Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXl 39 lögðu þeir áherslu á að ekkert yrði úr fénu, ef því vœri skift milli margra sambanda, að sem stœði vœri Sunn- lendingafjórðungur stœrstur, og því gœti hann haft tögl og hagldir í öllum mál- um á sambandsþingi, og atdrei mœtti breyta því sem vceri, nema vissa væri á öðru miklu betra í staðinn. Með skiftingunni töluðu Bjarni Asgeirs- son, Magnús Sigurðsson, Guðm. Jóhannes- son, Árni Böðvarsson og Páll Zóphonias- son. Þeim þótti öllum, að fjórðungurinn vceri svo stór, að ekki vœri tiltök að fjórðungsfélagar gœlu náð að vinna saman. Fjármálin þótti þeimlitlu máliskifta, og skildu ekki að sama upphœð gœti minkuð þó henni vœri skift. Annars vœri ekki um mikla upphœð að rœða, tit skiftingar i smærri sambönd, þegar búið væri að leggja fé í sameiginlegu fyrirtœkin, eins og Tryggvalandið, blað- ið og fleira. Það þótti þeim fjarstæða, að /ið æltum að halda í stærðina vegna valdanna, því drotnunargirnd þótti þeim engan prýða, og vildu síst láta það einkenna ungmennafé- laga. Breyta vildu þeir, þegar þess væri þörf og stæði tré á bersvæði, vildu þeir færa það í skjól, stæði það svo langt frá, að ekki væri hægt að veita því pössun og lilúa að því, vildu þeir færa það nær, svo til þess næðist (sbr. grein Tr.) Jón Hannesson kom með rökstudda dag- skrá, og vísaði málinu frá, í því trausti að fjórðungsþing og sambandsþing réðu því til heppilegra lykta. Guðm. Jóhannesson kom með tillögu er fór í þá átt, að alstaðar í sambandslögum kæmi héraðsþing — samband o. s. frv. í stað fjórðungsþings — sambands og svo frv. Eftir tillögunni voru takmörk héraðs- sambanda ekki ákveðin, en milli sambands- þinga geta takmörk héraðsþinga að sjálf- sögðu ekki breyst nema lítið eitt. Hvert sambandsþing vissi því ákveðið, hvaða héraðssambönd væri þá, og þau ein fengi styrk. Vildu félög milli þinga breyta tak- mörkum héraðssambanda, legðist það fyr- ir næsta þing, og eftir þeirri breytingu er þá yrði, yrði fé veitt. Það er því fjarri því, að það sé rétt, sem mótmælendur tillögunnar héldu fram, að sambandsþing vissi aldrei, hvert skifta ætti fénu, því aldrei væri að vita, hvaða sambönd kynnu að myndast; sambands- þing veitir einungis til þeirra, sem eru og milli þinga verða þau svo ad vera óbreytt. Dagskrá Jóns var feld með 10 gegn 3, en tillaga Guðmundar samþykt með 10 gegn 4. Sökum frámunalegs óveðurs á laugar- daginn og sunnudaginn vantaði þessa full- trúa á aðalfundinn: Frá U. M. F. íslending: Daníel Teitsson og Björn Lárusson. Þeir eru báðir með skiftingu. Frá U. M. F. Borgarhrepps: Jóhann Magnússon. Hann er með skiftingu. Frá U. M. F. Haukur: Eyjólf Sigurðsson. Ilann er með skiftingu. Frá U. M. F. Brúin: Sigurður Guðmundsson. Hann er móti skiftingu. Fjórir þeir fyrst töldu eru nú staddir á Hvanneyri, og hef eg sannfært mig um, að hér sö farið með rétt mál. Eu skoð- un Sigurðar er sögð eins og skoðun félags hans. Af þessu geta menn séð skoðun manna hér í félagssvæði U. M. S. B. Eg segi frá því í Skinfaxa, af því að eg vildi, að menn hugsuðu málið eins vel og hérhefir verið gert af öllum tjöldanum, og ef menn gerðu það, þá er eg viss um, að þeir sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.