Skinfaxi - 01.02.1914, Qupperneq 2
16
SKINFAXI
aílsins til að draga vagn menningarinnar.
Maðurinn var aðeins andinn sem stýrði.
Afleið- Var nú runnin upp ný gullöld
Ing-ar. fyrir mannkynið, méð tóm og nœði
til að hugsa, mannast og njóta yndisleika
lífsins? Sumir héldu það, en draumar
þeirra hafa ekki rætst enn. Nýi tíminn
kom með bylting og baráttu. Hann sett-
ist að, þar sem aflið bjó, kolin eða járnið.
Þar risu upp verksmiðjur gufuknúðar, sem
unnu nauðsynjagripi ódýrar og fljótar en
nokkur annar. Dreifðu handiðnamennirnir,
sem að að öðrum þræði voru hálfgerðir
bændur, gátu ekki kept við vélaframleiðsl-
una. Varningur þeirra varð of dýr; enginn
vildi kaupa hann. Þeir urðu að gefast
upp, liætta að vera sjálfstæðir atvinnurek-
endur og krjúpa að fótum vélaeigandanna,
og biðja þá um vinnu og brauð. Vinnu
gátu þeir fengið og suitarbrauð. Vélaeig-
endur böfðu þörf fyrir nýja menn og vél-
ar; því meiri framleiðsla, því meiri gróði.
— Þannig rísa upp stórborgir nútímans;
gufumagnið hefir seitt þangað margt fólk
úr landsbygðinni, boðið þvi tvo kosti: að
koma eða deyja. I borgunum óx verkskift-
ingin. Einn hjó kol alla æfi, annar bræddi
málm, þriðji smiðaði úr stáli, fjórði spann,
fimti óf. Allir unnu þessir menn, en eng-
in gat lifað á því sem hann framleiddi,
heimili þeirra voru ekki sjálfstæð eins og
gömlu sveitaheimilin. Þau þurftu að selja
alt sem þau framleiddu en kaupa í stað-
inn all sem nota þurfti; það var dregið
saman utan úr víðri veröld. Afurðir allra
jarðbelta blandast nú saman á borði hins
snauðasta manns. Þá hleypti nýi tíminn
fjöri og afli í gamla stétt, kaupmanna-
stéttina. Hún varð nú margfalt voldugri
en fyr. Hún varð að lifsnauðsyn, að band-
lið milli þeirra, sem vildu selja alt, er þeir
framleiddu og kaupa alt sem þeir eyddu.
Tveir Verksmiðjueigandinn og nútíma-
drottnar. kaupmaðurinn eru drottnar og
eftirlætisbörn nýja tímans. Arfur þeirra,
og hann er mest auðæfi heimsins, er kaup
verkvélanna, það sem átt hefði að gjalda
þeim, ef þær hefðu krafist kaups, og dá-
Iítið, lakar fengið, í viðbót. En með hverri
minútu sem líður streymir meira í erfða-
hirslu tvíburanna. Nýlega er dáinn einn
peningakaupmaður i Ameriku, sem átti eins
mikið fé og allir Norðmenn og Danir til sam-
ans, að löndunum meðtöldum og öllu því
sem þessar þjóðir hafa dregið saman frá
upphafi vega. En þetta mikla fjársafn
höfðu tveir ættliðir, faðir og sonur, dregið
saman undir vængjum nýja tímans.
Nýi tíminu Anderson hefir komið hingað
á íslandi. j raun og veru. Hann kom
þegar þilskipin og togararnir voru keypt,
og gömlu, dreifðu eigendur smábátanna
lögðu niður atvinnustjórn og gerðust þjón-
ar þeirra, sem eignast gátu dýru skipin.
Þá myndaðist Reykjavík, og allir smákaup-
staðirnir við ströndina. Nýi tíminn held-
ur fast að þjónum sínum, í þéttum bygð-
um, utan um aílgjafana: eigendur stórfram-
Ieiðslutækja og kaupmennina. Að sama
skapi þynnist í sveitunum og þær verða
máttarminni í þjóðfélaginu. Þétlbýlið, með
samandregið fjármagn, atvinnurekstur, með
margbreyttar skemtanir og hverskonargleði-
vonir fær algerða yfirhönd. En innan bæj-
anna klofnar mannfélagið meir og meir í
tvær stéttir efnamenn og öreiga; stórvinnu-
veitendur og kaupmenn, en hinsvegar verka-
menn. Annar flokkurinn, sá sem situr
sólarmegin, fær eftir því sem tímar líða
of mikið af gæðum lífsins, of mikið fé,
völd, hvíld, næði og nautnir. Hinn, sem
í skugganum er, vantar fé til að geta
lifað heilbrigðu lífi, völd til að geta borið
hönd fyrir höfuð sér, tóm til að geta fræðst
og auðgast andlega, hvíld til að renna aug-
unum að þeim auði lista og snildar, sem
æ verður meira um í heiminum. Jafn-
vægið vantar. Blessun hugvitsins hefir
orðið að tvíeggjuðu sverði, af því mann-
kynið kann miklu ver að gæta fjár en að
afla þess. Það lætur enn öfl, jafn blind
og dauð eins og þau sem knýja verkvélar