Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 25

Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 25 ÞRÁTT fyrir al- menna sátt um að karl- ar og konur eigi að vera jafn mikils metnir ein- staklingar hvílir ójafn- réttið eins og mara á samfélaginu. Launa- kannanir sýna að enn bera konur minna úr býtum fyrir störf sín en karlar, konur þrífa heimilin oftar en karlar og það þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna sé hvergi meiri en á Íslandi. Þá þekkja afar fáir íslenskir karlar það að starfa með börnum, sjúkum eða öldruðum. Rót vandans liggur oft í fyrirfram ákveðnum kröfum sem við fullorðna fólkið gerum til kynjanna, stelpur „eiga“ að vera penar og prúðar á meðan strákum „leyfist“ meiri gassa- gangur og við gerum jafnvel minni kröfur til þess að þeir hlýði. Stelp- ustrákar og strákastelpur eru svo „undantekningin“. Þetta læra börnin af okkur, því við fæðingu eru börn fullkomlega for- dómalaus, frjáls og óháð fyrir fram gefnum hugmyndum um hefðbunda hlutverkaskiptingu kynjanna. Á ein- hverjum tímapunkti læra börn hvað sé „eðlilegur“ leikur eða hegðun fyrir sitt kyn. Á sama tíma og við fullorðna fólkið ætlumst til þess að pabbi og mamma beri ábyrgð á barnauppeldi fá flestar stelpur dúkk- ur og annað dót sem notað er til að herma eftir foreldrahlutverk- inu og heimilisstússi en færri strákar fá slíkt að gjöf. Stelpum er svo síður uppálagt að æfa sig í bílaakstri því þær fá enn síður dótabíl að gjöf en drengir, þó nær allar konur á Íslandi séu ökumenn. Jöfn tækifæri felast ekki síst í þeim skilaboðum að valið sé þeirra, al- gjörlega óháð kyni. Fyrir rúmum þremur árum leituðu jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbær eftir samstarfi við fjölda aðila til að halda ráðstefnu um jafnrétti í leik- og grunnskólum. Skemmst er frá því að segja að hundruð kennara, foreldrar og fræði- menn sóttu ráðstefnuna „Kynlegur skóli“. Áhuginn frá starfsfólki skól- anna og hjá foreldrum var gríð- arlegur en nánast allt námsefni skorti. Ákveðið var að bæta þyrfti verulega úr námsefnisskortinum, finna bestu leiðirnar til að þróa að- ferðir og miðla þeim milli aðila til að efla jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum. Metnaðarfulla samstarfsverkefnið „Jafnrétti í leik- og grunnskóla“ sem stór og kraftmikill hópur á vegum Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar, Akureyrar, Kópavogs, Mosfells- bæjar, Jafnréttisstofu og félagsmála- ráðuneytisins stendur að, hefur nú hafið göngu sína. Í tengslum við verkefnið hafa tveir metnaðarfullir skólar í Reykjavík, Vogaskóli og Múlaborg, ákveðið að taka þátt í tilraunaverkefninu og von- andi fylgja fleiri í kjölfarið. Með verkefninu gefst kennurum, foreldrum og öðrum áhugasömum tækifæri til að afla sér þekkingar um hvernig færa má jafnréttisfræðslu inn í kennslustofuna til barnanna í gegnum sérstaka vefsíðu. Vefsíðunni er einnig ætlað að miðla því sem vel gengur til annarra og þannig að við getum stuðlað að því að börnin okkar verði frjáls og fordómalaus og velji sér hlutverk og starf eftir áhugasviði, en ekki kyni sínu. Vonandi mun þetta samstarf skóla, foreldra, ríkisvalds- ins, sveitarfélaganna og atvinnulífs- ins stuðla að uppvexti fordómalausr- ar kynslóðar sem ekki er föst í viðjum vanans, kynslóðar sem hefur fjöl- breytt tækifæri til að láta drauma sína rætast. Hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á: www.jafnrettiiskolum.is/ Jafnrétti í leik og grunnskólum Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar um jafnrétti í skólum » Á einhverjum tíma- punkti læra börn hvað sé „eðlilegur“ leik- ur eða hegðun fyrir sitt kyn. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Höfundur er fyrrverandi formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkur. AÐ tillögu bygging- arfulltrúa Reykjavíkur hefur borgarráð hinn 17.7. 07 staðfest sam- þykkt skipulagsráðs um að dagsektum skuli beitt til að knýja á um að „óleyfisþakgluggar“ á húsinu Lambhól, skuli fjarlægðir, og að látið verði af „óleyfisbúsetu“ í bílageymslu. Húsið Lambhóll er í raun tvö sambyggð hús byggð á mismunandi tímum (1924 og 1952), Eldri hluti hússins er tvær hæðir og ris (tveir eignahlutar/ íbúðir) og nýrri hluti, kjallari tvær hæðir og ris (þrír eignahlutar/ íbúðir). Þegar nýrri hluti hússins var byggður lokuðust af gluggar á gafli í tveimur risherbergum eldri hluta hússins þannig að þau urðu glugga- laus og var þá meiningin að setja þakglugga á herbergin í staðinn. Ris- herbergin tilheyra sitt hvorri íbúð- inni í eldri hluta hússins. Fyrir fáein- um árum létu eigendur neðri hæðar (eldri hluta) setja þakglugga á sitt herbergi, án athugasemda frá öðrum eigendum, enda samkomulag um að gluggi yrði líka settur á herbergi efri hæðar síðar. Einnig hefur verið sett- ur þakgluggi og svalir á ósamþykkta risíbúð nýrri hluta hússins. Ekki er byggingarleyfi fyrir neinum af þess- um framkvæmdum. Eigendur efri hæðar (eldri hluta) hafa í tvö ár reynt að fá samþykki fyrir ísetningu glugga á sitt þakher- bergi og í því samhengi bent bygg- ingarfulltrúa á aðra „ólöglega“ þak- glugga og svalir hjá þeim sem mótmæltu ísetningu þakglugga á ris- herbergi efri hæðar. Bygging- arfulltrúi hlyti þá að krefjast þess að aðrir ólöglegir þakgluggar og svalir yrðu fjarlægðar af húsinu. Einnig var byggingarfulltrúa bent á að samkv. 79. gr. bygging- arreglugerðar er skylda að hafa glugga á íbúðarherbergi sem umrætt herbergi er samkv. þinglýstum sameignarsamningi frá 1958. Þrátt fyrir ótal bréf tölvupósta, og samtöl við embætti byggingarfulltrúa í tvö ár, þar sem beðið var um að hann aðhefðist eitthvað í málinu, ákvað hann að gera ekkert. Eigendur efri hæðar vildu ekki una slíku ójafnræði og ákváðu í mars sl. að setja glugga á sitt þakherbergi þrátt fyrir ábendingu byggingarfull- trúa um að slíkt væri óleyfilegt. Þá létu viðbrögð byggingarfull- trúa ekki á sér standa. Hann keyrir í gegnum skipulags- og borgarráð að dagsektum skuli beitt til að knýja á um að þeir skuli fjarlægðir. Það væri svo sem í lagi ef það sama myndi þá gilda um aðra óleyfisþakglugga á húsinu. En nei, bara gluggar efri hæðar skulu fjarlægðir en aðrir fá að standa. Eigendur efri hæðar gapa af undrun og spyrja hvort ekki eigi að gilda jafnræði. Svar lögfr.deildar Reykjavíkurborgar er: „Borgarinn getur ekki vænst þess að öðlast rétt á grundvelli óréttar annars með vís- an til jafnræðis.“ Þannig að bygging- arfulltrúi getur valið úr hverjir eru beittir dagsektum og hverjir ekki fyrir sama brot í sama húsi. Þetta er merkileg stjórnsýsla Byggingarfulltrúi ákveður einnig með fulltingi skipulags- og borg- arráðs að dagsektum skuli beitt vegna „ólöglegrar notkunar á bíl- skúr“ þ.e. bílskúrinn „hefur verið tekinn til íbúðar“ hvernig svo sem það hefur verið sannreynt. Engin kvörtun hefur komið fram, nema þá beint til byggingarfulltrúa, engin húsfélagssamþykkt hefur mótmælt því hvernig bílskúrinn er nýttur og einnig hefur kærunefnd fjöleigna- húsamála komist að þeirri nið- urstöðu í máli 62/1999 að samkv. 75. gr. laga um fjöleignahús, sé nýting bílskúrs til útleigu og íbúðar ekki andstæð lögum, enda sé ekki sér- stakt ónæði af því hvernig bílskúrinn sé nýttur umfram það sem „eðlilegt má teljast“. En nei, bygging- arfulltrúi veit betur og vísar í 11. gr. byggingareglugerðar þar sem segir: „Óheimilt er að grafa grunn, reisa hús, rífa hús, breyta því að innan eða utan, burðarkerfi þess, formi, svip- móti, eða notkun þess eða gera önn- ur þau mannvirki sem falla undir ákvæði reglugerðar þessar nema að fengnu leyfi sveitarstjórnar.“ Ja langt skal seilst. Hvað ætli það séu margir bílskúrar í Rvk. „sem hafa verið teknir til íbúðar?“ eða þá íbúðir sem breytt hefur verið að inn- an án leyfis sveitarstjórnar. Það eru líklega mjög margir samskonar lög- brjótar til í Reykjavík, en bygging- arfulltrúi velur þá sem teknir eru fyrir enda getur „Borgarinn ekki vænst þess að öðlast rétt á grund- velli óréttar annars með vísan til jafnræðis.“ Það er erfitt að lýsa því hvernig eigendur efri hæðar upplifa þessa framgöngu byggingarfulltrúa. Er þetta virkilega hægt? Hvernig virkar þessi jafnræðisregla stjórnarskrár- innar eiginlega. Geta embættismenn með fulltingi sveitarstjórna að vísu, ákveðið að ákveðnir aðilar komist upp með „lögbrot“ sem bent hefur verið á, en aðrir ekki. Skrítin stjórnsýsla og jafnræðissýn byggingar- fulltrúa Reykjavíkur Kristján Krist- jánsson segir frá samskiptum sínum við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar » Þannig að bygging- arfulltrúi getur valið úr hverjir eru beittir dagsektum og hverjir ekki fyrir sama brot í sama húsi. Þetta er merkileg stjórnsýsla. Kristján Kristjánsson Höfundur er sjálfstætt starfandi og eigandi íbúðar í Lambhól. VIÐ lifum nú sér- kennilega tíma á fjár- málamarkaði. Það virð- ist orðið þykja óeðlilegt að leyfa verði að lækka og að fyrirtæki fari í gjaldþrot. Skortsala er tímabundið bönnuð í BNA og Evrópu. Í hverju felst skynsemi nýlegra inngripa rík- isvaldsins? Skortsalar eru ekki vandamál fjármálakreppunnar. Fyrir utan mikilvægi skortsölu í áhættu- stýringu þá er skort- sala m.a. aðferð til að leyfa þeim sem hafa þá skoðun að verð sé of hátt að hagnast á skoðun/greiningu sinni. Á sama hátt eru kaup aðferð til að leyfa þeim sem hafa þá skoðun að verð sé of lágt til að hagnast á skoðun/ greiningu sinni. Þegar þessir tveir kraftar takast á myndast jafnvægi og verð myndast á markaði. Kerfið byggist þannig á því að aðilar á mark- aði finni það út í viðskiptum sín á milli hvað sé eðlilegt verð. Ef það er skoð- un einhvers að verð sé orðið of lágt hlýtur sá hinn sami að meta það sem tækifæri að kaupa sem aftur dregur úr eða snýr við lækkun og þannig myndast markaðsverð að lokum. Skortsala er þannig hluti af eðlilegri verðmyndum og eykur skilvirkni markaða á sama hátt og kaup hafa áhrif til hækkunar. Ef það er rétt að nú sé eðlilegt að banna skortsölu af því að verð sé orð- ið of lágt – þá væri jafneðlilegt að banna kaup þegar verð er orðið of hátt. Hver á svo að dæma hvort verð sé of lágt eða of hátt – ríkið? Ef þetta bann ætti ein- hvern rétt á sér ætti það að gilda í báðar áttir. Ef við gerum slíkt erum við búin að búa til fastgengi – fastgengi á verðbréf – vill það einhver?! Slíkt er náttúrlega fjarstæða. Okkar kerfi byggist á því að „rétt verð“ er það verð sem aðilar á mark- aði koma sér saman um en ekki ákvarðað af rík- inu. Bann við skortsölu er hugsanavilla. Ein aug- ljós skammtímaafleiðing tímabundins banns er að þá mun verð jú hækka. Ástæða hækkunar er ekki betri staða fyr- irtækja heldur að verk- færi þeirra sem telja verð enn of hátt er bann- að. Ennfremur neyðast slíkir aðilar í einhverjum tilvikum til að loka sínum stöðum sem aftur veldur hækkun án innistæðu. Hvað gerist svo þegar tímabundnu banni er aflétt? Annar útbreiddur misskilningur er að það sé sérstök ástæða til að banna nakta (e. naked) skortstöðu. Nakin skortstaða er skortsala sem er ekki gerð í þeim tilgangi að verja eign. Dettur einhverjum í hug að banna nakin kaup? Slíkt er álíka gáfulegt. Nakin kaup eru kaup á verðbréfum án þess að verið sé að verja skuld. Ef þessi rök ættu að gilda ættu þau líka að gilda fyrir kaup. Þá væri bannað að kaupa verðbréf ef yfirvöldum þætti verðið of hátt – nema viðkom- andi skuldaði bréfin áður en hann keypti þau! Slíkt gengur augljóslega ekki upp. Bann við skort- sölu – skortur á skynsemi Jón Helgi Egilsson segir bann við skortsölu hugs- anavillu Jón Helgi Egilsson »Hækkun í kjölfar banns er ekki vegna betri stöðu fyrirtækja heldur að verk- færi þeirra sem telja verð enn of hátt er bannað. Höfundur kennir fjármálaverkfræði. KRISTNI Íslend- ingur, þú sem skírður hefur verið í nafni Guðs föður, sonar og hins heilaga anda. Veistu að þegar þú ómálga og ósjálfbjarga klæddur hvítum skrúða varst borinn af umhyggju og kærleika af þeim sem elska þig mest upp að brunni réttlætisins til að laugast í vatni og anda, þá varstu tengd- ur við lífið. Sambandið er þráð- laust, uppsprettan eilíf, þú ert sítengdur. Gjaldið hefur verið greitt í eitt skipti fyrir öll, af honum, sem er upp- sprettan og viðheldur straumnum, af honum, sem er lífið. Hann hefur krýnt þig náð og miskunn og gert þig að erfingja eilífðarinnar. Horfðu í augun á Jesú Og þegar þér finnst þú lítils virði, líður illa, ert umkomulaus. Horfðu þá í augun á frelsaranum þínum, Jesú Kristi. Honum sem hefur tekið þig sér í fang og heitið þér eilífri sam- fylgd. Eftir því sem þú horfir lengur og dýpra í augun á honum munt þú finna að þú ert elskaður af ómót- stæðilegri ást. Þú munt finna hve óendanlega dýrmætur þú ert. Elsk- aður út af lífinu. Elsk- aður af sjálfu lífinu. Af honum sem er upp- spretta lífsins, upprisan og lífið sjálft. Honum sem sagði: Ég lifi og þú munt lifa! Hann vakir yfir þér Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka. Hann sigraði dauðann og lífið þér gaf. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðm- inum þínum ég hvíla vil í. Ekki nóg að vita af veginum Látum ekki fara fyrir okkur eins og manninum sem vissi um veginn til himins í gegnum frelsarans slóð. Hann kunni bæði sálma og bænir, sögur og ljóð. Samt fór hann aldrei veginn hvernig sem á því stóð. Gleymum ekki sjálfum okkur. Gleymum því ekki hver við erum og hvert við viljum stefna. Gleymdu ekki hver þú ert Ef þér líður illa horfðu þá í augun á frelsara þínum seg- ir Sigurbjörn Þor- kelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Sambandið er þráðlaust, uppsprettan ei- líf, þú ert sí- tengdur. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.