Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 23
Gaman Samgönguviku lauk í gær og af því tilefni brugðu börn úr Húsa- og Ártúnsskólum á leik á Austurvelli.
G. Rúnar Blog.is
Lára Hanna Einarsdóttir | 22. sept.
Afmælisbarn mánaðar-
ins – að minnsta kosti
Eitt besta einstaklings-
framtak síðari ára held ég
að sé Okursíða dr. Gunna.
Íslendingar hafa löngum
verið mjög ómeðvitaðir
um verð, gert lítinn verð-
samanburð og lengst af
ekki haft um margt að velja (hafa svosem
ekki heldur núna í fákeppninni og sam-
ráðinu). En við erum afleitir neytendur og
látum ótrúlegustu hluti yfir okkur ganga
möglunarlaust, það held ég að flestir geti
verið nokkuð sammála um. Hér áður fyrr
var eini vettvangurinn til að bera saman
bækur sínar, segja dæmisögur og þvíum-
líkt, kaffistofur, saumaklúbbar og önnur
viðlíka mannamót – líklega einkum þar
sem konur komu saman.
Meira: larahanna.blog.is
Ágúst H Bjarnason | 22. sept.
Í dag er jafndægur á
hausti. Geta egg stað-
ið upp á endann í dag?
Í Skáldskaparmálum
Snorra-Eddu segir um
vorið að það sé frá jafn-
dægri til fardaga en þá
taki við sumar til jafn-
dægurs á hausti. Sam-
kvæmt því lauk sumrinu í gær.
Með orðinu jafndægur er átt er við þá
stund þegar sól er beint yfir miðbaug
jarðar, sem í fornu máli hét jafndæg-
urshringur, og dagur og nótt eru jafnlöng
um alla jörðina. Þetta gerist tvisvar á ári,
Meira: agbjarn.blog.is
Í MORGUNBLAÐINU
sunnudaginn 10. september sl.
birtist viðamikil umfjöllun um
mismunandi skoðanir innan
lögreglunnar um frekari end-
urskipulagningu hennar.
Sú framtíðarsýn að lög-
reglan á Íslandi verði ein
stofnun í fjárlögum þýðir ekki
að það verði bara einn lög-
reglustjóri sem stýri öllu frá
Reykjavík. Heppilegt er að
auk ríkislögreglustjóra verði
sex svæðisbundnir lög-
reglustjórar hver með ábyrgð á sínum lands-
hluta varðandi þau skilgreindu verkefni sem til
hans falla. Jafnframt verði deildir undir stjórn
eins eða fleiri lögreglustjóra með lands-
vísuverkefni svo sem fjarskiptamiðstöð, al-
mannavarnadeild, efnahagsbrotalögreglu,
tæknirannsóknarstofa á landsvísu, al-
þjóðadeild, greiningardeild, rannsóknardeild
sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi á
landsvísu, kynferðisbrotadeild, rannsóknir
tölvubrota, deild sem rannsakar alvarleg of-
beldisbrot og sérsveit með landsumboð.
Fjarskiptamiðstöðinni var komið upp í
tengslum við Neyðarlínuna og starfar hún nú
ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
með öðrum samstarfsaðilum í Skógarhlíð og í
samvinnu við sérsveit, greiningardeild og al-
þjóðadeild embættisins. Samvinna
samstarfsaðila í Skógarhlíð hefur
tekist mjög vel og er algengt að er-
lendir samstarfsaðilar leiti hingað að
fyrirmyndum. Ein fjarskiptamiðstöð
lögreglu fyrir allt landið var í raun
fyrsti vísir að þeirri skipan að lög-
reglan á Íslandi yrði eitt lögreglulið.
Hún skapaði grundvöll til þess að
færri lögreglumenn þyrftu að starfa
inni á lögreglustöðvum á landinu og
gætu þess í stað sinnt eftirliti á göt-
um úti. Áður voru starfræktar fjar-
skiptamiðstöðvar hjá einstökum lög-
regluliðum. Vegna fámennis íslensku
lögreglunnar þurfti einungis eina
fjarskiptamiðstöð fyrir landið allt, sérstaklega
þar sem fyrirsjáanlegt var að Tetra fjarskipti
myndu verða á landsvísu. Þá var það sameig-
inleg niðurstaða lögreglustjóranna að ein fjar-
skiptamiðstöð skyldi starfrækt, að óeðlilegt
væri að hún væri staðsett hjá einum þeirra,
heldur væri rétt að ríkislögreglustjóri starf-
rækti slíka miðstöð sem ætti að þjóna öllum
lögregluliðunum jafnt.
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins setur
einnig fram þá hugmynd í Morgunblaðinu að
sameina ætti embætti ríkislögreglustjóra og
lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lög-
reglustjórinn á Suðurnesjum tekur undir þessi
sjónarmið og nefnir sem fordæmi að ríkistoll-
stjóri hafi verið lagður niður og sameinaður
tollstjóranum í Reykjavík. Í því sambandi má
benda á nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar
þar sem beinlínis er gerð tillaga um að embætti
ríkistollstjóra verði stofnað á ný til þess að gera
meiri miðstýringu mögulega og auka þar með
getu til þess að ná betri árangri í baráttunni við
innflutning fíkniefna. Í þessu sambandi má
spyrja: úr því að hægt væri að sameina emb-
ætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu, hvað er þá því til fyr-
irstöðu að sameina alla lögregluna í eina stofn-
un?
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tel-
ur að með því að færa löggæsluverkefni frá rík-
islögreglustjóra til hans embættis, skapist hag-
ræðingarmöguleikar og tækifæri til að taka til í
yfirmannalagi lögreglunnar. Þessi fullyrðing
vekur furðu nema hann eigi við að með sér-
sveitinni fái hann hlutfallslega fleiri undirmenn
heldur en yfirmenn sem lagi samstundis hlut-
fall yfirmanna og undirmanna innan hans liðs
sem er náttúrulega tær tölfræðisnilld.
Í umfjöllun Morgunblaðsins er haft eftir að-
stoðarlögreglustjóra í dönsku lögreglunni um
nýlegar skipulagsbreytingar þar að í gömlu
góðu lögreglunni gættu margir lögreglumenn
fyrst og fremst lampanna á skrifborðinu en
voru ekki úti á meðal fólksins þar sem glæpa-
mennirnir starfa. Miklu skiptir að kjarna-
starfsemi lögreglunnar sem er hin almenna
löggæsla gleymist ekki við skipulagningu lög-
regluliða og að kjarninn í starfi lögreglunnar
fer fram úti í samfélaginu en ekki inn á lög-
reglustöðvum.
Við sameiningu lögregluliða á höfuðborg-
arsvæðinu skapaðist kjörið tækifæri til að bæta
hér úr, einfalda skipulag, fækka yfirmönnum
og fjölga lögreglumönnum á götunni. Ekki
verður betur séð en að yfirmannastöðum, inni-
störfum og deildum hafi fjölgað við samein-
inguna. Þá hefur komið fram gagnrýni frá við-
komandi sveitarstjórnum að lögreglumönnum
á götunni hafi fækkað og þjónusta verið skert
við íbúana.
Þá starfa hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins,
lögreglumenn í ýmsum verkefnum sem skrif-
stofufólk gæti innt af hendi. Tilfærsla sér-
sveitar og fjarskiptamiðstöðvar til lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu breytir engu þar
um. Sérsveitin starfar þegar í dag að stærstum
hluta í umdæmi lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu og til að auka viðveru hennar á göt-
unni verður það ekki gert nema sérsveitin
hætti að sinna löggæslu í öðrum umdæmum.
Sú skipan yrði til þess að halla verulega á lög-
regluna og samfélögin á landsbyggðinni.
Eftir Jón F. Bjartmarz »Ein fjarskiptamiðstöð fyrir
lögregluna á landsvísu var í
reynd fyrsti vísir að því að
sameina alla lögregluna í eina
lögreglustofnun.
Höfundur er yfirlögregluþjónn.
Fjarskiptamiðstöðin og eitt lögreglulið
Jón F. Bjartmarz
SÚ var tíð að hinn hægrisinnaði
kjósandi hafði eingöngu um tvennt
að velja þegar kosningar voru
haldnar – að kjósa ekki (eða skila
auðu) eða kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn var sá eini
sem talaði hreint út um takmörkuð
ríkisafskipti, lækkun skatta og af-
nám hafta og sérhagsmunagæslu.
Oft var meira sagt en gert, en yfir
lengri tíma litið var þróunin yf-
irleitt í frjálsræðisátt þegar sjálf-
stæðismenn sátu í ríkisstjórn.
Nú er öldin önnur. Samviska
flokksins, Heimdallur, er þögnuð.
Atkvæðin tínast af flokknum eftir
því sem hann leitar lengra inn á
heimaslóðir miðju- og vinstrimanna.
Viðbrögðin við því eru
að leita enn lengra á
þær hættulegu slóðir
þar sem hugsjónir og
stefnufesta víkja fyrir
samræðustjórnmálum
og vindhanasnúningi.
Sjálfstæðisflokkurinn
er nær óþekkjanlegur
frá því sem áður var.
Hann er farinn að
lykta af útvötnuðum
sósíalisma allra hinna
flokkanna. Hvernig
stendur á því?
Oft heyrist það sagt að stjórn-
málin snúist ekki lengur um deilur
hægri- og vinstrimanna sem karpa
sín á milli um hvort sé nú betra,
markaðsbúskapur eða öflugt og
allsráðandi ríkisvald. Í
staðinn sé kominn einn
stór hrærigrautur þar
sem allt er opið fyrir
umræðu og farsælasta
lausn er sú sem sem
flestir geti komið sér
saman um.
Sjálfum hugnast
mér ekki bragðið af
slíkum graut frekar en
bragðið af hafragraut
þar sem mygluðum
höfrum er blandað
saman við ferska. Þótt
grauturinn sé bragðbættur með
sætindum þá eyðileggja mygluðu
hafrarnir alltaf bragðið og ber að
fjarlægja úr uppskriftinni. Sjálf-
stæðisflokkurinn getur ekki höfðað
til hægrimanna um leið og hann
gælir við hugsjónir og hugðarefni
vinstrimanna. Það er óhreinskilinn
málflutningur.
Deila hægri- og vinstrimanna –
þeirra sem trúa á frjálsan markað
og þeirra sem trúa á þanið ríkisvald
– er ennþá bráðlifandi þegar yf-
irborð umræðunnar hefur verið
skafið af. Annaðhvort minnkar rík-
isvaldið og hinn frjálsi markaður
vex, eða öfugt. Annaðhvort stendur
til að lækka skattbyrðina eða ekki.
Ætlunin er annaðhvort sú að hlúa
að frelsi og einstaklingsframtaki
eða herða að hvoru tveggja. Frelsi
eða helsi. Þessir tveir pólar takast
á, sama hvort stjórnmál eru kölluð
umræðustjórnmál eða hreinræktuð
pólitísk átök hugmyndafræðikerfa.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera
búinn að missa stöðu sína sem hið
eina mögulega athvarf hægrimanna
í kosningum. Mun annar flokkur
fylla í skarðið, hristir Sjálfstæð-
isflokkurinn af sér slikju sósíal-
demókrata eða á að láta atkvæði
hægrimanna falla dauð niður?
Hvað kom fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Eftir Geir Ágústsson » Sjálfstæðisflokk-
urinn virðist vera
búinn að missa stöðu
sína sem hið eina mögu-
lega athvarf hægri-
manna í kosningum.
Hvað verður nú um at-
kvæði þeirra?
Geir Ágústsson
Höfundur situr í stjórn Frjáls-
hyggjufélagsins og starfar sem
verkfræðingur í Danmörku.