Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 29
ar, Slóveníu, Búlgaríu, Ródos og
síðast í haust til Svartaskógar.
Við sem erum sérstakar vinkonur
frá 1940 höfum eftir verklok yfir
vetrarmánuðina hist hver hjá ann-
arri vikulega að morgni til og rætt
landsins gagn og nauðsynjar.
En nú er Kristín horfin og skarð
fyrir skildi. Kristín fékk krabba-
mein fyrir rúmum tveimur árum og
þrátt fyrir aðgerð og meðferð dugði
það ekki. Það er mikil gæfa að eiga
góð skólasystkin og maka þeirra að
vinum alla tíð og góðar minningar
úr menntaskóla. Kristín skólasystir
okkar var ein af þeim. Auk góðra
gáfna var hún heilsteyptur og sterk-
ur persónuleiki, hjálpsöm, heiðar-
leg, hógvær og skemmtileg á sam-
fundum okkar. Í öllum störfum
sínum var hún til fyrirmyndar og
eftirbreytni og naut verðskuldaðs
trausts og virðingar sinna sam-
ferðamanna.
Við hjónin biðjum dætrum,
tengdasyni og dóttursyni Kristínar
blessunar Guðs í öllu ævinlega og
huggunar í sorginni.
Blessuð sé minning mikillar
mannkostakonu.
Guðrún Jónsdóttir.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast góðrar konu sem nú er fall-
in frá. Það er hún Kristín læknir
eins og ég og mín fjölskylda oftast
kölluðum hana. Ég kynntist Krist-
ínu fyrir æði löngu þegar við Ester
eldri dóttir hennar gengum saman í
barnaskóla og ég varð tíður gestur á
heimili hennar. Húsið þeirra stóð of-
an við Kársnesbrautina á mikilli
hæð og gnæfði yfir nánasta um-
hverfi, einstakt hús umvafið gróðri
og anda framandi menningar og
lista. Þar voru oft erlendir gestir í
heimsókn og mikið töluð útlend
tungumál – sem þótti á þeim tíma
svolítið spennandi og sérstakt.
Kristín og þáverandi eiginmaður
hennar Elías Davíðsson áttu fallegt
heimili og myndarlegar dætur og
áhersla var lögð á menntun, háttvísi
og víðsýni í metnaðarfullu uppeldi
og starfi. Þegar barnaskóla lauk
fórum við báðar, Ester og ég, í
Kvennaskólann í Reykjavík til frek-
ara náms og á þeim tíma nánast
flutti ég inn á heimili þeirra yfir
vetrarmánuðina. Kristín opnaði
heimili sitt fyrir mér og veitti mér
bæði húsaskjól, mat og kennslu eins
og væri ég ein af dætrum hennar.
Hef ég oft síðan hugsað um það
hversu einstök ljúfmennska það var
og alls ekki sjálfsögð, þar sem hún
hafði í mörg horn að líta sem úti-
vinnandi móðir tveggja dætra, með
ábyrgðarfullt starf og heimili þar
sem oft var gestkvæmt, ásamt öðru
því sem upp kemur og þarf að takast
á við í mannlegu lífi. Ég man aldrei
eftir að Kristín hafi nokkurn tíma
verið mér annað en sem hin besta
móðir, hún las yfir verkefnin mín,
hlýddi mér yfir fyrir próf, hvatti
mig til dáða og lagði áherslu á að
vera heiðarleg, sönn og samvisku-
söm í því sem ég var að vinna að
hverju sinni. Hún var metnaðarfull
fyrir mína hönd og tókst að smita
mig af þeim metnaði þannig að ég
fékk áhuga á að leggja mig fram við
að ná árangri. Þetta er betra vega-
nesti en flestir fá og fæ ég það seint
fullþakkað.
Hún barst ekki mikið á hún Krist-
ín, ók ekki um á stórum bíl eða sló
um sig en ég bar alla tíð lotning-
arblandna virðingu fyrir henni enda
var hún afskaplega vitur, vel gerð
og góð manneskja. Hún sinnti starfi
sínu af ábyrgð og samviskusemi og
var stoð og stytta fjölskyldunnar
meðan heilsan leyfði. Svo liðu árin
og eins og gengur skildi leiðir okkar
Esterar og þar með duttu einnig
niður tengslin við fjölskylduna
hennar um margra ára skeið. Úr
fjarlægð fylgdist ég þó með þeim;
skilnaði, nýjum fjölskylduböndum,
flutningum, barneignum og nú síð-
ast veikindum. Alltaf stóð Kristín
sig eins og hetja, tók hlutunum eins
og þeir komu og var söm við sig. Síð-
sumars heimsótti ég þær mæðgur í
tvígang. Það var yndislegt að hitta
Kristínu aftur og finna að hún var
enn eins og ég mundi hana alltaf,
þrátt fyrir hennar alvarlegu veik-
indi.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að þakka þessari merki-
legu konu samfylgdina hér á jörðu.
Trú mín er að dauðinn sé aðeins
upphafið á öðru lífi og vissa mín er
sú að við hittumst aftur á öðrum
stað og öðrum tíma. Þangað til,
farðu í friði og takk fyrir mig.
Sigríður Ævarsdóttir.
Árið 1953 luku 14 læknanemar
námi í læknadeild Háskóla Íslands.
Í þeim hópi var ein stúlka, Kristín
Elísabet Jónsdóttir, stúdent með
ágætiseinkunn úr máldeild Mennta-
skólans í Reykjavík í júní 1946, fyr-
irmyndar læknanemi, sem hlaut
hæstu einkunnina á kandídatspróf-
inu það árið. Fáum mánuðum síðar
lá leið Kristínar til Bandaríkjanna,
þar sem hún vann kandídatsárið í
New York og stundaði þar að því
loknu sérnám í lyflækningum, fyrst
íslenskra kvenna. Að námi loknu hóf
Kristín störf á Borgarspítalanum í
Reykjavík, sem þá var til húsa í
Heilsuverndarstöðinni við Baróns-
stíg.
Fáar stúlkur voru við nám í lækn-
isfræði árið 1953 og bárum við mikla
virðingu fyrir þessari greindu og
harðduglegu stúlku, sem var að út-
skrifast úr læknadeildinni. Ekki
minnkaði sú virðing, þegar við
kynntumst persónu Kristínar og
störfum; læknis-, vísinda- og
kennslustörfum, sem við fylgdumst
með alla hennar starfsævi. Kristín
var sú hjálpfúsa, trausta, ráðagóða
og vandvirka manneskja, sem alltaf
var hægt að leita til, þegar vanda
bar að höndum, hver svo sem sá
vandi var. Kristín tranaði sér ekki
fram. Hún var hlédræg að eðlisfari
og lét lítið á sér bera, en því vand-
aðri var öll hennar vinna.
Komið er að leiðarlokum. Jarð-
nesku lífi mikilhæfrar og góðrar
konu er lokið.
Við starfssystur hennar kveðjum
Kristínu með söknuði. Þökkum ára-
langa trausta vináttu og fjölmargar
ánægjustundir á langri leið. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur send-
um við dætrum hennar, tengdasyni,
barnabarni og öðrum nánum ætt-
ingjum. Guð styrki ykkur í sorg
ykkar.
Bergþóra Sigurðardóttir,
Halla Þorbjörnsdóttir,
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Margrét Guðnadóttir og
Þórey J. Sigurjónsdóttir.
Ég kynntist Kristínu 1999, sama
ár og móðir mín í Þýskalandi dó, og
þrátt fyrir meira en 30 ára aldurs-
mun urðum við vinkonur. Það er svo
margt gott sem ég á Kristínu að
þakka: hún gaf mér ráð og húsaskjól
á meðan ég var að fóta mig í starfi
mínu hér á landi. Hún talaði við mig
á þýsku, móðurmálinu mínu þegar
ég var „mállaus“ en kenndi mér ís-
lensku um leið. Hún hjálpaði mér að
rata í íslenskum menningarheimi
sem hún horfði á með húmor og úr
fjarlægð þeirrar manneskju sem
hefur búið lengi erlendis. Hún að-
stoðaði mig við að kaupa mína
fyrstu íbúð og jafnvel við að stand-
setja hana. Hún kenndi mér að fara
í berjamó og búa til krækiberja-
hlaup. Hún var svaramaður minn í
brúðkaupi mínu o.m.fl. Ég veit að ég
var alls ekki sú eina sem fékk að
njóta hennar örlætis og blíðu. Það
var mikill gestagangur hjá Kristínu,
maður var alltaf velkominn í spjall
og tesopa með kexi og osti. Oft voru
fleiri en einn í heimsókn og ég fékk
tækifæri til að kynnast fjölskyldu og
vinahópi Kristínar.
Það var ekki aldur, menntun, fé-
lagsleg staða eða tungumálið sem
skipti hana máli heldur það hver
maður var. Vinahópurinn hennar
var litríkur og endurspeglaði
kannski meira en margt annað fjöl-
breyttan persónuleika Kristínar:
Hún var Vestfirðingur en jafnframt
heimsborgari og talaði meira en sex
tungumál reiprennandi. Hún var
snjall vísindamaður og læknir en
látlaus, afar tilfinninganæm og gat
lesið í fólk. Hún var með fínan húm-
or, hlý, umburðarlynd og örlát en
staðföst í sinni dómgreind. Hún var
forvitin og opin fyrir öllu sem gerð-
ist í heiminum og hjá sínu fólki til
æviloka og lét ekki neinn biturleika
ná tökum á sér þó að margt hafi
gengið á í hennar lífi.
Kristín var mér fyrirmynd á
mörgum sviðum, ekki síst hvernig
hún tókst á við veikindi sín og lok
ævinnar. Ég mun sakna vinkonunn-
ar minnar – og ég þakka innilega
fyrir þennan góðan tíma sem við átt-
um saman.
Birgitta María Braun.
Jæja, Kristín Jónsdóttir er dáin.
Ég sem var farinn að vona að dauðs-
föllum í minni foreldrakynslóð væri
farið að linna.
Kristín var vinkona móður minn-
ar, Amalíu Líndal, í Kópavogi. Tók
þá móðir mín viðtal við hana fyrir
menningartímarit sitt, Sextíu og
fimm gráður; árið 1968. Snýst það
um frama kvenna í atvinnulífinu og
svaraði Kristín þá fyrir hönd lækna.
Frá þeim árum voru hún; og þáver-
andi maður hennar, Elías Davíðs-
son, góðkunningjar fjölskyldunnar.
Ef litið er í Læknatalið sést að
Kristín hefur verið í forystuliði
kvenna á sinni tíð: Hún varð af-
burðanemandi, lauk ýmsu sérfræði-
námi, var í ýmsum löndum við nám
og störf, starfaði í margvíslegum
læknastörfum á Íslandi; þar á meðal
við kennslu og rannsóknir, og varð
höfundur fjölda vísindagreina. Hún
sat í ýmsum stjórnum og nefndum
er tengdust heilbrigðismálum. Hún
eignaðist og fjölbreyttan eiginmann
og litrík börn. Nýlega sagði hún þó í
viðtali við Morgunblaðið, að hún
hefði verið af fátæku sveitafólki
komin, og hefði því verið heppin að
geta farið í menntaskóla yfirleitt.
Kristín annaðist bekkjarfélaga
sinn úr MR; Harald Jóhannsson;
hagfræðing og rithöfund; er hann lá
banaleguna fyrir nokkrum árum.
Sagði ég henni síðar, að það sæti í
mér, að ég hefði ekki getað fundið
réttu orðin til að skrifa eftir hann
þá. En hann hafði verið góður kunn-
ingi minn í kaffihúsinu í Þjóðarbók-
hlöðunni og víðar, síðustu árin sem
hann lifði.
Síðustu árin var Kristín orðin
tryggur félagi í Vináttufélagi Ís-
lands og Kanada, þar sem ég hef
verið í formennsku.
Hún kom mér fyrir sjónir sem
fremur alvörugefin, jarðbundin,
skyldurækin, vinnusöm og hlýleg
manneskja, og var þó stutt í glað-
legt bros og einlæg en greindarleg
tilsvör um tilveruna. Kannski var
hún einnig ögn hlédræg og feimin.
Þannig held ég að mamma hafi lýst
henni líka.
Árið 1992 gaf ég út ljóðabókina
Trómet og fíól. Er hún að uppistöðu
til harmljóð eftir móður mína, sem
dó 1989. Færði ég þá Kristínu og
dóttur hennar Ester eintök. (Og
raunar einnig síðar Elíasi Davíðs-
syni). Sagðist Kristín þá vona að
með þessari minningabók væri ég
ekki hættur að yrkja! Ég vil nú
kveðja hana með ljóði úr elleftu
ljóðabók minni, Kvæðaljóðum og
sögum, sem kom út á þessu ári. Er
þar meðal annars að finna rímaða
útgáfu af einu af áðurnefndum
harmljóðum vegna mömmu. En það
nefnist Haustþankar að vori II:
Núna er hún nár í jörð,
næ ég trauðla sáttar gjörð
við þann sem það gerði;
þó að hefndir verði.
Tryggvi V. Líndal.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR VALDIMARSSON
frá Fjalli,
Efri-Brúnavöllum,
Skeiðum,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. september.
Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn
26. september kl. 14.00.
Áslaug Björt Guðmundardóttir,
Guðfinna Auður Guðmundsdóttir, Jón Finnur Hansson,
Auður Sif Sigurðardóttir, Steinn Hermann Sigurðarson,
Fróði Guðmundur Jónsson, Erla Mekkín Jónsdóttir,
Bára Björt Jónsdóttir, Tinna Kjartansdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HJÖRDÍS ÓLADÓTTIR,
áður til heimilis að
Engimýri 12,
Akureyri,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð,
Akureyri, laugardaginn 20. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Óli G. Jóhannsson, Lilja Sigurðardóttir,
Edda Jóhannsdóttir, Þórhallur Bjarnason,
Örn Jóhannsson, Þórunn Haraldsdóttir,
Emilía Jóhannsdóttir, Eiður Guðmundsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Bróðir okkar,
ÞORSTEINN JÓNSSON,
Denni,
vélstjóri
frá Ísafirði,
Arnarhrauni 18,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum föstudaginn 19. september.
Systkini hins látna.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 19. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
29. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum.
Gerður Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra dóttir,
KRISTÍN SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
föstudaginn 19. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hanne Hintze, Halldór Sigurðsson.
✝
Elskuleg móðir okkar,
RUTH JÓNSDÓTTIR HELLA,
Bergen,
Noregi,
er látin.
Útför hennar fór fram frá Nygard kirkju í Laxevog föstudaginn
12. september.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd fjölskyldu okkar og annarra vandamanna,
Anna og Svava.