Skinfaxi - 01.01.1914, Page 8
8
SKINFAXI
Upphafsmennirnir.
„Sá veldur miklu sem upphaíinu veld-
ur“ segir máltækið, og er það jafnsanna,
hvort heldur er er um gott eða ilt.
Þess vegna pykir Skinfaxa pað við eiga,
er hann nú tekur að flytja myndir, að
skipa í öndvegið upphafsmönnum Ung-
mennafélaganna, en það eru þeir Jóhannes
Jósefsson og Þórhallur Bjarnarson.
Þeir höfðu báðir farið utan, Þórhallur
til Danmerkur, Jóhannes til Noregs. Oefað
hefir þeim í þeirri för báðum aukist vilji og
áhugi til þess að geta orðið að liði heima,
og þegar fundum þeirra ber saman aítur,
kviknar þessi hugsun i milli þeirra, að
reyna að fá unga menn í félag til þess að
verða sjálfum sér og öðrum nýtari menn.
Eftir all-ítarlegar bollaleggingar um þetta
sín í milli, stefndu þeir álitlegustu kunn-
ingjum sínum og vinum til fundar við sig
á nýjársdag 1906, sögðu þeir frá því sem i
efni væri, og var því tekið vel. Þarna
voru þeir 12
saman. En 7.
janúar 1906,
er Ungmenna-
félag Akureyr-
ar stofnað af
16 inönnum,
og með sömu
aðalalriðum í
lögum og enn
eru hjá Ung-
mennafélögun-
um.
Mun Þór-
hallur hafa átt
bróðurpart í
tillögum,en Jó-
hannes fram-
kvæmdir.
Þegar í upp- Jóliannes Jðsefsson.
hafi tóku þeir félagar að ræða hin og þessi
alvörumál sín á milli og rita blað er lesið
var a fundum. Þá gengu þeir að leikum,
islenskri og grískri glímu og tækjalitlum
fimleikum. Loks voru góðir menn fengn-
ir til að
fiytja
fræðandi
og vekj-
andi fyr-
irlestra
fyrir fél-
agsmenn
og hvern
er hafa
vildi.
Það
þyrfti
kannske
eldri
mann en
mig til
Þórhallur Bjarnarson. að Segja
það, að nauðsynlegri þrjú viðfangsefni gat
félagið naumast valið sér, því að svö marg-
ir eru þeir, sem Játa sér fátt um finnast
þetta alt saman.
En hver hugsar svo vel, að hann vilji
ekki geta gert það betur? Hver orðar
hugsanir sínar þannig, hvort heldur er í
ræðu eða riti, að hann ekki vilji geta gert
það betur? Hver er svo hraustur að hann
vildi ekki vera hraustari? Eða hver er
svo fróður, að hann vildi ekki fræðast
meira ?
Eg held jafnvel ekki þeir, sem jafnan
lá þeim mönnum, sem bindast félagskap
til þess, að komast sem lengst i þessu,
hverju um sig.
Og ein spurning enn: Er þetta þrent
ekki uppistaðan í þessum vef, sem kallað-
ur er líf?
Báðir höfðu þeir Jóhannes og Þórhallur
verið áhugasamir Góðtemplarar, og eflaust
á bindindis-skuldbinding Ungmennafélaga
rót sína til þess að rekja.
Þegar i marsmánuði var farið að vinna