Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 27 MINNINGAR ✝ Gissur Björn Ei-ríksson fæddist í Reykjavík 5.11. 1956. Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík föstudag- inn 12.9. síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Eiríkur Björnsson verka- maður, ættaður úr Jökulsárhlíð f. 30.10. 1914, d. 8. 3. 1998 og Ólöf Giss- urardóttir verka- kona og húsmóðir, f. 16.1. 1916, d. 7.9. 1995. Bræður Gissurar voru Franz Gíslason leiðsögumaður, kennari og þýð- andi f. 19.11. 1935, d. 26.4. 2006 og Ágúst Ragnar Gíslason raf- virki, f.3.10. 1938, d. 9.4. 2001. Gissur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann lauk grunnskólanámi í Miðbæjarskóla/ Austurbæjarskóla 1970 og gagnfræða- prófi í Vogaskóla 1973. Sumarið 1970 var hann í sveit og dvaldi þá á Núpum í Fljótshverfi en næstu sumur vann hann hjá Reykjavík- urborg. Sumrin 1973 og 1974 var hann á skipum Eim- skipafélagsins, Goðafossi og Lag- arfossi. Hann sat í Iðnskólanum í Reykjavík veturinn 1974–75 og bjó hjá foreldrum sín- um til ársins 1986 en var síðast til heimilis að Hátúni 10. Gissur gaf út árið 2001 geisladisk þar sem hann söng eigin lög og texta. Gissur Björn verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju Gissur Björn Eiríks- son er lést á Borgarspítalanum 14. september síðast liðinn eftir skamma legu aðeins 51 árs. Á hljóð- legan hátt komst þú inn í þennan heim Gissur minn og hljóðleg var lífsgangan öll. Ungur veiktist þú af geðsjúkdómi er markaði djúp spor í þinni lífsgöngu og möguleikum þín- um í lífinu. Sjúkdómur er enn er hafður í þagnargildi hjá mörgum þótt margt hafi áunnist í þeim efn- um, sem betur fer, í þjóðlífi voru. Ég sem þessar línur rita var svo heppinn að fá að kynnast þér fyrir þremur ár- um. Á þessum tíma höfum við hist nær daglega og átt saman góðar stundir í blíðu og stríðu. Þar kynntist ég góðum dreng. Bak við grímu sjúk- dómsins fór samviskusemi, hógværð, trúmennska, háttvísi og trygglyndi en þetta eru þau orð sem koma upp í huga minn á kveðjustund þinni. Ég vil þakka þér, Gissur minn, fyrir all- ar samverustundir og vináttu er þú færðir mér og aldrei bar skugga á. Lífsganga þín er nú á enda runnin. Á hljóðlegan hátt kvaddir þú þessa jarðvist er mátti færa þér meiri auðnuspor. En spor þín marka þó í vitund minni æðruleysi og trú á manninn. „Einum of snemma, hinn alvitri kallar.“ Nú er þinni jarðvist lokið og þrautum þínum. En megi þín lífsganga verða okkur ljós til betra mannlífs á þessari jörð sem þú kenndir okkur með framkomu þinni í erfiðri sjúkdómsraun. Nú hverfur þú af þessari jörð alltof fljótt, frá þeirri mold er allir eru sprottnir frá og hverfa til að lokum. „Sá ungur and- ast, er ungur fullorðin.“ Ég undirrit- aður og starfsfólk Hátúns vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur. Hvíldu í friði, mæti vinur. Eyjólfur Magnússon Scheving. Gissur Björn Eiríksson ✝ Junya Nakanofæddist í Yama- guchi-fylki í Japan 10. febrúar 1969. Hann lést í bílslysi 16. september síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Yoshiko Nakano húsmóðir, f. 5. jan- úar 1941 og Satoshi Nakano fv. verk- smiðjustjóri, f. 2. október 1940. Syst- ir Junya er Kaoru Nakano afgreiðslu- kona, f. 11. mars 1967, ekkja. Hún á eina dóttur, Mayu, f. 30. september 1997. Eiginmaður Junya er dr. Ey- þór Eyjólfsson, Business Director Japan og Eyjaálfa hjá Glitni, f. 29. júlí 1963. Foreldrar hans eru Eyjólfur G. Jónsson fv. tann- smiður, f. 18. apríl 1938 og Inga Jóna Sigurðardóttir fv. hjúkr- unarritari, f. 14. marz 1939. Ey- þór og Junya hófu sambúð árið 1989, er báðir stunduðu háskóla- nám í Hiroshima. Eftir 19 ára sambúð staðfestu þeir samvist sína í Reykjavík 27. des- ember 2007. Junya ólst upp í borginni Nara og hóf nám í sjávarlíffræði við háskólann í Hiros- hima árið 1987. Á háskólaárum sínum fór hann jafnframt í þýskunám til Þýskalands og lauk síðan námi með M.Sc. gráðu í sjávarlíffræði frá háskólanum í Hiroshima árið 1995. Frá 1995 til 2004 vann Junya hjá Stolt Cocoon K.K., sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu sjávarafurða í Japan, síðast sem forstjóri fyrirtækisins og dótturfyrirtækis þess. Eftir að Junya lauk störfum hjá Stolt Cocoon K.K., starfaði hann með eiginmanni sínum við ferðaþjón- ustu. Junya verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Fyrirgefið, en ég skrifa þessa grein af hreinni sjálfselsku. Og er þakklátur fyrir að hún verði birt. Því ég er að drukkna. Og þetta er síðasta kallið mitt áður en ég drukkna. Í fyrradag skall á mér alda. Mér lá við drukknun um stund. En síðan skall á önnur alda, svo hin þriðja. Og þær halda áfram að steypa sér yfir mig og toga mig með sér á haf út. Ég veit ekki lengur af hverju ég stend í fæturna. Ég veit ekki af hverju ég læt mig ekki reka með einni þeirra út á haf. Vota gröf fyrir mig. Vot var gröf mannsins míns. Vera við hlið hans. Þar sem ég hef verið síðustu 20 árin. Tveir bláfátækir stúdentar fyr- ir 20 árum í háskólanum í Hiros- hima: að öllu leyti ólíkir. Annar er lít- ill, hinn er stór. Annar er Japani, hinn er Íslendingur. Annar í raun- greinum, sem kryfur mál til mergj- ar, á vísindalegan hátt. Hinn í heim- spekideild, flækir mál ef hægt er, klæðir þau í retórískan búning. Ann- ar alinn upp í anda Búdda, hinn í anda Krists. Tveir heimar mætast. Þeir kenna hvor öðrum. Og þeir kynnast. Lifa þannig í 20 ár. Því meir sem þeir kynnast, því meir elska þeir hvor annan. Tveir heimar verða að einum. Heimur þar sem kynþáttur, trúarbrögð, kynhneigð eru ekki til. Þeirra heimur. Þú elskaðir allt líf, Junya. Öll dýr- in þín. Hundana okkar. Blómin. Þú leitaðir að fegurð og þú ræktaðir hana. Hlúðir að öllu sem brothætt var, en varst samt sjálfur brothætt- astur allra. Þú skildir við eigið líf á leiðinni norður á Bakka, þar sem þér fannst útsýnið fegurst á Íslandi. Ég veit að þú bíður mín þar. Ég er á leið- inni til þín. Ég er einhvers staðar yf- ir Síberíu, mamma þín og pabbi hjá mér. Ég ætla ekki að láta mig reka út á haf til þín, Junya. Ég ætla að halda áfram að lifa. Ég ætla að lifa fyrir þig, ástin mín. Því þú elskaðir allt líf. Góða nótt, Junya minn. Þakka þér fyrir líf þitt. Þú bjargaðir mínu. Guð geymi þig, ástin mín. Þinn Eyþór. Við kynntumst Junya fyrir tæpum 18 árum síðan og hefur hann alla tíð verið einkar þægilegur og kurteis í umgengni. Hann hefur ávallt verið reiðubúinn að rétta okkur hjálpar- hönd. Nú er þessum kafla lokið, allt of fljótt. Við sendum Eyþóri, sambýlis- manni hans, foreldrum Junya og öðrum aðstandendum einlægar sam- úðarkveðjur. Minning hans lifir. Inga Jóna og Eyjólfur. „Hann er þá smekkmaður á karl- menn,“ hugsaði ég þegar ég hitti Ey- þór á veitingastað í miðbæ Reykja- víkur fljótlega upp úr 1990, þar sem hann sat með Junya og báðir ljóm- uðu eins og sólin. Við Eyþór, gamlir skólafélagar úr Verzlunarskólanum, höfðum ekki sést um langa hríð, enda bæði verið búsett erlendis um árabil. Junya var fallegur og bros- mildur svo eftir var tekið og einstak- lega kurteis og fágaður í alla staði. Ég skildi vel að Eyþór væri skotinn í honum. Junya og Eyþór bjuggu lengi í Japan og komu í stuttar heimsóknir til Íslands af og til. Það var því ein- staklega ánægjulegt þegar Eyþór tilkynnti mér fyrir fáeinum árum að þeir hefðu keypt hús á yndislegum stað í Mosfellsbæ og ætluðu að flytja til landsins ásamt hundunum sínum tveimur, þeim Valentine og Napo- leon. Síðar bættist í fjölskylduna Eldjárn, öllu stærri hundur af Sen- nen Berner-kyni. Í Arnarfellið fluttu jafnframt for- eldrar Eyþórs, þau Inga Jóna og Eyvi, svo sannarlega má segja að kynslóðirnar hafi mæst á því heimili, enda hafa þau hjón tekið óvenjulega virkan þátt í lífi Eyþórs og Junya. Þótt við Eyþór hefðum verið í síma- og bréfasambandi þau ár sem hann bjó erlendis, styrktust vina- böndin þegar þeir Junya fluttu til landsins. Það var gaman að fá að kynnast Junya, hægum og yfirveg- uðum, en jafnframt ótrúlegum húm- orista og miklum gleðigjafa. Junya var mikill og sannur hundavinur. Hann ræktaði líka fiska, sem hann annaðist af einstakri natni. Það var ævintýri líkast að fara í skoðunar- ferð með honum um herbergið, til- einkað fiskunum. Hann ræktaði plöntur fyrir fiskana sína og hlúði að þeim af meiri alúð en ég hef áður kynnst. Junya og Eyþór voru iðnir að bjóða vinum og kunningjum á fallega heimilið sitt. Þeir voru höfðingjar heim að sækja og ef til stóð að hittast í Arnarfellinu, var kvöldið tekið frá samstundis og merkt inn á dagatalið, enda hægt að ganga út frá því sem vísu að þá yrði fjör er þeir byðu til veislu. Alltaf tókst Junya að koma á óvart með nýstárlegum og framandi réttum frá Japan, enda listakokkur af guðs náð. Junya og Eyþór bjuggu saman í 19 ár áður en þeir staðfestu loks sam- vist sína í árslok 2007. Veisla af því tilefni var haldin í sumarhúsi þeirra að Bakka við Ólafsfjörð síðastliðið sumar og voru þar samankomnir vinir hvaðanæva úr heiminum til að samgleðjast þeim. Veislan var eins stórkostleg og hugsast gat; Eyvi eld- aði íslenskan mat fyrir veislugesti, slegið var upp fjöldasöng úti í guðs- grænni náttúrunni, sem erlendu gestirnir reyndu eftir mætti að taka þátt í og við sólarupprás voru Inga Jóna og Eyvi tilbúin með morgun- verðarhlaðborð sem stóð fram undir hádegi. Mér þykir afar vænt um að Junya og Eyþór skyldu staðfesta samvist sína, ást og tryggð. Mér þykir líka sérlega vænt um að hafa verið í hópi þeirra sem boðið var til veislu af því tilefni. Kynnin við Junya voru stutt, en ánægjuleg. Sorgin sem fylgir skyndilegu fráfalli hans er meiri en orð fá lýst. Við Ragnar vottum Ey- þóri og öðrum aðstandendum ein- læga samúð. Brynja Tomer. Við Japanir sem búsettir erum hér á landi hrærumst í hversdagsleika Íslendinga hver á sinn hátt. En við hittumst gjarnan öll saman á stórum viðburðum Japana. Þá er notaleg til- finning að geta talað móðurmálið, geta hlegið að menningartengdum húmor okkar áreynslulaust. Fyrir nokkrum árum bættist ung- ur maður í okkar hóp, Junya, ásamt Eyþóri sínum. Með nærveru sinni gaf hann okk- ur ferskan blæ. Hann var einstakur, brosmildur, hjartahlýr og kurteis maður. Það myndaðist stórt skarð í okkar hópi vegna skyndilegs fráfalls hans. Elskulegi Junja, nú ertu farinn á undan okkur til himnaríkis þar sem þú munt uppgötva leyndardóm lífs- ins. Við söknum þín og þökkum þér fyrir kynnin sem voru allt of stutt. Kæri Eyþór, missir þinn er mikill. Við hugsum til þín, foreldra þinna, foreldra Junya og frænku hans sem hafa komið hingað til að kveðja hann. Við biðjum Guð að umvefja ykkur og alla ástvini ykkar og veita ykkur huggun og von. Ég er þúsund vindar ... Grátið ekki við gröf mína. Þar er mig ekki að finna því ég vaki Ég er þúsund vindar sem blása, perlurnar er glitra á snjónum sólskinið í bylgjandi grasi hið milda regn haustsins Þegar þið vaknið til gróanda morguns, þá er ég þytur golunnar. Ég er stjarnan milda sem blikar um nótt Grátið ekki við gröf mína. Þar er mig ekki að finna því ég lifi (Þýtt af sr. Halldóri Reynissyni) F.h. Japana búsettra á Íslandi, Yoko Þórðarson, Toshiki Toma, Miyako Þórðarson. Elsku vinur, Junya Hjartans þakkir fyrir góða vináttu í gegnum árin. Sameiginleg áhugamál okkar voru blóm. Eftir að þið Eyþór fluttuð heim frá Japan með hundana ykkar voru þeir vinsælasta áhugamálið. Elsku Eyþór minn, guð gefi þér styrk til þess að ganga áfram á lífs- ins braut. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hvem er sér góðan getur. (Hávamál.) Þín, Katrín. Ég var í New York með tuttugu samstarfsfélögum að rýna í framtíð- ina þegar ég fékk fréttir af hörmu- legu slysi sem hafði átt sér stað norð- ur í landi. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en færði sönnur á hvað lífið er hverfult og framtíðin ekki alltaf í okkar höndum. Fyrir tveimur árum var hópur fólks samankominn í Shanghai til þess að fagna opnun skrifstofu Glitn- is í Kína, þar á meðal Junya. Þessir dagar í Kína eru eftirminnilegir og þó að ég hafi verið að hitta Junya í fyrsta skipti fannst mér ég þekkja hann strax. Hann hafði jákvæð áhrif á umhverfi sitt, var skemmtilegur og góðum gáfum gæddur. Nánari kynni síðar staðfestu að þessi fyrsta upp- lifun var rétt. Fljótlega eftir fundi okkar í Shanghai þróuðust mál með þeim hætti að Eyþór eiginmaður Junya tók að sér að byggja upp viðskipti Glitnis í Japan og nokkrum öðrum löndum. Jafnframt tók Junya að sér ráðgjafarverkefni fyrir viðskiptavin Glitnis á þessum slóðum. Þessi verk- efni færðu mig og fjölmarga aðra starfsmenn og viðskiptavini Glitnis nær Junya. Skemmtilegar minning- ar koma upp í hugann, t.d. frá mat- arboði í Mosfellsbæ þar sem Junya töfraði fram hvern réttinn á fætur öðrum, eða nýlegu kveðjuboði heima hjá okkur Önnu þar sem við ásamt samstarfsfélögum óskuðum þeim fé- lögum velfarnaðar í næsta kafla sem var framundan við að byggja upp nýtt fyrirtæki í Japan. Ég og fjölskylda mín minnumst Junya með hlýju í hjarta. Fjölmargir starfsmenn og viðskiptavinir Glitnis sem eru búsettir út um allan heim eru harmi slegnir og hafa beðið mig að koma á framfæri samúðarkveðj- um til Eyþórs, foreldra og ástvina. Megi Junya Nakano hvíla í friði. Magnús Bjarnason. Junya Nakano Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar ✝ Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SIGURJÓNSSON, Gullsmára 9, áður Álfhólsvegi 24a, Kópavogi, lést laugardaginn 20. september á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Rannveig Leifsdóttir, Leifur Eiríksson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Guðlaugur Kristinsson, Jóhanna Helga Haraldsdóttir, Eiríkur Ingi Haraldsson, Bryndís Reynisdóttir, Íris Elva Haraldsdóttir, Elín Björg Haraldsdóttir, Sveinn Ragnar Jónsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.