Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1914, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.02.1914, Qupperneq 14
28 SKINFAXI. Fjóröungsþlng'ið, verður ekki í þetta sinn haldið í Borg- arfirði eins og ráðgert var. Ber það til, að þangað mundu fáir fulltrúar hafa sótt úr austursveitum og jafnvel úr Rvík. En þetta þing þarf að vera fjölment. Það tekur til meðferðar mörg mikilsverð mál, sem öllum félögum koma við, ekki síst fjórðungaskifting og fulltrúakosning til sambandsþings. Skiftingamálið þarf að ræða vandlega frá báðum hliðum, og verða i næstu blöðuin Skinfaxa rækilegar grein- ar um það efni eftir Jón í Deildartungu, Bjarna Asgeirsson o. fl. Fjórðungsþingið verður því í Rvík um miðjan maí (lokin). Þá koma fjölda margir Ungm.fél. hingað af fiskiskipum eða úr verinu, og aðrir til að sækja þá. Er því aldrei Iéttara eða kostnaðarminna fyrir fjarlæg félög að hafa heimansenda fulltrúa, en einmitt þá, en að þvi er stefnt hér. Því miður er ekki hægt að ákveða nákvæmlega þingdagana iyr en gerð er áætlun fyrir Flóabátinn Ing- ólf. En hún er ógerð enn. Enn um fjórðung'sskii'tin. Sr. Tryggvi og Sigurður Vigfússon hafa fært fram ýmsar ástæður með því að láta alt sitja í sama horfi. Gegn því vil eg gera þessar athugasemdir: 1. Fjórðungurinn er svo stór að félags- menn ná til engra funda saman, ekki einu sinni með fulltrúakosningu. Sann- ar það reynsla undanfar. ára. 2. Nú verður Rvík að vera þingstaður, en þar drukna þingin í bænum, verða dauf og í molum. 3. Að neyðast til að hafa þingin til skift- is í Borgarfirði og að Þjórsártúni með tæpan helming fulltrúa mættan sýnir að fj. er nú of stór. 4. Að þingið við Þjórsárbrú var ánægju- Iegt, bendir á að þeir fundir fyrir hæfilegt svæði séu betur komnir í sveit en í bæjum. 5. Kynningin og áhrifin innbyrðis sára- lítil eins og nú er, og ekki Iikleg til að fara vaxandi. 6. Allar fjórf ungsstjórnir hafaþótt dauf- ar og framkvæmdarlitlar, og þó verið margskift um menn. Það bendir á að annaðhvort sé lítið mannval í U. M. F. í Rvík, eða að starfið sé for- sending. 7. Nær ómögulegt er að fá menn til að vera í fjórðungsstjórn, sem sýnir að þeim, sem í verki kynnast fjórðungs- skipuninni, þykir hún óviðunandi. 8. Fráleitt að menn i Rvík eigi að stjórna smámunum í U. M. F. á svo víð- lendu svæði eins og fjórð. er, þar sem þeir þekkja aðeins iel. og félagana á pappírnum. 9. Alls ómögulegt að hafa styrkjandi eftir- lit með félögum í fjarlægum sveitum fyrir sískiftandi fjórðungsstjórnir, þar sem báðir málspartar eru ókunnugir, 10. Ráðið út úr vandræðunum er að hata samböndin minni, héraðasambönd, sem annist heimamdl héraðanna. En auka hinsvegar vald sambands- stjórnarinnar, að hún marki aðál- drcettina í verkaskrá félaganna, en að hinsvegar sé héraðastjórnum falin umsjón með þeim málum, sem inn- anhéraðsmenn einir geta borið skyn á og leyst af hendi. Jónas Jónsson. Mál á fjórðuug-sþiugí verða, auk venjulegra nauðsynjamála: Fjórðungaskiftin. Fulltrúakosning til sam- bandsþings. Skógræktardagurinn. Þjóð- garður á Þingvöllum. Iþróttakenslan. Fyr- irlestrafyrirkomulagið. Bókasöfn í Ungm.- fél. Héraðamót. Eitthvað mun bætast við enn. Þeir þrir menn sem þetta ár hafa átt sæti i fjórðungsstjórn þverneita enduikosningu. Verður því enn að leita nýrra manna í það starf. Fyrirlestrar. Stjórn Sunnlendingafj. hefir lagt drögur fyrir fyrirlestra við þessa menn: Bjarna Asgeirsson í Knararnesi, sr. Tryggva á Hesti, Pál Jónsson og Pál Zophoníasson á Hvanneyri og sr. Jakob í Holti. Nokk- ur von er um að samningar takist við fyrirlestrarmann samvinnufél., Sigurð Jóns- son í Ystafelli um fyrirl. í Rangárv. og Árnessýslu.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.