Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Síða 7

Skinfaxi - 01.01.1914, Síða 7
SKINFAXI 7 Víkingarnir. i. Úr foreldrahúsum að freyðandi strönd. — Úr frændmennaskara i ókunnug lönd. — Úr ástmeyjar faðmi gegn óvinarhönd. — Þeir ókvíðnir skiftu’ á þeim kjörum.----- Með aftþrungna vöðva og ólgandi blóð, og óbiluð hjörtu, i svellandi móð, á öslandi gnoðum með alþöndum voðum hjá öskrandi boðum, þeir syngjandi héldu úr vörum. Þeir vissu það glögt um þá löðrandi leið, að lifsháski og mannraun þar hvarvetna beið. En það varð sem örfun við ögrun og seið, þeir eirðu’ ekki kyrðinni lieima. Og þrekið með veðrunum vaxandi fór; er vindbarinn geisaði freyðandi sjór, þeim hlakkaði hugur og harnaði dugur; um höfin þeir fiugu, sem kóngörn um þrum■ andi geima. Og þegar að albúin óvinaskeið með illvígu herliði móti þeim skreið, þeir voru’ ekki að hika né leggja úr leið, en liðinu fylktu að stríði. Og að, þar sem fjandmannaforinginn stóð, og fylkingin öflugust, knörr þeirra vóð. Að sigra’ eða falla var alt fyrir alla, þvi eggjarnar gjallandi kváðu þeim nið sem þá flýði. Svo lentu þeir garpar með gull-hlaðinn knör, en gatslitnar verjur og uppsorfinn lijör. Og tignarmörk vikingsins: orrustuör; en orðstirinn kvað við í tindum. — Sem glóandi brandar þeir byrjuðu ferð, en birtust að lokum sem skínandi sverð, með hörku úr hriðum, og stœling úr striðum, en eggjan úr viðsýnis ógnandi' og töfrandi myndum. II. Það starf var mannkyns bernsku-brek af bruna táps og vilja. Það œskufjör og œnlaþrek var ekki hœgt að dylja. Það benti’ á lietjubrag og mátt sem Lrim til vinda segi. Það kom sem roði í austurátt, á undan sól og degi. En þráin sem á djúp þá dró, úr draumasœld að þrautum, hún laðar enn á löðursjó, hún leiðir þá á brautum, sem kœrri lífsins eldsókn er og œðri’ en vœrð á dýnum; og það er hún sem heiminn ber til himna á vœngjum sínum. Bjarni Ásgeirsson. Móðurmálslireinsun. U. M. F. Máni hefir rœtt talsvert um friðun móðurmálsins og samþykt tillögu þessa í einu hljóði; „Fundurinn álítur, að það sé besta leið- in til þess að flýta fyrir hreinsun móður- málsins, að ungmennafélögin safni saman um alt land, öllum algengustu mállýtum og málvillum, og sendi það orðasafn svo til sambandsstjóra U. M. F. Islands, er fal- ið verði að sjá um, að fengnar verði rétt- ar þýðingar á þeim, hjá málfræðingum þeim, er færasir eru í íslenskri tungu. Orðasafn þetta verði svo prentað og gef- ið út á kostnað U. M. F. Islands og annað- hvort útbýtt ókeypis, eða selt svo lágu verði, að sem flestir geti átt kost á að eignast það. Einnig telur fundurinn rétt, að sótt verði um styrk úr landssjóði til útgáfunnar". Athugasemd: Þessi tillaga og rækileg grein um svona efni eftir Hjalta Jónsson á Hoffelli hefir legið all-lengi hjá sam- bandssstjóra og Skinfaxa. Hefir valdið því bæði rúmleysi, og svo hitt, að þó til- gangurinn sé góður, þá eru margar hindr- anir, fyrst féleysi félaganna, og tregða þingsins að styrkja þau verulega (útgáfa slíkrar orðabókar mundi kosta mörg þús- und krónur). Ennfremur vafasamt, hvort gera á málvillunum svo hátt undir höfði að prenta þær í orðabók, eða hvort slík orðabók hefði áhrif á daglegt mál þjóðar- innar. T T

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.