Morgunblaðið - 23.09.2008, Page 36
... ákveðin tegund af
Íslendingi sem er allt-
af mjög grófur í kjaftinum,
stuðar alla en veit alveg af
því… 40
»
reykjavíkreykjavík
GUNNLAUGUR Egilsson dansari
og danshöfundur er nýkominn frá
Búdapest þar sem hann kom fram
á menningarhátíðinni Szhiget. „Það
var svolítið öðruvísi að dansa fyrir
drukkna unglinga á útihátíð með
Iron Maiden nokkra metra í
burtu,“ segir hann.
Næsta verkefni á dagskrá Gunn-
laugs er af allt öðrum toga, en það
er fyrsta sýning Íslenska dans-
flokksins í vetur. Duo samanstend-
ur af fjórum verkum eftir jafn-
marga höfunda og eins og nafnið
bendir til er það safn dúetta.
Í verki Gunnlaugs verða tveir
dansarar á sviðinu, en kvikmynd
sem spilar saman við hreyfingar
þeirra leikur líka stórt hlutverk.
„Þetta er óður til skuggans. Ég er
að reyna að setja dans og kvik-
mynd saman á sviði án þess að ann-
að taki hitt yfir.“
Gunnlaugur er á kafi núna í því
að ganga frá kvikmyndaþætti sýn-
ingarinnar með Sverri Kristjáns-
syni klippara, sem meðal annars
hefur unnið við Næturvaktina og
Dagvaktina. „Við erum búnir að
vinna þetta bæði sem dansverk og
stuttmynd. Ég samdi dansinn fyrst,
en nú þarf ég að fara aftur inn í
dansverkið svo það passi við kvik-
myndina,“ segir Gunnlaugur sem
hefur mjög frjálsar hendur með
breytingar þar sem hann semur
einnig tónlistina við verkið.
gunnhildur@mbl.is
Óður til skuggans
Skuggi Gunnlaugur vinnur bæði að dansverki og stuttmynd í einu.
Í HNOTSKURN
» Í Duo eiga þau Lára Stef-ánsdóttir, Peter Anderson
og Sveinbjörg Þórhallsdóttir
verk auk Gunnlaugs. Fyrsta
sýning er 16. október.
» Aðalheiður Halldórsdóttirog Steve Lorenz dansa í
verki Gunnlaugs.
Íslenskir tón-
listarunnendur
bíða margir
hverjir spenntir
eftir annarri
plötu Sprengju-
hallarinnar sem
væntanleg er í verslanir um
mánaðamótin október/nóvember,
en fyrsta plata sveitarinnar, Tím-
arnir okkar, kom út í október í
fyrra og sló rækilega í gegn.
Fregnir herma að nýja platan muni
heita Bestu kveðjur, sem verður að
teljast bæði fallegt og vinalegt
nafn, og um leið sérlega söluvæn-
legt í jólapakkana. Þá hefur einnig
heyrst að eitt lag á plötunni muni
bera hið magnaða nafn „Með seríós
í skálinni við smælum endalaust“
sem er augljós afbökun á nafni Sig-
ur Rósar-plötunnar Með suð í eyr-
um við spilum endalaust.
Bestu kveðjur frá
Sprengjuhöllinni
Fjölmiðlaskæra Stuðmannanna
Egils Ólafssonar og Jakobs Frí-
manns Magnússonar um stöðu þess
fyrrnefnda í hljómsveitinni koðnaði
á einhvern undarlegan hátt niður
áður en niðurstaða fékkst í málið.
Hangir hún því enn í lausu lofti,
spurningin um framtíð þessarar
dáðustu hljómsveitar landsins. En
þá vaknar önnur spurning: Hver
kæmi í Stuðmanna stað, færi svo að
þeir legðu upp laupana? Beinast
liggur við að líta til drengjanna í
Baggalúti sem njóta æ meiri hylli
landsmanna. Baggalútur hefur
varla sent frá sér smáskífu án þess
að hún sé spiluð í tætlur á útvarps-
stöðvunum og liðsmenn sveitarinn-
ar eru orðnir heimsfrægir á Íslandi
og vinsælir eftir því í álitsgreinum
og -dálkum dagblaðanna. Er í raun
eitthvað því til fyrirstöðu að sveitin
taki sér stöðu hljómsveitar allra
landsmanna? Í raun aðeins eitt;
Baggalútur hefur ekki enn afrekað
að gera kvikmynd. Er það ekki
næsta skref hljómsveitarinnar?
Arftakar Stuðmanna?
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
BOYS in a band hafði æft í mánuð
þegar þeir ákváðu að taka þátt í
færeyskum riðli hinnar alþjóðlegu
hljómsveitakeppni Global Battle of
the Bands haustið 2006. Framkoma
hennar þar sló í gegn hjá áhorf-
endum og þó hún hafi ekki komist
áfram í aðalkeppnina í Lundúnum
það árið fór hún þangað árið eftir
– og gerði sér lítið fyrir og sigraði.
Óhætt er að segja að Franz
Ferdinand-skotið æringjarokk BI-
AB hafi komið eins og skrattinn úr
sauðarleggnum inn í færeyskt tón-
listarlíf en helsti styrkur sveit-
arinnar er þó hversu erfitt er að
pinna hana niður, hvort heldur tón-
listarlega eða ímyndarlega. Með-
limir líta ýmist út eins og feimnir
indíkrakkar eða rótarar fyrir Pan-
tera og Heri, hljómborðsleikarinn,
lítur út eins og Guð má vita hvað.
Fyrsta plata sveitarinnar heitir
Black Diamond Train og er um-
slagið eins og ódýr safnplata með
Allman Brothers – í engu samræmi
við innihaldið. BIAB fer eigin leið-
ir, svo sannarlega, og nægir að líta
til furðulegrar nafngiftarinnar því
til staðfestingar.
Færeyskir?
Sveitin var stödd hér á landi um
helgina til að taka upp myndband
við lagið „Beyond Communication“
og settist blaðamaður niður með
Pætri Zachariassen, söngvara og
gítarleikara og Heini Niclasen, gít-
arleikara.
Pætur segir að gróskan mikla
sem viðgekkst í Götu á sínum tíma,
sena sem gat af sér Eivöru Páls-
dóttur, Clickhaze og fleiri, hafi
haft mikil áhrif á sig og vini sína.
„Starfsemin var gríðarlega öflug
og grasrótin var virkjuð með tón-
leikahaldi og alls kyns uppá-
komum. Við drukkum þetta í okk-
ur en fyrir ca tveimur árum síðan
settumst við niður og ákváðum að
gera alvöru úr því að stofna hljóm-
sveit.“
Pætur hlær að því að dönskum
gagnrýnendum hafi ekki þótt sveit-
in nægilega færeysk.
„Þeir vilja að við förum í brúnar
ullarpeysur og dönsum hring-
dansa. Þetta er auðvitað fáránlegt,
hljómsveitir draga áhrif alls staðar
að og ef fólk hlustar vel má vel
heyra að þetta er færeysk hljóm-
sveit. Uppruninn smýgur alltaf út í
tónlistina einhvern veginn.“
BIAB er nú með íslenskan um-
boðsmann og hefur spilað ansi víða
á undanförnum árum. Hún hefur
t.a.m. leikið hér á landi, á Iceland
Airwaves, og hefur komið fram á
Hróarskeldu og á SXSW hátíðinni í
Bandaríkjunum. BIAB koma fram
á Iceland Airwaves í næsta mánuði
og munu halda fleiri tónleika þar í
kring.
Túr um Bretland er svo áætlaður
í nóvember en á næsta ári mun
sveitin svo herja á Skandinavíu og
Bretland með Black Diamond Tra-
in í farteskinu en upptökustjóri
hennar er Ken Thomas, sá hinn
sami og upptökustýrði Ágætis byrj-
un Sigur Rósar.
Strákarnir stofnuðu
hljómsveit
Efnilegasta hljómsveit Færeyja, Boys in a band, sendir frá sér sína fyrstu plötu
Færeyskir Boys in a band er eiturhress á sviði og þarf engan hringdans til að fá fólkið með sér.
BOYS in a band báru með sér
ferska strauma inn í færeyskt
tónlistarlíf á sínum tíma.
Áhersla hafði verið á melan-
kólískt og stórbrotið drama-
rokk en BIAB leika hins vegar
sprellfjörugt indírokk þar sem
áherslan liggur á ástríðu og
æði fremur en hljóm- og skala-
kunnáttu. Þessari óvæntu
„léttúð“ var vel tekið í eyjun-
um og nýtur sveitin nú mikilla
vinsælda þar.
Ferskur tónn