Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 31
✝ Þórey BryndísMagnúsdóttir
fæddist á Sandhól-
um í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði
28. júní 1922. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 17. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Kristjáns-
son, f. á Kerhóli í
Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði 7. júní
1884, d. 24. sept-
ember 1967, og Rut Þórey Lárus-
dóttir, f. á Tunguhálsi í Skaga-
firði 23. nóvember 1887, d. á
Sandhólum 25. desember 1924.
Börn þeirra auk Bryndísar voru
Jónheiður Pálmey, f. á Sand-
hólum 11. nóvember 1916, d. 18.
maí 1929, Hermann Óli Þór, f. á
Sandhólum 16. júní 1918, d. á
Akureyri 26. apríl 1942, og
Benna Guðborg, f. á Akureyri 3.
júní 1924, d. 9. júní 1943. Hálf-
bróðir Bryndísar, samfeðra, er
Jón Heiðar, f. á Akureyri 13.
Akureyri 1. nóvember 1972. 4)
Ólafur Magnús, f. á Akureyri 3.
desember 1947, maki Guðbjörg
Eygló Ingólfsdóttir, f. 28. apríl
1949. Börn þeirra Kristjana Þór-
ey, f. í Vestmannaeyjum 2. mars
1967, Bryndís Huld, f. í Vest-
mannaeyjum 12. apríl 1971, og
Birgir Freyr, f. í Vestmanna-
eyjum 16. febrúar 1979. 5) Sjöfn
Aðalbjörg, f. á Akureyri 27. nóv-
ember 1949, maki Steinar Hilm-
arsson, f. 16. ágúst 1948. Synir
hennar Kjartan Freyr og Geir
Vilhjálmssynir, fæddir á Ak-
ureyri 3. apríl 1971. 6) Fjóla
Huld, f. á Akureyri 19. ágúst
1952. Maki Ólafur Andri Thorla-
cius, f. 24. september 1954,
þeirra synir Andri, f. á Akureyri
27. janúar 1989, og Sindri, f. á
Akureyri 19. júní 1991. 7) Harpa
Dröfn, f. á Akureyri 14. maí
1956, maki Benedikt Bjarni
Sveinbjörnsson, f. 21. mars 1952.
Þau skildu. Synir þeirra Svein-
björn, f. á Akureyri 2. desember
1976, og Andri Steinn, f. í
Reykjavík 31. mars 1981. 8)
Tryggvi Gestur, f. á Akureyri 2.
september 1957, dóttir hans Sig-
ríður Ruth, f. á Akureyri 7. sept-
ember 1983. Barnabarnabörnin
eru tuttugu og fjögur.
Útför Bryndísar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
mars 1935. Eigin-
maður Bryndísar
var Aðalsteinn
Ólafsson, f. á Gilsá í
Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði 26. febrúar
1920, d. 21. október
1994. Börn þeirra
eru 1) Aðalsteinn, f.
á Akureyri 12. maí
1942, d. 29. maí
1942. 2) Bylgja Ruth,
f. á Gnúpufelli í í
Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði 4. október
1943, maki Sigurður
Anton Friðþjófsson, f. í Selvík á
Hauganesi í Árskógshreppi í
Eyjafirði 4. ágúst 1942, d. 3. júní
1980. Þau skildu. Synir þeirra
eru Friðþjófur Ísfeld, f. á Ak-
ureyri 7. maí 1967, og Brynjar
Aðalsteinn, f. á Akureyri 2. des-
ember 1969. 3) Hermann Ægir, f.
á Sandhólum í Eyjafirði 21. apríl
1945, maki Margrét Arngríms-
dóttir, f. 25. desember 1946, d.
29. nóvember 2004. Börn þeirra
Díana Bryndís, f. á Akureyri 13.
maí 1969, og Víðir Már, f. á
Mig langar að minnast yndis-
legrar konu sem kom inn í líf mitt
þegar ég var 16 ára gömul.
Ég kallaði hana alltaf ömmu
Dísu, og þó að hún ekki hafi verið
amma mín leit ég aldrei á hana
öðruvísi. Amma Dísa tók á móti
mér opnum örmum er ég kom inn
á heimili hennar ófrísk að hennar
fyrsta langömmubarni. Kærleikur,
gleði, væntumþykja og virðing var
það sem ég fékk frá henni og afa
Steina. Ég kom af heimili þar sem
veraldleg gæði voru mikil. Ríki-
dæmi hennar var hins vegar kær-
leikur og gleði en ekki dauðir hlut-
ir. Að sitja með henni og horfa í
hennar fallegu augu, sem lýstu af
birtu, var það sem ég þurfti á að
halda, því það var jú erfitt að vera
fjarri foreldrum sínum aðeins 17
ára móðir. Hún studdi mig í gegn-
um þessar breytingar í lífi mínu og
aldrei skipti hún sér af uppeldi
litlu langömmustelpunnar sinnar.
Ég gaf henni þrjú barnabarnabörn
sem litu mikið upp til hennar og
höfðu mikla gleði af henni. Amma
Dísa hafði í mörg ár átt við heilsu-
leysi að stríða ásamt því að hafa
gengið í gegnum erfiðleika. Hún ól
upp stóran barnahóp og kom að
uppeldi margra barnabarna sinna.
Hún var stóri kletturinn í lífi
okkar allra og alltaf var mann-
margt á heimili þeirra hjóna og
varla leið sá dagur að ég kæmi
ekki í Smárahlíðina.
Að sitja við eldhúsborð þeirra og
spjalla um allt mögulegt er nokkuð
sem ég aldrei gleymi. Afi Steini
hafði unun af því að segja mér sög-
ur, fara með ljóð og syngja fyrir
mig. Ömmu Dísu fannst þetta nú
ekki sniðugt og sagði alltaf: „Vertu
nú ekki að þreyta stelpuna með
þessari vitleysu, hún hefur ekkert
gaman af þessu!“ Eftir margra ára
samveru við þau fluttum við frá
Akureyri til Reykjavíkur. Og ein-
hvern veginn er það nú svo, að þá
sem manni þykir vænt um byrjar
maður að vanrækja í skjóli fjar-
lægðar og lífsgæðakapphlaups.
Síðastliðið vor átti fjölskyldan er-
indi til Akureyrar en þá var amma
Dísa komin á hjúkrunarheimilið
Hlíð. Það var mín síðasta stund
með þessari miklu kjarnakonu.
Þrátt fyrir mikil veikindi geisl-
aði hún eins og sólin, svo fín og fal-
leg, nýkomin úr lagningu og með
varalit á vörum. Hópurinn var stór
sem kom í heimsókn og hún áttaði
sig að sjálfsögðu ekki alveg á því
hver var hver í byrjun, en nöfnin
þekkti hún vel. Ég sat og það eina
sem ég hugsaði um var hversu
óskaplega falleg hún væri. Þegar
ég tók utan um hana og kyssti
spurði ég hana hvort hún vissi ekki
alveg hver ég væri. Hún brosti út
að eyrum og hló og sagði eftir
smástund: „Jú, er þetta ekki
Kolla?“ Gleðin var mikil í hjörtum
okkar allra þegar við fórum frá
henni, þó að við hugsuðum öll að
þetta hefði sennilega verið okkar
síðasta stund með henni. Ég veit
að þegar kallið kom hefur afi
Steini verið tilbúinn með útréttan
arminn og faðmað hana og sungið
fyrir hana lagið sem hann söng svo
oft fyrir hana og ég elskaði að
hlusta á: „Vertu hjá mér Dísa með-
an kvöldsins klukkur klingja.“
Elsku Bylgja mín, ég veit að
söknuður þinn og tómleiki verður
mikill, við vottum þér og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Kolbrún Kjartansdóttir,
Bjarndís Líf, Sigurður Anton
og Bjartur Elí Friðþjófsbörn.
Þórey Bryndís
Magnúsdóttir
hennar og fyrrverandi sambýlis-
manni, Sigurgeiri, mína dýpstu sam-
úð.
Anna Ingólfs.
Einstaklega viðkunnanleg, með
þægilega nærveru og gott lunderni.
Þessar lyndiseinkunnir eru þær sem
fyrst koma í hugann þegar Maríu
Báru Hilmarsdóttur er minnst.
Henni kynntumst við í gegnum starf
í yngri flokkum kvennaknattspyrn-
unnar í HK. Mikið og gott jafnaðar-
geð prýddi Maríu öðru fremur þann-
ig að litlir nýgræðingar í fótbolta,
um 10 ára aldurinn, fundu lítt fyrir
því hversu úrslitin voru mótdræg og
veðrið svakalegt í miklu vatnsveðri á
knattspyrnumóti í Vestmannaeyjum
fyrir fimm árum. Árið 2003 fór hún
fremst í fararstjórn með 5. flokki
HK þar sem 1993- og 1994-árgangar
voru á ferð, en dóttir okkar, Ingi-
björg, var að stíga þar sín fyrstu
skref á fótboltamóti, svo við nutum
góðs af. Óhætt er að fullyrða, að öðr-
um ólöstuðum, að þessir árgangar
og foreldrar þeirra hafi notið ríku-
lega að hafa Maríu Báru í forystu í
foreldraráði á þessum árum enda
þurfti vart aðra til þegar hún sinnti
þessu, slíkur var dugnaðurinn. Verk-
efnin leyst með bros á vör og hlýju
viðmóti, aldrei með frekju eða fyr-
irgangi. Kannski má segja að fram-
ganga hennar í flokksstarfi 5. flokks
hafi svo náð lengst þegar hún ann-
aðist um flokkinn að öllu leyti ári síð-
ar, 2004, á fótboltamóti á Siglufirði í
forföllum þjálfarans. Því verki skil-
aði hún með sóma eins og öðrum.
Samleið okkar varð á ný náin þeg-
ar hún svo tók nýtt skref í störfum í
þágu kvennaknattspyrnunnar hjá
HK er hún tók að sér þjálfun 7.
flokks haustið 2006 með árgöngum
1999 og 2000 þar sem Dóra dóttir
okkar naut starfskrafta Maríu. Fá
ár voru þá liðin frá því að 7. flokkur
var stofnaður í HK þannig að María
Bára átti þar hlut að brautryðjanda-
starfi í því að efla flokkinn og fá nýja
liðsmenn til leiks. Eins og vænta
mátti af henni tókst svo vel til í
þessu kynningarstarfi og eftirfylgni
að þegar 1999-árgangurinn gekk
upp í 6. flokk ári síðar varð hann fjöl-
mennasti 6. flokkur sem HK hefur
eignast. Svo vel hlúði hún að ný-
græðingunum að allir fengu að taka
jafnan þátt og þroskast áfram í fót-
boltanum og ílentust fyrir vikið.
Fyrir utan hennar góðu lund verð-
ur ekki undan því vikist að nefna að
hana prýddi alveg sérstaklega mikil
greiðvikni. Til hennar mátti leita
með aðskiljanlegustu verkefni sem
hún leysti öll af miklum sóma. Má
sem góð dæmi nefna að hún hljóp í
skarð þjálfara 6. flokks og annaðist
um liðsstjórn 1999-árgangsins á
Símamóti Breiðabliks um miðjan júlí
síðasta. Og eins fór hún í lok júlí sem
fararstjóri til Danmerkur með 1992-
og 1993-árgöngunum, í hreinni
greiðasemi við stelpurnar og for-
eldra þeirra sem áttu í erfiðleikum
með að manna fararstjórnina.
Með þessum fáu orðum viljum við
minnast þessa góða félaga og þakka
fyrir samferðina í gegnum yngri-
flokkastarf HK. Jafnframt vottum
við dætrum hennar, þeim Sylvíu og
Kristrúnu, okkar dýpstu samúð, sem
og foreldrum hennar og öðrum að-
standendum.
Björn L. Bergsson,
Soffía Jónsdóttir.
Við fráfall Maríu Báru hefur
myndast stórt skarð í hóp þeirra
sem unnið hafa við barna- og ung-
lingastarf innan HK. Undanfarin ár
hefur líf Maríu Báru verið samofið
félaginu með margvíslegum hætti.
Hún var mörgum kunn fyrir óeig-
ingjarnt og ósérhlífið starf að fé-
lagsmálum knattspyrnudeildar HK
þar sem dætur hennar, þær Sylvía
og Kristrún, stunduðu knattspyrnu.
Hún var áhugasamt foreldri og
starfaði lengi í flokksráðum kvenna-
flokkanna. Seinni ár hafði María
Bára komið með ákveðnum hætti
inn í störf barna- og unglingaráðs og
sinnt þar ábyrgðarstöðu af miklum
dugnaði og áhuga.
Þegar þjálfari þurfti á aðstoð að
halda stýrði hún oft leikjum með svo
góðum árangri að eftir var tekið.
Eitt haustið, þegar það vantaði þjálf-
ara fyrir yngstu stelpurnar, þá
skráði María Bára sig á þjálfara-
námskeið og tók að sér þjálfun
þeirra. Með ljúfmennsku sinni og
glaðlyndi náði hún góðu sambandi
við stelpurnar. Þetta lýsir vel holl-
ustu hennar við félagið.
Hún hefur farið í margar ferðir
sem fararstjóri með stelpunum bæði
innan- og utanlands. Fyrir nokkrum
vikum fór hún sem fararstjóri með
hóp HK-stelpna til Danmerkur.
Það var gott að leita til Maríu
Báru því hún var alltaf tilbúin að
leggja sitt af mörkum með bros á
vör. Minningin um góða manneskju
og félaga mun lifa með okkur. Við
minnumst hennar með spékoppana
og brosið sitt bjarta. Allir sem störf-
uðu með Maríu Báru bera henni vel
söguna. Hún var ljúf, dugleg, ákveð-
in og hafði stórt HK-hjarta. Hún
mætti á flesta HK-leiki ásamt fé-
lögum sínum á meðan heilsan leyfði.
Síðasta hlutverk hennar fyrir HK
var að sjá um lukkubörnin á meist-
araflokksleikjum karla í sumar. Það
gerði hún með sóma eins og allt ann-
að.
Mikil sjálfboðavinna fer fram inn-
an knattspyrnudeildar HK og þar
hefur María Bára átt stóran hlut.
Við kveðjum Maríu Báru með
söknuði og þökk fyrir hennar ómet-
anlega framlag til HK.
Við HK-ingar viljum votta dætr-
um Maríu Báru, foreldrum og öðrum
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Hvíl í friði. F.h.
knattspyrnudeildar HK,
Jóna Björg Jónsdóttir og
Ásta Gunnarsdóttir.
200 ára afmæli Reykjavíkur var
dagurinn, dagurinn sem Mæja Bára
kom inn í líf okkar þegar vegir henn-
ar og Geira bróður lágu saman.
Mæju mágkonu kallaði ég hana upp
frá því. Ég var einungis um 12 ára
gömul og því langt frá því að eiga
eitthvað sameiginlegt með þessum
nýja fjölskyldumeðlim, en ég leit
upp til hennar og ákvað snemma að
læra sjúkraliðann og vera eins góð í
faginu og Mæja mágkona. Ég hafði
það af, en eins og Mæja gafst ég upp
í því starfi enda illa launað og álagið
ekki þess virði. Mæja lærði þá mál-
arann eftir margra ára starf sem
sjúkraliði og ég hóf nám í þroska-
þjálfafræðum.
Þegar fram liðu stundir og ég varð
fullorðin eins og Mæja eignuðumst
við börn sem eru á svipuðu reki í
dag. Vinskapur okkar hófst í raun
ekki fyrr en Geiri og Mæja fluttu
aftur til Reykjavíkur eftir að hafa
búið í Fellabæ svo lengi. Meiri um-
gangur var því á milli okkar með til-
heyrandi matarboðum og nú síðast
þegar við eyddum páskunum saman
eins og svo oft áður. Síðustu máltíð-
ina áttum við svo saman hjá mömmu
og pabba í Hamraborginni nú í byrj-
un sumars.
Að vera í þeirri stöðu að vera ein-
stæð móður var ekki vandamál, því
með aðstoð Mæju og Geira átti ég
öruggt skjól fyrir dóttur mína þegar
á þurfti að halda og ég var að vinna
eða upptekin í námi.
Fyrir um tveimur árum skildi leið-
ir Mæju og Geira, en þau héldu vin-
skap og það gerði ég líka. Við töl-
uðum saman alla jafna að minnsta
kosti einu sinni í viku, stundum oft-
ar, og ekki lá hún á liði sínu þegar
mig vantaði aðstoð við málningar-
vinnuna heima hjá mér.
Síðustu tvö ár dvaldi Dabban mín
í góðu yfirlæti hjá Mæju og stelp-
unum aðra hvora helgi vegna vinnu í
Kópavogi og þær frænkur hafa verið
duglegar að eyða saman tíma, ýmist
á mínu heimili eða hjá Mæju mág-
konu, tíma sem hefur án efa verið
ómetanlegur fyrir þær sem okkur.
Dætur okkar hafa nú byggt upp
ævarandi vinskap, eru samheldnar
og góðar vinkonur sem er algjörlega
ómetanlegt þegar slíkur harmur ber
að dyrum og koma án efa til með að
styðja hver aðra um ókomna fram-
tíð.
Elsku Sylvía, Kristrún mín, Geiri
og aðrir fjölskyldumeðlimir, vinir og
kunningjar, hugur minn er hjá ykk-
ur. Minningin lifir.
Hinsta kveðja,
Sólborg (Solla).
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskuleg systir okkar og mágkona,
HULDA BERGÞÓRSDÓTTIR,
Nökkvavogi 1,
andaðist miðvikudaginn 17. september á
Droplaugarstöðum.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn
26. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Ragnhildur Bergþórsdóttir, Atli Elíasson,
Gunnar Bergþórsson,
Þórunn Jónsdóttir,
Anny Bergþórsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
SKJALDAR STEFÁNSSONAR
fyrrverandi útibússtjóra,
Sunnubraut 17,
Búðardal.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Kristín Árnadóttir,
Þórhallur Stefán Skjaldarson,
Pálína Hrönn Skjaldardóttir, Hafliði Kristinsson,
Stefán Skjaldarson, Ingibjörg Eggertsdóttir,
Árni Óttarr Skjaldarson, Guðrún P. Sveinsdóttir,
Skjöldur Orri Skjaldarson, Carolin A. Barre-Schmidt,
Brynja Stefánsdóttir, Kjartan Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista