.
Þann morgun komst bærinn í
fréttirnar á CNN. Maður um þrí-
tugt hafði gengið berserksgang með byssu
kvöldið áður og myrt sex, þar á meðal aðstoð-
arlögreglustjórann á svæðinu. Og það var
kaldhæðnislegt að lesa í sömu andrá umfjöll-
un dagblaða vestra um þann úrskurð hæsta-
réttar Bandaríkjanna að byssueign eigi að
vera stjórnarskrárbundinn réttur hvers ein-
staklings. En þetta var eini skugginn á dvöl-
inni vestra.
Brúðkaup vina okkar hjóna, Erin og Daves,
fór fram á sjálfstjórnarsvæði indjána við Pull
& Be Damned Rd. Þar voru allir sérfræðingar í mál-
efnum hjartans. Í bókstaflegri merkingu. Brúðhjónin
hafa að lifibrauði að ómskoða hjörtu og gestirnir ýmist
skera þau upp eða lækna á annan máta. Og allir sem ég
gaf mig á tal við sögðust styðja Barrack Obama í kosn-
ingunum. Kannski út af málefnum hjartans. En flestir
voru efins um að hann bæri sigur úr býtum. Því viðhorfi
átti ég einnig eftir að kynnast í Seattle eftir brúðkaupið.
Það er eins og demókratar séu orðnir úrkula vonar um
að repúblíkönum verði komið frá.
Annars er Seattle með fegurri borgum, hæðótt og um-
lukin hafi og vötnum. Mér til ómældrar ánægju komst ég
að því að þetta er borg bókaormanna. Bókabúðir eru
nánast á öðru hverju götuhorni Seattle og flestar miðað
við höfðatölu í Bandaríkjunum. Jafnvel blaðamanni
bókaþjóðarinnar í norðri er dulin ráðgáta
hvernig allar þessar bókabúðir fá þrifist.
Ein ástæðan er kannski sú að þar er vagga
kaffimenningar í Bandaríkjunum. Kaffihús á
hinu götuhorninu (á móti bókabúðinni), oftast
Starbucks sem hóf göngu sína í borginni.
Kannski bókhneigðina megi rekja til rigninga
í Seattle – ég heyrði raunar að þar seldist
mest af varahlutum í rúðuþurrkur! Svo má ef
til vill rekja bókhneigðina til öflugs háskóla
og þekkingarfyrirtækja á borð við Microsoft
og Boeing.
Hvað sem því líður, þá leitaði ég uppi róm-
aða bókaverslun, Elliott Bay Book Company.
Þar var „virðulegur“ lögfræðingur, Vincent
Bugliosi, með Gail konu sinni, að kynna bók-
ina „The Prosecution of George W. Bush for Murder“.
Bugliosi segir innrásina í Írak hafa verið undir fölsku yf-
irskini og því eigi að ákæra Bush eftir að forsetatíð hans
lýkur fyrir „morðið“ á 4 þúsund bandarískum hermönn-
um í Írak og „að minnsta kosti 100 þúsund Írökum“.
Fulllangt seilst fyrir minn smekk. En auðvitað er það
stjórnarskrárbundinn réttur mannsins að halda þessu
fram. Ekki síður en að eiga byssu.
En nóg af fjöldamorðum. Þá er sú hlið Bandaríkjanna
sem lýst er í rómantísku gamanmyndinni Sleepless in
Seattle bjartari. Húsbátur Sams Baldwins, sem leikinn
var af Tom Hanks, er við Washington-vatn og ku vera til
sölu. Sam hélt til New York – lét hjartað ráða för.
Og það mætti huga betur að málefnum hjartans í
bandarísku þjóðfélagi. pebl@mbl.is
Pétur Blöndal
Pistill
Af málefnum hjartans
Hægt að afgreiða
samrunamál hratt
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
G
era má ráð fyrir að fram-
undan sé hrina samruna
fyrirtækja, ekki síst á
fjármálamarkaði, vegna
rekstrarerfiðleika. For-
stjóri Samkeppniseftirlitsins segir að
stofnunin sé í stakk búin að taka hratt
á slíkum brýnum úrlausnarefnum.
Samkeppniseftirlitið er nú með 10
samrunamál til meðferðar og hefur
afgreitt um 30 slík mál á árinu. Í fyrra
afgreiddi stofnunin 47 mál og 30 mál
2006.
Samruni fyrirtækja er gjarnan lið-
ur í hagræðingu. Halldór J. Krist-
jánsson, formaður Samtaka fjármála-
fyrirtækja og bankastjóri
Landsbankans, sagði í viðtali við
Morgunblaðið á laugardag að í flest-
um fjármálakerfum „byrji slíkir hag-
ræðingarmöguleikar á því að minni
fyrirtæki á markaði sameinist þeim
stærri,“ enda mun erfiðara fyrir
smærri og sérhæfðari fyrirtæki að
þrauka í niðursveiflu.
Samruni fjármálafyrirtækja er
háður samþykki Fjármálaeftirlitsins
og Samkeppniseftirlitsins en það er
meðal annars með til athugunar Sam-
runa Kaupþings og SPRON og kaup
Kaupþings á stofnfjárhlut í Sparisjóði
Mýrasýslu.
Gengur hratt fyrir sig
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, bendir á að
eftirlitið geti ógilt samruna eða sett
honum ýmis skilyrði. Í sambandi við
tímafresti, sem tóku gildi með breytt-
um lögum í vor, segir Páll Gunnar að
margir samrunar séu afgreiddir inn-
an 25 daga frests og samrunamál
gangi yfirleitt hratt fyrir sig. Þau séu
almennt af þeim toga að mikilvægt sé
fyrir fyrirtæki að fá skjóta úrlausn og
því taki afgreiðslan oft ekki langan
tíma. Samt fari tíminn eftir því hve
vel gangi að afla gagna í málum og
dæmi séu um það að beita hafi þurft
dagsektum til þess að fá fram nauð-
synleg gögn í mati á viðkomandi máli.
Í því sambandi má nefna að vegna
rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á
samruna SPRON og Kaupþings voru
ákveðnar dagsektir á Byr sparisjóð
þar sem upplýsingar bárust ekki
þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.
Að undanförnu hafa borist fréttir
um að samruni ýmissa erlendra fyrir-
tækja hafi gengið hratt í gegn. Páll
Gunnar dregur í efa að búið sé að af-
greiða alla viðkomandi samruna og
umræðan byggist á ákveðnum mis-
skilningi. „Það er alveg ljóst að sam-
keppnisyfirvöld hér eru á sama hátt
og samkeppnisyfirvöld í nágranna-
löndunum vel í stakk búin til þess að
taka hratt á málum, þegar brýn úr-
lausnarefni eru,“ segir hann. „Það
þarf ekki að óttast það að samruna-
mál gangi hægar fyrir sig hér en ann-
ars staðar, þótt óhjákvæmilega geti
brýn samrunamál hægt á vinnslu
annarra mikilvægra mála.“
Að sögn Páls Gunnars eru vísbend-
ingar um að eðli samruna, sem koma
til skoðunar hjá eftirlitinu, sé að
breytast. Undanfarin ár hafi uppkaup
fyrirtækja verið áberandi en líklegt
sé að samrunar, sem tilkomnir eru
vegna erfiðleika, verði algengari.
Tekur tillit til aðstæðna
Fyrir skömmu var greint frá fyrir-
hugaðri yfirtöku breska trygginga-
fyrirtækisins Lloyds TSB á breska
tryggingafyrirtækinu HBOS. Fram
kom að ríkisstjórn Gordons Browns
myndi greiða fyrir yfirtökunni og sjá
til þess að samkeppnislög kæmu ekki
í veg fyrir hana.
Páll Gunnar segir að hjá Sam-
keppniseftirlitinu sé svigrúm til þess
að taka tillit til alvarlegra erfiðleika í
rekstri hjá þeim sem í hlut eiga.
hverju sinni. Þetta sé atriði sem litið
sé til við aðstæður eins og nú ríki,
byggist viðkomandi samruni á því.
Morgunblaðið/Frikki
Erfiðleikar Steypustöðin og Mercur sameinuðust á sínum tíma í bygg-
ingavörufyrirtækið MEST, sem varð gjaldþrota í sumar.
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur
samkvæmt samkeppnislögum eftir-
lit með samruna fyrirtækja sem
falla undir lögin.
Skylt er að tilkynna samruna til
Samkeppniseftirlitsins þegar sam-
eiginleg heildarvelta viðkomandi
fyrirtækja er 2 milljarðar króna
eða meira á Íslandi og ársvelta að
minnsta kosti tveggja þeirra 200
milljónir eða meira. Ef sameiginleg
heildarvelta er meiri en milljarður
á ári hefur eftirlitið heimild til að
krefjast samrunatilkynningar.
Samruna þarf að tilkynna „áður
en hann kemur til framkvæmda en
eftir að samningur um hann er
gerður, tilkynnt er opinberlega um
yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki
er aflað.“
Samkeppniseftirlitið hefur 25
virka daga til að ákveða hvort taka
þurfi samruna til nánari athugunar
og síðan 70 virka daga til að skila
niðurstöðu. Heimild er til að fram-
lengja frestinn um allt að 20 virka
daga.
ALLT AÐ 115
DAGA FERLI››