Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
- H.G.G., POPPLAND
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
GUARDIAN
- S.V. MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
-DV
-S.V., MBL
CHARLIE BARTLETT kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE CENTER... kl. 5:50 3D - 8 3D - 10:10 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL
TROPIC THUNDER kl. 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
DARK KNIGHT kl. 5:30 - 10:10 B.i. 12 ára
DARK KNIGHT kl. 5:50 - 8:40 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
DEATH RACE kl. 8:20 - 10:30 B.i. 16 ára
STAR WARS: C. W. kl. 5:50 LEYFÐ
WALL • E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Þegar Charlie Bartlett talar þá hlusta allir!
CHARLIE BARTLETT kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 63D - 8:103D - 10:203D LEYFÐ 3D - DIGITAL
SMART PEOPLE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
GET SMART kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL
SÝND Í ÁLFABAKKA
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 69.000 MANNS
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER,
ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH
Frábær gamanmynd
frá framleiðendum
Sideways.
SÝND Í KRINGLUNNI
“FYNDIN OG SKEMMTILEG MYND
FYRIR UNGT FÓLK SEM OG ELDRA.
ROBERT DOWNEY ER FÆDDUR
SENUÞJÓFUR!”
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
Mér fannst ekki margt byltingarkennt við þennanfyrsta þátt og persónurnar voru helst til hefðbundn-
ar, eitthvað sem tókst að forðast í Pressunni,“ segir Ari
Eldjárn, textasmiður og handritshöf-
undur um fyrsta þátt Svartra engla.
„Styrkur þessa þáttar er hins vegar að
það var gott flæði í honum; mörg hvörf í
sögunni og nóg að gera. Alveg þess virði
að glápa á. Ég er samt almennt hlynntur
því að hafa úrval í dagskrárflórunni og
nóg af meginstraums-dóti og bíð t.d. enn
spenntur eftir sápuóperu sem fjallar um
fjölskyldu á Arnarnesinu og daglegt líf
hennar,“ segir Ari.
Hvað Dagvaktina varðar segist Ari
hafa verið mjög ánægður með fyrsta þáttinn.
„Allur fyrsti þátturinn er kynning og leiðir að niður-
stöðu sem maður veit fyrirfram hver er, en samt er maður
spenntur allan tímann. Persónurnar eru iðandi af lífi og ég
man ekki eftir að hafa elskað að hata nokkurn mann jafn
mikið og Georg.
Tempóið er annað og mér fannst þetta „filmulúkk“ æði-
legt. Íslendingar elska frasa og þessir þættir veita Sódómu,
Nýju lífi, Með allt á hreinu og Stellu í Orlofi harða sam-
keppni í þeim geiranum,“ segir Ari sem mun fylgjast
spenntur með báðum þáttunum.
Gott flæði
og góðir frasar
Ari Eldjárn
Góð vakt en umdeildir
Fyrstu þættir tveggja nýrra íslenskra sjón-
varpsþáttaraða voru sýndir á sunnudagskvöldið.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson heyrði í nokkrum
vel völdum einstaklingum og fékk álit þeirra
á Svörtum englum og Dagvaktinni, þótt þeir
hafi að vísu ekki allir séð síðarnefnda þáttinn.
Dagvaktin Fær mjög góða dóma hjá þeim viðmælendum sem sáu þáttinn á sunnudagskvöldið.Svartir englar Fyrsti þátturinn lagðist misjafnlega í viðmælendur.
Ég var svolítið að reyna að vera neikvæð og segja við sjálfa migað við gætum ekkert búið til einhverja sakamálaþætti,“ segir
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, sem sá Svarta engla en ekki
Dagvaktina.
„En mér leiddist ekki, og mér finnst spenn-
andi að fá að vita meira um örlög þessa manns.“
Elísabet segist hafa verið mjög ánægð með
frammistöðu leikaranna, þá sérstaklega Sól-
veigar Arnarsdóttur.
„Hlutverk Steins Ármanns var rosalega
klisjukennt, en samt mjög skýrt. Hann er
svona ákveðin tegund af Íslendingi sem er allt-
af mjög grófur í kjaftinum, stuðar alla en veit
alveg af því,“ segir Elísabet sem var þó ekki
ánægð með allt sem fyrir augu bar.
„Ég var svolítið pirruð þegar Litháarnir komu. Var verið að búa
til einhvern raunveruleika, eða er þetta raunveruleikinn? Og þótt
raunveruleikinn sé svona, þarf þá endilega að nota hann? Misstum
við alveg af íslensku krimmunum, af því það voru komnir nokkrir
Litháar hingað þegar við fórum að gera bíómyndir?“ spyr Elísa-
bet.
„Og af hverju þarf að vera að sýna ofbeldissenur og sam-
farasenur? Þær þurfa að minnsta kosti að vera góðar, maður bara
ælir þegar það er verið að sýna fólk kyssast. Maður sér ekki góðan
koss lengur. Af hverju er ekki bara hægt að sleppa þessu? Og það
sama gildir um ofbeldið, þetta þarf að vera svolítið flott og öðru-
vísi.“
Almennt segist Elísabet þó hafa verið frekar sátt við þennan
fyrsta þátt Svartra engla, og hún ætlar að fylgjast með til enda.
Leiddist ekki
Elísabet
Jökulsdóttir
Þetta er bara svona vinnustaðadrama,“ segir Jón Atli Jónasson,leikskáld, sem sá bara Svarta engla á sunnudagskvöldið.
„Ég var að spá hvort það væri ekki gaman að gera þáttaröðina
Svartir smiðir um tvo menn sem eru að reisa
einbýlishús, og svo spyrja þeir hvor annan
hvort sökkullinn sé ekki í lagi, eða hvort þeir
steypi ekki plötuna yfir eða hvort þeir hafi
gleymt pottinum. Svona vinnustaðagrín,“ segir
Jón Atli.
„En nei nei, þetta var bara fínt og það var
gaman að sjá þetta. Þetta er bara eins og Tagg-
art á íslensku. Ég var einn þeirra sem skrifuðu
handritið að Mýrinni þannig að ég tók þetta
svolítið út, hvernig löggur tala og svona. En
þetta var alveg fínt,“ segir Jón Atli sem var sáttur við frammistöðu
leikaranna.
„Mér fannst Maggi Jóns og Helgi Björns mjög góðir, enda eru
þeir fínir leikarar sem standa sig vel í öllu.“
Jón Atli segir þó sjaldnast neitt nýtt undir sólinni í þáttum sem
þessum.
„Þetta efni er alltaf svona. Það er einhver drepinn, og svo fer allt
á fullt að reyna að finna út hvernig hann var drepinn og svona.
Formið býður bara upp á þetta.
En ég held að það sé bara um að gera að halda áfram að gera ís-
lenskt efni, og ef það er einhver framleiðandi þarna úti sem vill
gera Svarta smiði get ég tekið að mér að skrifa handritið, eða
Hressa pípulagningamenn – þessar illa launuðu starfsstéttir í
landinu, smiðir, pípulagningamenn og löggur, við getum fengið að
kynnast lífi þeirra og draumum,“ segir Jón Atli og hlær.
Taggart á íslensku
Jón Atli Jónasson