Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1914, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1914, Page 7
SKINFAXI. 21 banvænu meini í þjóðlíkamanum, Og vegna hættunnar verða þeir gerðir hér að umtalsefni, en ekki af því að þeir séu hug- þekkir til náinna viðskifta. Þeir eyðileggja á hverju ári fjölda manna; þeir klófesta ranglega tugi þúsunda af þvi fé sem heið- virt fólk hefir dregið saman til framfærslu og menningar sér og sínum. Fyrir mis- verknað Filisteanna líður mörg fjölskylda allar hörmungar fátæktarinnar: hungur klæðleysi, ill húsakynni, sjúkdóma og hvers- konar bágindi. Þessvegna er timi til kom- inn að hefjast handa gegn hættunni. Hún færist nær og nær æskumönnunum, þótt nú brenni bær hinna fullorðnu. Filiste- arnir hafa eins og áður var sagt lögin með sér; þeir hrjóta anda þeirra í hverju verki, en fylgja og verja sig með forminu. Og við því verður ekki gert. Eina varn- ar-vonin er i aukinni þekkingu á Iífi og starfi Filisteanna. Það þarf að einkenna svo glögglega þessa hættulegu menn, að þeir þekkist á Kainsmerkinu, hvar sem þeir fara, að þeir verði einangraðir, að enginn vilji við þá skifta eða sýna þeim traust, uns þeir snúast til vega heiðarlegra manna. Filístearnir skiftast i allmargar tegundir og verður hér leitast við að lýsa hinum helstu — til viðvörunnar. Það er þó ekki vanda né hættulaust. Það er óhjákvæmi- legt að segja frá andstyggilegum gerðum, sem oft hafa blessast furðanlega að ytri sýn. Slík dæmi geta vakið skaðleg áform í hugum einstakra vesalinga, og er það sannreynt að glæpasögur hafa oft mis- jöfn áhrif. Hér er þó öðru máli að gegna. Skuggahliðar filistealífsins eru miklar, og þegar rakinn er og sundraður innri maður þessara óvina þjóðfélagsins, þá er ólík- Iegt að marga fýsi, af lýsingunni, að feta í fótspor þeirra. Engin tilraun verður gerð til að hrella eða særa einstaka Filistea. Nöfnum þeirra verður breytt og dæmi flutt til, svo að ein hetjan lánar annari; hvorki verður getið um eða stað stund. Einstaklingurinn hverf- ur en heildin kemur fram. Ef til vill verða tekin útlend dæmi, ef þarf til frekari skýr- ingar, ogpersónunum þá gefin íslensk nöfn. En eins verður vandlega gætt að gera Filisteunum ekki rangt í heild sinni, nefna enga athöfn, enga misgerð eða yfirsjón, sem þeir hafa ekki drýgt. A þennan hátt næst sá tilgangur að vara við hættunni, án þess að ganga of nærri einstaklingnum; hver verður að hafa það sem hann hefir „lög- lega“ fengið. Tilgangurinn er að leggja nokkra hindrun i veg komandi Filistea. Sundhvöt. Úti i beljandi á, út i brimóðri lá hetjur byltu sér fyr, —jafnvel kongborin sprund, hver einn frjáls maður svam, þrœllinn fordœm- ið nam, iþrótt feðranna varpaði Ijóma á grund. Listin dapraðist þó, mönnum druknanir bjó eigin drykkjarskál! — ef ei var sitra né lón; fyrir vanrœkslur gelst, engum tölum það telst, hversu trúleysi á sund hefir bukað oss tjón. Aftur vitkaðist þjóð, bálköst villunni hlóð; — framtak vaknar i brjósti livers lmgsandi manns: vekja félög vor ýms iþrótt Gunnars og Grims. iþrótt Grettis, er synti úr Brangey til lands. Verður krökt út við sœ, hlaupa krakkar úr bœ, varpa klœðum og steypa sér nakin i gjálp. Hvilik glymjandi óp! — Eintóm glaðvœrðar- hróp! engin geigvœnleg, kveinandi sárbæn um hjálp! Þótt oss fmnist það strangt þá skal leggast svo langt til að leita sér frama, að hann hlotnist til fulls, og að kafa til grunns með þeim knáleik til sunds er i kappraunum launast með bikurum gulls Fylgjum Erlingi á mið,nemumsundkongsins sið. mun þá sækjast að ávinna’ oss frœgðarorð mist. vinnum íslandi ált\ gefum íslundi alt\ heitum Islandi trygð við þess göfgustu list\ St. Sigurðsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.