Skinfaxi - 01.03.1914, Qupperneq 4
SKINFAXI.
fé, sem nú lægi undir fjórðungsstjórn og
fjþingi.
Þeim virtist sem sé, ekki vera nægjan-
legt verksvið fyrir sig, að efla með sam-
úð og samvinnu ungmennafélagsskapinn,
á frjálsum grundvelli, heldur þyrftu þeir
að nema fé og vald frá yfirstjórn ung-
mennafélaganna. — Frá þessum tíma Iiafa
forgöngumenn þessarav stefnu, ekkert tæki-
færi látið ónotað, til þess að vinna máli
sinu gagn, bæði með því að halda á lofti
öllu því sem þeir geta, oggertgetur menn
óánægða með það fyrirkomulag, sem nú
er; svo sem með því að sýna fram á van-
rækslu fjórðungsstjórnar, aðgerðaleysi fjórð
ungsþings og ósamræmi í sambandslögun-
um. En aftur á móti gylla fyrir mönn-
um það ástand, sem verða myndi, ef fjórð-
ungnum yrði tvístrað, og hefir einkum á
því sviði kent mestra iifganna, þegar þeir
lýsa ágæti þeirrar afstöðu, sem ungmenna-
félögin myndu fá, ef þessi óákveðnu sam-
bönd komast á, sem haklið er fram og eg
mun skýra frá síðar í grein þessari, hvern-
ig er í aðaldráttum.
Þetta mál kom fram á fjórðungsþingi
1913, aðallega til umtals, en ekki til á-
Iyktana. Var nefnd kosin í niálið, er starfa
skyldi milli þinga, og auk þess skorað á
fjórðungsstjórn, að reyna að fá næsta fjórð-
ungsþing haldið að Hvanneyri. Og var
þetta hvortveggja gert, til að draga úr þeim
tvístrunaranda, sem virðist ráða þessu máli,
með trausti til þess, að forgöngumenn
þessarar byltingar, myndu fáfet með Jiessu
til að líta á málið frá sjónarmiði heildar-
innar, og hætta að halda uppi öfgafullu
sjálfstæðishjali, fyrir einstaka hluta fjórð-
ungsins. Hafði þingið svo góða trú á, að
í Borgarfirðinum væru svo góðir ungmenna-
félagar, að þeir myndu ekki vilja halda
fram, þegar þeir sæu að málið félli í þeirra
gerð, öðrum en því, sem gæti í allastaði verið
heildinni fyrir bestu, án allrar hlutdrægni. —
Þessi bjartsýni fjórðungþings, studdist að
nokkru leyti við það, að svijiað hafði átt sér
stað, austanfjalls árið 1911. Þessar aðgerðir
fjórðungsþings virðast ekki ætla að koma
að tilætluðum notum. Forgöngumenn breyt-
inganna hafa notað stöðu sína í milliþinga-
nefndinni, til að skrifa hréf í félögin, þar
sem þau áttu að velja, eða segja álit sitt,
um hvert þessara svokiilluðu frjálsu sam-
banda þau vildu fella sig við, en auk þess
haldið kappsamlega að mönnum, að hin
lauslegustu og smæstu myndu reynast best
og ávaxtaríkust fyrir ungm.félögin. — Aðal-
kerfi þessara frelsispredikana er hirti í
Skinfaxa 6. og 8. hl. f. á. Hefir því ver-
ið svarað með rökum í sama blaði 1. bl.
þ. á.
Á aðalfundi U. M. S. B. 31. jan. og 1.
febr. þ. á , var samþykt tillaga, sem fer í
])á átt, að fella niður fjórðungssambandið,
en í stað Jiess komi, eða geti komið sam-
bönd viðsvegar i fjórðungunum, eftir því
sem félögunum kann að koma til hugar í
þann svipinn.
Þetta er samkvæml því, sem lengst hefir
verið gengið og er nú svo komið, að sum-
um, sem fylgt hafa breytingu á sambands-
lögunum, þykir nú ollangt gengið, svo það
gæti ef til vill orðið tilefni nýrrar tvístr-
unar í þessu máli. — Þetla er í sem fæst-
um ovðum saga málsins.
Eg ætla ekki að lýsa hér stjórnarfyrir-
komulagi þvi sem nú er í samb. ungmenna-
félaganna; það ætti að vera öllum ung-
mennafélögum sæmilega ljóst, en vil at-
huga, hvernig yfirstjórn ungmennafélaganna
yrði háttað, ef þessar breytingar næðu
fram að ganga og er sumt af því þegar
viðurkent af byltingamönnum sjálfum.
Þar sem hugmyndin um samhönd und-
ir U. M. S. I. yrði svo óákveðin og á reiki
um stærð þeirra, þá liggur það í augum
uppi, að nær því ekkert af þeim málum,
sem nú liggja undir íjórðungsstjórn og
fj.Júngi, myndi ganga til Jieirra, svo fram-
arlega að sambandsþing verði skipað þeim
mönnum, er láta sér ant um að stjórn
sameiginlegu málanna komist í það horf