Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Blaðsíða 32
28
dreifðist og vogun minnkaði. Urðu þeir og sammála
um það, að þeir, sem koma vildu góðfúslega, gætu
orðið sameigendur og notið ágóðans af viðskiptum sín-
um, á svo föstum kaupfjelagsgrundvelli, sem kostur væri,
eptir atvikum.
Pað, sem þá var áunnið með voguninni í þrjú ár,
lögðu eldri fjelagarnir sem stofnfje til Kaupfjelagsins
Heklu. Var um þetta samningur ger á aðalfundi fjelags-
ins 26. jan. 1907, undirskrifaður af öllum við stöddum
fjelagsmönnum og sex öðrum, er þá gerðust um leið
kaupfjelagar. Stjórn var kosin: Kjartan prestur Helgason
í Hruna formaður; Sigurður óðalsbóndi Guðmundsson
á Selalæk varaformaður; Kristján kaupstjóri Jóhannesson
meðstjórnandi og Guðmundur óðalsbóndi Þorvarðsson
í Sandvík varameðstjórnandi. — Endurkosnir síðan —.
Lögin voru samin að fullu, rædd og samþykkt á næsta
aðalfundi 3h 1908. (Atriði úr þeim síðar.)
Við umræðurnar um lögin varð mestur ágreiningur
um undanþáguna frá kaupfjelagsreglunni: að leyfa enga
lánveiting. Vildu sumir byggja, að þessu leyti, á bjarg-
föstum grundvelli, þó smá yrði byggingin í fyrstu. Hin-
ir urðu þó miklu fleiri, er töldu þetta óvinnandi, vegna
ástæðna manna og verzlunarhátta til beggja handa.
Prátt fyrir varlegt ákvæði í lögunum (25. gr.), umræð-
ur og ályktanir á aðalfundum um varfærni og takmörkun
lánveitinga, og þrátt fyrir varfærni og lipurð verzlunar-
stjórans, hefir ekki tekizt að komast hjá allmiklum lán-
veitingum til fjelagsmanna og utanfjelagsmanna. Að vísu
hafa lánin talsvert lækkað, árið sem leið. En vonandi
að eptir 10 — 20 ár megi ákvarðanir um lánveitingar úr
gildi falla. Að þeim tíma liðnum gœtu flestir bændur á
íslandi átt meiri eign inni i verzlunum sjálfra sin en nú
skulda þeir í búðum, án þess að verða varir við það;
ef þeir vildu nú tafarlaust verða einbeittir og áreiðan-
legir kaupfjelagar, og verzluðu að eins i sinu eigin kaup-
fjelagi.