Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI. 33 SKINFAXI — mánaöarrit U M. F í. — kemur út 1 Reylijavík og kostar 2 kr. árgangurinn, erlendis 3 kr. RITSTJÓRI: Jónns Jónsson frá Hriflu. Skólavöröuatig 35. Slmi 418. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skólavörðustig 6 B. K i t n e 1 n cl: Agúst Jósefsson, Guðbrendur Magnússon, Tr. Þórhallsson. U 1 JJB sem síst myndi valda misklíði milli félag- anna. Og í jiessu sambandi vildi eg minna ungmennafélaga á, að draga upp i buga sínum mynd af sambandsþingi, þar sem fulltrúar væru vaxnir frá þessum smærri samböndum, og þar ætli að skipa því fé, sem gengur til hinna sameiginlegu mála félaganna, á smásamböndin. Ætli það gæfi ekki tilefni til sundrungar, er skaðað gæti ungmennalelagshugsjónina? Þetta heíir svo marga og stóra ókosti, sem ekki er rúm til að fara frekar út í hér, en enginn eíi íinst mér leika á því, að saineiginlegu málin, sem nú liggja und- ir fjórðungsstjórn og fj.þing verða öll að leggjast undir sambandsþing og stjórn, Það má í þessu sambandi minna á það, að líklegt er, að allir l'jórðungar landsins, nema Sunnlendingafjórðungur, vilji halda því ástandi, sem nú er, og er réttast að þeir fái það, að bafa i hendi sameiginlegu mál- in, en þá fer afstaða sambandsstjórnar að verða býsna einkennileg, og væri helst að líkja þeim við konungsstjórn, þar sem menn í þremur íjórðungum landsins væru á svo háu þroskastigi, að þeim væri trú- að fyrir mestu af sínum sameiginlegu mál- um.en menn i þeim fjórða á svo lágu þroskastigi, að þeir gætu ekki haft sömu mál með höndum og yrði því að taka þau af þeim. Þessi uppgjöf sameiginlegra mála af hálfu Sunnlendingafjórðungs, lítur nokkuð öðruvísi út, heldur en breytingamennirnir balda fram. og eg á bágt með að trúa þvi, að menn sjái ekki hver ljóður er á þess- um nýju ráðum, til viðreisnar ungmenna- félögunum. Benda má á það, að með þvi að hafa annað skipulag á stjórn Sunnlendingafjórð- ungs, en hinna fjórðunganna, verður sam- bandsstjórnin bæði erfiðari og óvinsælli þvi búast má við, að afstaða þessara sam- banda, sem myndast kunna i Sunnlend- lendingafjórðung, verða ekki ákveðin svo skýrt, að ekki geti orðið ágreiningur út af, þvi búast má við, að þó þau afstöðu sinn- ar vegna geti ekki fullnægt þeim kröfum sem við verðum að gera til þeirra, sem fara með sameiginleg mál ungmennafélag- anna, vilji þau þó altaf reyna að draga undir sig valdið og féð frá sambandsstjórn- inni, ef sú stefna nær völdum, sem nú er að koma upp. Og að siðustu það, að ef fjórðungnum er skift í smærri sambönd, þá stendur sambandsstjórn fjær en fjórðungsstjórn, í að nota þá krafta, sem nú eru í Reykja- vik. Á eg þar bæði við iþróttakennara og leiðbeinendur, og andans menn til stjórnar og franisóknar. Að aðalkraftarnir verði í Reykjavik i framtíðinni, eins og hingað til, er mjög eðlilegt, því þar eru svo góð tæki á því að ella áhuga sinn og halda við at- gjörfi sínu, fyrir þá sem vilja. Og alt sem miðar í þá átt, að gera afstöðu félaganna lakari, i því að hagnýta sér þá krafta, er miða til félagsheilla, er stór uppgjöf í fram- sóknarbáráttu ungmennafélagsskaparins. Jón Hcinnesson. FjöröungsÞing: Sunnlendingafj. verður haldið i Rvik. Bár- unni, 14—16 mai n. k. Fundir byrja kl. 10 f. hád. Stj órnin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.